Fréttir - Körfubolti

Góð helgi að baki hjá meistaraflokkum KFÍ

Körfubolti | 14.01.2013
Frábærar
Frábærar
1 af 2

Það er óhætt að segja að nóg hafi verið að gera hjá meistaraflokkum KFÍ um helgina. Þeirra beið erfitt verkefni eða fjórir leikir og allir útileikir.

 

Fyrstar á sviðið var mfl.flokkur drengjanna og þeir áttust við Fjölni úr Grafarvogi og það var allt annað lið KFÍ sem steig á stokk. Alveg frá upphafi voru drengirnir ákveðnir í sínum verkum og sóttu án afláts.Það var rétt í fyrsta leikhluta sem Fjölnisdrengirnir héngu í okkar mönnum sem endaði 27-29, en síðan tókum við öll völdin og unnum hina þrjá leikhutana 14-21 (41-50 í hálfleik) 18-22, 16-27 og leikurinn endaði með öruggum sigri KFÍ. Lokatölur 75-99 og voru piltarnir kátir að vonum enda var miki pressa á þeim að sýna sitt rétta andlit og hafa gaman af því að spila körfu eftir mjög erfið jól og áramót þar sem ekkert var hægt að æfa af neinu viti vegna Íslands veðra. En þessi var góður og allir að skila sínu.

 

Damier var hreint frábær eins og svo oft áður en að þessu sinni mataði hann menn okkar með mögnuðum sendingum auk þess að eiga stórleik 34 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar.

Mirko Stefán vaknaði heldur betur og sýndi að hann er einn af bestu íslenskum framherjum í dag 26 stig, 13 fráköst.

Tyrone er alltaf að stíga betur upp og skilaði 18 stigum og reif niður 10  fráköst og smassaði 3 skotum.  

Kristján Pétur setti 9 stig og tók 7 fráköst.  

Jón Hrafn var með  8 stig og tók 5 fráköst.

Hlynur kom inn með frábæran varnarleik setti 2 stig, stal 4 boltum og aðstoðaði 3 með sendingum.

Sam okkar er dýrmætur og kemur inn með baráttu setti 2 stig, tók 6 fráköst og spilaði fanta vörn.

Stefán Diego er að koma vel til baka eftir erfið meiðsl og gefur okkur mikið í vörninni og Leó fellur vel inn einnig og skilaði sínu vel.

 

Það var gaman að fylgjast með strákunum í Dalhúsum. Leikgleði og samheldni og menn að þjappast saman.

 

Næstar á sviðið var lið mfl.kvenna og erfitt verkefni beið þeirra í Hveragerði gegn toppliði Hamars í Hveragerði. Stelpurnar spiliðu vel frá upphafi og var jafnt alveg þar til þriðja leikhluta, en þá meiddist Eva Margrét og Stefanía komin í villuvandræði og þá varð róðurinn erfiður gegn Hamar sem ekki hefur tapað leik í vetur. Lokatölur urðu 76-61 og var barátta stúlknanna til fyrirmyndar hjá þeim. Tölfræðin á netinu er því miður ekki rétt og því erfitt að benda á eitt eða neitt þar.

 

Brittany var stigahæst með 26 stig og var með 47% þriggjastiga nýtingu, fimm fráköst og stal 4 boltum.

Stefanía var með 9 stig og 13 fráköst og barðist eins og ísbirna.

Eva náði að setja 7 stig og taka 3 fráköst og stela 4 boltum áður en hún meiddist.  

Anna Fía var traust og er eða koma til baka eftir meiðsli setti 6 stig og tók 7 fráköst.

Marelle var með 6 stig og stóð sig vel.

Linda kom inn af krafti og setti 3 stig úr skoti utan landamæranna þó að þau vanti á tölfræðina og tók 2 fráköst og er að fá meiri reynslu á efsta sviðinu en hún er aðeins 13 ára og mikið efni. Vera var traust og setti 1 stig, átti 4 stoðsendingar og og reif niður 5 fráköst.

Sunna kom sterk inn setti 2 stig tók 2 fráköst og spilaði góða vörn.

Rósa kom inn með kraft og stóð sig vel.

Við söknuðum Lilju sem var heima lasinn, en verður kominn á ´rol fyrir næsta verkefni.

