Fréttir - Blak

Takk fyrir stuðninginn

Blak | 13.03.2023
Að loknum leiknum gegn KA
Að loknum leiknum gegn KA
1 af 4

Kjörísbikarúslitahelgin 2023 verður lengi í minni okkar í blakdeild Vestra.  Það er útaf fyrir sig ákveðið afrek að komast á þessa úrslitahelgi, þriðja árið í röð.  En að fá að spila úrslitaleikinn er algerlega frábær upplifun.  Og þó svo að draumurinn hafi í dálitla stund verið stærri en úrslitin, þá er silfur á þessu stærsta árlega sviði blaksins á Íslandi eitthvað sem enginn þarf að vera súr yfir.

En svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér.  Stuðningur samfélagsins skiptir í þessu samhengi öllu máli.  Að vera niðri á velli, með hálfa stúku af fólki öskrandi „Áfram Vestri“, sjá auglýsingaborðana renna yfir LED skjána og finna kraftinn í liðinu magnast við þetta er algerlega ómetanlegt.

Vestrafólk, styrktaraðilar og allir hinir, hjartans þakkir fyrir stuðninginn í þessu verkefni.  Takk Takk <3

Nánar

Úrslitaleikur Kjörísbikarsins

Blak | 11.03.2023

Í dag, 11 mars 2023 verður skrifaður nýr kafli í sögu Íþróttafélagsins Vestra, þegar karlaliðið okkar í blaki spilar til úrslita í Kjörísbikarnum.  Aldrei áður hefur lið í meistaraflokki spilað úrslitaleik um titil á hæsta level, undir merkjum Vesta.

Andstæðingarnir eru engir viðvaningar, ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Hamars úr Hveragerði.

Við í liðinu trúum því að þetta sé leikur sem við getum unnið.  En við þurfum hjálp frá ykkur !  Hvatning á pöllunum í Digranesi væri frábært, en góðir straumar og hlýjar hugsanir virka líka.

Fyrir þá sem ekki komast á völlinn, er útsending á RÚV og hefst leikurinn kl 13.00

Koma svo; Áfram, áfram, áfram VESTRI !!

Nánar

Úrslitahelgi Kjörísbikarsins 2023

Blak | 05.03.2023
17:30 á fimmtudaginn
17:30 á fimmtudaginn

Karlalið Vestra í blaki er komið í undanúrslit og þar með á úrslitahelgi Kjörísbikarsins 3ja árið í röð. Við erum sannarlega stolt af okkar liði, því það er svo sannarlega ekki sjálfgefið að vera með á þessari stóru helgi sem fer fram í Digranesi í Kópavogi.

Nánar

Vestri í undanúrslit Kjörísbikarsins 3 árið í röð

Blak | 27.02.2023
Kátir Vestrastrákar á Húsavík
Kátir Vestrastrákar á Húsavík

Karlalið Vestra í blaki, lagði land undir fót um liðna helgi, þegar þeir fóru og heimsóttu Völsung á Húsavík í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. Völsungar höfðu áður fengið Blakfélag Hafnarfjarðar í heimsókn og lagt hafnfirðingana að velli nokkuð sannfærandi 3-0.

Nánar

Úrvalsdeildarlið Vestra

Blak | 04.02.2023
Úrvalsdeildarlið Vestra 22-23
Úrvalsdeildarlið Vestra 22-23
1 af 4

Þá er farið að síga á seinni hlutann í úrvalsdeildinni í blaki þetta tímabilið, en Vestri er núna með karlaliðið á sínu fjórða tímabili í deild þeirra bestu á Íslandi.

Nánar

Tvö á toppnum

Blak | 18.01.2023
Vestri C er skipað strákum á aldrinum 14-16 ára.  Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar í U16
Vestri C er skipað strákum á aldrinum 14-16 ára. Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar í U16
1 af 2

Helgina 13-15 janúar var stór blakhelgi hjá okkur í Vestra.

 

Nánar

Neðrideildarmót í blaki

Blak | 15.11.2022
Vestri kvk
Vestri kvk
1 af 6

Helgina 12-13 nóvember sl voru haldin fyrstu mótin af þremur helgartúnneringum, í neðrideildum íslandsmótsin í blaki.  Neðri deildir eru allar deildir fyrir neðan 1 deild.

