Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2019 verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl. Fundurinn fer fram í Vinnuveri, Suðurgötu 9 á Ísafirði og hefst kl. 17:00.
NánarElstu liðsmenn yngri flokka Kkd. Vestra eru svo sannarlega ekki komnir í páskafrí því samtals eru sjö heimaleikir framundan fyrir páska, jafnt hjá stúlkum sem drengjum. Það er því sannkölluð körfuboltaveisla framundan næstu daga hjá yngri flokkunum.
NánarFlaggskip Vestra lék lokaleik sinn í 3. deildinni í gær á Hvammstanga á móti heimamönnum í Kormáki.
NánarKörfuknattleiksdeild Vestra mun eiga fimm liðsmenn í yngri landsliðum Íslands á komandi sumri en í dag tilkynnti Körfuknattleikssamband Íslands um val þjálfara í lokahópa U16 og U18 landsliðanna. Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir voru valdir í 12 manna hóp U18 karla en þar eru þeir á yngra ári. Helena Haraldsdóttir var valin í 12 manna hóp í U16 kvenna og Friðrik Heiðar Vignisson komst í 12 manna hóp U16 karla. Áður hafði verið tilkynnt um að Gréta Proppé yrði í 18 manna hóp U15 kvenna í sumar.
NánarVestri mætir Fjölni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta á heimavelli, í kvöld þriðjudaginn 26. mars kl. 19:15. Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi en þar sem flug féll niður síðdegis þurfti að fresta um sólarhring. Fjölnismenn og dómarar koma akandi í dag og því er tryggt að leikurinn fer fram.
NánarFyrsti leikurinn í úrslitakeppni 1. deilar karla í körfubolta fer fram í dag. Andstæðingur okkar í undanúrslitum er Fjölnir í Grafarvogi. Leikur kvöldsins fer fram á heimavelli Fjölnis, Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum í Reykjavík kl. og hefst 18:00. Fyrsti heimaleikur viðureignarinnar er svo á mánudaginn kemur, 25. mars, á Jakanum og hefst leikurinn á hefðbundnum tíma kl. 19:15.
NánarFulltrúar frá Körfuknattleiksdeild Vestra sóttu þingi Körfuknattleikssambands Íslands síðastliðinn laugardag en þingið er haldið á tveggja ára fresti. Segja má að Ísfirðingar hafi verið nokkuð áberandi á þinginu. Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra var sæmdur silfurmerki KKÍ og Birna Lárusdóttir var kjörin í stjórn sambandsins.
NánarFlaggskip Vestra vann sinn annan sigur í röð er það lagði Pance Ilievski og lærisveina hans í ÍR-b í 3. deild karla í dag.
NánarGréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Vestra, hefur verið valin í U15 kvennalandslið Íslands í körfuknattleik. Alls urðu 18 stúlkur fyrir valinu en íslensku stúlkurnar keppa í tveimur níu manna liðum á Copenhagen Invitational mótinu, sem fram fer í Danmörku dagana 20.-23. júní n.k. Drengir keppa einnig í tveimur níu manna liðum en Vestri á ekki fulltrúa í þeim hópi í ár.
NánarOrkubú Vestfjarða og Körfuknattleiksdeild Vestra hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli um stuðning OV við starf deildarinnar, jafnt í yngri flokkum sem í meistaraflokki. Elías Jónatansson, orkubússtjóri, og Ingólfur Þorleifsson, formaður stjórnar Kkd. Vestra, undirrituðu samninginn fyrir heimaleik meistaraflokks karla Vestra og Hamars, sem fram fór í íþróttahúsinu Torfnesi síðastliðið föstudagskvöld.
Nánar