Fréttir - Knattspyrna

Ignacio Gil gengur til liðs við Vestra

Knattspyrna | 01.12.2019

Hinn 26 ára spænski miðjumaður Ignacio Gil Echevarria hefur skrifað undir samning við Vestra. Hann hefur leikið síðustu tvö tímabil með Þór frá Akureyri í Inkasso-deildinni, en mun taka slaginn með Vestra á næsta tímabili. Hann var valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni árið 2018

Fjölmiðlafulltrúi Vestra sló á þráðinn og heyrði í nyjum liðsmanni Vestra. Hann kvaðst hafa verið með nokkkur tilboð úr að velja síðustu vikur. En það sem réð úrslitum hjá honum var metnaðurinn og umgjörðin í kringum félagið. Einnig  sagðist hann spenntur að kynnast stuðningsmönnum Vestra og svo auðvitað fólkinu í þessum vinalega bæ sem Ísafjörður virðist vera. Hann kveðst ætla gera allt hvað hann getur til að hjálpa Vestra að festa sig í sessi í Inkasso-deildinnni.

Það er ljóst að hér er um að ræða gríðarlegan liðsstyrk fyrir Vestra

Við bjóðum Ignacio Gil velkominn til Vestra.

Nánar

Penninn á lofti hjá Vestra

Knattspyrna | 30.11.2019
1 af 3

Knattspyrnulið Vestra endurnýjaði samninga við þrjá leikmenn sem léku með liðinu á liðnu sumri. Leikmennirnir sem endurnýjuðu samninga sína og munu taka slaginn með liðinu í Inkasso-deildinni eru Brenton Muhammad, Daniel Badu og Friðrik Þórir Hjaltason.

Brenton Muhammad markvörður fæddur árið 1990, kom til félagsins árið 2018 frá Tindastól og hefur spilað 17 deildar- og bikarleiki fyrir félagið. Brenton er landsliðsmarkvörður Antígva og Barbúda.

Daniel Badu varnarmaður fæddur árið 1987, hefur leikið með Magna, Njarðvík, BÍ/Bolungarvík og Vestra. Hann á að baki yfir 200 leiki í öllum keppnum á Íslandi og hefur reynst okkur Vestfirðingum afar traustur síðan hann fluttist vestur, árið 2012. Hann spilaði 21 leik fyrir Vestra í 2.deildinni nú í sumar og var einn af burðarásum liðsins.

Friðrik Þórir Hjaltason varnarmaður fæddur 1998, er uppalinn hjá félaginu og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2014. Friðrik á að baki yfir 90 leiki fyrir félagið í öllum keppnum. Hann var mjög öflugur fyrir liðið í sumar og var einn af lykilleikmönnum liðsins í sumar.

Það er okkur mikið ánægjuefni að þessir drengir hafi skrifað undir nýja samninga og ákveðið að leika með liðinu í Inkasso-deildinni arið 2020.

Nánar

Nýr bakhjarl hjá Vestra

Knattspyrna | 27.11.2019

Meistaraflokkur knattspyrnudeildar Vestra og Premis hafa gert með sér samstarfssamning um að Premis verði einn af stærstu bakhjörlum deildarinnar næstu 3 árin. Premis er tölvufyrirtæki sem sérhæfir sig í upplýsingatækni, hvort sem um er að ræða kerfisrekstur, hýsingu, veflausnir eða almenna tölvuþjónustu. Eigandi Premis er Ísfirðingurinn Kristinn Elvar Arnarsson og handsöluðu hann og Samúel Samúelsson formaður mfl Vestra samninginn í höfuðstöðvum Premis sl. föstudag.

 

„Við erum gríðarlega ánægðir og þakklátir Premis um að ganga í lið með okkur, við erum að leika í fyrsta skipti undir merkjum Vestra í Inkasso-deildinni á komandi sumri. Við verðum að vera með samkeppnishæft lið og umgjörð, og samstarf við Premis hjálpar okkur klárlega í að ná þeim markmiðum. Vonandi verður þetta samstarf farsælt og hjálpar báðum aðilum“ sagði Samúel Samúelsson.


