Fréttir - Körfubolti

Strákar og stelpur á ferð og flugi

Körfubolti | 22.10.2017
Strákarnir knáu í 8. flokki með Birgi Erni Birgissyni, þjálfara, á nýliðnu Íslandsmóti í F-riðli á Selfossi sem þeir unnu með yfirburðum.
Strákarnir knáu í 8. flokki með Birgi Erni Birgissyni, þjálfara, á nýliðnu Íslandsmóti í F-riðli á Selfossi sem þeir unnu með yfirburðum.
1 af 2

Alls taka átta keppnishópar frá Kkd.Vestra þátt í Íslandsmótum yngri flokka KKÍ þennan veturinn, auk unglingaflokks og meistaraflokks karla, og varla mun líða sú helgi á leiktímabilinu þar sem iðkendur félagsins eru ekki í móti. Um síðustu helgi kepptu tveir þeirra á sínum fyrstu fjölliðamótum í vetur  en það voru 8. flokkur drengja á Selfossi og minnibolti 10 ára stúlkna í Keflavík.

Nánar

Öruggur sigur á FSu

Körfubolti | 20.10.2017
Yngvi páll og lærisveinar hans lönduðu góðum sigri í kvöld.
Yngvi páll og lærisveinar hans lönduðu góðum sigri í kvöld.

Vestri lagði FSu örugglega 82-68 í kvöld. Um það bil sem flautað var til leiksloka bárust fregnir af því að jörð hafi skolfið rétt norðan við Selfoss. Hvort drunurnar frá magnaðri tröllatvennu sem Vestramaðurinn Nemanja Knezevic skilaði í kvöld voru þess valdandi skal ósagt látið en pilturinn sá átti magnaðan leik á þrítugsafmælisdegi sínum. Sannarlega maður leiksins.

Nánar

Vestri mætir FSu á Jakanum

Körfubolti | 19.10.2017
Strákarnir eru tilbúnir í leikinn! Ljósmynd: Ágúst G. Atlason, Gusti Productions.
Strákarnir eru tilbúnir í leikinn! Ljósmynd: Ágúst G. Atlason, Gusti Productions.

Á morgun föstudaginn 20. október taka Vestramenn á móti FSu í 1.deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Jakanum en það er um að gera að mæta fyrr og gæða sér á hamborgurum fyrir leik. Þá eru síðustu forvöð að kaupa árskort en annars er aðgangseyrir litlar 1.000 kr.

Nánar

Stefnan sett á meistaraflokk kvenna

Körfubolti | 17.10.2017
Verða þessar flottu Vestrastelpur grunnurinn að nýjum meistaraflokki kvenna?
Verða þessar flottu Vestrastelpur grunnurinn að nýjum meistaraflokki kvenna?
1 af 2

Stjórn Kkd. Vestra og barna- og unglingaráð vinna nú markvisst að því að félagið tefli fram meistaraflokki á ný. Allt bendir til þess að innan örfárra ára verði kominn góður grundvöllur fyrir endurvakningu meistaraflokks kvenna félagsins, en hann var síðast starfræktur vetur 2014-2015. Í gærkvöldi stóð félagið fyrir skemmtilegum spjallfundur í Menntaskólanum á Ísafirði og var það liður í undirbúningi verkefnisins.

Nánar

Bikarsigur á Höfn – KR í 16 liðar úrslitum

Körfubolti | 17.10.2017
Nebojsa fer að körfunni á sunnudag. Ljósmynd: Þorvarður Árnason, Facebook síða Kkd Sindra.
Nebojsa fer að körfunni á sunnudag. Ljósmynd: Þorvarður Árnason, Facebook síða Kkd Sindra.

Vestramenn lögðu Sindra á Höfn í Hornafirði í 32 liða úrslitum Maltbikarsins á sunnudag. Vestramenn höfðu góðan sigur 68-106 og halda því áfram í 16 liða úrslit þar sem þeir mæta KR. B-lið Vestra tók einnig þátt í bikarkeppninni og mætti KR-B en mátti sætta sig við tap á heimavelli.

Nánar

Körfuboltabúðir Vestra hljóta viðurkenningu

Körfubolti | 16.10.2017
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, tekur við hvatningarverðlaununum í gær úr hendi Hauks Valtýssonar, formanns UMFÍ.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, tekur við hvatningarverðlaununum í gær úr hendi Hauks Valtýssonar, formanns UMFÍ.

Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) hlaut hvatningarverðlaun UMFÍ 2017 á 50. sambandsþingi UMFÍ sem fram fór á Hótel Hallormsstað um helgina. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, sagði áður en hann afhenti verðlaunin á þinginu að þau væru afhent HSV fyrir öflugar og metnaðarfullar körfuknattleiksbúðir Íþróttafélagsins Vestra á Ísafirði. Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, tók við verðlaununum í lok þings í gær fyrir hönd HSV.

Nánar

Nýliðar Gnúpverja lagðir að velli

Körfubolti | 14.10.2017
Yngvi Gunnlaugsson fer yfir máln með leikmönnum í leikhléi.
Yngvi Gunnlaugsson fer yfir máln með leikmönnum í leikhléi.

Vestri tók á móti nýliðum Gnúpverja í þriðju umferð 1. deildar karla í körfubolta í gær. Leikurinn var fjörugur og mikið skorað. Heimamenn rufu hundrað stiga múrinn og gestirnir voru ekki fjarri því en leiknum lauk með sigri Vestra 105-92.

Nánar

Stelpustuð í Smáranum

Körfubolti | 11.10.2017
Stelpurnar náðust á mynd á útleið úr Smáranum á sunnudag en þá var ein þeirra horfin á braut.
Stelpurnar náðust á mynd á útleið úr Smáranum á sunnudag en þá var ein þeirra horfin á braut.

Minnibolti eldri stúlkna í Vestra fæddar 2006 kepptu á fyrsta Íslandsmóti vetrarins um helgina. Mótið fór fram hjá Breiðablik í Smáranum og tefldi Vestri fram tveimur liðum undir stjórn Nökkva Harðarsonar. þjálfara og meistaraflokksmanns. Mótið tókst í alla staði vel og tóku stelpurnar virkilega á honum stóra sínum gegn miserfiðum andstæðingum.

Nánar

Stelpurnar upp í A-riðil og strákarnir halda sæti sínu

Körfubolti | 10.10.2017
Stelpurnar í 9. flokki ásamt Yngva Páli Gunnlaugssyni þjálfara.
Stelpurnar í 9. flokki ásamt Yngva Páli Gunnlaugssyni þjálfara.
1 af 2

Stelpurnar í 9. flokki unnu sig upp í A-riðil á fjölliðamóti hér heima og strákarnir í 10. flokki héldu sæti sínu í A-riðli eftir leiki helgarinnar.

Nánar

Snerpa og Körfuknattleiksdeildin endurnýja samstarfssamning

Körfubolti | 08.10.2017
Ingólfur Þorleifsson og Jakob Einar við undirritun samningssins.
Ingólfur Þorleifsson og Jakob Einar við undirritun samningssins.
1 af 2

Í hálfleik á fyrsta heimaleik Vestra í 1. deildinni gegn Snæfelli síðastliðinn föstudag var undirritaður endurnýjaður samstarfssamningur Körfuknattleiksdeildar Vestra og tölvu- og netþjónustufyrirtækisins Snerpu á Ísafirði.

Nánar