Aðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2021 verður haldinn mánudaginn 10. maí nk. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 20:00.
NánarKörfuknattleikskonan Gréta Proppé Hjaltadóttir var nú í lok ársins 2020 útnefnd efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar en Gréta æfir hjá körfuknattleiksdeild Vestra. Íþróttamaður ársins er gönguskíðamaðurinn Albert Jónsson úr Skíðafélagi Ísfirðinga. Árni Heiðar Ívarsson, íþróttakennari, hlaut hvatningarverðlaun fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar í Ísafjarðarbæ. Hann er vel að þessari viðurkenningu kominn og hefur Vestri notið krafta hans á ýmsum vígstöðvum gegnum tíðina.
NánarStyrkirnir eru til handa foreldrum barna og unglinga á grunnskólaaldri sem eiga lögheimili í Dýrafirði, Súgandafirði og Önundarfirði og taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Ísafjarðarbæ.
NánarOpnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
NánarUMFÍ og ÍSÍ hafa í samráði við Almannavarnir gefið út ný tilmæli til íþróttafélaga um takmörkun á íþróttastarfi, samkomum og viðburðum vegna Covid sem gilda til 13. ágúst næstkomandi. Markmið breytinganna sem nú taka gildi er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins, sem því miður er nú aftur í vexti hér á landi.
Breytingarnar fela meðal annars í sér að fjöldasamkomur, þar sem fleiri en 100 einstaklingar koma saman, eru óheimilar á gildistíma auglýsingarinnar. Gilda reglurnar jafnt um opinber rými sem og einkarými og eru íþróttaviðburðir þar með taldir. Ákvæðið um fjöldatakmörkun (3. grein) tekur þó ekki til barna sem eru fædd árið 2005 og síðar.
Skylt er að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi. Ákvæði um nálægðartakmörkun (4. grein) tekur þó ekki til barna sem eru fædd árið 2005 og síðar.
Í auglýsingunni kemur einnig fram að í starfsemi þar sem notaður er sameiginlegur búnaður, s.s. í íþróttastarfi, starfsemi líkamsræktarstöðva, spilasala og spilakassa skal búnaður sótthreinsaður milli notenda.
ÍSÍ óskaði eftir nánari útlistun frá sóttvarnarlækni varðandi íþróttastarfsemi fullorðinna og fékk til baka tilmæli um eftirfarandi:
1. Að gert verði hlé á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi eða þar til núgildandi auglýsing um takmarkanir á samkomum fellur úr gildi.
2. Að æfingar og keppni í íþróttum án snertingar haldi áfram eftir því sem hægt er, að virtum reglum um fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra.
3. Að sameiginlegur búnaður verði sótthreinsaður milli notkunar/notenda.
ÍSÍ hvetur íþróttahreyfinguna til að fara að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og að viðhafa allar nauðsynlegar sóttvarnir.
Verum ábyrg!
NánarAðalfundur Vestra var haldinn í Vallarhúsinu á Torfnesi fimmtudaginn 4. júní sl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Fundurinn hófst með ávarpi formanns, Hjalta Karlssonar, sem flutti skýrslu félagsins fyrir árið 2019. Fór hann yfir helstu verkefni aðalstjórnar á árinu og gerði stuttlega grein fyrir starfsemi deildanna, sem er gróskumikil að sunddeildinni undanskilinni.
NánarÍþróttafélagið Vestri er nú á fimmta ári en það var stofnað 16. janúar 2016. Innan félagsins eru fimm deildir: Blak-, knattspyrnu-, körfuknattleik-, sund- og hjólreiðadeild. Starfið er blómlegt og vel hefur gengið að þjappa fólki saman á bak við nýtt félag, merki og búning. Félagsmenn eru bjartsýnir og trúa því að Vestri eigi framtíðina fyrir sér.
NánarSú frétt flýgur nú fjöllum hærra að knattspyrnulið Vestra og Harðar á Ísafirði muni mætast í meistaraflokki í Bikarkeppni KSÍ nú á helginni. Slíkan stórviðburð hefur ekki borið við í bæjarlífinu í margar áratugi. Sennilega ekki frá árinu 1979.
NánarAðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2020 verður haldinn fimmtudaginn 4. júní nk. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 20:00.
NánarHeilbrigðisráðuneyti og Mennta- og menningarmálaráðuneyti hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að hlé verði gert á öllu Íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur.
Nánar