Fréttir - Knattspyrna

Matthías æfir með U-19 um næstu helgi

Knattspyrna | 14.12.2011 Matthías Króknes Jóhannsson hefur verið valinn til æfinga/æfingaleiks með U-19 ára landsliði Íslands, æfingarnar/leikurinn fara fram helgina 17. og 18.desember. Alls velur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, 31 leikmenn í æfingarhóp sinn þessa helgi en æfingarnar fara fram í Kórnum. Nánar

Sigrún Gunndís á U-17 æfingar

Knattspyrna | 07.12.2011 Sigrún Gunndís Harðardóttir hefur verið valin á æfingar U-17 landsliðs kvenna. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll helgina 10.-11.desember nk. Nánar

Andri Rúnar framlengir við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 05.12.2011 Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason hefur gert nýjan þriggja ára samning við BÍ/Bolungarvík sem hann hefur leikið með allan sinn feril.


Andri Rúnar hefur þá einnig fengið það samþykkt hjá félaginu að hann hætti að leika í keppnistreyju númer 7 og verði hér eftir númer 9.

Nánar

Jólafrí

Knattspyrna | 02.12.2011 Nú stöðvast allar æfingar yngri flokka BÍ í desember, þar sem að ávallt hefur verið frí frá æfingum í allan desember. Æfingar byrja aftur þegar skólastarf hefst á nýju ári Nánar

Haukur, Haraldur og Hafsteinn í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 30.11.2011 BÍ/Bolungarvík hefur fengið liðstyrk fyrir komandi átök í 1. deildinni næsta sumar. Haukur Ólafsson, Haraldur Hróðmarsson og Hafsteinn Rúnar Helgason hafa samið við félagið.

Haukur Ólafsson kemur frá ÍR þar sem hann hefur leikið frá 2008 en hann skoraði fimm mörk í 17 leikjum í 1. deldinni í sumar. Haukur er FH-ingur að upplagi.

Hafsteinn Rúnar Helgason er vinstri bakvörður sem kemur frá Stjörnunni. Hann hefur verið í Garðabænum síðustu tvö sumur en spilaði aðeins níu leiki í sumar. Hafsteinn er frá Sandgerði og spilaði með Reyni Sandgerði alla sína yngri flokka.

Haraldur Hróðmarsson kemur frá Hamri í 2. deildinni þar sem hann var funheitur í sumar og skoraði 15 mörk í 19 leikjum.

Gunnlaugur Jónasson(Bókhlöðunni) og Hafsteinn Þór Jóhannsson(Málningarlagerinn) hafa einnig tekið fram skóna og hafið æfingar með liðinu. Nánar

Matthías valinn í æfingahóp U-19

Knattspyrna | 29.11.2011 Matthías Króknes Jóhannsson hefur aftur verið valinn í æfingahóp U-19 ára landsliðs Íslands, æfingarnar fara fram helgina 3. og 4.desember. Alls velur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, 29 leikmenn í æfingarhóp sinn þessa helgi en æfingarnar fara fram í Kórnum. Nánar

Breyting á innheimtu

Knattspyrna | 25.11.2011
BÍ hefur nú eins og fleiri félög innan HSV tekið upp Nóri innheimtu- og skráningarkerfi. Foreldrar allra iðkenda BÍ þurfa nú að skrá sig inn á þetta innheimtukerfi Nóri og HSV/BÍ88. 
Allar upplýsingar um kerfið og innskráninguna er að finna á:

Skráning:
https://hsv.felog.is/ 

Upplýsingar:
http://nori.felog.is/Documents/nethjalp.pdf 

Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu HSV: hsv@hsv.is

Hvetjum alla foreldra til að skrá sig sem fyrst inn
 
Nánar

Sigrún Gunndís valin í úrtak U-17

Knattspyrna | 23.11.2011 Sigrún Gunndís Harðardóttir hefur verið valin í úrtakshóp U-17 landsliðs kvenna. Æfingarnar fara fram í Kórnum helgina 26.-27.nóvember nk. Sigrún spilaði með 3.flokki BÍ/Bolungarvík í sumar, sem spilaði til undanúrslita á Íslandsmótinu. Nánar

BÍ/Bolungarvík og KFÍ gefa út vildarkort

Knattspyrna | 23.11.2011 BÍ/Bolungarvík og KFÍ gefa út nýtt vildarkort í sameiningu undir slagorðinu Vinnum saman. Meistaraflokkar KFÍ ásamt fulltrúum BÍ/Bolungarvík munu verða í verslunarmiðstöðinni Neista á milli kl. 16 og 17 á föstudag og kynna kortið fyrir þeim sem vilja. Gert er ráð fyrir að skrifað verði undir við fyrstu kaupendur kortsins á föstudagskvöld þegar heimaleikur KFÍ og Breiðablik fer fram í 1. deild karla.

Vildarkortið veitir handhafa þess m.a. aðgang á alla heimaleiki BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild og alla heimaleiki KFÍ í öllum flokkum. Þá fær handhafinn einnig frítt inn á herrakvöld BÍ/Bolungarvíkur og hefur kost á merktum sætum á heimaleikjum KFÍ auk fjölda afsláttra hjá fyrirtækjum á norðanverðum Vestfjörðum.

 

Nánar

Matthías aftur valinn í æfingahóp U-19

Knattspyrna | 15.11.2011

Matthías Króknes Jóhannsson hefur aftur verið valinn í úrtakshóp U-19 ára landsliðs Íslands, æfingarnar fara fram helgina 19.-20.nóvember. Alls velur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, 29 leikmenn í æfingarhóp sinn þessa helgi en æfingarnar fara fram í Kórnum.

Nánar