Fréttir - Knattspyrna

Dagsetning á fyrra innanhúsmótinu komin á hreint

Knattspyrna | 09.10.2009 Dagana 14.-15. nóvember nk. munum við halda innanhúsmót í knattspyrnu. Það fer fram í íþróttahúsinu við Torfnes sem fyrr og er áætlað að keppni hefjist kl. 9:00 báða dagana. Gert er ráð fyrir því að eldri flokkarnir (3., 4., 5. og 6. flokkar stráka og stelpna) muni leika báða dagana en 8. og 7. flokkur muni leika á laugardeginum.
Þá er bara að taka þessa daga frá fyrir fótbolta og svo hittumst við hress. Nánar

Uppskeruhátíðin að baki

Knattspyrna | 03.10.2009 Þá er enn einu tímabilinu lokið og uppskeruhátíðin að baki. Við hittumst í Edinborgarhúsinu, röbbuðum saman, borðuðum kökur og bakkelsi og - tókum við verðlaunum. Ég held að við höfum aldrei verið svona mörg, Edinborgarhúsið var troðið af fólki.
Að venju voru veitt verðlaun fyrir mætingu og ástundun, framfarir á tímabilinu og prúðmennsku í leikjum, á æfingum og öðrum viðburðum á vegum félagsins. Þeir sem hlutu þessi verðlaun í ár voru:

8. flokkurkk og kvk:

Ástundun: Daði Rafn Ómarsson
Framfarir: Guðni Rafn Róbertsson
Prúðmennska: Helena Haraldsdóttir

 

7.fl kvk:
Ástundun: Hafdís Bára Höskuldsdóttir
Framfarir:Kolfinna Rúnarsdóttir
Prúðmennska: Ásthildur Jakobsdóttir

 

7. fl kk:
Ástundun: Þórður Gunnar Hafþórsson
Framfarir: Þráinn Arnaldsson
Prúðmennska: Ívar Helgason

 

6. flokkur kk:
Ástundun: Birkir Eydal
Framfarir: Hjörtur Ísak Helgason
Prúðmennska: Elías Ari Guðjónsson

 

6. flokkur kvenna
Ástundun: Auður Líf Benediktsdóttir
Framfarir: Katrín Ósk Einarsdóttir
Prúðmennska: Signý Rós Ólafsdóttir


5. flokkur kk:
Ástundun: Þorsteinn Ýmir Hermannsson og Fannar Ingi Fjölnisson
Framfarir: Patrekur Darri Hermannsson og Suwat Chaemram
Prúðmennska: Magnús Orri Magnússon og Einar Óli Guðmundsson

 

5. flokkur kvk:
Ástundun: Hekla Dögg Guðmundsdóttir
Framfarir: Emma Jóna Hermannsdóttir
Prúðmennska: Elín Lóa Sveinsdóttir

 

4. flokkur kk:
Ástundun: Dagur Elí Ragnarsson
Framfarir: Patrekur Þór Agnarsson
Prúðmennska: Þórir Karlsson

 

4. flokkur kvk:
Ástundun: Fanney Dóra Veigarsdóttir
Framfarir: Thelma Rut Jóhannsdóttir
Prúðmennska: Rannveig Hjaltadóttir

 

3. flokkur kk:
Ástundun: Ólafur Atli Einarsson
Framfarir: Matthías Króknes Jóhannsson
Prúðmennska: Aron Guðmundsson

 

Þess ber auðvitað að geta að allir krakkarnir stóðu sig svakalega vel í ár, þau vöktu athygli á mótum fyrir gjörvilegt atgervi og framúrskarandi hegðun auk allra hæfileikanna í fótbolta - þess fyrirbæris sem bindur okkur öll saman sem komum að félaginu. Hafi einhver orðið fyrir vonbrigðum með að hafa ekki fengið viðurkenningu, vil ég segja við þá að í raun var það allur hópurinn sem fékk viðurkenningu því fótbolti er hópíþrótt og stendur og fellur með leikmönnum sem taka þátt í leikjum og æfingum. Enginn einn leikmaður gerir hópinn góðan, en góður hópur gerir alla leikmenn góða. Munið það og vinnið vel í vetur í æfingunum og þá opnið þið möguleika ykkar á viðurkenningu næst - eða þar næst.

