Fréttir - Körfubolti

Stelpurnar í meistaraflokk með góðan sigur á Jakanum

Körfubolti | 10.12.2011
1 af 4

Stelpurnar fylgja strákunum eins og skugginn og unnu auðveldan sigur gegn Borgnesingum í dag. Lokatölur 69-39.

 

Leikurinn byrjaði með þriggja stiga körfu beggja vegna vallarins og var mikil barátta hjá báðum liðum. Og greinilegt var að Borgarnes stelpurnar ætluðu að berjast fyrir sínu og var það staðreyndin í fyrsta leihluta. Þær settu upp svæðisvörn sem hefti okkar stelpur í byrjun og mikil frákastabarátta varð strax staðreynd. Staðan eftir þann fyrsta 18-11.

 

Áfram varð sama barátta meðal beggja liða og skoruðu okkar stúlkur 14 stig gegn 11 stigum gestanna og staðan í tepásunni. 32-20.

 

Í byrjun þess þriðja komu gestirnir úr Borgarnesi með flott áhlaup og náðu að vinna sig inn í leikinn með 16-13 og í upphafi þess fjórða var staðan. 45-36 og aftur kominn leikur. En til að gera alnga sögu stutta var úthald okkar stúlkna einfaldlega meira og við unnum öruggan sigur í fjórða og síðasta leikhluta 24-3 og leikinn 69-39.

 

Hjá KFÍ áttu Svandís og Sólveig stórleik.  Svandís var með 17 stig og 15 fráköst og Sólveig með 11 stig og 14 fráköst Anna Fía kom rétt á eftir með 13 stig og 4 fráköst. Sirrí Gaua með 10 stig 5 fráköst, Sunna 6 stig og 6 fráköst, Eva Krisjáns með 4 stig, 6 fráköst, Vera 4 stig, 2 fráköst og Guðlaug og Hafdís með sitthvor 2 stigin og Hafís bætti stórum 6 fráköstum við.

 

Það er ekki slor að skora 69 stig og vera með 67 fráköst ! Og var það málið í dag. Gríðarlegur dugnaður og liðsvinna skóp þennan sigur fyrst og fremst og núna eru stelpurnar í 2. sæti 1. deildar kvenna.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Ekki þurfti neitt nema línuskauta á Jakanum í kvöld

Körfubolti | 09.12.2011
Edin er mættur til leiks!
Edin er mættur til leiks!
1 af 5

KFÍ drengirnir þurftu ekki að sýna stórleik gegn Fsu í Powerade bikarnum og satt að segja var þetta ekki áferðafallegur bolti sem liðin sýndu í kvöld, en sigur var það heillin. Lokatölur 86-52 og við komnir í 16 liða úrslit og verður dregið n.k þriðjudag þar sem við fáum að vita hverjir mótherjar okkar verða.

 

leikurinn hófst fjörlega og snemma sást í hvað stefndi. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-10.  Í öðrum byrjaði Pétur að skipta leikmönnum inn á í gríð og erg og stákarnir að spila ágætlega. þegar skautað var til tehlésins var staðan orðin 44-22 og er það að við höldum met í  fæstum stigum gegn okkur á heimavelli í einum hálfleik.

 

Í þeim þriðja skrúfuðu drengirnir frá krananum og helltu sér hreinlega yfir Fsu piltana og þegar haldið var til fjórða og síðasta leikhluta var staðan 75-32 og fengu ungu strákarnir að klára leikinn í bland með Edin, Craig og. Lokatölur í leiknum urðu sem áður er greint frá 86-52.

 

Það sem stakk mest í kvöld var hve dómarar leiksins dæmdu mikið og fékk leikurinn aldrei að fara á fulla ferð sem gerði þennan leik að hálfgerðum göngubolta og er það ekki það sem fólk kaupir sig til að sjá.

 

Gaman var að sjá Edin aftir í búning, en þessi eðalpiltur var hjá okkur í fyrra en þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Honum var vel fagnað og hann þakkaði fyrir sig með príðisleik.

 

Vörnin hjá okkur var ágæt, en samt ekki fullkomin og ekki vænlegt að láta lið taka af okkur 13 fráköst í vörninni. En sóknin var að sama skapi fín og margir að leggja til í púkkið sem er flott.

 

Það er eitt sem við viljum kom að. það var engin tölfræði í beinni á netinu nema frá okkur sem er bagalegt og verða menn að taka sig til og gera betur. Við viljum vera sýnileg og til þess þurfa allir að ganga í takt.

