Um helgina kepptu stúlkurnar í 7. Flokki á síðasta móti vetrarins í C-riðli Íslansmótsins. Stelpurnar fengu þann heiður að vera síðasta liðið til að spila undir merkjum KFÍ en á næsta keppnistímabili verður leikið undir merkjum Vestra. Keppt var í Rimaskóla í Grafarvogi og áttu stelpunar tvo leiki á laugardegi og tvo á sunnudegi.
NánarHelgina 30. apríl til 1. maí tók 8. flokkur drengja þátt í lokaumferð A-riðils í Íslandsmóti KKÍ sem haldin var í Dalhúsum í Grafarvogi. Mótherjarnir voru Fjölnir, Valur, Keflavík og KR og var nokkur spenna í loftinu því vitað var að það lið sem stæði uppi sem sigurvegari í riðlinum myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum.
NánarStúlkurnar í 8. flokki KFÍ (Vestra) luku keppni í C- riðli fimmtu og síðustu umferðar Íslandsmótsins um síðustu helgi. Þær eru nær allar nýliðar í körfubolta en hafa tekið stórstígum framförum á stuttum tíma og eru reynslunni ríkari eftir viðburðarríkan vetur.
NánarUppskeruhátíð yngri flokka KFÍ (Vestra) fór fram á Torfnesi í gær og muna elstu menn varla eftir öðru eins fjölmenni á sambærilegum hátíðum félagsins. Þetta var jafnframt síðasta uppskeruhátíðin undir hinu gamalgróna nafni Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar og við tekur nafn okkar nýja fjölgreinafélags, Vestri.
NánarAðalfundur KFÍ 2016 verður haldinn fimmtudaginn 12. maí. Fundurinn fer fram í fundarsal Þróunarseturs (Háskólaseturs), Suðurgötu 12, Ísafirði og hefst kl 18.00.
NánarViðburðaríkt vetrarstarf yngri flokka KFÍ er senn á enda og lýkur æfingum í flestum flokkum nú um helgina.
NánarÞá er komið að stærsta leik þessa tímabils! Flaggskipið, KFÍ-B, tekur á móti Gnúpverjum í undanúrslitum 3. deildarinnar. Líkt og í 8-liða úrslitum er hér á ferðinni algjör úrslitaleikur því sigurliðið leikur til úrslita um deildarmeistaratitil 3. deildar.
NánarSíðasta mót vetrarins hjá 10. flokki drengja fór fram í Sandgerði síðustu helgi. Á dagskrá voru þrír leikir í D-riðli þar sem mótherjarnir voru Reynir Sandgerði, Höttur Egilsstöðum og Fjölnir b Reykjavík. Er skemmst frá því að segja KFÍ (Vestri) vann alla sína leiki og stóð uppi sem sigurvegari í riðlinum.
NánarKörfuboltatímabilinu er sannarlega ekki lokið! Nú hefst úrslitakeppni hjá „flaggskipinu“ b-liði KFÍ sem leikur til úrslita í 3. deild karla. Í 8 liða úrslitum tekur KFÍ-B á móti Kormáki hér heima í dag, föstudaginn 8. apríl klukkan 20:00.
NánarStjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra (KFÍ) hefur ráðið Yngva Pál Gunnlaugsson til starfa sem yfirþjálfara deildarinnar. Yngvi Páll mun þjálfa meistaraflokk karla og hafa yfirumsjón með þjálfun yngri flokka deildarinnar.
Nánar