Fréttir - Blak

Íslandsmóti 4.-6. flokks er nú lokið - Takk fyrir komuna!

Blak | 07.05.2017

Íslandsmótið í blaki hjá 4.-6. flokki vorið 2017 var haldið á Ísafirði um helgina. Á mótinu voru tæplega 170 keppendur á aldrinum 7-14 ára ásamt þjálfurum og fararstjórum. 28 lið frá níu félögum kepptu í fimm deildum og alls voru leiknir 82 leikir. 

Nánar

Íslandsmót í blaki á Ísafirði um helgina

Blak | 04.05.2017

Núna um helgina, 5.-7. maí heldur Vestri Íslandsmót í blaki fyrir 4.-6. flokk í íþróttahúsinu Torfnesi. Á mótið koma lið víðsvegar að af landinu, og verða þátttakendur um 170 talsins fyrir utan fararstjóra og þjálfara. Leiknir verða rúmlega 80 blakleikir. 

Nánar

Hafsteinn Már með U17 landsliðinu í Búlgaríu um páskana

Blak | 18.04.2017
Hafsteinn Már unglingalandsliðsmaður smassar gegn sterkri hávörn
Hafsteinn Már unglingalandsliðsmaður smassar gegn sterkri hávörn

Flestir blakarar Vestra voru í blakfríi um páskana, stunduðu skíði og rokktónleika eins og Ísfirðingum sæmir. En þrjú blaklandslið voru í verkefnum um páskana. Vestri átti fulltrúa í einu þeirra, Hafsteinn Már Sigurðsson spilaði með U17 drengjalandsliðinu á Evrópumóti í Búlgaríu. Íslensku strákarnir töpuðu sínum leikjum á móti geisisterkum liðum, en áttu góða kafla og fór jafnt og þétt fram.

Hér er frétt á síðu Blaksambandsins um verkefni landsliðanna um páskana

Nánar

Tap - en góður leikur hjá Vestra gegn Aftureldingu í undanúrslitum bikarsins

Blak | 09.04.2017

Það er óhætt að segja að karlalið Vestra hafi komið á óvart með frábærum leik á móti Aftureldingu. Þrátt fyrir 3-0 tap þá hefðu fyrstu tvær hrinurnar getað endað hvoru megin sem er. Það er eftirtektarvert afrek hjá litlu félagi frá Ísafirði að koma í fyrsta sinn á stóra sviðið í höllinni og bara láta eins og þeir hafi aldrei gert annað. Vestri spiluðu djarfan og góðan leik, áttu margar hávarnir, fínar sóknir og varnir.

 

Hér fyrir neðan er linkur á leikinn sem var sýndur á sport.tv og viðtal við hinn flotta þjálfara okkar Tihomir Paunovski. Getið þið ímyndað ykkur betri talsmann Vestfirðinga :-)

 

Nánar

Undanúrslit í Kjörísbikarnum á morgun

Blak | 06.04.2017

Undanúrslitin í Kjörísbikarnum verða á morgun, föstudaginn 7. apríl. Þá verða spilaðir fjórir blakleikir í Laugardalshöllinni og er leikur karlaliðs Vestra á móti Aftureldingu kl. 20. Við hvetjum alla sem tök hafa á til að mæta á leikinn og hvetja okkar menn. Þeir sem ekki komast á staðinn geta horft á leikinn í beinni á sporttv.is. 

Nánar

Deildarmeistaralið Vestra

Blak | 29.03.2017

Karlalið Vestra hefur lokið keppni þetta tímabil í 1. deild karla í blaki. Liðið sigraði deildina og fékk deildarmeistarabikarinn afhentan í Hveragerði um síðustu helgi.

Nánar

Ný stjórn blakdeildar Vestra

Blak | 28.03.2017

Aðalfundur blakdeildar Vestra var haldinn 23. mars. Þrír nýir komu inn í stjórn deildarinnar: Svava Rán Valgeirsdóttir, Petra Dröfn Karvel og Signý Þöll Kristinsdóttir. Þær eru boðnar velkomnar til starfa.

Nánar

Tap í síðustu leikjum kvennaliðsins

Blak | 28.03.2017

Kvennalið Vestra tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í 1. deildinni í blaki á móti Ými og Aftureldingu B. Vestri endaði í 6. sæti deildarinnar

Nánar

Aðalfundur blakdeildar Vestra

Blak | 16.03.2017

Aðalfundur blakdeildar Vestra verður haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi fimmtudaginn 23. mars kl. 18:00

 

Nánar

Vestri deildarmeistari í 1. deild karla í blaki!

Blak | 11.03.2017

Vestri tryggði sér í dag deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla með 3-1 sigri á Fylki á útivelli. Um síðustu helgi vann liðið úrvalsdeildarlið Þróttar R/Fylkis í átta liða úrslitum Kjörísbikarsins og eru því komnir alla leið í fjórðungsúrslitin sem verða spiluð í Laugardalshöllinni þann 7. apríl. 

Nánar