Fréttir - Knattspyrna

Tap gegn Val

Knattspyrna | 17.01.2012 BÍ/Bolungarvík mætti Val í æfingarleik á sunnudaginn síðasta. Leikurinn endaði með 2-0 tapi gegn pepsideildarliðinu. Liðið hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Jörundar en hinir tveir fóru fram í desember. Dagskráin er þétt því nú verður leikið á hverjum sunnudegi fram að deildarbikar.

Í leiknum á móti Val voru 20 leikmenn sem fengu að spreyta sig ólíkt leikjunum í desember þar sem við rétt náðum í lið. Liðið sem hóf leikinn var þannig skipað:

Doddi - Helgi Valur, Sigurgeir, Dennis Nielsen, Hafsteinn Rúnar - Gunnar Már, Sölvi, Haukur - Pétur Markan, Andri Rúnar og Alexander.

Á varamannabekknum voru: Bjarki(M), Hjörvar, Nikulás, Matti, Sigþór, Haffi, Hafsteinn Jóh, Atli, Gulli Jónasar og Helgi Óttar

Leikurinn var um margt jákvæður og ágætis spilkaflar hjá okkar mönnum. Vantaði hinsvegar aðeins upp á síðustu sendingu og betri ákvörðunartöku á síðasta þriðjungi vallarins. Næsti leikur er gegn Tindastóli kl. 16 á sunnudaginn. Nánar

Jónas Leifur ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna

Knattspyrna | 13.01.2012

Jónas Leifur Sigursteinsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna, og tók hann við því starfi um mánaðarmótin október/nóvember.

Nánar

Hafþór Atli tilnefndur til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar

Knattspyrna | 11.01.2012
Boltafélag Ísafjarðar hefur tilnefnt Hafþór Atla Agnarsson leikmann meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur, til kjörs á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar. Hafþór Atli spilaði 15 leiki með liði BÍ/Bolungarvík í 1.deildinni í sumar og einnig 5 leiki í Valitor-bikarnum, þar sem liðið spilaði til undanúrslita gegn KR.
Hafþór Atli er vel að þessari tilnefningu komin og óskar félagið honum til hamingju. 
Nánar

Helgi Valur í BÍ/Bolungarvík á láni

Knattspyrna | 10.01.2012 Bakvörðurinn Helgi Valur Pálsson mun leika með BÍ/Bolungarvík á næstu leiktíð en hann kemur til liðsins á láni frá FH. Helgi Valur verður 19 ára á þessu ári og spilaði með 2.flokki FH í fyrra. Hann á að baki þrjá leiki með meistaraflokki FH en þeir komu allir sumarið 2010. Helgi hefur einnig leikið tvo leiki með U-19 ára liði Íslands.

Helgi Valur Pálsson Nánar

Unglingadómaranámskeið 18.janúar

Knattspyrna | 10.01.2012 KSÍ og Boltafélag Ísafjarðar standa fyrir unglingadómaranámskeiði miðvikudaginn 18.janúar. Námskeiðið fer fram í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði og hefst kl.18:00. Námskeiðið stendur í u.þ.b. 3 klukkustundir og er opið öllu áhugafólki um knattspyrnudómgæslu. Námskeiðinu líkur svo á prófi sem þreytt er 1-2 vikum seinna. Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu.

Skráning fer fram á netfanginu: nonnipje@simnet.is Nánar

Pétur Georg Markan semur við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 10.01.2012

Pétur Georg Markan hefur gert tveggja ára samning við BÍ/Bolungarvík og leikur því áfram með liðinu í 1. deild karla næsta sumar. Pétur hafði verið lánaður frá Víkingum til BÍ/Bolungarvíkur í lok júlí og nú er ljóst að hann verður áfram í herbúðum félagsins.

Pétur Georg hafði komið til Víkings frá Fjölni fyrir síðustu leiktíð og hafði leikið 8 leiki áður en hann var lánaður í BÍ/Bolungarvík. Þar spilaði hann sjö leiki í deild og bikar í sumar.

Hann hefur mikla reynslu og hefur leikið 168 leiki í deild og bikar hér á landi og hefur skorað í þeim 70 mörk. 

Hann er þrítugur og hafði hafið knattspyrnuferil sinn með BÍ árið 2002 í 3. deildinni. Þaðan fór hann til Fjölnis árið 2005 og var þar í fjórar leiktíðir. Eftir það lék hann með Val, Fjölni aftur og Víking.

Nánar

Dennis Nielsen til reynslu hjá BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 10.01.2012 Danski varnarmaðurinn Dennis Nielsen mun á miðvikudag koma til Íslands þar sem hann vera á reynslu hjá BÍ/Bolungarvík.

 

Þessi tvítugi leikmaður er í augnablikinu á mála hjá Varde í dönsku annarri deildinni. Hann kemur til Íslands í gegnum Henrik Bödker, einn af aðstoðarþjálfurum Stjörnunnar.

Nánar

Leikjadagskrá 2012

Knattspyrna | 05.01.2012 Æfingaleikir

Sun 15.1 BÍ/Bolungarvík - Valur 16:00 Kórinn
Sun 22.1 BÍ/Bolungarvík - Tindastóll 16:00 Kórinn
Sun 29.1 BÍ/Bolungarvík - Afturelding 16:00 Kórinn

Lengjubikar

Sun 19.2 Þróttur - BÍ/Bolungarvík 16:00 Egilshöll
Lau 25.2 BÍ/Bolungarvík - Breiðablik 11:00 Fífan
Sun 11.3 Haukar - BÍ/Bolungarvík 15:50 Kórinn
Sun 18.3 Víkingur Ó - BÍ/Bolungarvík 15:50 Kórinn
Mán 26.3 BÍ/Bolungarvík - Selfoss 15:50 Kórinn
Lau 31.3 KR - BÍ/Bolungarvík 17:00 Egilshöll
Lau 14.4 BÍ/Bolungarvík - Fram 14:00 Torfnes
Nánar

Gamlársmótið hefst á morgun

Knattspyrna | 30.12.2011

Skráningu á Gamlársmót BÍ/Bolungarvíkur og FMBS er nú lokið. Skráð til leiks eru fimm karlalið og tvö kvennalið. Fyrsti leikur hefst klukkan níu í fyrramálið og þurfa öll lið að vera tilbúin kl. 08:45.

Nánar

Gamlársmót FMBS og BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 22.12.2011 Gamlársmót FMBS og BÍ/Bolungarvíkur fer fram í íþróttahúsinu í Bolungarvík á Gamlársdag. Skráning liða til samuel@bibol.is

Frekari upplýsingar verða birtar síðar.

Nánar