Fréttir - Sund

Búningamál Vestra

Sund | 14.07.2011 Eins og foreldrar vita hafa ekki verið keyptir keppnisbúningar fyrir krakkana í nokkurn tíma og flestir vaxnir upp úr sínum búningum.
Það er ekki hægt að fá eins föt og við vorum með frá Jako, þess vegna fögnum við því nú að HSV er að fara af stað með eins búninga fyrir öll félögin og hvetjum við Vestrapúka til að taka þátt og fá sér búning.
Í framhaldi af þessu ákvað stjórnin að huga að því að panta bakkaföt fyrir krakkana í Hummel, þá er verið að hugsa um föt frá Hummel eins og Hsv búningarnir eru, í Vestrabláum lit.
Það sem um ræðir eru stuttbuxur, stuttermabolur og fótboltasokkar, það er hægt að fara í Legg og Skel og fá að sjá hvað er verið að tala um.
Það hefur líka komið til umræðu að fá tilboð í keppnistöskur eins fyrir alla til að hafa á mótum, ekkert ákveðið í því.
Vestri er komin með einn öruggan styrktaraðila til búningakaupa sem myndi setja logo á fötin.
Við munum leyfa ykkur foreldrar góðir að fylgjast með þessum málum hér á síðunni.
kv. Stjórn Vestra Nánar

Búningamál HSV

Sund | 14.07.2011

Utanyfirgallar og fatnaður íþróttafélaganna

Breytingar verða nú á íþróttafatnaði íþróttafélaga í Ísafjarðarbæ að öll íþróttafélög hafa sameinast um einn utanyfirgalla/íþróttagalla. Hér eftir verður því nóg fyrir iðkanda að kaupa einn galla þó svo hann sé í fleiri en einni íþróttagrein.  Ekki er um keppnisbúninga að ræða.  Fatnaðurinn er frá Hummel og verður merktur með logo HSV framan á og aftan á merktir HSV og Ísafjarðarbæ eða Súðavík, ekki er gert ráð fyrir öðrum merkingum á gallana en félög geta merkt annan fatnað s.s. boli og peysur.  Tvær gerðir af íþróttagalla verða í boði, þessi venjulegi galli sem allir þekkja og svo úr léttara efni „micro“. 

Einnig verður möguleiki fyrir félög/iðkendur að kaupa annan fatnað í þessari línu frá Hummel s.s. kvartbuxur, boli, regnjakka og peysur.

Með þessu bréfi er óskað eftir því við félögin að þau kynni þessa ákvörðun til iðkenda sinna, foreldra og forráðamanna.  Mjög áríðandi er að við kynnum þetta vel svo það gangi vel fyrir sig að koma öllum í eins galla.

Verslunin Leggur og Skel mun sjá um að taka niður pantanir og sjá um að panta.  Vinsamlegast tilkynnið ykkar iðkendum að fara í Legg og Skel og fá að máta þar og panta.  Hægt er að máta gallana í búðinni.  Allan annan fatnað en galla sem íþróttafélögin vilja taka er hægt að panta í Legg og Skel.

Framvegis verður svo hægt að fá gallana hjá Legg og Skel.

Verð fatnaðarins er hér fyrir neðan.  Verð eru án kostnaðar við merkingu.  En gert er ráð fyrir að merkingar munu kosta á bilinu 400-600 kr/pr galli.  Fer eftir heildarfjölda.

 

Börn

Fullorðnir

Gallar

6350

7150

Léttir gallar

7950

8950

Kvartbuxur

3950

3950

Regnjakki

7950

9490

 

Nánar

Kosning

Sund | 29.06.2011 Niðurstaða er komin úr rafrænni kosningu sem send var foreldrum barna sem hugðust senda börn sín í æfingaferð erlendis haustið 2011. 19 foreldrum var send kosningin. Spurt var Skal leyfa að færa peninga úr utanandsferðasjóð yfir í innanlandsferðasjóð hætti barn við að fara í utanlandsferð. 19 atkvæði bárust sem féllu þannig að 16 sögðu nei og 3 sögðu já.
kv.
Stjórn Vestra Nánar

Amí heimferð

Sund | 27.06.2011 Amí fararnir voru í Þernuvík kl. 17:30, eiga þá eftir rúman klukkutíma heim á Samkaupsplanið.
Það eru nokkrar myndir frá Amí komnar inn á síðuna.
kv. Guðbjörg Nánar