Spilað var á 4 stöðum á landinu, í tveimur karladeildum og fimm kvennadeildum, alls 222 leikir og 78 lið.

Kvennalið Vestra spilaði á 4ju deildar móti í Laugardalshöll, sem Þróttur Reykjavík hélt utan um.  En hér á Ísafirði hélt Blakdeild Vestra mót fyrir 3ju deild karla þar sem 11 lið öttu kappi.  Á mótinu hér áttum við í Vestra lið, skipað að mestu strákum á aldrinum 14-16 ára.  En annars er oft mjög skemmtileg blanda af leikmönnum á þessum neðrideildarmótum.  Á mótinu hérna um helgina var yngsti leikmaðurinn 12 ára og sá elsti 73 ára.

Skemmst er frá því að segja að bæði lið Vestra komu út úr þessari helgi ósigruð.  Unnu alla sína leiki, strákarnir sína 4 leiki 2-0 og kvennaliðið vann 3 leiki 2-0 og aðra 2 leiki 2-1.  Við Vestrafólk getum því ekki annað en verið nokkuð sátt við útkomu helgarinnar.

Að loknu svona móti má alveg hrósa allnokkrum aðilum án þess að listinn verði endilega tæmandi.  Það er alveg ástæða til að þakka starfsfólki íþróttahúsins á Torfnesi fyrir góða helgi og aðstoðina, en mjög mikið var um að vera í húsinu þessa helgi, en auk blakmótsins fóru fram tveir körfuboltaleikir og einn handboltaleikur.  Þá er einnig ástæða til að hrósa öllum liðunum fyrir góða frammistöðu bæði innan vallar sem utan og sérstaklega við stigaritun sem gekk svotil hnökralaust fyrir sig.  Og allir þeir félagsmenn sem lögðu hönd á plóg við að láta alla þætti mótsins ganga upp, kærar þakkir.

Nánar

Fimm leikmenn frá Vestra valin í U17 unglingalandslið í blaki

Blak | 05.10.2022
U17 strákarnir
U17 strákarnir
1 af 2

Blaksamband Íslands hefur tilkynnt um val á unglingalandsliðum drengja og stúlkna (U17), sem keppa munu á NEVZA mótinu í blaki, en þar taka Norðurlandaþjóðirnar þátt ásamt Englendingum. Fimm ungmenni úr blakdeild Vestra voru valin í landsliðin, þau Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir, Benedikt Stefánsson, Pétur Örn Sigurðsson, Kacper Tyszkiewicz og Sverrir Bjarki Svavarsson.

Landsliðsvalið var býsna umfangsmikið ferli og fleiri krakkar úr Vestra bönkuðu þar á dyrnar, sérstaklega í drengjaflokki enda er lið Vestra ríkjandi Íslands- og bikarmeistari í aldursflokki 16 ára og yngri. Fyrsta umferð landsliðsvalsins fór fram í æfingabúðum sem Blaksambandið boðaði til í Reykjavík og Mosfellsbæ snemma í september og átti Vestri þar 7 fulltrúa í drengjaflokki og einn í stúlknaflokki. Að þeirri æfingahelgi lokinni var valinn 17 manna úrvalshópur hjá hvoru kyni, sem boðaður var til æfinga á Akureyri skömmu síðar. Þar átti Vestri sex fulltrúa í drengjaflokki og einn í stúlknaflokki. Næst var hópurinn skorinn örlítið niður og 14 stúlkum og 15 drengjum boðið í enn einar æfingabúðirnar, nú á Laugum í Þingeyjarsýslu. Þar voru sex fulltrúar frá Vestra, ein stúlka og fimm drengir. Í lokahópnum, sem telur 12 leikmenn af hvoru kyni, á Vestri svo eins og áður segir fimm fulltrúa, eina stúlku og fjóra drengi, eða þriðjung drengjalandsliðsins. Frábær frammistaða Vestra krakkanna í öllu þessu langa og stranga ferli er glæsilegur vitnisburður um það metnaðarfulla starf sem unnið er innan blakdeildar Vestra undir forystu Juan Escalona yfirþjálfara.

