Fréttir - Körfubolti

Nemanja valinn bestur á lokahófi

Körfubolti | 19.05.2019
Allir verðlaunahafarnir saman ásamt Yngva þjálfara og Ingólfi formanni.
Allir verðlaunahafarnir saman ásamt Yngva þjálfara og Ingólfi formanni.
1 af 10

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Vestra var haldið í beinu framhaldi af aðalfundi deildarinnar þann 24. apríl síðastliðinn. Að þessu sinni var sú nýbreytni viðhöfð að elstu iðkendum deildarinnar í yngri flokkum, frá 9. flokki upp í drengja- og stúlknaflokk, var jafnframt boðið til hófsins.

Nánar

Uppskeruhátíð yngri flokka körfunnar

Körfubolti | 17.05.2019

Hin árlega uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar Vestra fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi á mánudag frá 17:30-19:30. Að venju verður slegið upp almennilegri pylsuveislu samhliða því sem þjálfarar veita öllum börnum viðurkenningarskjöl og gera veturinn stuttlega upp. Við hvetjum alla iðkendur körfunnar og aðstandendur þeirra til að fjölmenna og fagna saman eftir góðan körfuboltavetur.

Nánar

Fundur um meistaraflokk kvenna

Körfubolti | 15.05.2019
Stór hópur stúlkna á aldrinum 15-17 ára æfa körfubolta með Vestra. Þessi glæsilegi hópur er grunnur sem deildinn hyggst byggja á til að setja á fót meistaraflokk kvenna á ný.
Stór hópur stúlkna á aldrinum 15-17 ára æfa körfubolta með Vestra. Þessi glæsilegi hópur er grunnur sem deildinn hyggst byggja á til að setja á fót meistaraflokk kvenna á ný.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra ásamt barna- og unglingaráði deildarinnar boða til fundar um meistaraflokk kvenna. Fundurinn fer fram í félagsheimili Vestra (Vallarhúsinu), fimmtudaginn 16. maí kl. 18:00. Það er sérstaklega mikilvægt að allir þeir sem áhuga hafa á verkefninu mæti til fundarins og á það bæði við um iðkendur og foreldra en ekki síður aðra áhugasama um verkefnið.

Nánar

Yngvi á förum frá Vestra

Körfubolti | 14.05.2019
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra og Yngvi Páll Gunnlaugsson, fráfarandi yfirþjálfari Kkd. Vestra, stilltu sér upp í góðviðrinu á Ísafirði í dag eftir að hafa náð samkomulagi um starfslok Yngva. Eftirsjá er af Yngva, sem hefur stýrt faglegu starfi félagsins síðastliðin þrjú ár.
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra og Yngvi Páll Gunnlaugsson, fráfarandi yfirþjálfari Kkd. Vestra, stilltu sér upp í góðviðrinu á Ísafirði í dag eftir að hafa náð samkomulagi um starfslok Yngva. Eftirsjá er af Yngva, sem hefur stýrt faglegu starfi félagsins síðastliðin þrjú ár.

Yngvi Páll Gunnlaugsson, yfirþjálfari Körfuknattleiksdeildar Vestra, hefur ákveðið að láta af störfum hjá deildinni og hafa hann og stjórn félagsins náð góðu samkomulagi þar um. Yngvi mun áfram gegna starfinu fram eftir sumri eða þar til nýr þjálfari kemur til starfa. Ástæður brotthvarfs Yngva frá félaginu eru breyttir fjölskylduhagir en hann stefnir suður á höfuðborgarsvæðið með fjölskyldu sína með haustinu.

Nánar

Vel heppnað lokamót þeirra yngstu

Körfubolti | 01.05.2019
Eldri hópurinn (3.-6.bekkur) sem keppti á Húsasmiðjumótinu 2019.
Eldri hópurinn (3.-6.bekkur) sem keppti á Húsasmiðjumótinu 2019.
1 af 2

Það var svo sannarlega mikið stuð á körfuboltamóti yngstu iðkendanna í Kkd. sem fram fór í íþróttahúsinu Torfnesi á mánudag. Þetta síðasta innanfélagsmót vetrarins er kennt við Húsasmiðjuna, sem er einn af styrktaraðilum körfunnar, en einnig lagði N1 mótshöldurðum lið að þessu sinni. Yngstu aldurshóparnir eru nú farnir í sumarfrí frá hefðbundnum vetraræfingum þótt margt skemmtilegt eigi þó eftir að dúkka upp þegar líður á sumarið.

