Meistaraflokkur Vestra í körfubolta tekur á móti FSu á Jakanum á morgun föstudaginn 2. desember kl. 20:00. Öll miðasala rennur til Birkis Snæs Þórissonar sem hefur glímt við erfið veikindi en fagnar eins árs afmæli sínu þann 7. desember næstkomandi. Birkir Snær er sonur Þóris Guðmundssonar fyrrum leikmanns KFÍ og Guðrúnar Kristínar Bjarnadóttur.
NánarDrengirnir í 9. flokki Vestra öttu kappi í A-riðli í annarri umferð Íslandsmótsins í körfubolta um nýliðna helgi en mótið var haldið af Fjölni í Grafarvogi og fór fram í Rimaskóla. Í A-riðli spila bestu lið landsins og því mikil áfangi að ná þangað, en strákarnir sigruðu alla sína leiki í fyrstu umferð Íslandsmótsins í síðasta mánuði og tryggðu sér þannig sæti í A-riðlinum nú.
NánarRúm vika er nú liðin síðan 10. flokkur drengja lagði leið sína suður á bóginn til að taka þátt í sínu öðru fjölliðamóti í vetur - helgina 19.-20. nóvember. Síðbúin umfjöllunin skrifast á annir hjá fréttaritara. Gestgjafar að þessu sinni voru Haukar í Hafnarfirði en keppt var í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Lið Tindastóls og Grindavíkur tóku einnig þátt auk Vestra og heimamanna. Spilaðir voru þrír leikir á lið.
NánarStelpurnar í 9. flokki voru gestgjafar á fjölliðamóti sem fram fór í Íþróttahúsinu í Bolungarvík um helgina. Mótið var í B-riðli í annari umferð Íslandsmótsins en stelpurnar unnu sig upp úr C-riðli í síðustu umferð. Á mótinu um helgina stóðu þær sig með stakri prýði, unnu tvo leiki af fjórum og héldu sæti sínu í riðlinum.
NánarMeistaraflokkur karla í körfubolta tekur á móti Breiðabliki í 1. Deild karla í kvöld. Leikurinn fer fram hér heima á Jakanum og hefst klukkan 19:15.
NánarUm helgina fer fram í Íþróttahúsinu í Bolungarvík 2. umferð Íslandsmótsins hjá 9. flokki stúlkna í körfubolta. Keppt er í B-riðli en Vestrastelpurnar unnu alla sína leiki í 1. umferð og unnu sig upp í B-riðilinn. Þar taka þær á móti KR og Breiðablik og verður leikin tvöföld umferð.
NánarMeistaraflokkur Vestra tekur á móti Valsmönnum hér heima á morgun föstudaginn 18. nóvember klukkan 19:15 í 1. deild karla í körfubolta. Við minnum á að strax að leik loknum verður Getraunaleik Vestra ýtt úr vör í Skúrnum við Húsið.
NánarStelpurnar í 8. flokki gerðu góða ferð suður í Garðabæ um liðna helgi þar sem þær ött kappi við heimastúlkur í Stjörnunni auk Ármenninga og Snæfell í B-riðli Íslandsmótsins. Eins og lesendur síðunnar muna ef til vill munaði engu að stelpurnar kæmust upp úr B-riðli í síðustu umferð en þá varð þriggja stiga karfa á lokasekúndum þeim að falli. Skemmst er frá því að segja að nú flugu stelpurnar upp í A-riðil með glæsibrag!
NánarÁ dögunum var endurnýjaður samstarfssamningur á milli Pacta lögmanna og Motus innheimtuþjónustu við Körfuknattleiksdeild Vestra. Motus og Pacta hafa um árabil stutt við bakið á körfuboltastarfinu á Ísafirði á meðan KFÍ var og hét og því er einstaklega ánægjulegt fyrir hina nýstofnuðu Körfuknattleiksdeild Vestra að endurnýja þetta samstarf.
NánarUnglingaflokkur karla hélt suður með sjó á helginni og lék tvo leiki.
Nánar