Fréttir - Knattspyrna

Innanhúsmót BÍ88 og Eimskip

Knattspyrna | 13.10.2011 Innanhúsmót BÍ88 og Eimskip fer fram helgina 22.-23.október í íþróttahúsinu Torfnesi. Keppt verður í 8.-3.flokki kk og kvk, keppni í elsta flokknum fer þó eftir skráningu. Nánar

Uppskeruhátíð - verðlaunahafar

Knattspyrna | 13.10.2011 Uppskeruhátíð BÍ88 fór fram laugardaginn 24.september í íþróttahúsinu Torfnesi. Veittar voru viðurkenningar til allra iðkenda Boltafélagsins og svo fengu allir húfur að gjöf frá Landsbankanum. Svo voru veitt verðlaun fyrir ástundun, framfarir og prúðmennsku í 4.-2.flokki kk og kvk. Svo að lokum voru grillaðir 250 hamborgarar ofan í alla iðkendur og gesti.
Þeir iðkendur sem fengu verðlaun:

4.flokkur kvk: 
Aldís Huld Höskuldsdóttir - framfarir
Kolfinna Brá Einarsdóttir - ástundun
Elín Lóa Sveinsdóttir - prúðmennska 

4.flokkur kk:
Magnús Orri Magnússon - framfarir
Viktor Júlíusson - framfarir 
Daði Arnarsson - ástundun
Þorsteinn Ýmir Hermannsson - ástundun
Jens Ingvar Gíslason - prúðmennska
Haukur Jörundur Hálfdánarson - prúðmennska

3.flokkur kvk:
Sigrún Gunndís Harðardóttir - framfarir
Tinna Rún Snorradóttir - ástundun
Rannveig Hjaltadóttir - prúðmennska

3.flokkur kk:
Halldór Páll Hermannsson - framfarir
Dagur Elí Ragnarsson - ástundun
Patrekur Agnarsson - prúðmennska

2.flokkur kk:
Ólafur Atli Einarsson - framfarir
Hinrik Elís Jónsson - ástundun
Axel Sveinsson - prúðmennska


  Nánar

Uppfært: Uppskeruhátíðin verður 12:30 íþróttahúsinu Torfnesi

Knattspyrna | 24.09.2011 Þar sem að vindur er í meira lagi og rigning, höfum við ákveðið að uppskeruhátíðin verði 12:30-14:00 íþróttahúsinu Torfnesi. Þar ætlum við að veita viðurkenningar og grilla svo hamborgara eftir það.

Allir að mæta í bláu keppnistreyjunum

kv. Stjórnin Nánar

Uppskeruhátíð yngri flokka BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 23.09.2011
Uppskeruhátíð yngri flokka BÍ/Bolungarvík fer fram laugardaginn 24.sept á gerfigrasinu Torfnesi. Við ætlum að byrja kl.10:00 á því að skipta í lið og spila fótbolta. Eftir það verður grillað og svo veittar viðurkenningar fyrir árangur sumarsins.
 
10:00   Uppskeruhátíð hefst með fótbolta
11:30   Grillaðir hamborgar fyrir alla iðkendur
12:00   Afhending verðlauna og viðurkenninga
13:00   Lok
Allir að mæta í bláu keppnistreyjunum og klæða sig eftir veðri.
 
Ef veður verður með versta móti á laugardaginn, þá færum við uppskeruhátíðina í íþróttahúsið Torfnesi 12:30-14:00. Viljum við benda foreldrum á að fylgjast með heimasíðu yngri flokka BÍ kl.09:00 á laugardagsmorgun. Þar koma inn nánari upplýsingar um uppskeruhátíðina, einungis ef veður er vont.
 
www.hsv.is/bi/
 
kv. Stjórnin
Nánar

8.flokkur að hefja æfingar

Knattspyrna | 15.09.2011 Æfingar hjá 8.flokki félagsins hefjast föstudaginn 16.september og fara þær fram í íþróttahúsinu Austurvegi. Æfingarnar verða á föstudögum 16:50-17:40 og sunnudögum 11:00-12:00. Æfingarnar eru fyrir strákar og stelpur á aldrinum 4-6 ára. Þjálfari flokksins verður Ásgeir Guðmundsson íþróttafræðingur.  Nánar

Lokahóf yngri flokka

Knattspyrna | 14.09.2011 Nú eru allir leikjum yngri flokka BÍ/Bolungarvík lokið og komið að því að halda lokahóf. Ráðgert er að halda lokahóf yngri flokka BÍ/Bolungarvík laugardaginn 24.september. Einnig er ætlunin að hafa lokahófið með breyttu sniði og kemur það í ljós þegar nær dregur. Nánar

Æfingatafla fyrir september tilbúinn

Knattspyrna | 14.09.2011 Æfingatafla fyrir september er aðgengileg hér á vefnum undir liðnum "Æfingatafla". Æfingarnar fara fram á gerfigrasinu Torfnesi, en æfingar 8.flokks fara fram í íþróttahúsinu Austurvegi. Nánar

Staðsetning stúku samþykkt.

Knattspyrna | 06.09.2011 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir að vegleg áhorfendastúka fyrir rúmlega 800 manns verði byggð fyrir ofan Torfnesvöll á Ísafirði. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa. Nánar

Færin og mörkin frá Selfossi

Knattspyrna | 03.09.2011 Nánar

Upphafið: Tímabilið 2006 og 2007

Knattspyrna | 30.08.2011 Ef leitað er eftir nafni BÍ/Bolungarvíkur í eldri fyrirsögnum á vef fotbolta.net má finna ansi skemmtilegar fréttir um liðið á síðustu árum. Sumar góðar ásamt nokkrum vafasömum sem birtust þegar liðið lék í þriðju deild. Bibol.is ætlar að birta stutt ágrip af bráðskemmtilegri sögu félagsins sem telur sjötta tímabilið í dag.
Nánar