Fréttir - Körfubolti

Birna Lárusdóttir kjörin í stjórn KKÍ

Körfubolti | 23.04.2017
Nýkjörin stjórn KKÍ. Efri röð frá vinstri: Lárus Blöndal, Ester Alda Sæmundsdóttir, Birna Lárusdóttir, Erlingur Hannesson, Rúnar Birgir Gíslason. Neðri röð frá vinstri: Guðbjörg Norðfjörð, Hannes S. Jónsson og Eyjólfur Þór Guðlaugsson. Á myndina vantar Einar Karl Birgisson og Pál Kolbeinsson.
Nýkjörin stjórn KKÍ. Efri röð frá vinstri: Lárus Blöndal, Ester Alda Sæmundsdóttir, Birna Lárusdóttir, Erlingur Hannesson, Rúnar Birgir Gíslason. Neðri röð frá vinstri: Guðbjörg Norðfjörð, Hannes S. Jónsson og Eyjólfur Þór Guðlaugsson. Á myndina vantar Einar Karl Birgisson og Pál Kolbeinsson.

Á 52. Körfuknattleiksþingi KKÍ sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær var Birna Lárusdóttir, formaður Barna- og unglingaráðs og stjórnarmaður í Kkd. Vestra, kjörin í stjórn sambandsins. Birna hefur um árabil starfað í þágu körfuboltans á Ísafirði en hefur einnig undanfarin tvö ár átt sæti Fræðslunefnd KKÍ sem er ein af fastanefndum sambandsins.

Nánar

Nebojsa semur við Vestra

Körfubolti | 19.04.2017
Ingólfur Þorleifsson og Nebojsa Knezevic handsala samninginn.
Ingólfur Þorleifsson og Nebojsa Knezevic handsala samninginn.

Skömmu áður en sjoppuvakt Körfuknattleiksdeildar Vestra hófst síðastliðinn laugardag á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður skrifuðu Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra og Nebojsa Knezevic undir nýjan samning milli deildarinnar og leikmannsins.

Nánar

Páskaeggjamót Vestra og Nóa Siríusar

Körfubolti | 12.04.2017

 Hið árlega páskaeggjamót Vestra og Nóa Siríus  fer fram venju samkvæmt á Skírdag.

Nánar

Sigruðu alla leiki á lokamóti vetrarins

Körfubolti | 12.04.2017
10. flokkur drengja að móti loknu um helgina ásamt Yngva Páli Gunnlaugssyni, þjálfara og Nebojsa Knezevic, sem var aðstoðarþjálfari Yngva á mótinu en Nebojsa hefur lengi komið að þjálfun drengjanna.
10. flokkur drengja að móti loknu um helgina ásamt Yngva Páli Gunnlaugssyni, þjálfara og Nebojsa Knezevic, sem var aðstoðarþjálfari Yngva á mótinu en Nebojsa hefur lengi komið að þjálfun drengjanna.

Síðasta fjölliðamót vetrarins í 10. flokki drengja í Kkd. Vestra fór fram á Torfnesi um nýliðna helgi. Var keppt í B-riðli en Vestradrengir gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki helginnar. Þeir hófu keppni í haust í D-riðli og má því með sanni segja að liðið hafi verið á mikilli siglingu allt tímabilið til enda.

Auk Vestra tóku lið Vals, Hauka og Skallagríms þátt en lið Fjölnis þurfti frá að hverfa vegna veðurs en þeir höfðu ætlað að fljúga vestur. Hin liðin þrjú sameinuðustu um rútuferð og þrátt fyrir hremmingar á Steingrímsfjarðarheiði mættu þau galvösk til leiks, tæpum þremur tímum á eftir áætlun, og sýndu oft og tíðum flott tilþrif þrátt fyrir langt og strangt ferðalag. Til að koma til móts við Fjölnismenn býðst þeim að leika sína leiki síðar en þegar þetta er skrifað er óvíst hvort af því verður.

Nánar

Veittu bestu liðunum harða keppni

Körfubolti | 11.04.2017
Ekki náðist að smella af liðsmynd um helgina en þessi mynd var tekin af 9. flokki fyrr í vetur. Á myndina vantar Þórunni Birnu Bjarnadóttur og Júlíönnu Lind Jóhannsdóttur.
Ekki náðist að smella af liðsmynd um helgina en þessi mynd var tekin af 9. flokki fyrr í vetur. Á myndina vantar Þórunni Birnu Bjarnadóttur og Júlíönnu Lind Jóhannsdóttur.

