Fréttir - Körfubolti

Tveir sannfærandi sigrar á Sindra

Körfubolti | 28.10.2018
Vestri vann Sindra í tveimur leikjum á helginni. Ljósmynd: Anna Ingimars.
Vestri vann Sindra í tveimur leikjum á helginni. Ljósmynd: Anna Ingimars.

Vestri mætti Sindra frá Höfn í Hornafirði í tveimur leikjum um helgina. Vestri vann báða leikina sannfærandi. Þann fyrri 97-70 og þann síðari 96-74. 

Nánar

Risastór helgi í körfunni

Körfubolti | 24.10.2018
Stór helgi framundan. Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans lönduðu góðum sigri gegn Selfossi í síðustu umferð en mæta nú Sindra í tveimur leikjum á helginni.
Stór helgi framundan. Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans lönduðu góðum sigri gegn Selfossi í síðustu umferð en mæta nú Sindra í tveimur leikjum á helginni.

Helgin framundan er risavaxin körfuboltahelgi með tveimur leikjum hjá meistaraflokki karla í 1. deild, sitthvorum leiknum hjá stúlknaflokki og 10. flokki stúlkna og fjölliðamóti hjá 7. flokki stúlkna.

Nánar

Flaggskipið búið að opna sigurbankann

Körfubolti | 21.10.2018
Flaggskipið vel merkt sínum stærsta styrktaraðila, Ungmennafélagi Bolungarvíkur. Mynd: Guðmundur Kort.
Flaggskipið vel merkt sínum stærsta styrktaraðila, Ungmennafélagi Bolungarvíkur. Mynd: Guðmundur Kort.

Sjálftitlað flaggskip körfuknattleiksdeildarinnar, Vestri-b, vann öruggan sigur á Kormáki frá Hvammstanga í 3. deildinni í gær á Jakanum á Ísafirði.

Nánar

Góður endasprettur hjá 9. flokki drengja

Körfubolti | 16.10.2018
Eftir langt og strangt mót er nauðsynlegt að hlaða batteríin.
Eftir langt og strangt mót er nauðsynlegt að hlaða batteríin.
1 af 2

Strákarnir í 9. flokki héldu suður með sjó um helgina og hófu keppni á Íslandsmótinu í C-riðli sem fram fór í Röstinni í Grindavík. Segja má að skipst hafi á skin og skúrir hjá drengjunum því á laugardeginum töpuðust báðir leikirnir en á sunnudeginum sýndu strákarnir hvað í þeim býr og lönduðu tveimur góðum sigrum.

Nánar

Vestri mætir Fjölni heima

Körfubolti | 11.10.2018
Nebojsa Knezevic, aðstoðarþjálfari og leikmaður Vestra er tilbúinn í slaginn gegn Fjölni.
Nebojsa Knezevic, aðstoðarþjálfari og leikmaður Vestra er tilbúinn í slaginn gegn Fjölni.

Vestramenn leika aftur á heimavelli í annari umferð 1. deildar karla en þá tekur liðið á móti Fjölni úr Grafarvogi. Leikurinn fer fram á Torfnesi föstudaginn 12. október og hefst að vanda kl. 19:15.

Nánar

Heimaleikur í fyrstu umferð

Körfubolti | 04.10.2018
Yngvi Gunnlaugsson þjálfari og lærisveinar hans eru tilbúnir í slaginn! Hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja strákana.
Yngvi Gunnlaugsson þjálfari og lærisveinar hans eru tilbúnir í slaginn! Hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja strákana.

Biðin er á enda. Fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla fer fram á Jakanum föstudaginn 5. október kl. 19:15. Grannar okkar úr Stykkishólmi mæta í heimsókn en Vestri og Snæfell mættust einmitt í fyrstu umferð á síðasta tímabili einnig.

Nánar

Æfingatafla körfunnar

Körfubolti | 02.10.2018
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra leiktímabilið 2018-2019.
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra leiktímabilið 2018-2019.

Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra er nú komin í endanlegt form en það tekur alltaf nokkurn tíma á haustin að slípa töfluna til og sníða hana eins og hægt er að öllu því fjölbreytilega sem er í boði í frístundum hér á norðanverðum Vestfjörðum. Taflan er þó ávallt birt með fyrirvara um óhjákvæmilegar breytingar.

Nánar

Að byggja upp börn

Körfubolti | 25.09.2018
Kátir krakkar í Grunnbúðum Körfuboltabúða Vestra 2018. Ljósmynd: Matthías Einarsson
Kátir krakkar í Grunnbúðum Körfuboltabúða Vestra 2018. Ljósmynd: Matthías Einarsson

Stuðningur foreldra og forráðamanna við íþróttaiðkun barna er afar mikilvægur og rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi getur haft verulegt forvarnargildi á unglingsárum. Um þetta og fleira fjallar Birna Lárusdóttir, stjórnarmaður í Kkd. Vestra og formaður barna- og unglingaráðs deildarinnar, í aðsendri grein á bb.is í gær. Við leyfum okkur að birtum hana hér í heild sinni:

Ég var að skrolla niður facebook í einhverju letikasti um daginn og rakst þá á skrif sem minntu mig ágætlega á það af hverju ég kýs að styðja við börnin mín í skipulögðu íþróttastarfi. Tilgangurinn blasir kannski ekki alltaf við svona dag frá degi.

Nánar

Gulli, Helgi og Rúnar endurnýja samninga

Körfubolti | 18.09.2018
Frá vinstri: Helgi Bergsteinsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson og Rúnar Ingi Guðmundsson.
Frá vinstri: Helgi Bergsteinsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson og Rúnar Ingi Guðmundsson.

Ísfirðingarnir Gunnlaugur Gunnlaugsson, Helgi Bergsteinsson og Rúnar Ingi Guðmundsson skrifuðu allir undir samning við Vestra á dögunum. Þessir strákar eru allir uppaldir innan okkar vébanda en eiga mis langan feril að baki.

Nánar

Guðmundur Auðun og Haukur Hreinsson til liðs við Vestra

Körfubolti | 15.09.2018
Guðmundur Auðun Gunnarsson og Haukur Hreinsson ásamt Ingólfi Þorleifssyni formanni Kkd Vestra.
Guðmundur Auðun Gunnarsson og Haukur Hreinsson ásamt Ingólfi Þorleifssyni formanni Kkd Vestra.

Bakverðirnir Guðmundur Auðun Gunnarsson og Haukur Hreinsson skrifuðu nýverið undir samning við Vestra um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Nánar