 

Stig KFÍ.  Edin 19 sitg 11 fráköst, Ari 18 stig 2 fráköst og 3 stolna, Kristján Pétur 12 stig (4/8 í þriggja), Chris 10 stig, 8 fráköst, Siggi Haff 9 stig, 2 stolna, Jón Hrafn 6 stig, 11 fráköst,  Craig 5 stig, 3 fráköst og 10 stoðir, Hlynur Hreins 5 stig, 2 stolna og Sævar Vignisson 2 stig.

Nánar

KFÍ mætir Fsu í Powerade bikarnum á föstudaginn

Körfubolti | 05.12.2011
Fjör á Jakanum
Fjör á Jakanum

KFÍ mætir Fsu frá Selfossi í 32 liða úrslitunum i Powerade bikar karla næstkomandi föstudag. Þetta er síðasti heimaleikur meistaraflokks karla fyrir jól og því um að gera fyrir alla að mæta.

Nánar

Strákarnir tóku Hött í spennandi leik

Körfubolti | 03.12.2011
Chris var traustur að venju og jarðbundinn nema þegar hann tekur á loft
Chris var traustur að venju og jarðbundinn nema þegar hann tekur á loft

Síðari leikur okkar gegn Hetti var öllu erfiðari en sá fyrri.  Sigur vannst þó 99-95 eftir spennandi lokamínútur.

Nánar

Liðsheild Ehf með sigur á Hetti

Körfubolti | 02.12.2011
Edin kominn aftur og stóð sig frábærlega
Edin kominn aftur og stóð sig frábærlega

Þá er fyrri leik okkar gegn Hetti lokið og er skemmst frá því að segja að við kláruðum leikinn með frábærum liðsleik sem er svo sem ekkert nýtt hér í KFÍ. Sex leikmenn okkar gerðu meira en tólf stig og níu af tíu leikmönnum okkar skoruðu stig í kvöld og Edin lék að nýju með okkur og stóð sig eins og allir vel.

 

Við byrjuðum fyrri hálfleikinn sterkt og vorum alltaf skrefinu á undan Hetti í öllum aðgerðum inn á vellinum og leiddum í hálfleik. 31-42. Í þriðja gáfum við í og vorum komnir með  17 stiga forustu 50-67 þegar haldið var í lokafjórðunginn. Sá síðasti var mjög skemmtilegur hjá báðum liðum og mikið skorað, en leikrurinn var aldrei í neinni hættu og "Ísdrengirnir" skelltu Hetti á ís og sigur í höfn. Lokatölur 75-91.

 

Stig KFÍ. Ari 22 stig (6 af 11 í þristum), Edin 14 stig 12 fráköst, Chris 13 stig, 13 fráköst, Craig 13 stig, 9 stoðsendingar, Kristján Pétur 12 stig, 7 fráköst (4 af 7 í þristum), Siggi Haff 10 stig, (100% nýting 1/1 í tveggja, 2/2 í þriggja og 2/2 í vítum), Hlynur 3 stig og Hermann 3 stig.

 

VARÚÐ ENDURTEKNING !! Þetta var sigur heildarinnar og flott að sjá svona dreyfingu á stigum á meðal manna. Síðari leikur okkar er á morgun kl. 15.00 á Egilstöðum og við viljum skila kveðjum til Gunnars Péturs Garðarsonar sem öskraði okkur áfram fyrir austan.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Strákarnir í meistaraflokk halda í víking

Körfubolti | 01.12.2011
"Velkomin um borð" á vel við núna þar sem flogið er langt

Á morgun föstudag fara Ísdrengirnir okkar til Egilstaða og keppa þar tvo leik við Hött,i þ.e.a.s. bæði heima og útileik okkar á tímabilinu. Samkomulag náðist um að spila leikina á Egilstöðum og er sá fyrri á morgun föstudagskvöld kl. 20.00 og sá síðari á laugardaginn 3. desember kl. 15.00.

 

Því fara þeir á fyrramálið og koma til baka á sunnudag. Það er stundum kvartað yfir því að koma vestur í einn leik, en þessi tvö lið vita hvað þarf til að ferðast og kippa sér ekkert upp við það.

 

Við vitum að gamli gjaldkeri okkar Gunnar Pétur Garðarson verður á leiknum og biðjum við hann að vera okkur hliðhollur þrátt fyrir að vera búinn að breyta um lögheimili.

