Fréttir - Körfubolti

Karfan komin á fulla ferð

Körfubolti | 05.09.2018
Hinn árlegi Körfuboltadagur fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi í dag, miðvikudag.
Hinn árlegi Körfuboltadagur fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi í dag, miðvikudag.

Hinn árlegi körfuboltadagur Vestra er haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi í dag og hefst gleðin klukkan 18. Dagurinn markar upphaf vetrarstarfs körfunnar en æfingar hófust af fullum krafti á mánudag. Að venju eru það þjálfarar og leikmenn meistaraflokks sem standa fyrir ýmiss konar körfuboltasprelli í salnum, fulltrúar barna- og unglingaráðs kynna æfingatöfluna og svo verður slegið upp pylsupartíi áður en allir halda heim um kl. 19:30.

Nánar

Andre Hughes til liðs við Vestra

Körfubolti | 03.09.2018
Andre Hughes í leik með Eastern New Mexico Greyhounds.
Andre Hughes í leik með Eastern New Mexico Greyhounds.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Andre Hughes um að leika með liðinu á komandi tímabili. Andre er 204 sm hár, 104 kg fjölhæfur leikmaður sem getur leyst fleiri en eina stöðu á vellinum.

Nánar

Körfuboltinn stór á nýju afrekssviði MÍ

Körfubolti | 29.08.2018
Iðkendur Kkd. Vestra sem skráðir eru á nýju afreksíþróttasviði Menntaskólans á Ísafirði.
Iðkendur Kkd. Vestra sem skráðir eru á nýju afreksíþróttasviði Menntaskólans á Ísafirði.
1 af 2

Menntaskólinn á Ísafirði endurvekur nú í haust afreksíþróttasvið við skólann og er hlutur körfuboltans þar ánægjulega stór. Alls eru 27 nemendur úr fimm íþróttagreinum skráðir á brautina, þar af 12 iðkendur frá körfuknattleiksdeild Vestra. Framtak MÍ er lofsvert enda gefur sviðið nemendum tækifæri til að samræma betur afreksástundun í íþróttum og krefjandi nám í menntaskóla.

Nánar

Nebojsa semur til þriggja ára

Körfubolti | 02.08.2018
Nebojsa Knezevic og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra við undirritun samningsins.
Nebojsa Knezevic og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra við undirritun samningsins.

Í gær gekk Körfuknattleiksdeild Vestra frá nýjum þriggja ára samningi við Nebojsa Knezevic. Þetta eru mikil gleðitíðindi enda er vart hægt að hugsa sér betri liðsmann en þennan serbneska Vestfirðing sem hefur búið á Ísafirði undanfarin fjögur ár.

Nánar

U16 ára landslið drengja æfir á Ísafirði

Körfubolti | 20.07.2018
U16 ára landslið drengja í körfubolta á æfingu í íþróttahúsinu Torfnesi í morgun.
U16 ára landslið drengja í körfubolta á æfingu í íþróttahúsinu Torfnesi í morgun.
1 af 2

Landslið U16 ára drengja í körfubolta æfir nú á Ísafirði þessa dagana en liðið er að búa sig undir Evrópumeistaramót U16 ára drengjalandsliða, sem fram fer í Sarajevo í Bosníu dagana 9-19. ágúst næstkomandi. Hópurinn kom akandi vestur í gærkvöldi og æfir fram á sunnudag, alls sex æfingar og einn æfingaleik. Aðstæður á Ísafirði eru hinar bestu og hafa Ísafjarðarbær og fyrirtæki í bænum greitt götu liðsins í hvítvetna.

Nánar

Ingimar Aron áfram með Vestra

Körfubolti | 02.07.2018
Ingimar Aron Baldursson verður  áfram í herbúðum Vestra.
Ingimar Aron Baldursson verður áfram í herbúðum Vestra.

Bakvörðurinn efnilegi Ingimar Aron Baldursson hefur samið við Vestra um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Ingimar Aron lék stór hlutverk með liðinu á síðasta tímabili, var í byrjunarliðinu í 26 leikjum af 27, og skoraði 11,6 stig, tók 2,9 fráköst og gaf 2,9 stoðsendingar. 

