Fréttir - Sund

Fundur

Sund | 15.06.2011 Sælir Spánarfarar
Fundur verður hjá utanlandsförum á morgun 16. júní kl. 17 á sundhallarloftinu.
kv.
Stjórnin Nánar

Kökubasar

Sund | 08.06.2011 Sæl
Kökubasar verður í Samkaup föstudaginn 10.06. kl 15. Skila 1-2 kökum á barn .
Þeir sem hafa tök á að selja gefi sig fram við Gyðu mimir@internet.is.
kv. Guðbjörg Nánar

Rækjusala

Sund | 08.06.2011 Sæl
Þá er komið að rækjusölu, rækjan verðu afhent í Kampa á morgun 09.06. klukkan 18:00.
Mælst er til að hvert barn taki 1 kassa með 10 pokum.
Ef eitthvað er óljóst hafið samband.
kv. Guðbjörg  sími 8457246 begin_of_the_skype_highlighting            8457246      end_of_the_skype_highlighting Nánar

AMÍ 2011

Sund | 06.06.2011
AMÍ 2011 verður haldið á Akureyri dagana 23.-26. júní.

Keppt verður í Sundlaug Akureyrar við Þingvallastræti.

Boðið verður upp á gistingu í Brekkuskóla á Akureyri. Skólinn er staðsettur við hlið sundlaugarinnar í um 20 metra fjarlægð. Eins og venja er með sundmót þarf fólk að hafa með sér dýnur og annan viðlegubúnað. Matur verður einnig framreiddur í Brekkuskóla. Staðsetning lokahófs kemur síðar.

Verð:
Við tökum þátt í að létta undir í kreppunni þannig að þrátt fyrir verðhækkanir á aðföngum þá höldum við nánast óbreyttu verði á milli ára. Pakki sem inniheldur gistingu og mat frá og með miðvikudagskvöldi 24. júní, til og með mánudagsmorgni 29. júní, lokahóf og hinn sívinsæla AMÍ bol kostar krónur 21.000 á mann. Til samanburðar var pakkinn í fyrra á 17.500, m.v. fæði frá hádegi á fimmtudegi. Kjósi einhvern þann pakka er það 18.000 kr.

Greiðist inn á reikning: 1145-26-80180 kt. 580180-0519 fyrir miðvikudaginn 22. júní.

Skráning í mat og gistingu
Skráningar vegna gistingar skulu berast Óðni, í tölvupósti á netfangið
odinn@odinn.is fyrir 15. júní. Við getum ekki ábyrgst að verða við skráningum sem berast síðar, né heldur endurgreiðslu á skráningum eftir þennan tíma.

Vinsamlegast athugið að matar- og gistipassar verða afhentir frá 16:00 - 19:00 í Brekkuskóla miðvikudaginn 22. júní og þá aðeins gegn framvísun á staðfestingu á greiðslu (til dæmis útprentun úr heimabanka).

Spurningum varðandi AMÍ-pakkann skal beina á odinn@odinn.is.

Skráning sundmanna
Skráning í greinar er hjá Sundsambandi Íslands;
sundsamband@sundsamband.is. Skráningarfrestur er til 13. júní. Þeir sem ekki eru með hytek kerfið skulu skila inn skráningum ásamt staðfestingum á tímum eigi síðar en 10. Júní. Sjá nánar á heimasíðu SSÍ

Það verður hægt að fá ýmsar upplýsingar um mótið á heimasíðu Óðins þegar nær dregur mótinu og einnig er fólki bent á að skoða heimasíðu Akureyrar, en þar er meðal annars hægt að sjá hvað verður í boði til afþreyingar þessa daga.

Munið það er alltaf gott veður í Eyjafirði. Mætum með bros í hjarta svo við getum átt saman ánægjulega daga á Akureyri.

Nánar

Tímataka

Sund | 06.06.2011 Sæl öll
Í kvöld klukkan 21. á æfingatíma verður tímataka fyrir þá sem vilja reyna við lágmörk til að komast á AMÍ ( aldursmeistaramót Íslands í sundi ) sem verður haldið á Akureyri.
Gott væri að fá foreldra með til að vera á klukkunni og hvetja krakkana.
kv.
Stjórn Vestra Nánar

Vestrabolir

Sund | 06.06.2011 Sæl öll

Vegna eftirspurnar höfum við ákveðið að hafa eitt skipti til viðbótar þar sem hægt er að koma, máta og panta merktan Vestrabol.
Á morgun kl. 17-18 á sunhallarloftinu er hægt að koma og panta bol.
Í boði eru bæði bolir fyrir börn og fullorðna, bolurninn kostar 2000 kr.
kv.
Stjórn Vestra Nánar

Kökulína

Sund | 26.05.2011 Sæl öll
Þá er komið að síðustu kökulínu vetrarins.
Við biðjum krakkana að sækja sér bók til að ganga í hús með og selja, bækurnar verða í afgreiðslu sundhallarinnar  frá og með föstudeginum 27.05.
Þeir krakkar sem eiga merktar bækur fá sendann tölvupóst.
Síðan biðjum við foreldra að baka köku og skila á sundhallarloft fimmtudaginn 2.06. kl.12:45, koma líka með seldar línur niðurklipptar + bækur og peninga.
Línan kostar eins og áður 500kr.

Ef eitthvað er óljóst hafið samband.
kv.
Guðbjörg 8457246 begin_of_the_skype_highlighting            8457246      end_of_the_skype_highlighting Nánar

Vestrabolir

Sund | 24.05.2011 Hæ hæ
Þá eru allir bolirnir komnir og er hægt að sækja þá í sundhöllina í afgreiðsluna.
Bolurinn kostar 2000 kr. stk.
Leggið inn á reikning Vestra.

reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399


kv.
Stjórn Vestra Nánar

Álfasala

Sund | 17.05.2011 Sæl
Þá er komið að álfasölunni, það væri gott að byrja kl. 13:00 á fös. að selja ef við getum mannað það.
Sölustaðirnir eru Bónus, Samkaup og Vínbúðin.
Ef einhverjar spurningar eru hafið samband við Guðbjörgu i síma 8457246 begin_of_the_skype_highlighting            8457246      end_of_the_skype_highlighting.
kv. Guðbjörg Nánar

heimkoma

Sund | 15.05.2011 Sæl
nýjustu fréttir, heimkoma kl. 00:30
kv.Guðbjörg Nánar