Fréttir - Knattspyrna

BÍ/Bolungarvík spáð 4.sæti

Knattspyrna | 12.05.2010

BÍ/Bolungarvík var fyrr í dag spáð 4. sæti af fótboltavefmiðlinum fotbolti.net.

Nánar

BÍ/Bolungarvík spáð 4.sæti

Knattspyrna | 12.05.2010

BÍ/Bolungarvík var fyrr í dag spáð 4. sæti af fótboltavefmiðlinum fotbolti.net. Í fyrra lenti liðið í 5. sæti í 2. deild og er hugur í mönnum að reyna gera betur í ár en í fyrra. Í sömu spá í fyrra var liðinu spáð 10. sæti en blandaði sér óvænt í toppbaráttuna á tímabili. Svona spár geta verið hættulegar því þar taka menn að sjálfsögðu mikið mark af æfingarleikjum og Lengjubikarsleikjum á undirbúningstímabilinu. Það er ekki það sem skiptir mestu máli, heldur að strákarnir okkar komi rétt stemmdir og vel undirbúnir í fyrsta leik á Íslandsmótinu.

"Við fengum alla fyrirliða og þjálfara til að spá og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í fjórða sæti í þessari spá var BÍ/Bolungarvík sem fékk 182 stig af 242 mögulegum. Kíkjum á umfjöllun okkar um BÍ/Bolungarvík"

Spáin í heild sinni http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=91066#ixzz0nkwEUl40

Nánar

Eimskipamótinu lokið!

Knattspyrna | 10.05.2010 Það var mikið að gera um helgina enda spilaður fótbolti sleitulaust, svotil, á laugardegi og sunnudegi. Veðrið lék við okkur, sérstaklega á sunnudeginum, sól og blíða og hægur vindur. Frábærar aðstæður enda var bros á hverju andliti. Krakkarnir stóðu sig stórkostlega, hlupu, stukku, skölluðu og skutu af öllum hjartans kröftum og uppskáru eftir því; ekki endilega sigur eða bikar, heldur skemmtun og heilbrigða hreyfingu. Það er nefnilega gott að vera þreyttur.
Formaðurinn var með myndavélina á lofti og skaut allt hvað af tók og uppskeran er komin í albúm hér til vinstri, undir„myndir“. Þetta eru 267 myndir og reynt var að ná sem flestum af krökkunum okkar en ég veit að það tókst ekki þar sem leikjaplanið var ekki vinveitt á alla vegu til ljósmyndunar auk þess sem það þurfti að gera fleiri hluti.
Njótið vel! Nánar

Hvar er hann nú?

Knattspyrna | 10.05.2010

"Hvar er hann nú" er nýr liður á bibol.is þar sem fjallað verður um fyrrum leikmenn BÍ/Bolungarvíkur og hvar þeir eru staddir í heiminum í dag. Leikmaðurinn sem fjallað verður um í dag er án efa einn sá besti sem hefur spilað með sameiginlegu liði Ísfirðinga og Bolvíkinga, þetta er að sjálfsögðu engin annar en markvörðurinn Ljubo Kovacevic.

Nánar

Leikjaplanið komið

Knattspyrna | 07.05.2010 Þá er allt að verða tilbúið fyrir morgundaginn og er leikjaplanið komið inn undir liðnum "skrár og skjöl" hér til vinstri. Við hefjum mótið sem sagt á morgun kl. 13:00 og endum um kl. 18:00 á pizzuveislu fyrir alla keppendur. Á sunnudeginum hefjum við leiki kl. 10:00 og munu þeir enda kl. 14:00. Þá ættu allir að geta átt smá stund með fjölskyldunni eftir mikla og góða hreyfingu á vellinum.
Sjáumst hress! Nánar

Viðtöl við leikmenn eftir tapið gegn Völsungi

Knattspyrna | 06.05.2010

Viðtöl við leikmenn BÍ/Bolungarvíkur eftir tapið gegn Völsungi.

Nánar

Ný Heimasíða

Knattspyrna | 03.05.2010 Ný Heimasíða um Meistaraflokk Bí/Bolungarvík  bibol.is Nánar

Nýir gallar að koma í hús!

Knattspyrna | 03.05.2010 Þá er komið að endurnýjun fótboltafatnaðarins þetta árið. Félagið hefur gert samkomulag við Hummel-umboðið og Legg og skel um sölu búninganna á niðursettu verði sem allir ættu að ráða við. Iðkendur þurfa að fara í verslunina Legg og skel til að máta gallana og finna réttu stærðina og þeir verða síðan pantaðir í framhaldi af því. Verðið er ekki komið á hreint vegna merkingar félagsins á treyjurnar en þetta ætti ekki að verða meira en 8000 kr. fyrir gallann.
Nú skulu allir láta pabba og mömmu vita og eignast hágæða íþróttagalla á góðu verði fyrir sumarið. Nánar

Mót um helgina

Knattspyrna | 03.05.2010 Hið árlega Eimskipamót verður haldið um helgina á gervigrasinu við Torfnes. Gert er ráð fyrir að leikið verði á þremur völlum og ætti þetta því að ganga vel og hratt fyrir sig. Leikið verður á laugardag og sunnudag frá kl. 10 um morguninn og fram eftir degi.
Þá er bara að draga fram takkaskóna og hita upp fyrir helgina, nú verður nóg af fótbolta! Nánar

BÍ/Bolungarvík - Völsungur

Knattspyrna | 01.05.2010

BÍ/Bolungarvík tók á móti Völsungi í undanúrslitum B-deildar Lengjubikarsins á Gervigrasvellinum í Laugardal í dag kl.12:30. Veðuraðstæður voru nokkuð góðar, glampandi sól með smá noðanátt. Okkar menn voru fullir sjálfstraust eftir að hafa farið ósigraðir í gegnum sinn riðil í Lengjubikarnum en Völsungur töpuðu á móti Dalvík/Reynir í sínum riðli.

Nánar