Nánar

Stærstu körfuboltabúðir frá upphafi

Körfubolti | 04.06.2018
Úr Körfuboltabúðum Vestra 2017. Þá voru öll metin slegin í aðsókn en í ár eru iðkendur umtalsvert fleiri en í fyrra og því er enn eitt metið fallið.
Úr Körfuboltabúðum Vestra 2017. Þá voru öll metin slegin í aðsókn en í ár eru iðkendur umtalsvert fleiri en í fyrra og því er enn eitt metið fallið.

Aldrei hafa fleiri iðkendur verið skráðir í Körfuboltabúðir Vestra en þær hefjast í íþróttahúsinu á Torfnesi á morgun, þriðjudag. Búðunum lýkur með veglegri kvöldvöku á laugardagskvöld og gestir halda svo heim á sunnudag. Búðirnar fagna tíu ára afmæli í ár og eru stærstu búðir sinnar tegundar á landinu.

Nánar

Adam, Björn Ásgeir og Nökkvi kveðja

Körfubolti | 21.05.2018
Adam Smári, Nökkvi og Björn Ásgeir kveðja Vestra - í bili a.m.k.
Adam Smári, Nökkvi og Björn Ásgeir kveðja Vestra - í bili a.m.k.

Nú er ljóst að Vestri þarf að sjá á eftir þremur lykilleikmönnum síðasta timabils en þeir Adam Smári Ólafsson, Björn Ásgeir Ásgeirsson og fyrirliðinn Nökkvi Harðarson hafa allir ákveðið að söðla um. Við þökkum þessum þremenningum kærlega fyrir framlag þeirra til félagsins. Allir hafa þeir skilað frábæru starfi og er mikil eftirsjá af þeim bæði innan vallar sem utan. Þessir ungu leikmenn hafa allir nýtt tækifæri sín hjá félaginu vel og vaxið mikið sem körfuboltamenn.

Nánar

Sigurvegarar í Svíþjóð

Körfubolti | 17.05.2018
Lið Vestra ásamt Yngva þjálfara með bikarinn. Efri röð f.v.: Helena Haraldsdóttir, Júlíana Lind Jóhannsdóttir, Snæfríður Lillý Árnadóttir, Gréta Proppé Hjaltadóttir, Katla María Sæmundsdóttir, Sædís Mjöll Steinþórsdóttir, Vala Karítas Guðbjartsdóttir, Hera Kristjánsdóttir. Neðri röð f.v.: Viktoría Rós Þórðardóttir, Sara Emily Newman, Bríet Vagna Birgisdóttir, Rakel Damilola Adeleye.
Lið Vestra ásamt Yngva þjálfara með bikarinn. Efri röð f.v.: Helena Haraldsdóttir, Júlíana Lind Jóhannsdóttir, Snæfríður Lillý Árnadóttir, Gréta Proppé Hjaltadóttir, Katla María Sæmundsdóttir, Sædís Mjöll Steinþórsdóttir, Vala Karítas Guðbjartsdóttir, Hera Kristjánsdóttir. Neðri röð f.v.: Viktoría Rós Þórðardóttir, Sara Emily Newman, Bríet Vagna Birgisdóttir, Rakel Damilola Adeleye.
1 af 3

Stelpurnar í 9. flokki Vestra lögðu land undir fót í síðustu viku þegar þær tóku þátt í stóru norrænu körfuboltamóti, Göteborg Basketball Festival. Árangur liðsins var frábær því stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu B-úrslit mótsins og tóku því glæsilegan bikar með sér heim. Glæsilegur endir á viðburðarríku tímabili hjá þessu frábæra liði!

Nánar

Uppskeruhátíð yngri flokka körfunnar

Körfubolti | 17.05.2018
Uppskeruhátíð yngri flokka Kkd. Vestra verður haldin í íþróttahúsinu Torfnesi í dag, fimmtudag.
Uppskeruhátíð yngri flokka Kkd. Vestra verður haldin í íþróttahúsinu Torfnesi í dag, fimmtudag.

Uppskeruhátíð yngri flokka Kkd. Vestra verður haldin í íþróttahúsinu Torfnesi í dag, fimmtudag, og hefst gleðin kl. 17. Allir yngri iðkendur og aðstandendur þeirra eru boðnir hjartanlega velkomnir en dagskráin verður með hefðbundnu sniði, veittar verða viðurkenningar, farið í leiki og slegið upp pylsuveislu.

Nánar