Fréttir - Knattspyrna

Sólsteinar bjóða öllum í grillveislu:)

Knattspyrna | 22.06.2010

Brjánn Guðjónsson framkvæmdarstjóri Sólsteina ætlar að bjóða öllum áhorfendum sem mæta á leik BÍ/Bolungarvíkur og Stjörnunar í Visabikarnum á morgun í grillveislu. Grillað verður frá 18:00-19:00 og hvetjum við því áhorfendur til að mæta snemma á leikinn til að mynda góða stemmningu og þiggja veitingar frá Sólsteinum. Leikurinn sjálfur hefst kl. 19:15 og hvetjum við alla til að mæta á völlinn og styðja strákanna okkar til sigurs! Áfram BÍ/Bolungarvík

Stjórn Bí/Bolungarvíkur vill koma þökkum til Sólsteina fyrir framlagið og öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa staðið þétt við bakið á okkur í sumar.

Nánar

1-3 tap og spenna fyrir bikarleik

Knattspyrna | 21.06.2010

BÍ/Bolungarvík tapaði á móti Aftureldingu frá Mosfellsbæ síðastliðinn laugardag á Skeiðisvelli. Mark heimamanna skoraði Andri Rúnar Bjarnason úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.

Nánar

Sjö leikmenn skrifa undir nýjan samning

Knattspyrna | 21.06.2010

Sjö leikmenn BÍ/Bolungarvíkur hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Undirskriftin fór fram á veitingastaðnum Við Pollinn á föstudag en með undirskriftinni er verið að tryggja að strákarnir leiki áfram með félaginu. Þeir sem skrifuðu undir samning við BÍ/Bolungarvík á föstudag eru þeir Sigurgeir Sveinn Gíslason, Arnar Þór Samúelsson, Ásgeir Guðmundsson, Óttar Kristinn Bjarnason, Gunnar Már Elíassona, Pétur Geir Svavarsson og Goran Vujic. Einnig skrifuðu þeir Dalibor Nedic og Milan Krivokapic undir samning um að leika með liðinu fram að næstu áramótum. „Stefnan er klárlega að reyna halda öllum leikmannahópnum fyrir næsta timabil og fagna ég þessu mikið," segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur í samtali við bibol.is.

Nánar

BÍ/Bolungarvík - Afturelding

Knattspyrna | 18.06.2010

BÍ/Bolungarvík tekur á móti Aftureldingu frá Mosfellsbæ á morgun, laugardaginn 19. júní kl. 15:00 á Skeiðisvelli.

Nánar

Hamar - BÍ/Bolungarvík (Umfjöllun)

Knattspyrna | 13.06.2010

BÍ/Bolungarvík fór suður til Hveragerðis í fimmtu umferð 2. Deildar síðastliðinn laugardag. Veðuraðstæður voru slæmar, mjög mikill vindur og rigning.

Nánar

Smábæjaleikar á Blönduósi 18.-20. júní

Knattspyrna | 11.06.2010 Það er komin beinagrind að dagskrá fyrir mótið og er hún svona:

Föstudagskvöld 18.júní: Móttaka keppnisliða.

Laugardagurinn 19.júní.              Sunnudagurinn 20. júní
Morgunverður                           Morgunverður
Leikir skv. leikjatöflu                  Leikir skv. leikjatöflu
Hádegismatur                            Vallarnesti
Leikir skv. leikjatöflu                  Leikir skv. leikjatöflu
Kvöldverður                              Verðlaunaafhending,
Kvöldskemmtun                         Grill og mótsslit.
Fararstjórafundur

Það er yfirleitt byrjað snemma, fyrstu leikir eru kl. 9:00 og þetta stendur alveg til 17 eða 18 á laugardegi og er ekki búið á sunnudegi fyrr en um kl. 16.

Við ætlum að vera á tjaldstæðinu og fáum frátekið pláss fyrir hópinn okkar. Við reynum að halda hópinn og gera þetta eins skemmtilegt og hægt er, munið að þetta er ekki bara fyrir krakkana, heldur eigum við líka að skemmta okkur með þeim.
Börnin eru á okkar ábyrgð utan leikja þannig að við "afhendum" þau þjálfara 20 mín fyrir leik og tökum við þeim strax eftir leik. Þannig er það ekki lagt á einn mann að halda hópnum saman milli leikja. Síðan fer fararstjóri með allt liðið í mat og skilar því tilbaka við vallarsvæði næsta leiks eða á annan stað sem fólk hefur komið sér saman um.

Kostnaður við mótið er kr. 8000 á mann og er allt innifalið í þeirri upphæð. Vinsamlegast millifærið inn á reikning félagsins 1128-26-22022, kt. 410897-2619 sem fyrst og setjið í skýringu Blönduós-og nafn barnsins auk staðfestingartölvupósts á anita@jv.is.

Við hittumst öll á föstudaginn á Blönduósi og skemmtum okkur!
Nánar

Knattspyrnuskóli BÍ88 verður í sumar

Knattspyrna | 10.06.2010 Þá er það komið á hreint: það verður knattspyrnuskóli í sumar! Er hann hugsaður fyrir börn fædd 1996-2001 eða 4.-6. flokk stelpna og stráka. Annars er auglýsingin komin inn undir "Gögn fyrir foreldra" eða þá að þið getið séð hana hér.
Allir á völlinn! Nánar

Jakob Valgeir ehf. styrkir BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 08.06.2010

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur og fiskvinnslufyrirtækið Jakob Valgeir ehf. gerðu með sér styrktarsamning nú í vikunni.

Nánar

3-0 sigur á móti KS/Leiftri

Knattspyrna | 07.06.2010

BÍ/Bolungarvík tók á móti KS/Leiftri í bongóblíðu á Torfnesvelli í dag.

Nánar

BÍ/Bolungarvík - KS/Leiftur(Umfjöllun)

Knattspyrna | 05.06.2010

Eins og flestir vita sigruðu heimamenn Völsung í bikarnum á miðvikudaginn síðasta, 2-0. Mörkin skoruðu Milan Krivokapic og Óttar Kristinn Bjarnason.

Nánar