Fréttir - Sund

Ferð til Þingeyrar aflýst vegna veðurs

Sund | 13.03.2009

 

Ákveðið hefur verið að hætta við f.h skemmtiferð til Þingeyrar vegna slæmrar veðurspár.

Þess í stað munum við hittast niður í sundhöll kl 17:15 og fara í leiki í íþróttahúsinu, hlusta á tónlist, borða pizzu, fara í sund og hafa gaman.

Krakkarnir eiga að koma með 700kr.

Nánar

Skemmtiferð blárra til Þingeyrar

Sund | 10.03.2009

 

N.k föstudag mun blái hópurinn ( sem og börn fædd 1996 úr gullhóp) fara í skemmtiferð til Þingeyrar. Munum við leggja af stað frá sundhöllinni kl 17:30 og þurfa því foreldrar að sameinast um að skutla. Við munum svo áætla heimkomu um eða eftir hádegi á laugardag, en það verður allt ákveðið þegar nær dregur.


Krakkarnir þurfa að koma með dýnur og sængurföt og ég mæli með því að þau komi með hlý náttföt með sér því það getur verið hálfkalt í íþróttahúsinu en ekkert sem er ekki mönnum bjóðandi samt sem áður. Ekki gleyma sundfötum sem og innanhúss íþróttafötum.


Kostnaður við ferðina verður 2000kr á barn og innifalið er allt, þ.e.a.s kvöldmatur á Þingeyri á föstudagskvöld sem og kvöldsnakk og morgunmatur.


Jón Páll og Þuríður hafa nú þegar boðið sig fram sem fararstóra og tel ég nóg að hafa 3 fullorðna með þessum 15-20 manna hóp. Ef einhver foreldri er spenntur fyrir að gista með okkur einnig er ekkert því til fyrirstöðu og myndi ég fagna því.

 

Nánar

Dósasöfnun

Sund | 09.03.2009

Muna eftir dósasöfnun í kvöld kl. 18:00

Nánar

Ím-50m 19.-22. mars

Sund | 07.03.2009

Eftirtaldir sundmenn sem æfa hjá Vestra hafa náð lágmörkum á ÍM-50m. Aníta Björk Jóhannsdóttir, Herdís Magnúsdóttir, Brynjar Örn Þorbjörnsson, Anna María Stefánsdóttir, Martha Þorsteinsdóttir, Ástrós Þóra Valsdóttir og Elena Dís Víðisdóttir.

Nánar

Úrslit komin inn

Sund | 06.03.2009 Nánar

Kökubasar

Sund | 05.03.2009

Kökubasar hjá utnalandsförum í Samkaup Fösstudaginn 6. mars  kl 14:00  

Nánar

Félagsmálanámskeið

Sund | 03.03.2009 Endilega kíkið inn á síðuna hjá HSV og sjáið auglýsingu um félagsmálafræðslu sem framundan er á vegum UMFÍ, hvet alla þá sem áhuga á þessum málum til að drífa sig. Nánar

Dósasöfnun nýr tími

Sund | 03.03.2009 Ákveðið hefur verið að fresta dósasöfnun fram á Mánudaginn 09.mars kl. 18:00. Biðjum afsökunar á þessum breytingum en vonandi gengur þetta upp svona. Nánar

Dósasöfnun frestað

Sund | 02.03.2009 Dósasöfnun frestað fram á Miðvikudag kl. 18:00 Nánar