Krakkarnir í blakinu eru búnir að vera mjög duglegir í vetur og öllum hefur farið mikið fram.
Við viljum kanna möguleika og áhuga á því að fara með blak-krakkana í helgarferð á Snæfellsnes til að heimsækja liðin þar, en á Snæfellsnesi er mjög öflugt krakkablakstarf. Við viljum gjarnan heyra frá ykkur foreldrum varðandi þessa hugmynd.
NánarAthugið að æfingatími hefur breyst á fimmtudögum hjá 3.-4. bekk á Ísafirði. Æfingar eru nú klukkan 13-13:50, þannig að krakkarnir þurfa að hlaupa beint yfir eftir skóla.
Tíminn á þriðjudögum er óbreyttur.
Nú er komið jólafrí í krakkablakinu, æfingar hefjast svo aftur 5.janúar.
NánarJólamót Vestfjarða fór fram á Þingeyri laugardaginn 13. desember. Tæplega 60 krakkar frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði tóku þátt og voru keppendur á aldrinum frá 7 og upp í 16 ára. Mótið heppnaðist einstaklega vel og ótrúlegt hvað krakkarnir eru orðnir duglegir í blaki. Spilað var á stigi 1, 2 og 3. Á stigum 1 og 2 er boltanum kastað yfir netið en á stigi 2 þarf þó að taka blakslag og grípa til að frelsa liðsfélaga sinn. Á þriðja stigi er spilað venjulegt blak, nema að annar bolti er gripinn og það verða að vera þrjár snertingar hjá hvoru liði. Elstu krakkarnir á Þingeyri eru komin mjög langt í blakinu og í lok mótsins bauð úrvalslið þeirra í þjálfarana. Þá var spilað krakkablak á 4. stigi sem er venjulegt blak með fjórum leikmönnum í liði á badmintonvelli. Þjálfararnir unnu í þetta sinn, en það er ljóst að ef leikurinn verður endurtekinn að ári gætu úrslitin orðið allt önnur. Eftir mótið fengu allir úlnliðsband merktu sínu félagi, samlokur, ávexti og smákökur.
Margir brugðu sér í laugina áður en haldið var heim á leið.
Jólamót félagsins í fullorðinsblaki var haldið s.l. sunnudag og var þátttaka í mótinu mjög góð, en alls mættu 29 blakarar til keppni og var spilað í sjö liðum.
Það var liðið Hurðaskellir sem sigraði á mótinu eftir að hafa lagt Bjúgnakræki að velli í æsispennandi úrslitaleik.
Kertasníkir og Stekkjarstaur spiluðu um 3. sætið og þar hafði Kertasníkir betur.
Bjúgnakrækir fékk verðlaun fyrir bestu búningana og var jafnframt valið smasslið mótsins, ýmis önnur aukaverðlaun voru einnig veitt s.s. fyrir knattspyrnutilþrif mótsins en liðið Gluggagægir fékk þau verðlaun.
Engin pönnukaka leit dagsins ljós en hávörn mótsins átti Ari Klængur og Gunnar Bjarni og Þorgerður voru tilþrifapar mótsins :)
Mótið þótti heppnast vel og stendur til að endurtaka mótið að ári.
Fleiri myndir frá mótinu er að finna á myndasíðunni.