Æfingin skapar meistarann.

 

Til hamingju BÍ-krakkar, þið voruð og eruð til fyrirmyndar. Haldið því áfram og þá verða ykkur allir vegir færir.

Nánar

Emil á EM í Wales

Knattspyrna | 29.09.2009 Tap í fyrsta leik hjá U17 strákunum í Wales

Landslið pilta skipað leikmönnum yngri en 17 ára hóf leik í undankeppni EM í Wales í gær.

Liðið mætti heimamönnum frá Wales og töpuðu þar naumlega 3-2.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Lið Wales komst í 2-0 í seinni hálfleik en þeir Hólmbert Friðjónsson og Kristján Gauti Emilsson jöfnuðu leikinn fyrir Ísland í 2-2. Lið Wales bætti svo við þriðja markinu sem gerði út um leikinn.

Strákarnir eiga annan leik á morgun og sá leikur er gegn Rússlandi en þeir síðarnefndu gerðu jafntefli gegn Bosníu í gær, 0-0. Ekki er vitað um frammistöðu okkar manns, Emils Pálssonar, í leiknum en leiða má að því líkum að hann hafi valdið usla í röðum Walesmanna.

 

Áfram Ísland! Áfram Emil!

Nánar

Lokahóf - uppskeruhátíð yngri flokka

Knattspyrna | 25.09.2009 Lokahóf yngri flokka BÍ88 verður haldið laugardaginn 3. október kl. 14:00-16:00 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Að venju verða veitt verðlaun fyrir ástundun, framfarir og prúðmennsku í öllum flokkum og verður spennandi að sjá hverjir hljóta hnossið í þetta sinn.
Eins og áður eiga allir að koma með eitthvað í gogginn og bryddum við nú upp á því að skipta veitingunum meðal flokkanna:

7. og 8. flokkur stráka og stelpna koma með pönnukökur
6. flokkur stráka og stelpna koma með snúða, kleinur, muffins eða annað fingrabrauð
4. og 5. flokkur stráka og stelpna koma með kökur eða tertur
3. flokkur stráka og stelpna koma með brauðrétti.

Miðað er við núverandi flokka, ekki þá sem voru í sumar.

Félagið sér um drykkjarföng fyrir unga sem eldri.

Endilega sendið myndir úr starfi sumarsins ef þið eigið á svavarg@fsi.is.

Sjáumst hress! Nánar

Æfingataflan komin inn

Knattspyrna | 22.09.2009 Þá er hún loks tilbúin og hægt að nálgast hana hér til vinstri undir liðnum „æfingatafla“. Hún tekur gildi þann 1. október en þá munum við fikra okkur inn á við, ýmist í íþróttahúsið við Torfnes eða íþróttahúsið við Austurveg (Sundhöllin). Nánar

Emil Pálsson til Wales

Knattspyrna | 22.09.2009 Emil Pálsson, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur, er á leið til Wales með U-17 landsliði Íslands. Gunnar Gylfason þjálfari liðsins valdi Emil til fararinnar en drengirnir leggja í hann í næstu viku eða 27. september, og munu leika við Wales á mánudeginum, Rússland á miðvikudeginum og Bosníu-Hersegóvínu á laugardeginum. Heimferð verður sunnudaginn 4. október.
Þetta verður eflaust mikil upplifun og góð reynsla fyrir Emil en hann er ekki ókunnugur á þessum slóðum þar sem hann tók þátt í Norðurlandamótinu í sumar með sama liði við góðan orðstír.
Stjórn Boltafélagsins óskar Emil innilega til hamingju með valið og þann árangur sem hann hefur náð í sumar með elju sinni og vinnusemi. Nánar

Æfingar hjá 6. og 7. flokkum karla út September

Knattspyrna | 09.09.2009 Æfingar hjá þessum flokkum út september verða eins og hér segir:
7.flokkur Karla
Þriðjudagar og föstudagar kl 13:30
6.flokkur Karla
Þriðjudagar og fimmtudagar kl 15:15.

