Fréttir - Körfubolti

Gabriel Adersteg gengur til liðs við Vestra

Körfubolti | 26.05.2020
Gabriel Adersteg í leik með Snæfelli á síðasta tímabili. Ljósmynd: Karfan.is
Gabriel Adersteg í leik með Snæfelli á síðasta tímabili. Ljósmynd: Karfan.is

Sænski framherjinn Gabriel Adersteg hefur skrifað undir samning við Vestra. Gabriel lék síðasta tímabil með Snæfelli í fyrstu deildinn en lék þar áður í Ítölsku C deildinni. Gabriel er vinnusamur og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum og er mikill liðsspilari. Körfuknattleiksdeild Vestra býður Gabriel velkominn til leiks og hlakkar til samstarfsins.

Nánar

Nemanja áfram með Vestra

Körfubolti | 07.05.2020
Nemanja Knezevic tekur slaginn með Vestra á næsta tímabili.
Nemanja Knezevic tekur slaginn með Vestra á næsta tímabili.

Miðherjinn Nemanja Knezevic hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Vestra og leikur því með liðnu á komandi tímabili.

Nánar

Sýndarleikur Vestra: Fyllum Jakann

Körfubolti | 21.04.2020

Kæru stuðningsmenn og velunnarar Körfuknattleiksdeildar Vestra. Eins og flestum er kunnugt kemur hið fordæmalausa ástand, sem öll heimsbyggðin upplifir nú, afar illa niður á íþróttafélögum. Við vitum að karfan á Ísafirði á stóran hóp af fyrrum leikmönnum, stjórnarfólki og stuðningsmönnum um allt land, og jafnvel víðar. Því langar okkur að freista þess að leita eftir aðstoð ykkar við að rétta fjárhaginn þannig við að loka megi rekstri tímabilsins með viðunandi hætti og koma þannig sterkari til leiks í haust.

Nánar

BREYTT DAGSETNING VESTRABÚÐANNA 2020

Körfubolti | 09.04.2020

Stjórn Körfuboltabúða Vestra hefur ákveðið að fresta búðunum um tvo mánuði í ljósi aðstæðna vegna Covid-19. Búðirnar munu fara fram dagana 6.-11. ágúst með sama sniði og síðustu tólf ár. 

Nánar

Pétur Már stýrir Vestra áfram

Körfubolti | 04.04.2020
Pétur Már Sigurðsson mun áfram stýra Vestra. Ljósmynd: Anna Ingimars.
Pétur Már Sigurðsson mun áfram stýra Vestra. Ljósmynd: Anna Ingimars.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra og Pétur Már Sigurðsson, þjálfari meistaraflokks karla, hafa ákveðið að Pétur muni stýra liðinu áfram á næsta leiktímabili. Þrátt fyrir óvissutíma framundan telur stjórn mikilvægt að bíða ekki með undirbúning næsta tímabils enda mikilvægt að tryggja sem mestan stöðugleika í starfsemi deildarinnar.

Nánar

Vestri á leið á Nettómótið

Körfubolti | 06.03.2020

Ríflega þrjátíu iðkendur í yngstu aldurshópum Vestra eru á leið á hið árlega Nettómót á Suðurnesjunum, sem er langstærsti körfuboltaviðburður landsins. Í ár fagnar mótið 30 ára afmæli og verður enn meira um dýrðir af því tilefni. Áratugalöng hefð er fyrir þátttöku Vestra á mótinu.

Nánar

Fimmti sigurinn í röð!

Körfubolti | 04.03.2020
Frá leik Vestra og Skallagríms.
Frá leik Vestra og Skallagríms.

Vestri lagði Skallagrím úr Borgarnesi að velli í kvöld í hröðum og skemmtilegum leik á Ísafirði 99-80 í gærkvöldi. Þetta var frestaður leikur sem átti upphaflega að fara fram þann 20. desember síðastliðinn.

Nánar

Heimaleikur gegn Skallagrími

Körfubolti | 03.03.2020
Vestri mætir Skallagrími þriðjudaginn 3. mars.
Vestri mætir Skallagrími þriðjudaginn 3. mars.

Skallagrímur kemur í heimsókn á Jakann í kvöld kl. 19:15. Þetta er annar leikur liðanna á skömmum tíma því liðin mættust í Borgarnesi fyrir tæpum tveimur vikum. Leikur kvöldsins átti upphaflega að fara fram 20. desember síðastliðinn en var frestað vegna veðurs.

Nánar

Þrjú úr Vestra í U16 og U18 landsliðum

Körfubolti | 20.02.2020
Gréta Proppé Hjaltadóttir, Hilmir Hallgrímsson og Hugi Hallgrímsson voru valin í landsliðshópa Íslands í körfubolta.
Gréta Proppé Hjaltadóttir, Hilmir Hallgrímsson og Hugi Hallgrímsson voru valin í landsliðshópa Íslands í körfubolta.

Vestri á þrjá leikmenn í U16 og U18 landsliðshópum Íslands í körfuknattleik, sem tilkynnt var um nú í morgun. Gréta Proppé Hjaltadóttir var valin í U16 landslið stúlkna og bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir í U18 landslið drengja.

Nánar

Vestri mætir Selfossi í kvöld

Körfubolti | 17.02.2020

Vestri tekur á móti Selfossi í 1. deild karla mánudaginn 17. febrúar. Mikilvægur leikur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Selfyssingar sitja í sjötta sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir Vestra sem er í fimmta sæti. Taflan gefur þó ekki rétta mynd af stöðunni því Vestri til góða frestaða leiki frá því fyrr í vetur.

Nánar