 

Stelpurnar þurfa ekkert að skammast sín fyrir leikinn. Þær börðust vel og ef eitthvað er þá fengu þær allt of margar villur dæmdar á sig miðað við hvernig andstæðingurinn lék. En villurnar skiptust 12 á Hamar og 23 á KFÍ. Þetta fór að sjálfsögðu í taugarnar á Stefaníu sem fékk dæmda sig tæknivillu, en hún kom allavegana sínu á framfæri. Hamar fékk 23 vítaskot og við 7 og það er ekki alveg rétt mynd. En þessi var settur í tösku og lært af honum. 

 

Leikur tvö hjá stelpunum var á sunnudag gegn Laugdælum og þar er því miður ekki tekin tölfræði sem okkur finnst mjög lélegt. Við erum í 1.deild kvenna og það á að vera krafa að þessar stelpur fái tölfræði með sér eftir veturinn. En til að segja frá leiknum í örfrétt þá lékum við frábærlega. Eva var tognuð og sat með vatnið á bekknum en það kom ekki að sök þar sem stelpunar tóku þennan leik örugglega og Rósa Överby var sjóðandi heit og setti 22 stig og Bittany setti 19. Við munum setja restina inn af stigaskori þegar skýrslan berst til okkar. Lokatölur 39-83 og stúkurnar fóru í bílana og hófu ferð til Borgarnes til að hvetja strákana.

 

Og þá er það síðasti leikur helgarinnar þessa ferðina og hann var gegn sjóðandi heitu liði Skallagríms sem nýlega lögðu bæði Þór og Tindastól á útivelli og eru með frábæran mannskap. Þessi leikur var frábær skemmtun og var jafnt með liðunum frá fystu mínútu, þó voru okkar drengir aðeins á undan, en með Palla sjóðandi í byrjun og Medlock voru Skallarnir aldrei langt undan. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 23-26 og mikið fjör í Fjósinu með stuðningssveitina með trommur og læti sem var frábær skemmtun. Sama var upp á teningum í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 45-49 og allt á suðupunkti í húsinu.

 

Þriðji byrjaði vel hjá okkur og á einni og hálfri mínútu náðum við 12 stiga forustu þar sem Damier og Kristján Pétur settu tóninn, en Skallarnir komu til baka og komu leiknum í 6 stig. Við settum þá aftur í gang og þegar þriðja lauk var staðan 68-82 og við að spila frábærlega í vörn og sókn allir sem einn.

 

Fjórði hlutinn var frábær skemmtun fyrir þá sem voru í Fjósinu. Frábærir taktar sáust frá báðum liðum og voru mikil læti og tilþrif hjá báðum liðum. Við vorum samt allaf að stjórna leiknum og var þetta aldrei í hættu þó að Skallarnir hafi náð að minnka muninn í 3 stig þá spiluðum við af yfirvegum og settum þennan í gjafapakkningar til afhendingar heim á Ísafjörð. Er skemmst frá því að segja að drengirnir tóku þennan dýrmæta leik. Lokatölur 96-101.

 

Hvar á að byrja í að segja frá frammistöðu strákanna? Þetta var frábær leikur hjá KFÍ og ALLIR sem einn sem sem á bekknum sátu eða steig á fjöl á heiður af þessum sigri. Liðsheild er kannski ofnotað þegar lýsa á sigrum, en enn og aftur er þetta einfaldlega málið. Það sást aftur strax þegar menn settu á sig búning KFÍ að samheldni og gleði réði ríkjum og menn tilbúnir að selja sig dýrt. Og það gerðu þeir og er fréttaritari til vitnis um það. Frábær leikur hjá KFÍ.

 

Damier er stórkostlegur leikmaður og setti 30 stig, átti 11 stoðsendingar, reif niður 5 fráköst og stal 4 boltum. Þetta er sjötti leikurinn í röð sem hann er með 30 stig eða meira í leik en er samt með 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Hann er algjör leiðtogi og sýndi það í gær með því að halda utan um mannskapinn inn á vellinum.

Næstur kom Kristján Pétur sem steig var feilspor. Hann var frábær í vörn og sókn og setti 19 stig og reif 7 fráköst.

Tyrone er að sanna það að við völdum rétt. Honum var gefinn tími á að koma sér í form og er svo sannarlega að gera það. Hann setti 17 stig, reif 7 fráköst og smassaði 4 boltum í gólfið úr skotum andstæðinganna.

