Fréttir - Blak

Aðalfundi Blakdeildar Vestra frestað til 18. apríl.

Blak | 05.04.2018

Áður auglýstum aðalfundi Blakdeildar Vestra hefur verið frestað um viku og verður hann haldinn þann 18. apríl kl. 18:00 í Torfnesi. 

Nánar

Aðalfundur blakdeildar Vestra

Blak | 28.03.2018

Aðalfundur blakdeildar Vestra verður haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi miðvikudaginn 11. apríl kl. 18:00

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn og foreldrar yngri iðkenda eru hvattir til að mæta.

Nánar

3-0 sigur á Fylki - Vestri í 3. sæti

Blak | 26.03.2018

Vestri sigraði Fylki 3-0 í 1. deild karla á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur með mjög góðum tilþrifum inn á milli.

Með þessum sigri er lið Vestra komið upp í þriðja sæti fyrstu deildar, en Vestramenn eiga tvo heimaleiki eftir. Annar þeirra er á móti Stjörnunni B sem er í neðsta sæti deildarinnar, en hinn er á móti Aftureldingu B sem er í efsta sæti deildarinnar. Vestramenn eiga fræðilegan möguleika á að ná fyrsta sætinu með sigri í báðum leikjum, en Afturelding B þarf ekki nema eitt stig úr tveimur leikjum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. 

Nánar

Áður frestaður leikur við Fylki á dagskrá um helgina

Blak | 23.03.2018

Tvífrestaður heimaleikur meistaraflokks karla við Fylki verður spilaður á laugardaginn kl. 14:30. Þetta er einn af þremur heimaleikjum sem Vestramenn eiga eftir að spila í 1. deildinni í vetur. Með sigri nú getur Vestri komið sér upp í 3. sæti deildarinnar.  Yngri flokkar blakdeildar Vestra verða með kaffisölu á leiknum og því er um að gera að koma við í Torfnesi, fá sér köku og kaffi og horfa á skemmtilegt blak!

Nánar

Fyrri keppnisdagur 5.-6. deildar kvk á Ísafirði

Blak | 17.03.2018

Síðasta mót Íslandsmótsins í blaki í 5. og 6. deild kvk fer nú fram á Ísafirði.  Fyrri keppnisdagur er nú að kveldi kominn, margir leikir unnist og jafnmargir tapast :-) en vonandi hafa allir skemmt sér vel. Mörg góð tilþrif hafa sést, sem því miður hafa ekki öll náðst á mynd - en hér eru örfáar myndir.

Nánar

Sigur í síðasta heimaleik Vestra í 1. deild kvenna

Blak | 09.03.2018

Kvennalið Vestra sigraði Fylki 3-1 í síðasta heimaleik liðsins í 1. deild Íslandsmótsins á þessari leiktíð. Vestri endar þar með í 5. sæti deildarinnar, en Stjarnan B eru deildarmeistarar. 

Leikurinn í gær var nokkuð köflóttur, en þegar Vestrastelpur ná góðum sprettum þá sýna þær virkilega gott blak. 

Nánar

Vestri - Afturelding á sunnudag

Blak | 24.02.2018

Vestri tekur á móti Aftureldingu í 1. deild kvk kl. 14 á sunnudag. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur og heitt á könnunni!

Nánar

Tveir blakleikir á laugardaginn

Blak | 09.02.2018

Vestri tekur á móti Fylki í 1. deild karla og kvenna nú á laugardag. Allir velkomnir á spennandi leiki - ókeypis aðgangur. Kaffisala til styrktar yngri flokkum.

Nánar

Góður árangur Vestra á bikarmóti 2.-4. flokks

Blak | 05.02.2018
Bikarmeistarar Vestra í 2. flokki kvk
Bikarmeistarar Vestra í 2. flokki kvk
1 af 3

Vestri sendi þrjú lið á bikarmót 2.-4. flokks í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Einnig var skráð 3. flokks lið drengja sem sameinað var með Aftureldingu.

Það er skemmst frá því að segja að Vestra krakkarnir stóðu sig vel.

  • Vestri varð bikarmeistari í 2. flokki kvenna eftir sannfærandi sigur á Aftureldingu í úrslitaleik.
  • Hjá 2. flokki drengja enduðu Vestrastrákar í 4. sæti eftir tvo sigra og tvö töp.
  • Blandað lið frá Vestra keppti í 4. flokki drengja. Í 3. flokki drengja sameinuðu Vestri og Afturelding krafta sína. Bæði þessi lið komust í úrslitaleikinn, en hjá 3. og 4. flokki verða úrslitaleikirnir á sama tíma og bikarúrslit fullorðinna helgina 9.-11. mars. Það verður því frábært tækifæri fyrir þessa krakka til að spila alvöru úrslitaleik við flottar aðstæður.
Nánar

Sigur í fyrsta leik á nýju gólfi

Blak | 21.01.2018

Fyrstu íþróttakappleikirnir á nýju gólfi í Torfnesi fóru fram laugardaginn 20. janúar. Þá tók Vestri á móti HK B í 1. deild karla og kvenna í blaki og síðan fór fram körfuboltaleikur strax á eftir þar sem Vestri tók á móti ÍA.

Karlarnir riðu á vaðið og áttu hörkuleik á móti ungu og spræku liði HK B. Vestri tapaði fyrstu hrinunni naumlega 23-25, en síðan hrukku Vestra strákarnir í gang og sigruðu þrjár næstu hrinurnar og leikinn þar með 3-1. 

Kvennaleikurinn var hörkuleikur þar sem Vestri tapaði tveimur fyrstu hrinunum, en vann tvær þær næstu. Oddahrinan var æsispennandi en HK náði að stela sigrinum að lokum 15-13 og unnu þar með leikinn 3-2. 

Liðin í 2. flokki hjá sömu félögum spiluðu svo á sunnudeginum. HK fór með sigur af hólmi í báðum leikjunum, 3-1 hjá strákunum og 3-0 hjá stelpunum. Báðir leikirnir voru skemmtilegir og spennandi á að horfa, og gaman að sjá unga og efnilega leikmenn hjá báðum liðum. 

Nánar