Svo í oktober þá verður farið inn í íþróttahúsið og tekur ný æfingartafla við þá, sem og nýr(gamall) þjálfari tekur við æfingum hjá 6.flokki karla, en hann Jóhann Dagur Svansson(Jói Bakari) mun stjórna þeim í vetur.
Sú æfingatafla ætti að detta inn á allra næstu dögum.

Kv. Sigþór Snorrason
GSM: 8944972
e-mail: snorrason4@hotmail.com Nánar

Leikplanið fyrir morgundaginn komið inn

Knattspyrna | 29.08.2009 Þá hafðist það loksins! Hægt er að nálgast það hér vinstra megin undir liðnum "Gögn fyrir foreldra". Veitið athygli að sá möguleiki er fyrir hendi að mýraboltamótið verði slegið verði veður slæmt á morgun. Nánar

Breyting á mótinu um helgina

Knattspyrna | 27.08.2009 Þar sem veðurspáin er okkur ekki hliðholl um helgina hefur verið ákveðið að klára allt mótið á sunnudeginum. Munu leikir þá hefjast á Torfnesvelli kl. 10 á sunnudagsmorguninn og þegar þeim er lokið munum við halda inn í Tungudal þar sem 4. 5. og 6. flokkar stráka og stelpna fá að spreyta sig í drullunni. Miðað er við að hvert lið fái einungis tvo leiki og mun markatala og stigafjöldi ráða þegar að úrslitum kemur.
Svo ætlum við að grilla smáræði áður en allir halda heim og horfa á Ísland vinna Þýskaland á EM kvenna í Finnlandi.
Munið að vera vel búin og foreldrar - gerið ráðstafanir vegna drullugra barna á heimleiðinni.
Góða skemmtun! Nánar

Mót um helgina - hefðbundið og drullugt!

Knattspyrna | 26.08.2009 BÍ88 heldur mót um helgina, svona til að slútta viðburðaríku tímabili hjá öllum flokkum. Nú verður bryddað upp á þeirri nýjung að á laugardeginum verður leikinn hefðbundinn fótbolti á gervigrasinu við Torfnes en á sunnudeginum færum við okkur inn í Tungudal og spilum eins og við getum í drullunni - eins og fullorðna fólkið. Fyrirvarinn er stuttur svo nú verður að hafa hraðar hendur.
Unnið er að leikjaplani fyrir bæði mót og verða þau sett hér inn um leið og þau verða tilbúin. Þess ber þó að geta að drulluboltinn er ekki ætlaður 7. eða 8. flokki þar sem þau standa varla upp úr leðjunni og því væri færið dálítið erfitt fyrir þau.
Veðurspáin er ekki góð eins og staðan er í dag (rok og rigning) svo að huga verður að búnaði krakkanna. Reynt verður að búa til skjól eftir þörfum á staðnum til að halda hita á liðunum en fólk verður að gera ráð fyrir einhverjum búnaði til að koma krökkunum heim eftir leiki og svo því hvernig þau eru klædd meðan á húllumhæinu stendur. Mikilvægast er þó að notast ekki við dýran eða vandaðan skóbúnað í drullunni enda getur hann týnst eða skemmst. Lengd leikjanna verður haldið í lágmarki svo að enginn ofkælist.
Mestu skiptir þó að hafa gaman af og gleyma veðrinu, ef það er hægt. Við sjáumst því öll um helgina, hress og kát og öll á tánum. Nánar