Mirko "grand dad" kom með sama kraft og gegn Fjölni og leiddi strákana sérstaklega í seinni hálfleik þegar á þurfti að halda og setti 15 stig og reif 10 fráköst.

Jón Hrafn var verkamaðurinn í dag. Hann var allstaðar á vellinum og gerði skítverkin sem við elskum að sjá. Hann henti sér á allt sem hreifðist og setti 10 stig og reif 5 fráköst.

Sam er að komast inn í leik okkar og er okkur dýrmætur til að hvíla Ty og D. Hann setti 4 stig og skilaði góðum varnarleik þegar hann var inn á.

Hlynur er að verða alvöru. hann kemur inn allat á fullu. hann setti 3 stig og stóð sig vel í að koma boltanum upp völlinn þegar menn reyndu að pressa okkur.

Stefán Diego er sem betur fer kominn aftur til baka fyrir okkur og er baráttumaður KFÍ. Hann kom beint inn og setti mark sitt á leikinn með góðri 3 stiga körfu og svo spilaði hann fantavörn.

Leó og Óskar spiluðu ekki en voru frábær hlekkur í þessum sigri. Þeir munu koma inn í allt spil KFÍ og er engin örvænting þar. Þetta er að verða að flottu liði og sem lið eru allir mikilvægir og tími þeirra er að koma. Núna er hálfur mánuður í næsta leik sem er hér heima og verður tíminn notaður til að æfa vel. Þess má að gamni geta að við höfum ekki getað æft svo langan tíma saman frá byrjun tímabils með fullan mannskap og nú verður ,,kátt á klakanum" á Jakanum.

 

Sem sagt frábær helgi hjá meistaraflokkum KFÍ og eru fararstjórar helgarinnar Óðinn og Gaui kátir að hafa fengið að taka þátt í þessu. Allir voru bænum sínum til sóma og hlakkar okkur til verkefna sem koma skulu.

 

Áfram KFÍ

 

 

Nánar

Fjölnir - KFÍ í kvöld kl. 19:15

Körfubolti | 11.01.2013
Úr fyrri leik liðanna í vetur. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson / bb.is
Úr fyrri leik liðanna í vetur. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson / bb.is

Fjölnir og KFÍ mætast í kvöld kl 19:15 í Dalhúsum í Dominos-deild karla en leikurinn verður sýndur í beinni á Sport TV.

 

Liðin hafa mæst einu sinni í vetur en þá höfðu Fjölnismenn öruggan sigur, 67-95, á Ísafirði. Fjölnir er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 8 stig en KFÍ er í 11. sæti með 4 stig.

Nánar

Eva Margrét Kristjánsdóttir íþróttamaður KFÍ 2012

Körfubolti | 10.01.2013
Eva Margrét er flott stúlka
Eva Margrét er flott stúlka

Eva Margrét Kristjánsdóttir er ein af efnilegustu körfuboltaiðkendum á landinu og afrekaskrá hennar nú þegar orðin eftirtektarverð þrátt fyrir ungan aldur.  Með KFÍ er hún lykilmaður í stúlknaflokki (16-17) ára ásamt því að spila stórt hlutverk í meistaraflokki kvenna í 1. deild en þar er hún með 19 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 varin skot að meðaltali í leik. 

Nánar

Allt á fullu um helgina hjá meistaraflokkum KFÍ

Körfubolti | 08.01.2013
Og þá fara stelpurnar á stjá
Og þá fara stelpurnar á stjá

Um helgina munu  meistarfalokkar KFÍ spila fjóra leiki, eða tvo á flokk. Karlarnir eiga Fjölni á föstudagskvöld í Grafarvogi og svo þann síðari á sunnudagskvöld gegn Skallagrím í Borgarnesi.

 

Stelpurnar eiga svo Hamar á laugardegi og Laugdæli á sunnudegi.

 

Þetta er mikið ferðalag og strembið og verða báðir flokkar í þessari ferð í þrjá daga og kom aftur heim aðfararnótt mánudags. Það er von okkar að sem flestir komi og styðji við bakið á þeim og hér fyrir neðan er tímasetning leikja og hvar þeir eru.

 

Mfl.karla.