Krakkarnir hafa lagt á sig mikla vinnu og löng, kostnaðarsöm ferðalög til að taka þátt í þessu verkefni. Þeirra sem valin voru í lokahópinn bíða nú æfingabúðir í Reykjavík áður en haldið verður til Ikast í Danmörk, þar sem mótið fer fram. Blakdeild Vestra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem létt hafa undir með krökkunum á þessari afar krefjandi og lærdómsríku vegferð.

Nánar má lesa um unglingalandsliðin á heimasíðu Blaksambandsins, bli.is.

Nánar

Framhaldsaðalfundur blakdeildar Vestra

Blak | 23.09.2022

Boðað er til framhalds-aðalfundar blakdeildar Vestra fimmtudaginn 29 september nk. 

Fundurinn hefst kl 20.00 og verður haldinn í Vallarhúsinu á Torfnesi.

Á dagskrá eru stjórnarkjör og önnur mál.

Mikilvægt að félagsmenn fjölmenni og taki þátt í umræðu um starf vetrarins og framtíðina.

Stjórnin.

Nánar

Tvöfaldir meistarar – Vestri u16 kk

Blak | 13.06.2022
Íslandsmeistarartitlinum var ákaft fagnað :)
Íslandsmeistarartitlinum var ákaft fagnað :)
1 af 3

Helgina 13-15 maí var haldið síðasta blakmót tímabilsins, þegar fram fór Íslandsmót U14 og U16 í Neskaupstað.  Vestri mætti að sjálfsögðu á mótið með U16 strákaliðið og að auki tvær stúlkur sem voru lánaðar til U14 KA.

Þetta er dálítill spölur að keyra, en ferðalagið var tekið í tveimur áföngum.  Keyrt var frá Ísafirði á fimmtudeginum til Akureyrar og gist þar og á föstudeginum var leiðin kláruð til Norðfjarðar, þar sem fyrstu leikir mótsins hófust seinnipart föstudagsins.

Eitthvað stóð ferðalagið í okkar strákum, þegar þeir fóru í sinn fyrsta leik á móti KA, en sá leikur endaði með sigri KA, 2-1.  En þetta voru líka einu tvær hrinurnar sem strákarnir okkar töpuðu á mótinu, alla hina leikina unnu þeir 2-0.  Og með þessum frábæra árangri, lönduðu strákarnir Íslandsmeistaratitilinum.  Þeir eru því tvöfaldir meistarar þetta tímabil, en þeir unnu Kjörísmeistaratitilinn á bikarmótinu á Akureyri sem fór fram í febrúar. Hina þrjá titlana á mótinu í Neskaupstað unnu heimamenn.  Frekari fréttir og myndir af mótinu má finna á FB síðu Þróttar.

Helgina áður (6-8 maí) fór fram yngriflokkamót á Ísafirði. 

Þar öttu kappi krakkar í U12 aldursflokki.  Eins og stundum hefur sést áður, getur verið lengra til Ísafjarðar en frá, en einungis mættu lið frá þremur félögum til mótsins auk Vestra.  Það voru Þróttur frá Neskaupstað, Völsungur á Húsavík og Afturelding í Mosfellsbæ.  Engu að síður var mótið bráð skemmtilegt og virkilega gaman að sjá þessa yngstu iðkendur spila og sjá þau verða betri og betri með hverjum leiknum, en alls spiluðu 10 lið á mótinu og allir við alla.

Í drengjaflokki var það lið Völsunga sem stóð uppi sem sigurvegari eftir hreinan úrslitaleik við Vestrapilta, sem höfðu einn Þróttara sér til fulltingis.  Í stúlkuflokki var það A-lið Vestra sem hreppti gullið, eftir æsispennandi mót, en lið Þróttar var í öðru sæti og lið Aftureldingar í því þriðja.

Öll dómgæsla og stór hluti af umsjóninni á mótinu var framkvæmd af okkar ágætu U16 strákum, sem leystu það hlutverk af með stakri príði.Við forsvarsmenn blakdeildar Vestra viljum þakka gestaliðunum fyrir komuna en einnig iðkendum okkar og áhangendum fyrir stórkostlegann vetur og hlökkum til að takast á við næsta tímabil.

Nánar