Nánar

Húsasmiðjumótið í dag

Körfubolti | 29.04.2019
Hið skemmtilega Húsasmiðjumót fer fram á Torfnesi í dag, mánudag.
Hið skemmtilega Húsasmiðjumót fer fram á Torfnesi í dag, mánudag.

Hið árlega Húsasmiðjumót fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi í dag, en það er innanfélagsmót Kkd. Vestra og Húsasmiðjunnar, ætlað krökkum í 1.-6. bekk. Allir kátir krakkar á þessum aldri eru velkomnir en um er að ræða hraðmót þar sem stigin eru ekki talin og fara allir heim með smáræðis sumarglaðning í boði N1.

Nánar

Konur í meirihluta stjórnar körfunnar

Körfubolti | 26.04.2019
Nýkjörin stjórn og varamaður Kkd. Vestra: Harpa Guðmundsdóttir, Ingi Björn Guðnason, Birna Lárusdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Helga Salóme Ingimarsdóttir og Gunnlaugur Gunnlaugsson, varamaður.
Nýkjörin stjórn og varamaður Kkd. Vestra: Harpa Guðmundsdóttir, Ingi Björn Guðnason, Birna Lárusdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Helga Salóme Ingimarsdóttir og Gunnlaugur Gunnlaugsson, varamaður.

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra var haldinn í Vinnuverinu á Ísafirði síðasta vetrardag, 24. apríl. Kosið var í stjórn og er hún að mestu skipuð fulltrúum sem hafa setið um nokkra hríð í stjórn deildarinnar. Konur eru nú í fyrsta sinn meirihluti stjórnar Kkd. Vestra.

Nánar

Vestri sigraði Scania Cup

Körfubolti | 22.04.2019
Sigurreifir Vestramenn eftir verðlaunaafhendingu!
Sigurreifir Vestramenn eftir verðlaunaafhendingu!
1 af 4

Drengjaflokkur Vestra sigraði í dag hið sterka Scania Cup mót í Svíþjóð í sínum aldursflokki eftir frækilegan sigur á norska liðinu Ulriken Eagles 58-60.

Nánar

Vestri á Scania Cup

Körfubolti | 19.04.2019
Sameiginlegt lið Vestra og Snæfells á Scania Cup 2019. Nebojsa Knezevic er þjálfari liðsins en honum til aðstoðar er Hallgrímur Kjartansson.
Sameiginlegt lið Vestra og Snæfells á Scania Cup 2019. Nebojsa Knezevic er þjálfari liðsins en honum til aðstoðar er Hallgrímur Kjartansson.

Í dag hófu liðsmenn úr drengjaflokki Kkd. Vestra keppni á Scania Cup mótinu, sem fram fer í Södertalje í Svíþjóð um páskahelgina. Tveir leikir voru á dagskrá Vestramanna á fyrsta degi mótsins og vannst stór og góður sigur á finnska liðinu Rauma Basket, 102-33, en hinir sænsku AIK Basket komu sterkari til leiks og lönduðu sigri, 74-53.

Nánar

Uppskeruhátíð Krílakörfunnar

Körfubolti | 18.04.2019
Krakkarnir með Dagnýju og Dagbjörtu eftir afhendingu viðurkenningarskjalanna.
Krakkarnir með Dagnýju og Dagbjörtu eftir afhendingu viðurkenningarskjalanna.
1 af 3

Í vikunni fór fram uppskeruhátíð Krílakörfu Vestra en það eru börn sem fædd eru 2013 og 2014. Á bilinu 10-15 krakkar hafa mætt samviskusamlega á æfingar í allan vetur undir stjórn Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, þjálfara og Dagbjartar Óskar Jóhannsdóttur aðstoðarþjálfara.

Nánar