Föstudagur 11.janúar gegn Fjölni í Grafarvogi kl.19.15

Sunnudagur 13.janúar gegn Skallagrím í Fjósinu, Borgarnesi kl.19.15

 

Mfl. Kvenna.

Laugardagur 12.janúar gegn Hamri í Hveragerði kl.16.30

Sunnudagur 13.janúar gegn Laugdælum á Laugarvatni kl.13.00

 

Áfram KFÍ

Nánar

Síðbúnar fréttir frá KFÍ

Körfubolti | 07.01.2013
Ty og D stóðu sig vel gegn KR
Ty og D stóðu sig vel gegn KR

Vegna anna og veikinda ritara síðunar þá hafa fréttir riðlast til en hér kemur pakki.

 

KFÍ ákvað að bæta í undir körfuna og fengum við breta að nafni Samuel Toluwase til að koma og klára með okkur ´timabilið. Momcilo er enn í leyfi vegna veikinda í fjölskyldunni og ekki alveg séð fyrir hvenær hann kemur aftur og þótti okkur því ekki annað hægt en að fá frákastara til að létta undir með Ty og Jóni Hrafn.

 

Sam kom einmitt kl.17.00 á föstudaginn var og tók þátt í leiknum gegn KR.

 

Það er óhætt að segja að öll jólasteikin, gjafapakkningar og annað hafi verið okkur til trafala í byrjun leiks þar, en einnig má geta þess að allt æfingaplan KFÍ fór í snjóinn (vaskinn) vegna óveðurs og voru menn hér heima lokaðir inni í nokkra daga. Það er smá afsökun en gefur mönnum þó ekki leyfi að berjast ekki og hreyfa á sér lappirnar. Það er skemmst frá því að segja að KR tók okkur létt og gerðum við þeim það auðvelt fyrir í fyrri hálfleik með engum varnarleik og döprum sóknarleik.

 

Seinni hálfleikur var mun skárri og jafnaðist leikurinn þá, en KR tók þennan leik þó létt og verðskuldað. Lokatölur 104-87.

 

Damier var frábær að venju og endaði með 35 stig, 8 stoðsendingar og náði í 11 villur.

Ty er að vakna til lífs og sýndi fína takta. Hann endaði með 22 stig og 10 fráköst.

Mirko hefur átt betri daga undir körfunni, en var með fína baráttu og setti 10 stig og tók 13 fráköst.

Sam kom beint úr vélinni fékk sér smá vatn og spilaði 14 mínútur og þá þeim tíma setti hann 8 stig og  tók 7 fráköst. Hann er með svakalegan sprengikraft og á eftir að rífa þau nokkur niður í vetur.

Hlynur og Leó stóðu fyrir sínu og voru með 4 stig.

Stefán Diego er kominn aftur og mega margir líta til hans þegar talað er um baráttu. Hann hendir sér á alla lausa bolta sama hvort þeir eru staddir á merktum leikvelli eður ei og er gaman að fá hann aftur og setti hann 2 stig úr sóknarfrákasti yfir alla stóru strákana og svo var hann með 2 stoðsendingar.

Jón Hrafn var með 2 stig en hafði hægt um sig og Kristján Pétur komst ekki í gang og munar um minna hjá okkur. En það gerist ekki oftar þar á bænum. Við vitum alveg hvað býr í Jóni Hrafni og Kristjáni Pétri og reyndar í þessu liði okkar og nú er að bíta í skildi og safna bóndum að nafni Björn.

 

Í restina má alveg koma að útsendingum KR-TV. Þeir herrar ættu að einbeita sér meira að því að segja frá leiknum og hans tilgang í stað þess að vera með dónaleg ummæli og annað sem á ekkert skylt við okkar frábæru íþrótt

 

Áfram KFÍ

Nánar

Æfingar yngri flokka hefjst á laugardag 5.janúar

Körfubolti | 03.01.2013
Tilbúnar þessar ? JÁ
Tilbúnar þessar ? JÁ

Þá er komið að hefja yngri flokka starfið og byrjum við samkvæmt stundartöflu á laugardaginn 5.janúar. Við hvetjum alla að kynna sér töfluna sem er hér til vinstri undir skrár og skjöl.

 

Margt er framundan á nýju ári og til að mynda Nettó-mótið í Reykjanesbæ fyrir yngstu púkana okkar og svo öll fjölliðamótin auk keppni unglinganna okkar.