Amí heimferð

Sund | 27.06.2011 Þá eru Amí fararnir okkar á heimleið í dag, þau lögðu af stað frá Akureyri kl. 11:15 í morgun.
Eg set inn frekari fréttir þegar komutími verður ljós.
kv. Guðbjörg Nánar

AMÍ fréttir

Sund | 25.06.2011 Að loknum þriðja degi eru Vestrapúkar að standa sig eins og hetjur, verðlaun og bætingar hrannast upp.
Mikil spenna og gleði í hópnum.
Ef farið er inná myndasíðu hjá Óðni (odinn.is) er hægt að sjá skemmtilegar myndir frá setningunni. :) Nánar

AMÍ fréttir

Sund | 24.06.2011 Þá eru búnir tveir dagar af fjórum á AMÍ. Allt hefur gengið vel, í dag fengu Herdís, Anna María, Martha og Elena Dís 3. sæti í boðsundi og Rakel Ýr varð í 3. sæti í sínum flokki í 200 m.bringusundi. Óskum þeim góðs gengis áfram. Nánar

AMÍ farar

Sund | 16.06.2011 Sælir AMÍ farar
Þá er allt komið á hreint með ferðatilhögun á AMÍ.
Lagt verður af stað á miðvikudegi 22. júní kl. 8:00, mæting kl. 7:45 á Samkaupsplaninu.
Þjálfarar í ferðinni eru Gunna Baldurs og Svala, þær fara á sínum bílum.
Fararstjóri verður Guðlaug (Didda).
Börnin þurfa að hafa pening til þess að kaupa sér að borða á báðum leiðum ( ca. 1500 hvor leið).
Gist verður í Brekkuskóla sem er við hliðina á sundlauginni, lokahóf verður í sjallanum.
Símanúmer:
Didda fararstjóri 8993360
Gunna þjálfari 8621845
Svala þjálfari 8660932
Útbúnaður sem þarf meðferðis:
Vindsæng/dýna
sæng/svefnpoki
koddi
náttföt
tannbursti og tannkrem
aukaföt
Fyrir sundmótið þarf fullt af hlýjum fötum ( mótið er í útilaug)
skíðagalla, húfu, vettlinga,hlýja sokka/ullarsokka
skó til að vera í á bakkanum
sundföt, sungleraugu, sundhettu
handklæði- fjöldi fer eftir fjölda greina sem þið eruð að keppa í.
Ekki gleyma Vesrtabol og  gleðinni.
Heimferð er áætluð á mánudagsmorgni.
kv. Stjórn Vestra
Nánar

starsmenn á AMÍ

Sund | 16.06.2011 Sæl öll
Fékk þennan póst og var beðin um að deila honum.
Sæl öll, Nú styttist í AMÍ á Akureyri en það fer fram dagana 23.-26. júní 2011   Erfiðlega gengur að manna stöður og því leitum við til ykkar allra.   Vinsamlegast komið því á framfæri við ykkar fólk og sjáið hvort einhverjir sjái sér ekki fært um að aðstoða á mótinu.   Það vantar til dæmis í eftirfarandi stöður,
  • tæknifólk
  • hlaupara
  • þuli
  • riðlastjóra
  • dómara

Gunnlaugur tekur við skráningum starfsmanna með tölvupósti gunnlaugur@isam.is

 kv. Guðbjörg

Nánar

Rækjusala

Sund | 15.06.2011 sæll ferðahópur
Hér eru upplýsingar varðandi rækjusöluna.

 

Foreldrar eru ábyrgir fyrir greiðslu á þeirri rækju sem barn þeirra tekur til að selja.

Greiðslu skal skila eigi síðar en 1. júlí 2011.

Í hverjum poka eru 500 gr. og kostar pokinn 1000 kr.

Leggja peningana inn á ferðareikninginn kt. 430392-2399 Banki 0154-15-200360 og senda póst á mimir@internet.is.

Ef eitthvað er óljóst hafið samband Guðbjörg sími 8457246 begin_of_the_skype_highlighting            8457246      end_of_the_skype_highlighting begin_of_the_skype_highlighting            8457246      end_of_the_skype_highlighting, eða guddreng@simnet.is.

kv. Guðbjörg

 

Nánar