Núr maður er kominn í stað Matt Zowa. Sá heitir Igor Tratnik 20 ára gamall og er 207 cm á hæð. Hann hefur verið í unglingalandsliðsverkefnum í Slóveníu og kemur frá 1. deildar liði Postojna þar í landi. Þar var hann með 8 stig, 6, 2 fráköst. Við bjóðum hann velkominn í hópinn og má geta þess að hann og Denis voru að fá leikheimild og geta því spilað með í kvöld gegn Þór frá Akureyri.
NánarÞá er sá mæti piltur Hlynur Hreinsson kominn með leikheimild og fannst okkur á kfi.is vert að setja hann hér á síðuna aftur í KFÍ litunum. Velkominn enn og aftur :)
NánarKFÍ hefur borist liðsstyrkur. Drengur sá er um um ræðir heitir Denis Hvalek, 24 ára, er 193 cm frá Slóveníu. Hann lék síðast í Quatar í efstu deild og var með 17,3 stig að meðaltali í leik og 5,1 stoðsendingu í 15 leikjum. Við bjóðum hann innilega velkominn í KFÍ !
NánarMiðherji KFÍ Matt Zowa sem spilað hefur með góðum árangri ákvað að reyna fyrir sér í efri deildum í Póllandi og mun því ekki spila með liðinu það sem eftir líður tímabilinu. Við kveðjum fínan dreng og vonum að honum gangi vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
Nánar