 

Viðbúin, tilbúin, nú...

 

Áfram KFÍ

Nánar

Dominos deildin að byrja og strákarnir suður

Körfubolti | 03.01.2013
Þeir félagar hafa verið með meiri snjó en þeir hafa séð á sinni ævi, en eru klárir í verkefnið
Þeir félagar hafa verið með meiri snjó en þeir hafa séð á sinni ævi, en eru klárir í verkefnið

Þá hefst vertíðin aftur og núna er haldið suður til að etja kappi gegn gríðarlega sterku liði KR í DHL-höllinni. Þetta er síðasti leikur í fyrstu umferð og verður leikurinn sýndur beint og hér er linkurinn

 

Við skorum á alla Vestfirðinga að koma og styðja strákana og láta sjá sig í vesturbænum. Leikurinn er á föstudagskvöldið 4.janúar og hefst kl.19.15

 

Áfram KFÍ

Nánar

KFÍ og Íslandsbanki framlengja samning

Körfubolti | 02.01.2013
samningurinn undirritaður
samningurinn undirritaður

Íslandsbanki sem hefur verið einn af okkar stærstu styrktaraðilum hefur framlengt samning sinn við KFÍ og er samningur þessi til tveggja ára. KFÍ er mjög þakklát fyrir að halda áfram þessu góða samstarfi sem er mikilvægur hlekkur þess að geta haldið út starfi félagsins sem nýtist öllum iðkendum okkar frá þeim minnstu og upp úr.

 

Við viljum koma kærum þökkum til stjórnenda Íslandsbanka.

 

 

Nánar

Feðradagur á aðfangadag hjá KFÍ

Körfubolti | 19.12.2012

Jæja gott fólk. Þá er komið að öldnum sið hjá KFÍ. Í um 40 ár hefur verið jólabolti á aðfangadag og erum við ekkert á þeim stuttbuxunum að breyta þeim sið. Við byrjum með ungviðin okkar eða krakka frá 0-14 ára og verður sá bolti frá 11-12 og beinum við þeim tilmælum að feður komi með krakkana sína og gefi konum sínum frí. Þetta er þó langt í frá að vera bann á konur okkar enda betri helmingurinn klárlega (pólitískt rétt).

 

Við eigum von á einhverjum glaðning frá ónefndum aðila sem kominn er langt frá og er tímasetning hans háð duttlungum hverju sinni, en við reiknum þó með að hann láti sjá sig þegar hálfnaður er tíminn eða um 11.30.

 

Þegar þessum tíma er lokið eða kl.12 þá taka við eldri iðkendur okkar og eru frá kl.12-14. Öllum er boðið frá KFÍ og eru allir velkomnir til okkar. Það verður létt á þessu og góða skapið er það eina sem við rukkum inn. Fílupúkar fara í köttinn hjá eldri iðkendum ásamt því að lenda í Gaua.Þ. og mælum við ekkert með því. Það á einnig að ver aóþarfi að skrifa það hér að þetta er fyrir alla eldri iðkenda KFÍ stúlkur og pilta. Koma svo láta sjá sig.

 

Við viljum taka fram við iðkendur okkar að sturturnar verða ekki í notkun, þær eru komnar í jólafrí og biðjum við því alla að koma þannig klædd til leiks og aftur heim.

 

Það er sem sagt glæsileg dagskrá á aðfangadag. Leikur og síðan er haldið heim og hringt inn jólin.

 

Áfram KFÍ.

Nánar

Unglingaráð í Neista á morgun miðvikudag 19.desember frá 16-18

Körfubolti | 18.12.2012
Styðjum krakkana og hugum að eignum okkar í leiðinni
Styðjum krakkana og hugum að eignum okkar í leiðinni

Unglingaráð KFÍ var í dag að selja góðan varning fyrir krakkana okkar í KFÍ. Í boði eru hettupeysur í krakkastærðum og síðast en ekki síst rafhlöður í reykskynjara sem koma sér að góðum notum yfir hátíðirnar. Þetta er besti tíminn til að huga að reykskynjurum og eru rafhlöðurnar á frábæru verði og rennur allur ágóði þessarar sölu ókipt til krakkanna okkar í KFÍ.

 

Við hvetjum fólk að koma í Neista á morgun á milli 16 og 18 og verður þar fólk frá unglingaráði með bros á vör.

Nánar