 

Áfram KFÍ

Nánar

KFÍ og Flugfélag Íslands áfram saman á ferð og flugi

Körfubolti | 30.11.2011
Hér eru tveir kappar í góðum degi saman þeir Arnór Jónatansson frá FÍ og Sævar Óskarsson frá KFÍ
Hér eru tveir kappar í góðum degi saman þeir Arnór Jónatansson frá FÍ og Sævar Óskarsson frá KFÍ

KFÍ og Flugfélag Íslands gerðu með sér áframhaldandi samning sem er til þriggja ára eða til ársins 2014 og er gríðarlega mikilvægur fyrir félagið. Það er mikil gleði hjá báðum aðilum og hefur samstarf félaganna tveggja verið afar farsælt í mörg ár. Við þökkum Flugfélagi Íslands kærlega fyrir og minnir aðdáendur okkar jafnframt á  "Velkomin um borð"  skotið vinsæla sem er á öllum heimaleikjum hjá meistaraflokkum félagisins, en þá fá tveir heppnir áhorfendur tækifæri á að "skjóta" sig í flug með Flugfélaginu.

 

Áfram KFÍ og Flugfélags Íslands

Nánar

KFÍ og BÍ/Bolungarvík í samstarf. "Vinnum saman"

Körfubolti | 29.11.2011
Ásgeir Guðbjartsson og Eyþór Jóvinsson eru hér ásamt fulltrúum KFÍ og BÍ/Bolungarvík Guðna Ó. Guðnasyni og Samúel Samúelssyni. Mynd. Benedikt Hermansson
Ásgeir Guðbjartsson og Eyþór Jóvinsson eru hér ásamt fulltrúum KFÍ og BÍ/Bolungarvík Guðna Ó. Guðnasyni og Samúel Samúelssyni. Mynd. Benedikt Hermansson

Í hálfleik í leik KFÍ-Breiðabliks var skrifað undir við fyrstu tvo korthafa stuðningmannakorts "Vinnum saman" sem er samstarf sem KFÍ og BÍ/Bolungarvík settu á koppinn. Þetta samstarf snýst um að selja stuðningmannakost sem gildir á alla leiki meistaraflokka félaganna og veitir korthöfum bæði forgang að ýmsu s.s. kaffiveitingum og forkynningum á liðunum fyrir leiki frá þjálfurum félaganna og ýmsum góðum afsláttum frá fyrirtækjum í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og frá Sólsteinum sem er alliða steinsmiðja og hefur verið dyggur stuðningaðili beggja félaganna.

 

Þetta er stór áfangi hjá þessum félögum og er byrjun á meira og betra samstarfi í náinni framtíð.

 

Það voru þeir Ásgeir Guðbjartsson "Geiri á Guggunni" og Eyþór Jóvinsson sem fengu kort númer 1. og 2. Eyþóri finnst það ekki leiðinlegt að vera næstur á eftir stórhöfðingja sem Geiri er og brosti út í eitt. Þess má geta að Eyþór æfði körfubolta undir handleiðslu Guðna Ó. Guðnasonar og lét ekki stoppa sig að búa á Flateyri. Hann sótti æfingar af ákefð og alúð og er annálaður áhugamaður um íþróttir eins og Geiri sem hefur stutt dygglilega við íþróttir og félagsmál í áratugi. Við bjóðum þá hjartanlega velkomna í þennan klúbb og er von okkar að karfan og fótboltinn muni áfram vera til fyrirmyndar.

 

Við hvetjum alla að kynna sér ágæti kortsins sem mun veita þeim sem það eiga góða aflætti frá mörgum fyrirtækjum og styðja við starf félaganna í leiðinni. Þetta er tímamótasamningur á milli KFÍ og BÍ/Bolungarvíkur og er mikil tilhlökkun hjá öllum þeim sem að þessu standa.

 

Áfram KFÍ og BÍ/Bolungarvík

Nánar

7. flokkur drengja - Fjölliðamót á Ísafirði

Körfubolti | 29.11.2011

Strákarnir okkar í 7. flokki léku 3 leiki í fjölliðamóti sem fram fór hér á Ísafirði um helgina.  Allir töpuðust leikirnir en framfarir greinilegar hjá strákunum.  Nánar um leikina hér í meira:

Nánar

Mikið að gerast hjá KFÍ á helginni

Körfubolti | 26.11.2011
"Ísdrottningarnar" stóðu sig vel á Íslandsmótinu eins og strákarnir.

Mikið var að gerast hjá KFÍ um helgina.Á föstudagskvöldið byrjaði körfuhelgin hjá okkur með sigri á Breiðablik 110-103 hjá meistaraflokk karla og er sagt frá þeim leik neðar á síðunni.

Nánar