Fréttir - Körfubolti

Allt annar bragur á leik KFÍ

Körfubolti | 18.11.2012
Mirko sýndi sitt rétta andlit í kvöld
Mirko sýndi sitt rétta andlit í kvöld

Það er greinilegt að breytingar sem gerðar voru hjá KFÍ eru jákvæðar. Bros sást hjá leikmönnum, þjálfara og stuðningsfólki okkar og heilt yfir var leikur okkar drengja miklu mun betri en sést hefur í vetur. Snæfell sýndi þó af hverju þeir eru toppliðið og kláruðu leikinn á hárrettum tíma, lokatölur 74-87.

 

Dameir Pitts er klárlega leikmaðurinn sem okkur hefur vantað. Hann er ekta leikstjórnandi og sýndi flotta takta í kvöld. Hann er þó enn á lókal tíma heima fyrir og á eftir að jafna svefn og venjur að okkar venjum. Hann skilaði þó fínum leik og var óheppinn að fá ekki meira frá dómurum í kvöld en ansi oft var stuggað við honum og slegið. En eigi síður skilaði hann 23 stigum tók 5 fráköst og var með 4 stoðsendingar.

 

Maður leiks KFÍ í kvöld var þó "gamli" maðurinn Mirko Stefán sem setti 17 stig tók 11 fráköst var með 2 stoðsendingar og stal 4 boltum. Kristján Pétur var flottur með 14 stig og 7 fráköst. Ty var með 9 stig og 10 fráköst, Jón Hrafn var með 6 stig og 6 fráköst. Hlynur Hreins setti 5 stig tók 3 fráköst var með 6 stoðsendingar og var með 2 stolna. Það flotta í kvöld var að við tókum 46 fráköst gegn 38 Snæfells og það hefur verið dragbítur á leik okkar.

 

Snæfell er með þéttan hóp af eðalmannskap og þar er varla hægt að tak einn út, en þó verður að velja Svein Arnar sem þeirra bestan, þó meðal jafningja og steig upp þegar mest þurfti. Tölfræðin er hér fyrir neðan. Það er þó víst að Snæfell r liðið til að sigra þessar vikurnar og verða erfiðir í vetur.

 

Eins og ég gat um áður er liðið að koma saman eiginlega upp á nýtt  sem liðog er þetta eru flott fyrirheit um framhaldið í vetur. Þegar Pitts og Hlynur finna taktinn með Ty og co verður gaman að sjá liðið. Það er ekki hægt að ætlast til of mikils á fyrsta sprettinum og þolinmæði er dyggð.

 

Nú er bara að byggja á þessu

 

Áfram KFÍ

 

Tölfræðin

 

 

Nánar

Topplið Snæfells í heimsókn á Jakann

Körfubolti | 17.11.2012
Damier er mættur á Jakann
Damier er mættur á Jakann

Sunnudagskvöldið 18.nóvember kemur topplið Snæfells í heimsókn á Jakann og er það liður í Lengjubikarnum. Leikurinn hefst kl.19.15.

 

Lið Snæfells trjónir á toppi Dominos deildarinnar verðskuldað og hafa einungis tapað einum leik þar. Í Lengjubikarnum eru þeir einnig á toppi B-riðils og eru með einn tapleik á bakinu.

 

 

Í liði Snæfells eru toppleikmenn í öllum stöðum. Þeirra helstu vopn er að bekkurinn er djúpur, en hér eru þeirra helstu menn

 

Asim McQueen er þeirra stigahæstu og reyndar með flest fráköst eða 17.8 stig og 9.8 fráköst

Jay Threat er leikstjórnandi þeirra og með 16.0 stig og 5.8 stoðsendingar

Nonni Mæju er ekki langt á eftir með 15.8 stig og 5.8 fráköst

Haffi Gunn er að standa sig frábærlega og er að skila 11.2 stigum

Sveinn Arnar eru búinn að vera með flott mót og er með 11.0 stig í leik

Pálmi Freyr er með 10.0 stig og bræðurnir Stefán Karel er með 7.4 og Óli Torfa með 5.4.

 

Þjálfari Snæfells er hinn flotti Ingi Þór sem er heldur betur búinn að sýna hve góður hann er með frábærum árangri beggja meistaraflokksliða Snæfells.

 

Við erum með ungt og skemmtilegt lið hjá KFÍ og ætlum að verða flottir í vetur. Það hafa verið ýmsir þröskuldar á vegi okkar en við klífum þá og tökumst á við verkefnin sem bíða okkar. Damier er mættur í leikstjórnanda hlutverkið og hann á eftir að gera góðan vetur. 

 

 

Það verður enginn svikinn af því að mæta á Jakann á sunnudag og sjá flotta pilta spila.

