Fréttir - Körfubolti

Baráttusigur gegn Þór Akureyri

Körfubolti | 08.01.2010
Gaman, Saman !!!
Gaman, Saman !!!
Það voru þreyttir drengir sem stigu inn í íþróttahús Síðuskóla á Akureyri og leikurinn ekki hafinn ! Ástæða þess var glerhálka var meirihluta leiðarinnar og lappirnar steinsofandi. Við mættum með gjörbreytt lið að hluta þar sem Matt hinn stóri er farinn á vit ævintýranna í Póllandi og í hans stað kominn tvítugur drengur frá Slóveníu Igor Tratnik
Nánar

KFÍ liðið klárt fyrir seinni hluta móts

Körfubolti | 08.01.2010
Lið KFÍ 2010
Lið KFÍ 2010
Þá er lið KFÍ klárt fyrir átök seinni hluta móts. Þrír menn hafa bæst við lið KFÍ. Nú rétt eftir áramót kom Hlynur Hreinsson til okkar og er mikill styrkur í dreng. Hann verður í miklu hlutverki hjá drengja og meistaraflokk og ætlar sér að vinna sér fast sæti þar.
Og okkar var að berast í hús leikheimild fyrir þá Igor og Denis. Það var ekki auðvelt að lenda því enda varð að berast LOC frá Quatar og Slóveníu og má að gamni setja inn að vinnuvikan í Quatar er þannig að á föstudögum er allt lokað, en svo byrjar vikan á laugardegi þegar allt er lokað hér heima :)
En allt er gott sem endar vel og allt klárt fyrir leikinn í kvöld. Hérna fyrir ofan er mynd af liðinu eins það er nú eftir áramót.

Áfram KFÍ. Nánar

Igor Tratnik í raðir KFÍ

Körfubolti | 08.01.2010
Þeir félaga eru kátir í KFÍ :)
Þeir félaga eru kátir í KFÍ :)

Núr maður er kominn í stað Matt Zowa. Sá heitir Igor Tratnik 20 ára gamall og er 207 cm á hæð. Hann hefur verið í unglingalandsliðsverkefnum í Slóveníu og kemur frá 1. deildar liði Postojna þar í landi. Þar var hann með 8 stig, 6, 2 fráköst. Við bjóðum hann velkominn í hópinn og má geta þess að hann og Denis voru að fá leikheimild og geta því spilað með í kvöld gegn Þór frá Akureyri.

Nánar

Hlynur kominn með leikheimild

Körfubolti | 08.01.2010
Hlynur í KFÍ búning
Hlynur í KFÍ búning

Þá er sá mæti piltur Hlynur Hreinsson kominn með leikheimild og fannst okkur á kfi.is vert að setja hann hér á síðuna aftur í KFÍ litunum. Velkominn enn og aftur :)

Nánar

KFÍ fær liðsstyrk

Körfubolti | 07.01.2010
Denis er lentur
Denis er lentur

KFÍ hefur borist liðsstyrkur. Drengur sá er um um ræðir heitir Denis Hvalek, 24 ára, er 193 cm frá Slóveníu. Hann lék síðast í Quatar í efstu deild og var með 17,3 stig að meðaltali í leik og 5,1 stoðsendingu í 15 leikjum. Við bjóðum hann innilega velkominn í KFÍ !

Nánar

Matt Zowa kveður KFÍ

Körfubolti | 07.01.2010
Matt er á leið í efri deild í Póllandi
Matt er á leið í efri deild í Póllandi

Miðherji KFÍ Matt Zowa sem spilað hefur með góðum árangri ákvað að reyna fyrir sér í efri deildum í Póllandi og mun því ekki spila með liðinu það sem eftir líður tímabilinu. Við kveðjum fínan dreng og vonum að honum gangi vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Nánar

Fyrsti leikur á nýju ári á Akureyri

Körfubolti | 07.01.2010
Craig er tilbúinn
Craig er tilbúinn
Jæja gott fólk þá byrjar fjörið aftur eftir langt frí. Fyrsti leikur á nýju ári er gegn Þór frá Akureyri annað kvöld og hefst leikurinn kl.19.15 og fer hann fram í Síðuskóla. Þórsarar hafa styrkst frá því við spiluðum gegn þeim fyrr í haust og eru þeir Óðinn Ásgeirsson og Hrafn Jóhannesson byrjaðir aftur sem er gaman fyrir körfuna.
Þetta eru góðir körfuboltamenn og verður alveg örugglega erfiður leikur framundan hjá okkar mönnum. Við munum koma með fréttir af leiknum eins fljótt og við getum, en bendum óþólinmóðum stuðningsmönnum KFÍ að hægt er að fylgjast með tölfræðinni frá leiknum jafnóðum og eitthvað er að gerast á þessum link hér þegar leikurinn hefst http://kki.is/widgets_home.asp Nánar

KFÍ býður Hlyn Hreinsson og Hrein Þorkelsson velkomna.

Körfubolti | 03.01.2010

Hinn ungi og efnilegi Hlynur Hreinsson sem hefur spilað fyrir Snæfell í Stykkishólmi er kominn á Jakann og fór á sína fyrsu æfingu í dag. Hlynur sem er bakvörður er einn af strákunum sem var í æfingabúðum KFÍ s.l. sumar og vorum við hrifin af piltinum. Hann er 17 ára og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og er góð viðbót við KFÍ.

Þess má geta hér að faðir Hlyns, Hreinn Þorkelsson er fluttur vestur og er við störf í Menntaskólanum á Ísafirði. Það er því tvöföld gleði hjá félaginu og eru þeir feðgar hér með boðnir hjartanlega velkomnir í KFÍ fjölskylduna :)

Nánar

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir gamalt og gott :)

Körfubolti | 03.01.2010
Gleðilegt nýtt ár
Gleðilegt nýtt ár
Körfuboltafélag Ísafjarðar óskar öllum landsmönnum sem og þeim sem lengra eru gleðilegs nýs árs og þakkar öllum fyrir árið sem liðið er. Það er von okkar að allar óskir verði uppfylltar, en ekki gleyma því að til þess að svo verði þarf dugnað og áræðni. Og um fram allt jákvæðni !!

KFÍ basketball club wishes all a very happy new year and we want to thank all for a great  basketball year. May all your wishes come true.
  Nánar

GLEÐILEG JÓL

Körfubolti | 25.12.2009
Jólin 2009. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Jólin 2009. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
KFÍ fjölskyldan vill bjóða öllum gleiðilegra jóla og hafið það sem allra best í faðmi fjölskyldna og vina Nánar