Fréttir - Körfubolti

Arna Hrönn bætist í hópinn

Körfubolti | 02.10.2020
Skallagrímskonan Arna Hrönn Ámundadóttir kemur til liðs við Vestra.
Skallagrímskonan Arna Hrönn Ámundadóttir kemur til liðs við Vestra.

Bakvörðurinn Arna Hrönn Ámundadóttir bætist í leikmannahóp meistaraflokks kvenna hjá Vestra. Arna Hrönn er fædd árið 2001 og hefur spilað upp alla yngri flokka hjá Skallagrími en verið hluti af meistaraflokki bikarmeistaranna undanfarin fimm ár þrátt fyrir ungan aldur.

Nánar

Helena til liðs við Vestra

Körfubolti | 30.09.2020
Helena leikur með Vestra í vetur.
Helena leikur með Vestra í vetur.

Helena Haraldsdóttir er gengin til liðs við Vestra í gegnum venslasamning við KR. Helena æfði og lék upp alla yngri flokka með KFÍ og Vestra en gekk til liðs við KR síðastliðið haust.

Nánar

Söguleg helgi á Sauðárkróki

Körfubolti | 27.09.2020
Vestri gerði góða ferð á Krókinn. Vann einn leik og tapaði einum.
Vestri gerði góða ferð á Krókinn. Vann einn leik og tapaði einum.

Meistaraflokkur kvenna hjá Vestra gerði góða ferð til Sauðárkróks um helgina og lék tvo leiki gegn heimastúlkum í Tindastóli. Ferðin var svo sannarlega söguleg því fyrri leikurinn, sem fram fór á laugardag, var fyrsti meistaraflokksleikur kvennaliðs félagsins undir merkjum Vestra. Seinni leikurinn var ekki síður sögulegur því í honum gerðu stelpurnar sér lítið fyrir og lönduðu fyrsta sigri meistaraflokks kvenna undir merkjum Vestra.

Nánar

Stelpurnar hófu leik í dag!

Körfubolti | 26.09.2020
Stelpurnar spiluð sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í dag!
Stelpurnar spiluð sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í dag!

Meistaraflokkur kvenna hóf leik á Íslandsmótin í 1. deild á Sauðárkróki í dag. Sögulegur leikur því þetta fyrsti meitaraflokksleikur Vestra í kvennaflokki í körfubolta. Leiknum lauk með tapi okkar stúlkna 74-54.

Nánar

Gunnlaugur tekur slaginn í vetur

Körfubolti | 25.09.2020
Gulli tekur slaginn í vetur með Vestra.
Gulli tekur slaginn í vetur með Vestra.

Framherjinn Gunnlaugur Gunnlaugsson tekur slaginn í vetur með Vestra. Gulla þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Vestra enda uppalinn innan raða KFÍ og á að baki yfir 130 deildarleiki fyrir Vestra og KFÍ. 

Nánar

Arnaldur gengur til liðs við Vestra

Körfubolti | 16.09.2020
Arnaldur Grímsson er genginn til liðs við Vestra.
Arnaldur Grímsson er genginn til liðs við Vestra.

Arnaldur Grímsson er genginn til liðs við Vestra og mun leika með meistaraflokki karla á komandi tímabili í 1. deildinni. Arnaldur er 18 ára gamall framherji sem mun styrkja og breikka hópinn fyrir komandi tímabil.

Nánar

Fjör á Körfuboltadegi

Körfubolti | 15.09.2020
Fjölmenni á Körfuboltadeginum.
Fjölmenni á Körfuboltadeginum.
1 af 3

Komdu í körfu var yfirskrift á körfuboltadegi Kkd. Vestra sem haldinn var í dag mánudaginn 14. september 2020. Fjölmargir iðkendur lögðu leið sína í Íþróttahúsið á Torfnesi og stjórnuðu þjálfarar yngri flokka fjölbreyttum leikjum við allra hæfi ásamt leikmönnum úr mfl. karla og kvenna. 

Nánar

Átta leikmenn meistaraflokks kvenna skrifa undir

Körfubolti | 08.09.2020
Þessi glæsilegi hópur skrifaði undir samning við Körfuknattleiksdeild Vestra og ætlar að taka slaginn í 1. deild kvenna.
Þessi glæsilegi hópur skrifaði undir samning við Körfuknattleiksdeild Vestra og ætlar að taka slaginn í 1. deild kvenna.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur gengið frá samningi við átta leikmenn meistaraflokks kvenna. Þessi hópur myndar sterkan kjarna heimastúlkna fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna því allir leikmennirnir eru uppaldir hjá féaginu.

Nánar

Vestrakonur fá bandarískan liðsauka

Körfubolti | 18.08.2020
Olivia Crawford er nýr liðsmaður meistaraflokks kvenna hjá Kkd. Vestra.
Olivia Crawford er nýr liðsmaður meistaraflokks kvenna hjá Kkd. Vestra.

Hin bandaríska Olivia Crawford er gengin til liðs við nýstofnaðan meistaraflokk kvenna hjá Kkd. Vestra. Liðið mun leika í 1. deild Íslandsmótsins í vetur eftir fimm ára hlé. Olivia er 23 ára leikstjórnandi og lék með Seattle University á síðustu leiktíð. Hún byrjar því atvinnumannaferil sinn á Ísafirði. Hún setti 6,4 stig að meðaltali í vetur, var með 3,5 fráköst og 2 stoðsendingar.

Nánar

Bosley til liðs við Vestramenn

Körfubolti | 04.08.2020
Bandaríkjamaðurinn Ken-Jah Bosley semur við Kkd. Vestra.
Bandaríkjamaðurinn Ken-Jah Bosley semur við Kkd. Vestra.

Bandaríski bakvörðurinn Ken-Jah Bosley hefur skrifað undir samning við Kkd. Vestra og leikur með meistaraflokki karla á næsta leiktímabili. Bosley útskrifaðist frá Kentucky Wesleyan háskólanum árið 2017 (D2) og var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins frá upphafi.

Nánar