BÍ/Bolungarvík og tölvu-og netþjónustufyrirtækið Snerpa á Ísafirði hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára. Snerpa er þá kominn í hóp fjölmargra fyrirtækja sem ætla að taka slaginn með liðinu næstu árin. Í kjölfar samstarfsins var vefur félagsins tekinn í gegn og er útkoman vægast sagt stórglæsileg.
Snerpa ehf. rekur alhliða tölvu- og netþjónustu. Starfsmenn Snerpu hafa m.a. sérhæft sig í vefforritun og hugbúnaðargerð sem byggir á fjarvinnslu og Internetstöðlum. Stór þáttur í starfsemi félagsins er rekstur á alhliða Internetþjónustu og nær þjónustusvæði Snerpu yfir allt landið og í mörgum tilfellum víðar. Snerpa hefur yfir að ráða einu af stærri víðnetskerfum landsins og rekur m.a. hnútpunkta í öllum þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum. Snerpa hefur jafnframt mjög öflugar tengingar við Internetið um útlandagáttir Símans og OgVodafone og skiptistöð fyrir innanlandsumferð í Tæknigarði í Reykjavík (RIX).
Nánar1128-26-22022
Kt.410897-2619
Senda staðfestingu á:
nonnipje@simnet.is
Yfirþjálfari eða formaður sér um að sækja öll gögn og armbönd, sem verður svo útdeilt á tjaldsvæði á föstudagkvöldi eða við upphaf móts á laugardegi.
Spilað verður í gömlu BÍ-búningum, haft var samband við umboðsaðila nýju búninganna í gær, og á fyrsta sending að berast rétt fyrir helgi eða eftir helgina.
Frekari spurningar:
Jón Hálfdán
nonnipje@simnet.is
862-4443