Fréttir - Körfubolti

8. flokkur - Foreldrafundur

Körfubolti | 09.11.2009
8. flokkur stúlkna frá síðasta móti
8. flokkur stúlkna frá síðasta móti
Foreldrafundur verður í dag kl. 18.00 að Torfnesi vegna fyrirhugaðra keppnisferða 8. flokks stúlkna og 8. flokks drengja um næstu helgi.

Nánar

KFÍ áfram í Subway bikarnum

Körfubolti | 07.11.2009
KFÍ sýndu klærnar
KFÍ sýndu klærnar
1 af 3
Strákarnir kláruðu skylduverkefni sitt gegn Heklu í Subway bikarnum lokatölur 64-98 (32-34).  Leikmenn okkar voru hálfsofandi í fyrri hálfleik og voru eigninlega á því að þeir þyrftu ekki að hafa fyrir hlutunum.  Þannig hugsunarháttur er ekki líklegur til mikilla afreka.  Í seinni hálfleik skildi á milli liðanna og eftir þriðja leikhluta var staðan komin í 46-65.  Vörnin var orðin þétt.  Í fjórða leikhluta var enn bætt í og öruggur 34 stiga sigur í höfn! Nánar

Fjölliðamót hjá strákunum í 11 flokk í Bolungarvík.

Körfubolti | 05.11.2009
Keppt verður í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík
Keppt verður í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík
11 drengja sem stóð sig svo vel um síðustu helgi mun keppa næstu leiki á Íslandsmóti KKÍ hér heima og munum við leika leikina í Bolungarvík helgina 14-15 nóvember. Það verður fjör í víkinni þessa helgi en fjögur lið munu koma að sunnan til keppni. Það eru lið FSU, Fjölnis, Borgarnes og ÍA. Það eru einmitt þeir "tvíburar" Óskar Kristjánsson og Guðmundur Guðmundsson sem eru frá Bolungarvík og verður gaman fyrir alla þar að fjölmenna og hvetja þá og þeirra félaga áfram.
Nánari skil verða gerð á tímasetningum mótsins í næstu viku. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010 - Tilkynning

Körfubolti | 05.11.2009
Körfubotlabúðir KFÍ 2009 - Hópmynd
Körfubotlabúðir KFÍ 2009 - Hópmynd
1 af 11
Eins og flestum er vel kunnugt, stóð KFÍ fyrir æfingabúðum í sumar.  Þær tókust einstaklega vel og stóðu fyllilega undir væntingum allra sem að komu, hvort sem það voru þjálfarar, leikmenn eða aðstandendur.  Eitt var gagnrýnt helst og það réttilega, fyrirvarinn var helst til skammur.  Þessu ætlum við að bæta úr fyrir næsta ár og tilkynnum hér með að KFÍ hefur í hyggju að halda sambærilegar æfingabúðir fyrir krakka alls staðar að af landinu. Nánar

Fjör hjá "púkunum"

Körfubolti | 04.11.2009
Flottur hópur hjá KFÍ. Mynd: Málfríður Arna Helgadóttir
Flottur hópur hjá KFÍ. Mynd: Málfríður Arna Helgadóttir
Það er óhætt að fullyrða að púkarnir okkar hafi verið spenntir þegar lagt var á stað í fyrsta mótið þeirra. Áfangastaðurinn var Grafarvogurinn og verkefnið "Hópabílamót Fjölnis". Nánar

Dregið í bikarkeppni yngri flokka og KFÍ er með heimaleiki í öllum flokkum.

Körfubolti | 04.11.2009
Thelma er hér á mynd. Mynd kki.is
Thelma er hér á mynd. Mynd kki.is

Í dag var dregið í 16-liða úrslit bikarkeppni yngri flokka á skrifstofu KKÍ og það var landsliðskonan og leikmaður Hauka, Telma Björk Fjalarsdóttir sem mætti og sá um að allt færi sem best fram og sá um að draga.

Óhætt er að segja að fingurfimi Telmu hafi reynst okkur vel því að við fengum heimaleiki í öllum þrem flokkunum.

Drengjadlokkur keppir gegn ÍA, 11. flokkur drengja keppir gegn Haukum og 10.flokkur stúlkna fær Kormák í heimsókn.

Þessir leikir fara fram núna í nóvember og verður nánar sagt frá leikdögum þegar það kemur í ljós. 

Nánar

10. flokkur stúlkna - Öruggur sigur gegn Breiðablik

Körfubolti | 03.11.2009
10. flokkur stúlkna
10. flokkur stúlkna
Stúlkurnar okkar í 10. flokki tóku á móti Breiðablik á sunnudaginn var og unnu öruggan sigur 55-31. Nánar

Drengjaflokkur - Tap gegn Val í fjórframlengdum leik

Körfubolti | 02.11.2009
Leó barðist vel í þessum leik eins og allir KFÍ drengirnir.
Leó barðist vel í þessum leik eins og allir KFÍ drengirnir.
1 af 7
Það vantaði ekki dramatíkina í leik KFÍ og Vals í drengjaflokki.  Fjórar framlengingar og verulega seinkun á flugi til Ísafjarðar þurfti til að fá fram úrslit en því miður töpuðu okkar piltar þrátt fyrir fjölmörg dauðafæri.  Þessi leikur fer í reynslubankann hjá piltunum þannig að ljóst er að við tökum næstu framlengingu sem við lendum í. Nánar

Fullt hús hjá 11. flokk

Körfubolti | 01.11.2009
KFÍ menn tilbúnir í uppkast!
KFÍ menn tilbúnir í uppkast!
1 af 4
Rétt í þessu var að ljúka þriðja og síðasta leik 11. flokks í þessari risaferð. Um er að ræða hörkuslag gegn FSu og voru lokatölur 58-56. Þetta var þriðji sigur flokksins og halda þeir sér glæsilega uppi í B riðli. Nánari fréttir þegar heim er komið. Allir biðja að heilsa.

KFÍ out Nánar

Tap hjá drengjaflokk

Körfubolti | 31.10.2009
Strákarnir eru að taka miklum framförum. Mynd Sigga Leifs
Strákarnir eru að taka miklum framförum. Mynd Sigga Leifs
1 af 2
Drengjaflokkur KFÍ tapaði nú fyrir stundu leik sínum gegn hávöxnu liði Skallagrím/Snæfells, 81-67. Stigahæstir hjá KFÍ voru þeir Florian Jovanov með 23 stig og Stefán Diego Garcia með 11 stig. Nánar