Aðalfundur Blakfélagsins Skells verður haldinn þriðjudaginn 26 janúar 2016 kl. 18.00 í fundarsal HSV á efstu hæð í Vestra húsinu.
NánarNú er komið að lokakafla í vinnunni við sameiningu íþróttafélaga á Ísafirði.
NánarMinnt er á boðann félagsfund miðvikudagskvöldið 18 nóvember nk, kl 20:30 sem fram fer á efri hæðinni í íþróttahúsinu á Torfnesi.
NánarÓhætt er að segja að blakarar í Skelli á öllum aldri hafi staðið sig vel í vetur. Hérna er yfirlit yfir árangurinn á Íslandsmótunum.
NánarBlakfélagið Skellur á Ísafirði óskar eftir þjálfara fyrir starfsárið 2015-2016.
NánarÞann 13 apríl 2015 hélt Blakfélagið Skellur aðalfund sinn. Fundurinn var haldinn á veitingastaðnum Bræðraborg og var mæting með ágætum. Líkt og á öðrum aðalfundum, fór formaður yfir starfsemi félagsins frá árinu áður og má þá skýrslu nú finna í heild sinni undir félagið og skýrslur. Stærstu tíðindi ársins 2014 eru að sjálfsögðu þau að þá eignaðist félagið sinn fyrsta landsliðsmann.
NánarAðalfundur Blakfélagsins Skells verður haldinn mánudaginn 13 apríl 2015 kl. 20.00 á veitingarstaðnum Bræðraborg.
NánarÍ framhaldi af þátttöku Blakfélagsins Skells í viðræðum íþróttafélaga á svæðinu um möguleika á sameiningu félaga, er hér með boðað til félagsfundar mánudagskvöldið 29 desember kl 20.00. Fundurinn er boðaður í samræmi við grein 7 í lögum félagsins og verður haldinn á veitingarstaðnum Bræðraborg.
NánarBlakfélagið Skellur á Ísafirði óskar eftir þjálfara fyrir starfsárið 2014-2015.
Félagið heldur úti æfingum hjá meistaraflokki karla og kvenna og einnig í yngri flokkum, 3. til 5. flokki. Þá hefur félagið verið þátttakandi í íþróttaskóla HSV og séð um blakþjálfun barna í 3.-4. bekk í lotum nokkrum sinnum yfir veturinn. Í boði er að taka við allri þjálfun á vegum félagsins eða hluta af henni.
Félagið sér um að útvega íbúð og getur aðstoðað við að finna vinnu með, en þjálfunin getur ekki talist fullt starf.
Áhugasamir hafi samband við formann félagsins í gegnum netfangið sigurdurjh@internet.is fyrir 1 september.