 

 

Áfram KFÍ

 

 

Nánar

,,að koma saman er upphafið"

Körfubolti | 17.11.2012
Svona byrjar þetta og svo höldum við saman
Svona byrjar þetta og svo höldum við saman

Það er og hefur verið lenska hér á landi að vera alltaf kominn á leik hjá sínu liði þegar vel gengur, en þegar verr gengur þá týnist fólk í burtu og fer að finna að öllu. Það er óhjákvæmilega skemmtilegra þegar vel gengur og gaman að því þegar sigrar koma í hús, en það er mikilvægast að styðja við bakið á sínu liði þegar gengið er ekki jafn gott, þá þurfa menn á hjálp að halda.

 

Íþróttafólk okkar leggur gríðarlega mikið á sig til þess að æfa og keppa fyrir sitt félag og það á að vera okkar að vera á bak við okkar fólk hvernig sem gengur. Það er marg sannað að stuðningfólk hefur mikið að segja um gengi liða og betri bakhjarl er varla hægt að hugsa sér en þann sem kallar inn á völlinn ,,koma svo" og ,,áfram KFÍ".

 

Okkar félag hefur fengið að finna fyrir misjöfnu gengi í vetur og því miður er það svo í lottói leikmanna þá koma upp atvik sem verða til þess að breytinga er þörf. Það hafa mörg önnur lið þurft að skipta úr mönnum og það varð KFÍ að gera og þetta gerir engin að gamni sínu, enda bæði kostnaðarsamt og óskemmtilegt. Við misstum einnig einn okkar drengja í erfið veikindi í hans fjölskyldu og sem félag sem rekur stefnu sem er fjölskylduvæn þá stöndum við á bak við hann algjörlega í hans málum og eigum von á honum aftur þegar hans mál eru útkljáð heima fyrir. Þeir hinir tveir sem urðu frá að hverfa frá KFÍ voru einfaldlega ekki að skila sínu hlutverki og er það miður.

 

Nú höfum við fengið þá Tyrone Bradshaw og Damier Pitts í þeirra stað auk þess sem Hlynur Hreinsson er kominn aftur. Ungu strákarnir hafa verið að stíga upp og er þar til dæmis hægt að benda á Stefán Diego sem heldur betur vann sig inn í liðið en meiddist illa og er á batavegi, Guðmundur Guðmundsson sem einnig var að finna sig, en meiddist einnig. Óskar Kristjánsson er að koma sterkari til leiks og svo erum við með pattana Hauk og Hákon klára.

 

Það segir sig sjálft að það tekur tíma að búa til lið og við fengum því miður ekki tækifæri til þess að undirbúa lið okkar sem skildi í haust vegna anna þjálfara okkar með landsliðinu. Nú kjósum við að horfa á verkefni vertrarins sem hálfleik. það eru einungis fjögur stig sem skilja að lið í fimmta sæti og það ellefta og er því allt opið í þessu móti. Þarna eru lið sem "ættu" að vera mikið mun ofar en við, en samt eru þau í botnbaráttu ? Svona er boltinn. Misjafnt er gengi liða og væntingar og árangur haldast ekki alltaf í hendur. En lið gefast ekkert upp, enda er það auðvelda leiðin út.

 

Það sem félag okkar vantar er að jákvætt fylgi og að jákvæður stuðningur komi frá fólki. Við þurfum að berjast í þessu saman og saman tökum við sigrum og tapi.  Þetta er langhlaup og stigin eru talinn í mars og það er langt í þann mánuð.

 

Komum til leiks í framhaldinu og sýnum strákunum okkar hvatningu. Það er allt of auðvelt að vera neikvæður og það er enn auðveldara að finna blóraböggla og hafa allt á hornum sér. En jákvæðni er leiðin til árangurs.

 

Áfram KFÍ.

 

 

Nánar

Damier Pitts til lið við KFÍ

Körfubolti | 16.11.2012
Welcome Mr.Pitts
Welcome Mr.Pitts

Nýr leikmaður hefur verið fenginn í stað BJ Spencer sem engan veginn var að ráða við hlutverk leikstjórnanda. Sá sem tekur við honum er leikmaður frá Marshall University og heitir kappinn Damier Pitts og spilaði hann sinn fyrsta leik ný lentur á Íslandi eftir sólarhings ferðalag. Damier komst ágætlega frá sínu og auðskilið að hann var með engin kerfi á hreinu, né þekkir leikmenn okkar.

 

En það sem sást í gær lofar góðu um framhaldið og verður gaman að sjá hann hér á sunnudaginn gegn liði Snæfells. 

 

Hér er smá myndband af kappanum í fyrra með félögum sínum í Marshall Uni.

 

Við bjóðum Damier velkominn í KFÍ

Nánar

Kvennaleiknum frestað og nýr leiktími kemur í ljós eftir helgi

Körfubolti | 16.11.2012
Enn er smá bið í að Brittany fái að sýna sig á Jakanum
Enn er smá bið í að Brittany fái að sýna sig á Jakanum

Leik mfl. kvenna sem átti að vera á morgun gegn Laugdælum hefur verið frestað vegna veðurs og verður tilkynnnt um nýjan leikdag eftir helgi.

