Karlalið Vestra í blaki tekur nú í fyrsta sinn þátt í bikarkeppninni. Þeir áttu leik við Hrunamenn á Flúðum í gær, sunnudaginn 22. janúar. Vestri sigraði nokkuð örugglega 3-0 í leiknum og eru því komnir áfram í næstu umferð.
Á heimasíðu Blaksambandsins kemur eftirfarandi fram: Liðin sem eftir eru í Kjörísbikar karla eru 9 talsins: KA, HK, Stjarnan, Afturelding, Þróttur Nes, Þróttur R/Fylkir, Vestri, Hamar og KA-Ö. Í næstu umferð þarf að koma fjölda liða niður í 8 lið en öll úrvalsdeildarliðin munu sitja yfir í þeirri umferð. Þrjú síðustu liðin í upptalningunni fara í pott og dregið verður í 1 leik.
http://www.bli.is/is/frettir/utisigrar-i-kjorisbikarnum-um-helgina
NánarAuður Líf Benediktsdóttir blakari hlaut í dag titilinn efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016. Hún var tilnefnd af blakdeild Vestra og Tihomir Paunovski var tilnefndur af blakdeildinni í flokknum íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.
NánarKarlalið Vestra í blaki tekur þátt í bikarmóti Blaksambandsins og er það væntanlega í fyrsta sinn sem blaklið frá Ísafirði tekur þátt í bikarnum. Þeir spila á móti Hrunamönnum á Flúðum sunnudaginn 22. janúar kl. 11.
NánarKvennalið Vestra í blaki tekur á móti liði Stjörnunnar föstudagskvöldið 13. janúar kl. 20:00. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi. Búast má við skemmtilegum og spennandi leik en lið Vestra hefur verið á mikilli siglingu í síðustu leikjum og er sem stendur í þriðja sæti í 1.deild kvenna. Fólk er hvatt til að mæta og hvetja stelpurnar.
NánarFimm leikmenn frá Vestra voru á unglingalandsliðsæfingum um helgina. Katla Vigdís, Hafsteinn og Gísli Steinn eru núna komin til Danmerkur þar sem þau keppa með U16 og U17 landsliðunum í undankeppni EM.
NánarKvennalið Vestra vann Ými 3-1 um síðustu helgi og karlalið Vestra sigraði Hamar tvívegis 3-0.
NánarLeikur karlalið Vestra við Hamar í 1. deild karla í blaki sem vera átti kl. 16 í dag er frestað til kl. 21 í kvöld. Það er búið að aflýsa flugi en lið Hamars hefur lagt af stað keyrandi.
NánarÞað verður blakveisla í Torfnesi um helgina! Kvennalið Vestra tekur á móti Ými á föstudagskvöldið kl. 20:00. Karlaliðið spilar tvo leiki gegn Hamri á laugardag kl. 16:00 og sunnudag kl. 11:30.
Yngri flokkar Blakdeildar Vestra verða með kaffisölu, þannig að við leggjum til að þú kíkir á blak og fáir þér kaffi og köku með'í. Sjáumst
:-)
Laugardaginn 3. desember var haldið jólamót hjá yngri flokkunum í Blakdeild Vestra. Mótið var innanfélagsmót og tóku tæplega 40 krakkar tóku þátt. Yngstu flokkarnir mættu fyrst og svo tóku 3.-4. flokkur við.
NánarFöstudaginn 2. desember tóku stelpurnar í Vestra á móti Álftanesi í 1. deild Íslandsmótsins. Leikurinn fór 3-0 fyrir Vestra.
Nánar