„Við hjá Premis höfum stutt vel við íþróttarstarf í gegnum tíðina, Í september sl. fylgdist ég með Vestra vinna Tindastól á Vestri TV, og tryggja sér sæti í Inkasso-deildinni. Þar sá ég á fólki hvað fótboltinn gefur mikið, og ég hugsaði með mér að ég vildi leggja mitt af mörkum til að hjálpa liði í heimahögunum að halda áfram að dafna. Umgjörðin var frábær og allir voru með bros á vör og hver vill ekki taka þátt í svoleiðis skemmtun, ég hvet bara fleiri Vestfirðinga að hugsa heim og leggja sitt að mörkum við að hjálpa til“ sagði Kristinn Elvar Arnarsson eigandi Premis.

Nánar

Deildarbikarinn

Knattspyrna | 19.11.2019

Búið er að draga í riðla í Deildarbikarnum.

Vestri verður þar í riðli með Val, Víking Ólafsvík, Fjölnir, ÍBV og Stjörnunni.

Fyrsti leikur er gegn fyrrum Íslandsmeisturum og Pepsideildar liðinu Val þann 15 febrúar í Egilshöll.

Valur, Fjölnir og Stjarnan spila öll í Pepsideild en Vestri mun spila með Víking Ó og ÍBV í Inkasso deildinni næsta sumar, verður þetta því krefjandi og skemmtilegur riðill fyrir Vestra.

 

 

Nánar

Æfingaleikur

Knattspyrna | 19.11.2019

Fyrsti æfingarleikur vetrarins fer fram laugardaginn 23 nóvember í Reykjaneshöllinni kl 17:00.

Vestri mætir þar liði Njarðvíkur sem féll á síðasta tímabili úr Inkasso deildinni.

Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja okkar menn.

ÁFRAM Vestri.

Nánar

Breytingar á leikmannahóp

Knattspyrna | 05.11.2019
1 af 4

Breytingar eru á leikmannahóp Vestra fyrir næsta sumar en leikmennirnir Þórður Gunnar,  Josh Signey, Páll Sindri og Hákon Ingi hafa allir yfirgefið félagið.

Vestri þakkar þeim öllum kærlega fyrir framlag sitt fyrir félagið og óskar þeim öllum velfarnaðar í framtíðinni og hjá nýjum félögum.

Nánar

Hammed Lawal framlengir við Vestra

Knattspyrna | 05.11.2019

Vinstri bakvörðurinn Hammed Lawal hefur framlengt samning sinn við Vestra.

Hammed sem kemur frá Englandi og er 23 ára gamall hefur leikið með Vestra undanfarin 3 tímabil og mun spila 4 tímabilið sitt með Vestra í Inkasso deildinni.

Hammed átti virkilega gott sumar með Vestra og er hann sterkur bæði varnarlega og sóknarlega og er því gríðarlega mikilvægur fyrir baráttuna í Inkasso deildinni næsta sumar.

Nánar

Nýr aðstoðarþjálfari ráðinn hjá Vestra

Knattspyrna | 22.10.2019

Vestri hefur ráðið til sín nýjan aðstoðarþjálfara fyrir næsta tímabil í Inkasso.

Ísfirðingurinn Heiðar Birnir Torleifsson hefur verið ráðinn til starfa og tekur hann við af Jóni Hálfdáni Péturssyni.

Heiðar þjálfaði á síðasta tímabili Sandoyar Ítróttarfelag B71 í Færeyjum .

Heiðar hefur einnig verið yfirþjálfari Coerver Coaching hér á landi ásamt því að hafa starfað hjá Val, Dalvík/Reyni, Þrótti og KR og býr þar af leiðandi yfir mikilli reynslu.

Stjórn Vestra er gríðarlega ánægð með ráðninguna á Ísfirðingnum og bjóðum við Heiðar velkominn til Vestra og óskum honum góðs gengis.

Nánar

Vladimir Tufegdzic gengur til liðs við Vestra

Knattspyrna | 22.10.2019

Hinn 28 ára gamli Serbneski framherji Vladimir Tufegdzic er genginn til liðs við Vestra

Hann lék síðasta tímabil með Grindavík í Pepsi max deildinni en gengur til liðs við Vestra fyrir komandi átök í Inkasso deildinni næsta sumar.

Vladimir hefur einnig leikið með KA og Víking Reykjavík í úrvaldsdeild á Íslandi og kemur til með að styrkja sóknarlínu Vestra. 

Vladimir sem er framherji getur einnig leikið á kantinum og kemur því til með að gefa sóknarlínu Vestra meiri breidd.

Við bjóðum Vladimir velkominn til Vestra.

Nánar