Fréttir - Sund

Dósasöfnun

Sund | 01.03.2009 Dósasöfnun mánudagskvöldið kl. 19:30 mæting upp í íshúsfélagi. Nánar

Starfið framundan

Sund | 25.02.2009

 

Ákveðið hefur verið að hætta við f.h æfingaferð til Hólmavíkur. Næst á dagskrá hjá okkur er æfingaferð blárra til Þingeyrar þann 13 mars n.k og er áætlað að gista yfir nótt og hafa gaman.

Ím-50m verður svo um miðjan mars og hafa 6 sundmenn náð lágmörkum á það mót og gæti allt eins verið að það muni bætast við þann hóp.

Bikarkeppni SSÍ verður svo dagana 25-27 apríl (25m laug) og mun allur gullhópur fara á það mót.

F.h er svo minningarmót um Fylki Ágústsson um eða eftir páska hér á Ísafirði en Fylkir var alla tíð ein aðaldriffjöðurin í Ísfirsku sundlífi og væri Sundfélagið ekki það sem það er í dag nema fyrir hans stuðning og einstöku elju.

Ekki er enn komin dagsettning á Húnamótið sem hefur verið í endaðan apríl/byrjun mai.

Írb mót verður svo helgina 15-17 mai í Keflavík og stefnum við að því að fara með virkilega myndarlegan hóp á það mót og mun Margrét í það minnsta fara með silfurhóp með í þá ferð.

Svo er það Amí 27-30 júní.

 

Nánar

Maskadagur

Sund | 23.02.2009

Æfingar falla niður í dag hjá D-C og silfri vegna reynslu af maskadeginum. Það hafa verið vandræði að fá krakkana málaða í sundlaugina og erfitt að þrífa litaklessur af veggjum. Svo njótið bara maskadagsins (þið eruð heppnir Ísfirðingar, hérna í Bolungarvík er maskað 3-4 daga)

kv, Benni

Nánar

Tapað fundið

Sund | 19.02.2009

Bara að minna fólk á að fara undir starfið og þar neðst á síðunni er tilkynningar um tapað fundið, einnig bið ég fólk að kíkja vel hjá börnunum hvort þau séu nokkuð með tvo Kr-boli það eru 2  sem ekki hafa komið heim með sína boli, sjá tilkynningar undir tapað fundið

Nánar

Foreldrar Utanlandsfara !!!

Sund | 16.02.2009

Fundur verður á morgun Þriðjudag kl 20 að Skólagötu 10.

Nánar

Gullmóti lokið

Sund | 16.02.2009 Þá erum við komin heim í sæluna. Ég hef ávallt reynt að skrifa inn á heimasíðuna hvernig gengur á mótum og þess háttar en þar sem mér reyndist ómögulegt að komast í netsamband gat ég ekki komið því við.

Mótið var mjög skemmtilegt og gríðarlega sterkt og stórt í sniðum. 45 keppendur komu frá danmörku sem gerði mótið enn meira spennandi. Spennan náði sennilega hámarki á ,,super challence´´ á laugardagskvöldinu þar sem 8 bestu kepptu til úrslita í 50m flugsundi frá undanrásunum á föstudeginum. Við áttum 2. keppendur þar þær Ástrósu Þóru  Valsdóttur og Elenu Dís Víðsidóttur sem stóðu sig með sóma og syntu  á glæsilegum tímum og enduðu i 4 og 7 sæti. Gríðarleg spenna myndaðist með ljósasjóvi, tónlist og látum og minnti helst á úrslitaleik í NBA körfuboltanum.

Elena Dís og Hreinn Róbert Jónsson fengu sitthvor bronsverðlaunin, Elena fyrir 100m skriðsund og Hreinn Róbert fyrir 50m skriðsund. Stór hluti hópsins var að synda í fyrsta skipti í 50m laug og einhverjir að keppa í fyrsta skipti á sundmóti. Á heildina litið stóðu krakkarnir sig vel en auðvitað hentar 50m laug sundmönnum misjafnlega, einhverjum ágætlega en öðrum ílla en stökkið er stórt úr 16m laug í 50m laug en þetta fer allt í reynslubankann.

Nánar

KR-Mót tapað-fundið

Sund | 15.02.2009 Kíkið á síðuna starfið þar neðst er tilkynningar um tapað -fundið Nánar

KR-mót

Sund | 11.02.2009

Kr mót  

Við gistum í Laugarlækjaskóla sem er 100 m frá lauginni.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér dýnu eða vindsæng til að sofa á og svefnpoka eða sæng og kodda. Allur matur verður borinn fram í Laugalækjaskóla. Sólarhringsvakt verður í skólanum. Allur farangur keppenda verður á þeirra ábygð á meðan á mótinu stendur.
Munum að hafa með Vestrafatnað, sjá frétt hér að framan um boli, og svo bara aukafatnað, sundföt, handklæði snyrtidót og bakkaföt.
Mæting á flugvöll kl. 14:00 föstudag og síðan koma 13 ára og eldri heim með seinni vél á sunnudag, og 12 ára og yngri heim á mánudagsmorgun.
Farstjórar verða Víðir, Þuríður og Magga H.

Nánar

Bolir

Sund | 11.02.2009 Bolirnir eru komnir, verða afhentir gegn greiðslu kr: 3.000 eða kvittun fyrir innborgun á reikn 1128-15-200323 kt. 430392-2399 heima Hjá Sveinu að Hlíðarvegi 40 á morgun fimmtudag 12 febrúar á milli 18-22. Endilega drífið í að sækja þá til þess að allir verði komnir i bol fyrir mótið um helgina. Nánar

Keppendalisti kr móts

Sund | 11.02.2009 http://www.kr.is/sund/upload/files/sunddeild/mot/2009/gullmot_kr/keppendalisti_2009.doc Nánar