Fréttir - Körfubolti

Bikarhelgi hjá 9. flokki

Körfubolti | 06.01.2017
Strákarnir í 9. flokki ásamt Hallgrími Kjartanssyni farastjóra og íhlaupaþjálfara eftir góðan sigur fyrr í vetur.
Strákarnir í 9. flokki ásamt Hallgrími Kjartanssyni farastjóra og íhlaupaþjálfara eftir góðan sigur fyrr í vetur.
1 af 2

Á laugardaginn leika bæði 9. flokkur drengja og stúlkna í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Strákarnir eiga heimaleik og taka á móti Breiðabliki á Jakanum kl. 16:00. Stelpurnar skreppa hinsvegar á Suðurlandið og mæta sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna í Hveragerði á sama tíma.

Nánar

Körfuboltaæfingar hefjast á ný eftir jólafrí

Körfubolti | 02.01.2017

Æfingar allra æfingahópa körfuknattleiksdeildar Vestra hefjast aftur samkvæmt æfingatöflu á morgun, þriðjudaginn 3. janúar 2017, eftir jólafrí. Nokkrar æfingar voru í boði fyrir elstu iðkendurna og meistaraflokk milli jóla og nýárs en yngstu iðkendurnir fengu góða hvíld um hátíðirnar.

Stjórn og barna- og unglingaráð óska öllum iðkendum, þjálfurum, foreldrum og stuðningsfólki gleðilegs árs og hlakkar til samstarfsins á nýju körfuboltaári.

Nánar

Jólakarfa Vestra

Körfubolti | 22.12.2016

Hin árlega jólakarfa Vestra verður á sínum stað að venju á aðfangadag. Löng hefð er fyrir því að körfuboltakappar mæti á aðfangadagsmorgun á Torfnes og hiti þannig upp fyrir jólahátíðina.

Nánar

Þrír sigrar í röð! ÍA steinlá á Jakanum

Körfubolti | 17.12.2016
Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans fara inn í jólafríið með þriggja leikja sigurgöngu.
Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans fara inn í jólafríið með þriggja leikja sigurgöngu.

Vestri og ÍA mættust á Jakanum í gærkvöldi í lokaleik liðanna í 1. deild karla í körfubolta fyrir jólafrí. Gestirnir stóðu í heimamönnum í fyrsta fjórðungi en snemma í öðrum fjórðungi stungu Vestramenn af enduðu á að rjúfa hundrað stiga múrinn, lokatölur 103-63.

Nánar

Síðasti leikur ársins Vestri – ÍA

Körfubolti | 15.12.2016
Vestramenn hafa verið að spila vel undanfarið og sigrað tvo leiki í röð. Nú er komið að þeim þriðja!
Vestramenn hafa verið að spila vel undanfarið og sigrað tvo leiki í röð. Nú er komið að þeim þriðja!

Á morgun föstudag fer fram lokaleikur meistaraflokks Vestra í körfubolta á þessu ári. Mótherjinn í þessum leik er ÍA en liðin hafa mæst einu sinni á yfirstandandi tímabili og þá höfðu okkar menn sigur á útivelli. Leikir þessara liða hafa undanfarin ár verið mjög jafnir og spennandi og því veitir ekki af stuðningi hér á heimavelli. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Nánar

Flottur útisigur gegn Hamri

Körfubolti | 11.12.2016
Yima Chia-Kur átti stórleik, skoraði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.
Yima Chia-Kur átti stórleik, skoraði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Strákarnir í Vestra fóru suður í Hveragerði síðastliðinn föstudag og mættu þar heimamönnum í Hamri í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var jafn og spennandi en með góðri baráttu höfðu Vestramenn góðan sigur 88-91. Með þessum öðrum sigurleik í röð hafa Vestramenn galopnað baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.

Nánar

Íslandsbanki endurnýja samning við Kkd Vestra

Körfubolti | 08.12.2016
Freygerður Ólafsdóttir, Íslandsbanka, Sveinn Rúnar Júlíusson, gjaldkeri Kkd. Vestra, Hallgrímur Magnús Sigurjónsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Ísafirði og Guðni Ólafur Guðnason, gjaldkeri Vestra við undirritun samstarfssmaningsins.
Freygerður Ólafsdóttir, Íslandsbanka, Sveinn Rúnar Júlíusson, gjaldkeri Kkd. Vestra, Hallgrímur Magnús Sigurjónsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Ísafirði og Guðni Ólafur Guðnason, gjaldkeri Vestra við undirritun samstarfssmaningsins.

Á dögunum endurnýjaði Íslandsbanki samstarfssamning sinn við Körfuknattleiksdeild Vestra (áður KFÍ). Íslandsbanki leggur sérstaka áherslu á stuðning við barna- og unglingastarf sem endurspeglast í samstarfssamningnum við deildina.

Nánar

250 þúsund söfnuðust fyrir Birki Snæ

Körfubolti | 07.12.2016
Leikmenn og þjálfari Vestra greiddu sig inn á leikinn.
Leikmenn og þjálfari Vestra greiddu sig inn á leikinn.

Fyrir síðasta heimaleik Körfuknattleiksdeildar Vestra ákvað stjórn að allur aðgangseyrir rynni til Birkis Snæs Þórissonar og fjölskyldu hans en Þórir faðir hans lék lengi með KFÍ og var m.a. fyrirliði liðsins. Í dag fagnaði Birkir Snær eins árs afmæli sínu og fóru af því tilefni fram styrktar- og afmælistónleikar í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Í tengslum við heimaleik Vestra í síðustu viku söfnuðust 250 þúsund krónur sem voru lagðar inn á söfnunarreikning Birkis Snæs á afmælisdaginn hans.

Nánar

Strákarnir í 9. flokki áfram í bikarnum

Körfubolti | 05.12.2016
Strákarnir í 9. flokki í góðu yfirlæti hjá gestgjöfunum Atla Rúnari og Theódóru í Stykkishólmi sem tóku einstaklega vel á móti liðinu.
Strákarnir í 9. flokki í góðu yfirlæti hjá gestgjöfunum Atla Rúnari og Theódóru í Stykkishólmi sem tóku einstaklega vel á móti liðinu.

Lið Vestra í 9. flokki drengja tryggði sér áframhaldandi þátttöku í bikarkeppni KKÍ með sigri á Snæfelli á sunnudag. Keppt var í Stykkishólmi en sama dag fór þar einnig fram leikur unglingaflokka liðanna og spiluðu strákarnir einnig með þar.

Nánar

Egill, Hilmir og Hugi í U-15 æfingahóp

Körfubolti | 03.12.2016
Egill, Hugi og Hilmir eru í æfingahópi U-15 landsliðs Íslands.
Egill, Hugi og Hilmir eru í æfingahópi U-15 landsliðs Íslands.

Leikmenn 9. flokks Vestra þeir Egill Fjölnisson og Hilmir og Hugi Hallgrímssynir voru á dögunum valdir í 35 manna æfingahóp fyrir U-15 landslið Íslands. Hópurinn kemur saman á milli jóla og nýárs til æfinga undir leiðsögn Ágústs S. Björgvinssonar þjálfara liðsins.

Nánar