Fréttir - Körfubolti

Pétur Már stýrir Vestra áfram

Körfubolti | 04.04.2020
Pétur Már Sigurðsson mun áfram stýra Vestra. Ljósmynd: Anna Ingimars.
Pétur Már Sigurðsson mun áfram stýra Vestra. Ljósmynd: Anna Ingimars.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra og Pétur Már Sigurðsson, þjálfari meistaraflokks karla, hafa ákveðið að Pétur muni stýra liðinu áfram á næsta leiktímabili. Þrátt fyrir óvissutíma framundan telur stjórn mikilvægt að bíða ekki með undirbúning næsta tímabils enda mikilvægt að tryggja sem mestan stöðugleika í starfsemi deildarinnar.

Nánar

Vestri á leið á Nettómótið

Körfubolti | 06.03.2020

Ríflega þrjátíu iðkendur í yngstu aldurshópum Vestra eru á leið á hið árlega Nettómót á Suðurnesjunum, sem er langstærsti körfuboltaviðburður landsins. Í ár fagnar mótið 30 ára afmæli og verður enn meira um dýrðir af því tilefni. Áratugalöng hefð er fyrir þátttöku Vestra á mótinu.

Nánar

Fimmti sigurinn í röð!

Körfubolti | 04.03.2020
Frá leik Vestra og Skallagríms.
Frá leik Vestra og Skallagríms.

Vestri lagði Skallagrím úr Borgarnesi að velli í kvöld í hröðum og skemmtilegum leik á Ísafirði 99-80 í gærkvöldi. Þetta var frestaður leikur sem átti upphaflega að fara fram þann 20. desember síðastliðinn.

Nánar

Heimaleikur gegn Skallagrími

Körfubolti | 03.03.2020
Vestri mætir Skallagrími þriðjudaginn 3. mars.
Vestri mætir Skallagrími þriðjudaginn 3. mars.

Skallagrímur kemur í heimsókn á Jakann í kvöld kl. 19:15. Þetta er annar leikur liðanna á skömmum tíma því liðin mættust í Borgarnesi fyrir tæpum tveimur vikum. Leikur kvöldsins átti upphaflega að fara fram 20. desember síðastliðinn en var frestað vegna veðurs.

Nánar

Þrjú úr Vestra í U16 og U18 landsliðum

Körfubolti | 20.02.2020
Gréta Proppé Hjaltadóttir, Hilmir Hallgrímsson og Hugi Hallgrímsson voru valin í landsliðshópa Íslands í körfubolta.
Gréta Proppé Hjaltadóttir, Hilmir Hallgrímsson og Hugi Hallgrímsson voru valin í landsliðshópa Íslands í körfubolta.

Vestri á þrjá leikmenn í U16 og U18 landsliðshópum Íslands í körfuknattleik, sem tilkynnt var um nú í morgun. Gréta Proppé Hjaltadóttir var valin í U16 landslið stúlkna og bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir í U18 landslið drengja.

Nánar

Vestri mætir Selfossi í kvöld

Körfubolti | 17.02.2020

Vestri tekur á móti Selfossi í 1. deild karla mánudaginn 17. febrúar. Mikilvægur leikur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Selfyssingar sitja í sjötta sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir Vestra sem er í fimmta sæti. Taflan gefur þó ekki rétta mynd af stöðunni því Vestri til góða frestaða leiki frá því fyrr í vetur.

Nánar

HAMRABORGARMÓTIÐ

Körfubolti | 09.02.2020

Á morgun, mánudag, fer fram hið árlega Hamraborgarmót yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Vestra en það er innanfélagsboðsmót meistaraflokks karla fyrir krakka í 1.-6. bekk. Keppt er á Torfnesi. Yngstu tveir árgangarnir keppa milli 17-18 en eldri hefja leik um kl. 18 og spila fram undir 19:30. Þátttakendur fá rjúkandi heitar pizzur í boði Hamraborgar að keppni lokinni. Allir kátir krakkar eru í 1.-6. bekk eru hjartanlega velkomnir, hvort sem þeir æfa körfubolta eða ekki.

Nánar

Risahelgi í körfunni

Körfubolti | 07.02.2020
Nærri lætur að allur þessi myndarlegi hópur standi í ströngu næstu daga en fimm lið Vestra leika á Íslandsmóti um helgina. Myndin var tekin á litlu jólunum í körfunni í desember s.l.
Nærri lætur að allur þessi myndarlegi hópur standi í ströngu næstu daga en fimm lið Vestra leika á Íslandsmóti um helgina. Myndin var tekin á litlu jólunum í körfunni í desember s.l.

Framundan er risastór helgi hjá yngri flokkum Körfuknattleiksdeildar Vestra en fimm lið keppa á Íslandsmótum um helgina, bæði heima og heiman. Samtals leika liðin 15 leiki og þar af fara fimm fram hér heima. Liðin eru stúlknaflokkur, drengjaflokkur, 8. flokkur stúlkna og minnibolti 11 ára - bæði stúlkur og drengir. Stuðningsfólk Vestra er eindregið hvatt til að kíkja á leiki helgarinnar og styðja þannig við krakkana okkar.

Nánar

Vestri mætir Álftanesi á Torfnesi

Körfubolti | 23.01.2020
Vestri mætir Álftanesi í 1. deild karla.
Vestri mætir Álftanesi í 1. deild karla.

Loksins er komið að fyrsta heimaleik Vestra á nýju ári þegar Álftanes kemur í heimsókn og mætir Vestra í 1. deild karla í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 19:15, föstudaginn 24. janúar. Grillið verður orðið heitt upp úr 18:30 með ljúffengum Vestraborgurum að vanda.

Nánar

Þrír heimaleikir í körfunni um helgina

Körfubolti | 17.01.2020
Stúlknaflokkur og 10. flokkur stúlkna Kkd. Vestra 2019-2020 ásamt Nemanja Knezevic, þjálfara beggja liðanna.
Stúlknaflokkur og 10. flokkur stúlkna Kkd. Vestra 2019-2020 ásamt Nemanja Knezevic, þjálfara beggja liðanna.

Ef allt gengur upp verða þrír heimaleikir spilaðir í yngri flokkum Kkd. Vestra um helgina. Stúlknaflokkur byrjar og tekur á móti Breiðablik í íþróttahúsinu í Bolungarvík kl. 13 á morgun, laugardag. Síðar um daginn eða kl. 16 fer fram bikarleikur í 10. flokki stúlkna á Torfnesi þar sem Vestrastúlkur mæta stöllum sínum í Fjölni/KR. Þau lið hittast svo aftur á sunnudagsmorgun kl. 11 í deildarleik og fer hann fram í íþróttahúsinu á Þingeyri.

Síðasta viðureign helgarinnar átti að vera leikur drengjaflokks Vestra gegn Valsmönnum á sunnudagseftirmiðdag en honum hefur verið frestað vegna óhagstæðrar veðurspár og óvissu um ferðaveður fyrir gestina á sunnudagskvöld.

Nánar