Um nýliðna helgi fóru Stelpubúðir Helenu Sverris og Hauka fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Búðirnar eru ætlaðar stelpum á aldrinum 8-15 ára og hafa aldrei verið fjölmennari en ríflega hundrað stelpur voru skráðar til leiks. Iðkendur úr Kkd. Vestra létu ekki sitt eftir liggja en 11 Vestrastelpur tóku þátt í búðunum og voru þær því um einn tíundi af öllum þátttakendum.
NánarMánudaginn 8. ágúst hefst síðara körfuboltanámskeiðið sem Vestri stendur fyrir í sumar. Það er ætlað yngstu iðkendum félagsins og öðrum áhugasömum sem fæddir eru 2007-2010.
NánarÞað er óhætt að segja að heimsókn landsliðsmannanna Harðar Axels Vilhjálmssonar og Hauks Helga Pálssonar í gær hafi tekist vel. Hátt í 40 krakkar úr Körfuknattleiksdeild Vestra mættu til leiks og höfðu félagarnir á orði að heimsóknin til Ísafjarðar væri með þeim bestu sem þeir hefðu farið í í tengslum við Körfuboltasumarið 2016.
NánarLandsliðsmennirnir Hörður Axel Vilhjálmsson og Haukur Helgi Pálsson heimsækja Ísafjörð á þriðjudaginn kemur og er heimsóknin liður í hinu skemmtilega átaki KKÍ sem nefnist Körfuboltasumarið 2016.
NánarKörfuknattleiksdeild Vestra mun í fyrsta sinn í sumar bjóða uppá sumarnámskeið í körfubolta í íþróttahúsinu á Torfnesi fyrir yngstu iðkendur félagsins og áhugasama nýliða.
NánarKörfuboltabúðum KFÍ árið 2016 lauk síðastliðinn sunnudag, þann 5. júní. Þetta voru áttundu búðirnar sem KFÍ stendur fyrir og þær fjölmennustu til þessa en alls voru iðkenndur 145 talsins sem er nærri 50% aukning frá síðasta ári.
NánarLeikmaðurinn Adam Smári Ólafsson er genginn til liðs við Vestra. Adam Smári er tveggja metra miðherji, hann hóf körfuknattleiksiðkun í Val en fór eftir tvo vetur til KR þar sem hann lék í yngri flokkum þar til hann skipti yfir til FSu fyrir tveimur árum. Adam Smári lék 5 leiki með FSu í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var í silfurliði FSu í unglingaflokki árið 2016, hann á einnig að baki 5 leiki með yngri landsliðum.
NánarÁttundu Körfuboltabúðir KFÍ, og þær stærstu frá upphafi, verða settar á þriðjudagskvöldið kemur, 31. maí. Von er á ríflega 140 iðkendum til Ísafjarðar á aldrinum 10-16 ára, og koma krakkarnir víðsvegar að af landinu.
NánarSíðastliðinn föstudag, þann 20. maí, skrifuðu þeir Hinrik Guðbjartsson og Nökkvi Harðarson undir samninga við körfuknattleiksdeild Vestra. Báðir eru þeir félagar uppaldir í Grindavík og urðu Íslandsmeistarar með unglingaflokki félagssins fyrr í þessum mánuði.
NánarSíðastliðinn fimmtudag, þann 12. maí, var söguleg stund í körfuboltalífinu á norðanverðum Vestfjörðum. Þá var haldinn síðasti aðalfundur Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar sem jafnframt var fyrsti aðalfundur körfuknattleiksdeildar Vestra.
Nánar