Fréttir - Sund

5. hluta lokið

Sund | 20.03.2010 Þá er 5. hluta lokið og áttu Herdís og Anna María stórgóð sund í úrslitum. Anna lenti í 6. sæti á nákvæmlega sama tíma og í morgun (37:10) en Herdís bætti sig um 11/100 og synti á tímanum 34:17. Nú erum við á leið í mat til Siggu Hreins í Hafnarfirði. Nánar

ÍM-50m

Sund | 20.03.2010 Vel gekk í morgun og synda Anna María og Herdís í úrslitum í dag en þær áttu stórgóð sund og bættu tíma sína báðar.
Anna keppir til úrslita í 50m bringu (5. sæti á 37:10) og Herdís í 50m baksundi (7. sæti 34:28). Fylgist endilega með úrslitum inná www.sundsamband.is og þar er linkur inná ÍM-50m.  Nánar

Dósasöfnun

Sund | 19.03.2010 Sæl öll

Á mánudaginn næstkomandi (22. mars) ætlum við að hafa dósasöfnun.

Við ætlum að vera í Eimkip og er mæting kl 1800. Mjög mikilvægt er að sem flestir mæti því margar hendur vinna létt verk.
Við höfum lent í því undnfarið að mæting í dósasafnanirnar hafa ekki verið nægilega góðar og hefur verkið því lent á fáum einstaklingum og tekið langan tíma. Höfum við jafnvel þurft að sleppa götum sökum þess.  Ég biðla einnig til foreldra að mæta með börnum sínum til talningar og í útkeyrslu.

Sem sagt:
Dósasöfnun
22. mars kl 1800
Eimskip


Þessi dósasöfnun er ætluð fyrir alla hópa.
Hlakka til að sjá sem flesta.

KV

f.h. stjórnar Vestra
Þuríður Katrín Nánar

Enn gera Vestra púkar garðinn frægann.

Sund | 15.03.2010 Við hjá Vestra erum afar stolt þegar vel gengur hjá félögum okkar.
Í þetta sinn var það yfirþjálfarinn okkar sem gerði sér lítið fyrir og nældi sér í nafnbótina ,,Íþróttamaður Bolungarvíkur´" fyrir árið 2009.
Við látum eftirfarandi frétt fylgja með sem birtist á bb.is og segjum í leiðinni
TIL HAMINGJU MEÐ TITILLINN OG GLÆSILEGAN ÁRANGUR BENNI!

Benedikt íþróttamaður ársins í Bolungarvík
Benedikt Sigurðsson var útnefndur íþróttamaður Bolungarvíkur árið 2009 við hátíðlega athöfn í Einarshúsi í Bolungarvík á laugardag. Benedikt hefur náð góðum árangri í þríþraut og langhlaupum á síðustu misserum. Má þar nefna brautarmet sem hann sló í hálfri þríþraut sem var haldin að Laugum í Þingeyjarsveit í ágúst. Á því móti náði Benedikt einnig besta tíma frá upphafi í 750 metra sundi sem hann synti á 10 mínútum og 35 sekúndum. Auk þess að ná góðum árangri sjálfur hefur Benedikt stuðlað að eflingu íþrótta hjá ungmennum en hann kom til að mynda að skipulagningu inni-þríþrautar fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára.

Sex voru tilnefndir sem íþróttamaður ársins í Bolungarvík, auk Benedikts voru það körfuboltamaðurinn Guðmundur Jóhann Guðmundsson, knattspyrnumaðurinn Óttar Bjarnason, kylfingurinn Rögnvaldur Magnússon og dansararnir Þórunn Sigurðardóttir og Tinna Guðmundsdóttir.

Nánar

Nýjar myndir

Sund | 12.03.2010 Í myndasafninu okkar má nú sjá nýjar myndir, þær eru frá því að bláa liðið tók sig til og hrúguðu sér inn í litla, rauða bílinn hans Benna.
Eins og sést á hópmyndinni voru þau alls 17 sem inn í bílinn komust og fullyrða þau að það hefðu komist eins og 3 í viðbót......en þessir 3 voru bara ekki á staðnum :o)
Já! það er sko ýmislegt brallað á sundæfingum!

