Fréttir - Vestri

Aðalfundur Vestra 25. apríl 2022

Vestri | 13.04.2022

Aðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2022 verður haldinn mánudaginn 25. apríl nk. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Félagsmenn og aðrir sem koma að starfi félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.

Nánar

Viljayfirlýsing um byggingu íþróttahúss

Vestri | 18.03.2022

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar fimmtudaginn 18. mars var samþykkt tillaga bæjarráðs varðandi viljayfirlýsingu um samstarf Ísafjarðarbæjar og Íþróttafélagsins Vestra vegna byggingu íþróttahúss á Torfnesi á Ísafirði og bæjarstjóra jafnframt falið að vinna málið áfram með íþróttafélaginu. Með þessari samþykkt er stigið mikilvægt skref í þá átt að leita leiða til að byggja umrætt mannvirki og leysa úr brýnni þörf á bættri aðstöðu á Torfnesi.

Nánar

Hafsteinn Már Sigurðsson íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2021

Vestri | 17.01.2022

Hafsteinn Már leikmaður hjá blakdeild Vestra er íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2021. Efnilegasti íþróttamaður ársins 2021 er Sudario Eiður Carneiro hjá handknattleiksdeild Harðar. Vegna samkomutakmarkana fór útnefning þeirra fram við látlausa og fámenna athöfn föstudaginn 14. janúar.

Nánar

Akstursstyrkir vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna

Vestri | 06.11.2021

Ísafjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna árið 2021. Styrkirnir eru til handa foreldrum barna og unglinga á grunnskólaaldri sem eiga lögheimili í Dýrafirði, Súgandafirði og Önundarfirði og taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Ísafjarðarbæ. 

Nánar

SYNDUM - LANDSÁTAK Í SUNDI 1.- 28. NÓVEMBER

Vestri | 28.10.2021

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.

Nánar

Félagsgjöld Vestra

Vestri | 06.07.2021

Á síðasta ári voru félagsgjöld Vestra innheimt í fyrsta sinn og voru undirtektir vonum framar. Erum við afskaplega þakklát fyrir þennan mikilvæga stuðning almennra félagsmanna en tekjur af félagsgjöldum eru nýttar í ýmis sameiginleg verkefni innan félagsins, s.s. rekstur á vefsíðu og kostnað vegna bókhalds.

Nánar

Aðalfundur Vestra 2021

Vestri | 29.04.2021

Aðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2021 verður haldinn mánudaginn 10. maí nk. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 20:00.

Ársskýrsla 2020

Nánar

Gréta Proppé Hjaltadóttir efnilegust

Vestri | 31.12.2020
Gréta Proppé Hjaltadóttir
Gréta Proppé Hjaltadóttir
1 af 2

Körfuknattleikskonan Gréta Proppé Hjaltadóttir var nú í lok ársins 2020 útnefnd efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar en Gréta æfir hjá körfuknattleiksdeild Vestra. Íþróttamaður ársins er gönguskíðamaðurinn Albert Jónsson úr Skíðafélagi Ísfirðinga. Árni Heiðar Ívarsson, íþróttakennari, hlaut hvatningarverðlaun fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar í Ísafjarðarbæ. Hann er vel að þessari viðurkenningu kominn og hefur Vestri notið krafta hans á ýmsum vígstöðvum gegnum tíðina. 

Nánar

Akstursstyrkir vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna 2020

Vestri | 04.12.2020

Styrkirnir eru til handa foreldrum barna og unglinga á grunnskólaaldri sem eiga lögheimili í Dýrafirði, Súgandafirði og Önundarfirði og taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Ísafjarðarbæ.

Nánar

Sérstakur styrkur til að jafna tækifæri barna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi

Vestri | 04.12.2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Nánar