Stúlkurnar í 9. flokki Kkd. Vestra kepptu í sínu síðasta Íslandsmóti vetrarins um nýliðna helgi og lá leiðin til Grindavíkur að þessu sinni í sjálfan A-riðil mótsins. Þar mættu Vestrastelpurnar fjórum bestu liðum landsins í sínum aldurshópi en auk Grindvíkinga léku þær við Keflavík, Njarðvík og Hamar.

Nánar

Unglingaflokkur mætir Njarðvík á Jakanum

Körfubolti | 11.04.2017
Unglingaflokkur Vestra mætir Njarðvíkingum á morgun miðvikudag klukkan 15 hér heima.
Unglingaflokkur Vestra mætir Njarðvíkingum á morgun miðvikudag klukkan 15 hér heima.

Unglingaflokkur Vestra í körfubolta mætir Njarðvíkingum á morgun, miðvikudag, klukkan 15:00 hér heima á Jakanum. Leikurinn er síðasti heimaleikur liðsins á tímabilinu!

Nánar

Elstu krakkarnir spila heima og heiman um helgina

Körfubolti | 07.04.2017
Vestrastrákarnir í 10. flokki taka á móti Skallagrími, Fjölni, Haukum og Valsmönnum á Torfnesi um helgina.
Vestrastrákarnir í 10. flokki taka á móti Skallagrími, Fjölni, Haukum og Valsmönnum á Torfnesi um helgina.

Elstu iðkendur Kkd. Vestra taka á honum stóra sínum um helgina eftir að hafa unnið sig upp um riðla í síðustu umferðum Íslandsmótsins. Dengirnir í 10. flokki eru gestgjafar í B-riðli og fer mótið fram á Torfnesi á laugardag og sunnudag. Stúlkurnar í 9. flokki eru komnar í A-riðil mótsins og fer umferð þeirra fram í Grindavík um helgina. 

Nánar

Þjálfaralisti búðanna klár og skráningar streyma inn

Körfubolti | 28.03.2017
Þjálfarahópur Körfuboltabúða Vestra 2017 með Inga Þór Steinþórsson, yfirþjálfara, í broddi fylkingar.
Þjálfarahópur Körfuboltabúða Vestra 2017 með Inga Þór Steinþórsson, yfirþjálfara, í broddi fylkingar.

Körfuboltabúðir Vestra fara fram dagana 30. maí til 4. júní en búðirnar eru nú haldnar níunda árið í röð. Opnað var fyrir skráningar í síðustu viku en rúm er fyrir tæplega 150 iðkendur. Allt stefnir í að búðirnar fyllist á örskömmum tíma því skráningar streyma inn. Sjaldan eða aldrei hefur þjálfaralisti búðanna verið jafn vel mannaður; tíu þrautreyndir aðalþjálfarar hafa verið ráðnir til leiks auk þess sem álíka margir aðstoðarþjálfarar munu koma að búðunum.

Nánar

Unglingaflokkur spilar tvo heimaleiki

Körfubolti | 23.03.2017
Hinrik Guðbjartsson og félagar í unglingaflokki verða í eldlínunni um helgina. Hinrik var á dögunum valinn besti og efnilegasti leikmaður meistaraflokks tímabilið 2016-2017.
Hinrik Guðbjartsson og félagar í unglingaflokki verða í eldlínunni um helgina. Hinrik var á dögunum valinn besti og efnilegasti leikmaður meistaraflokks tímabilið 2016-2017.

Um helgina leikur unglingaflokkur tvo heimaleiki. Á laugardag mæta Þórsarar frá Akureyri og fer leikurinn fram kl. 18:30. Á sunnudag mæta Snæfellingar til leiks og fer sá leikur fram kl. 16:00.

Nánar

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar

Körfubolti | 13.03.2017
Hinrik Guðbjartsson var valinn besti og efnilegasti leikmaður meistaraflokks tímabilið 2016-2017. Hér er hann ásamt Yngva Gunnlaugssyni, yfirþjálfara Kkd. Vestra og Ingólfi Þorleifssyni formanni deildarinnar.
Hinrik Guðbjartsson var valinn besti og efnilegasti leikmaður meistaraflokks tímabilið 2016-2017. Hér er hann ásamt Yngva Gunnlaugssyni, yfirþjálfara Kkd. Vestra og Ingólfi Þorleifssyni formanni deildarinnar.
1 af 5

Síðastliðinn laugardag var lokahóf meistaraflokks Körfuknattleiksdeildar Vestra haldið á Hótel Ísafirði. Leikmenn meistaraflokks, stjórn Kkd. Vestra og Barna- og unglingaráð komu saman og nutu ljúffengra veitinga Hótels Ísafjarðar og litu yfir tímabilið sem nú er á enda.

Nánar