Án ef verður reynt við metið aftur síðar!!


Minni einnig á að ef einhver á myndir sem hann vill koma inn á síðuna er hægt að hafa samband við Þuríði. Nánar

ÍM-50 fundur

Sund | 10.03.2010 Gull-hópur

Á fimmtudaginn næstkomandi kl 19 ætlum við að hafa foreldrafund í Skólagötu fyrir foreldra ÍM-50 fara. Þar munum við fara yfir dagskrá vikunnar og fyrirkomulag. Mikilvægt er að allir þeir sem ætla að senda barn sitt mæti á þennan fund því að við þurfum að fá að vita hvernig verður með gistingu hjá krökkunum frá þriðjudegi til fimmtudags.

Einnig minnum við á að ennþá vantar fararstjóra og geta áhugasamir haft samband við Þuríði í síma 894-4211. Nánar

Þakkir fyrir kökulínuna

Sund | 08.03.2010 Kæru foreldrar

Stjórn sundfélagsins langar að þakka fyrir góð viðbrögð við kökulínunni. Þrátt fyrir leiðinlegt veður um helgina tókst mjög vel að selja línur. Einnig var frábært að sjá hversu margir skiluðu inn kökum og berum við ykkur foreldrar, kærar þakkir fyrir.

Kveðja
Stjórn Sundfélagsins Vestra Nánar

Afrek Vestrapúka

Sund | 04.03.2010 Við höldum áfram að fylgjast með afrekum okkar félaga. Í þetta sinn var það yfirþjálfari Vestra sem gerði garinn frægann í borginni um síðustu helgi. Glæsilegur árangur Benni, til hamingju!

Frétt tekin af bb.is:

Náðu góðum árangri í tvíþraut
Bolvíski afreksíþróttamaðurinn Benedikt Sigurðsson, var í þriðja sæti í sínum flokki í inni-tvíþraut sem haldin var af Þríþrautafélagi Reykjavíkur í Laugum á dögunum. Þar háðu afreksíþróttamenn keppni í 500 metra sundi auk þess að hlaupa 5 km á hlaupabretti. Benedikt synti á 7:44 mínútum og hljóp á 19:57 og var lokatími hans 27:41. Svala Sif Sigurgeirsdóttir, sem einnig kemur frá Bolungarvík endaði í 6. sæti í sínum flokki með lokatímann 34:58 mínútur. Hún synti á 8,23 mínútum og hljóp á 26,35.
Nánar

Kökulína kökulína kökulína

Sund | 04.03.2010

Kæru foreldrar

 

Í dag munum við dreifa út kökulínu á krakkana. Þau fá úthlutað götum sem þau eiga að selja í. Línan kostar 500kr og fer þannig fram að þeir sem hafa áhuga á að kaupa línu skrifa nafn sitt og heimilisfang á blöð sem börnin fá með sér heim, línurnar verða svo klipptar niður og settar í pott.

 

Okkur langar til að biðja alla þá foreldra sem sjá sér fært um að baka köku um að gera það og koma með í Skólagötuna á sunnudaginn kl 14. Einnig biðjum við ykkur um að koma með línurnar sem seldar hafa verið því að þá munum við draga út línurnar. Svo væri mjög gott ef foreldrar sæju sér fært um að aðstoða við að keyra kökunum út á vinningshafa, það er ekki nema svona ein ferð á hvert foreldri.

Með von um góð viðbrögð

 

F.h. stjórnar

Kveðja
Þuríður Katrín

Nánar

Kökulína

Sund | 02.03.2010

Í vikunni munu krakkarnir í gulli, bláum og c-liði fá afhenta kökulínu.
Þau fá götulista þar sem að þau eiga að selja línur og þurfa þau að vera búin að ganga í húsin fyrir sunnudaginn.
Foreldrar eru svo beðnir um að baka köku og afhenda á sunnudaginn þegar við drögum línurnar út, einnig væri mjög gott ef foreldrar gætu aðstoðað okkur við að keyra út kökunum um leið.

Með von um góða þátttöku :o)

Nánar