Flaggskipið, B-lið meistaraflokks karla, mætti liði Grundarfjarðar í 3. deild karla í gær í Bolungarvík.
NánarÞað er mikið um að vera í körfuboltanum um helgina. Í dag kl. 11:00 mætast drengjaflokkar Vestra og Keflavíkur á Torfnesi. Á Þingeyri hefst svo fjölliðamót í C-riðli hjá 9. flokki drengja þar sem Vestra strákar mæta Grindavík, ÍA og Þór Akureyri. Klukkan 18:00 mætir Flaggskipið, B-lið Vestra svo Grundfirðingum í 3. deild karla. Á sunnudag mætir svo stúlknaflokkur Vestra Haukum í Bolungarvík kl. 16:00.
NánarVestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði í síðasta heimaleik liðsins fyrir úrslitakeppnina á morgun föstudaginn 8. mars. Liðin tvö hafa bæði tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en eru enn í harðri baráttu um heimavallaréttinn í undanúrslitum.
NánarTæplega 50 ungir iðkendur Körfuknattleiksdeildar Vestra eru á leið á Nettómótið stóra í Reykjanesbæ sem fram fer um helgina. Mótið er ætlað börnum í 1.-5. bekk og er nú haldið í 29. sinn.
NánarLeik Vestra og Fjölnis sem fram átti að fara á föstudag hefur verið frestað til mánudagsins 11. febrúar kl. 19:15. Allir á Jakann!
NánarVestri tekur á móti Fjölni á Jakanum, föstudaginn 8. febrúar kl. 19:15. Bæði lið eru í harðri baráttu í efri hluta deildarinnar. Fjölnir er í öðru sæti með 22 stig en Vestri í því fjórða með 18 stig. Þetta er því mikilvægur leikur sem gæti haft áhrif á heimavallarréttinn í úrslitakeppninni.
NánarÞjálfarar U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna hafa valið 16 manna æfingahópa fyrir sumarið 2019. Vestri á fjóra fulltrúa í hópunum, Friðrik Heiðar Vignisson og Helenu Haraldsdóttur í U16 og bræðurna Hilmi og Huga Hallgrímssyni í U18.
NánarUm 80 börn mættu til leiks á Hamraborgarmótið, sem meistaraflokkur karla Kkd. Vestra og Hamraborg stóðu fyrir á Torfnesi á mánudag. Er þetta fjölmennasta innanfélagsmótið í körfu sem haldið hefur verið um langt skeið. Fjöldi foreldra fylgdist einnig með á hliðarlínunni. Mótið var ætlað börnum í 1.-6. bekk grunnskóla.
NánarMeistaraflokkur Vestra tekur á móti Snæfelli í 1. deild karla hér heima á Jakanum næstkomandi föstudag, 1. febrúar kl. 19:15.
NánarÞrír elstu stúlknahópar Vestra lögðu land undir fót um síðastliðna helgi. Sjöundi flokkur stúlkna lék í B-riðli Íslandsmótsins sem fram fór í Þorlákshöfn, stúlknaflokkur mætti FSu á Selfossi á sunnudag og 10. flokkur mætti Snæfelli í Stykkishólmi á sama tíma.
Nánar