 

 

 

Nánar

Lélegur varnarleikur okkur að falli í Njarðvík

Körfubolti | 16.11.2012
Hlynur spilaði fyrsta leik sinn í gær
Hlynur spilaði fyrsta leik sinn í gær

Það er vel hægt að afsaka að erfitt var að keyra að Vestan og nýjir menn inn og gamlir út. En það afsakar ekki að geta ekki tekið á móti þegar hrint er og ýtt. Menn eiga ekki að gefa eftir á vellinum og þá er sama hver á í hlut. Það jákvæða er að Hlynur er kominn heim frá Danmörku og einnig er nýr leikmaður kominn í leiktstjórnanda hlutverkið sem heitir því viðkunnuglega nafni Damier Pitts og kemur frá Marshall University og komst hann ágætlega frá sínu miðað við sólarhrings ferðalag og beint í leik. Hann lítur vel út og mun hann ásamt Hlyn gera okkur mun sneggri og leysa ýmis vandamál.

 

Það er auðvelt að setja upp grein hér um leikinn, en Nonni á karfan.is komst vel að orði og bendum við á grein hans HÉR. Þessi leikur er farinn og næsti handan við hornið. Snæfell á sunnudagskvöld er málið og þá er bara að bretta upp á ermar og snýta sér vel fyrir þann leik.

 

Tölfræði

 

Nánar

BJ látin fara og Momcilo í veikindarfrí

Körfubolti | 15.11.2012
Momci þarf að sinna sínu og kemur svo aftur
Momci þarf að sinna sínu og kemur svo aftur

Það var ljóst að BJ var ekki rétti maðurinn í stöðuna sem hann átti að fylla fyrir KFÍ og fór svo að lokum að félagið sagði upp samning sínum við hann og fer hann á næstu dögum til síns heima. Hann er geðþekkur og góður piltur sem myndi sóma sér vel í annarri stöðu á vellinum, en hann hentar ekki KFÍ. Þetta var þó allt gert í mesta bróðerni og þakkar félagið honum fyrir hans störf.

 

Momcilo þarf þó að yfirgefa okkur í nokkrar vikur til að sinna alvarlegum veikindum í fjölskyldu hans í Serbíu. Hann er sem sagt í veikindarleyfi frá KFÍ en ætlar sér að snúa til baka um leið og hann hefur sinnt sinni skyldu. KFÍ er algjörlega á bak við hann í þessu ferli og vonar að allt gangi að óskum. Það er þannig að körfubolti er leikur og fjölskylda leikmanna gengur fyrir öllu öðru.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Hlynur Hreinsson kominn heim

Körfubolti | 14.11.2012

Það voru miklir fagnaðarfundir þegar hinn frábæri drengur Hlynur Hreinsson fékk félagaskipti í KFÍ. Hann var í Danmörku, en því miður fyrir Danina og sem betur fer fyrir okkur ákvað hann að koma heim í baráttuna. Hlynur var frábær í fyrra með KFÍ og erum við mjög glöð að hann sé kominn heim. Ekki er það alltaf fréttir ef erlendum leikmönnum sem gleðja mest. Það er að fá til baka  toppeintök sem voru hér hjá okkur.

 

Við bjóðum Hlyn innilega velkominn til baka og hlakkar okkur til að sjá hann í eldlínunni.

 

Áfram KFÍ

Nánar

BB sjónvarp á Jakanum þegar KFÍ tók á móti KR

Körfubolti | 12.11.2012

Félagar og samstarfsaðilar okkar á BB sjónvarp með Fjölni Baldursson voru á Jakanum að venju þegar KR kom í heimsókn. Hér er Myndband

Nánar

"Girl power" helgi í Reykjavík

Körfubolti | 12.11.2012
Brittany þjálfari hér með Lindu Marín, Þorsteinu Þöll, Heklu, Guðrúnu Ýr, Sögu og Örnu Leu
Brittany þjálfari hér með Lindu Marín, Þorsteinu Þöll, Heklu, Guðrúnu Ýr, Sögu og Örnu Leu

Um helgina fóru 8.flokkur stúlkna suður og tóku þátt í sínum riðli sem var svo bara einn leikur þar sem Valur dró sig úr á siðustu stundu og við erum sameinað lið KFÍ/Hörður Patró sem er flott mál.

 

Stelpurnar spiluðu því einungis einn leik gegn KR-B og unnu hann örgugglega, lokatölur 56-18.

 

Stúlknaflokkur sem er sameiginlegt lið KFÍ og Tindastól spilaði þrjá leiki. Sá fyrsti var gegn sterku liði KR/Snæfell þar sem við töpuðum sannfærandi. En næstu tveir leikir stúlknanna unnust og voru þeir gegn Breiðablik og Fjölni þannig að uppskera stúlkanna til fyrirmyndar þessa helgi.

Nánar