Fréttir - Knattspyrna

Mörkin úr leiknum við Selfoss

Knattspyrna | 03.07.2011 Nánar

Upphitun fyrir bikarleik

Knattspyrna | 02.07.2011 Það verður hörkustuð á Silfurtorgi fyrir leikinn gegn Þrótti á sunnudaginn. Stuðningsmannaklúbburinn "Blár og Marinn" ætla að koma fólki í gírinn með eftirfarandi dagskrá:
  Nánar

BÍ/Bolungarvík - Selfoss (umfjöllun)

Knattspyrna | 01.07.2011 BÍ/Bolungarvík 0 - 1 Selfoss
0-1 Ibrahima N'Diaye ('38)

Sumarið lét loksins á sér kræla fyrir vestan í dag og aðstæður voru eins og best verður á kosið þegar BÍ/Bolungarvík tók á móti Selfyssingum. Þétt var setið í brekkunni á Torfnesvelli, góð stemmning og ánægjulegt hversu margir stuðningsmenn ferðuðust með gestaliðinu. Nánar

BÍ/Bolungarvík og Snerpa í samstarf

Knattspyrna | 28.06.2011

BÍ/Bolungarvík og tölvu-og netþjónustufyrirtækið Snerpa á Ísafirði hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára. Snerpa er þá kominn í hóp fjölmargra fyrirtækja sem ætla að taka slaginn með liðinu næstu árin. Í kjölfar samstarfsins var vefur félagsins tekinn í gegn og er útkoman vægast sagt stórglæsileg.

Snerpa ehf. rekur alhliða tölvu- og netþjónustu. Starfsmenn Snerpu hafa m.a. sérhæft sig í vefforritun og hugbúnaðargerð sem byggir á fjarvinnslu og Internetstöðlum. Stór þáttur í starfsemi félagsins er rekstur á alhliða Internetþjónustu og nær þjónustusvæði Snerpu yfir allt landið og í mörgum tilfellum víðar. Snerpa hefur yfir að ráða einu af stærri víðnetskerfum landsins og rekur m.a. hnútpunkta í öllum þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum. Snerpa hefur jafnframt mjög öflugar tengingar við Internetið um útlandagáttir Símans og OgVodafone og skiptistöð fyrir innanlandsumferð í Tæknigarði í Reykjavík (RIX).

Nánar

Mörkin og viðtal úr bikarleiknum

Knattspyrna | 27.06.2011 Nánar

Mörkin úr Þróttarleiknum

Knattspyrna | 27.06.2011 Nánar

Djúpmenn og Þróttarar skiptu stigunum á milli sín

Knattspyrna | 27.06.2011 Jafntefli varð niðurstaðan í viðureign Þróttar og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni í dag. Skástrikið tefldi aftur fram fimm manna vörn eins og gegn Breiðabliki í bikarsigrinum fræga en BÍ/Bolungarvík og Þróttur mætast einmitt í 8-liða úrslitum bikarsins. Nánar

BÍ/Bolungarvík kláraði íslandsmeistarana

Knattspyrna | 25.06.2011 Gríðarleg stemmning hafði myndast á stór Ísafjarðar- og Bolungarvíkursvæðinu fyrir leiknum í kvöld enda ekki á hverjum degi sem Íslandsmeistaranir koma í heimsókn. Veðrið var eins og best verður á kosið og Áhorfendur gátu gætt sér á grillmat fyir og á meðan leik stóð. Tímabær stofnun á stuðningsmannakvöld fór fram fyrr um daginn og hlaut hann nafnið blár og marinn, í takt við baráttuna sem einkennir 1.deildina. Nánar

Flugfélag Íslands í samstarf við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 19.06.2011 Nú á dögunum undirrituðu Flugfélag Íslands og BÍ/Bolungarvík með sér styrktarsamning sín á milli. Hittust forsvarsmenn félagana á flugvellinum á Ísafirði(IATA: IFJ, ICAO: BIIS).

Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður BÍ/Bolungarvíkur, handsalaði styrktarsamninginn fyrir hönd liðsins. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með að hafa fengið jafn öflugt fyrirtæki og Flugfélag Íslands með sér í lið. Nánar

Mörkin og færin úr HK-leiknum

Knattspyrna | 19.06.2011 Nánar