Fréttir - Blak

Áður frestaður leikur við Fylki á dagskrá um helgina

Blak | 23.03.2018

Tvífrestaður heimaleikur meistaraflokks karla við Fylki verður spilaður á laugardaginn kl. 14:30. Þetta er einn af þremur heimaleikjum sem Vestramenn eiga eftir að spila í 1. deildinni í vetur. Með sigri nú getur Vestri komið sér upp í 3. sæti deildarinnar.  Yngri flokkar blakdeildar Vestra verða með kaffisölu á leiknum og því er um að gera að koma við í Torfnesi, fá sér köku og kaffi og horfa á skemmtilegt blak!

Nánar

Fyrri keppnisdagur 5.-6. deildar kvk á Ísafirði

Blak | 17.03.2018

Síðasta mót Íslandsmótsins í blaki í 5. og 6. deild kvk fer nú fram á Ísafirði.  Fyrri keppnisdagur er nú að kveldi kominn, margir leikir unnist og jafnmargir tapast :-) en vonandi hafa allir skemmt sér vel. Mörg góð tilþrif hafa sést, sem því miður hafa ekki öll náðst á mynd - en hér eru örfáar myndir.

Nánar

Sigur í síðasta heimaleik Vestra í 1. deild kvenna

Blak | 09.03.2018

Kvennalið Vestra sigraði Fylki 3-1 í síðasta heimaleik liðsins í 1. deild Íslandsmótsins á þessari leiktíð. Vestri endar þar með í 5. sæti deildarinnar, en Stjarnan B eru deildarmeistarar. 

Leikurinn í gær var nokkuð köflóttur, en þegar Vestrastelpur ná góðum sprettum þá sýna þær virkilega gott blak. 

Nánar

Vestri - Afturelding á sunnudag

Blak | 24.02.2018

Vestri tekur á móti Aftureldingu í 1. deild kvk kl. 14 á sunnudag. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur og heitt á könnunni!

Nánar

Tveir blakleikir á laugardaginn

Blak | 09.02.2018

Vestri tekur á móti Fylki í 1. deild karla og kvenna nú á laugardag. Allir velkomnir á spennandi leiki - ókeypis aðgangur. Kaffisala til styrktar yngri flokkum.

Nánar

Góður árangur Vestra á bikarmóti 2.-4. flokks

Blak | 05.02.2018
Bikarmeistarar Vestra í 2. flokki kvk
Bikarmeistarar Vestra í 2. flokki kvk
1 af 3

Vestri sendi þrjú lið á bikarmót 2.-4. flokks í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Einnig var skráð 3. flokks lið drengja sem sameinað var með Aftureldingu.

Það er skemmst frá því að segja að Vestra krakkarnir stóðu sig vel.

  • Vestri varð bikarmeistari í 2. flokki kvenna eftir sannfærandi sigur á Aftureldingu í úrslitaleik.
  • Hjá 2. flokki drengja enduðu Vestrastrákar í 4. sæti eftir tvo sigra og tvö töp.
  • Blandað lið frá Vestra keppti í 4. flokki drengja. Í 3. flokki drengja sameinuðu Vestri og Afturelding krafta sína. Bæði þessi lið komust í úrslitaleikinn, en hjá 3. og 4. flokki verða úrslitaleikirnir á sama tíma og bikarúrslit fullorðinna helgina 9.-11. mars. Það verður því frábært tækifæri fyrir þessa krakka til að spila alvöru úrslitaleik við flottar aðstæður.
Nánar

Sigur í fyrsta leik á nýju gólfi

Blak | 21.01.2018

Fyrstu íþróttakappleikirnir á nýju gólfi í Torfnesi fóru fram laugardaginn 20. janúar. Þá tók Vestri á móti HK B í 1. deild karla og kvenna í blaki og síðan fór fram körfuboltaleikur strax á eftir þar sem Vestri tók á móti ÍA.

Karlarnir riðu á vaðið og áttu hörkuleik á móti ungu og spræku liði HK B. Vestri tapaði fyrstu hrinunni naumlega 23-25, en síðan hrukku Vestra strákarnir í gang og sigruðu þrjár næstu hrinurnar og leikinn þar með 3-1. 

Kvennaleikurinn var hörkuleikur þar sem Vestri tapaði tveimur fyrstu hrinunum, en vann tvær þær næstu. Oddahrinan var æsispennandi en HK náði að stela sigrinum að lokum 15-13 og unnu þar með leikinn 3-2. 

Liðin í 2. flokki hjá sömu félögum spiluðu svo á sunnudeginum. HK fór með sigur af hólmi í báðum leikjunum, 3-1 hjá strákunum og 3-0 hjá stelpunum. Báðir leikirnir voru skemmtilegir og spennandi á að horfa, og gaman að sjá unga og efnilega leikmenn hjá báðum liðum. 

Nánar

Fjórir heimaleikir „á helginni“

Blak | 19.01.2018

Blaklið Vestra spila fjóra heimaleiki við HK um helgina.  Á laugardaginn fara fram leikirnir Vestri-HK B í 1. deild karla og kvenna kl. 13:30 og 15:30.  Á sunnudagsmorgni spilar 2. flokkur Vestra við HK. Við hvetjum alla til að mæta og horfa á skemmtilega leiki. Stefnt er að því að spila á nýja gólfinu í Torfnesi, en æfing í kvöld, föstudag, sker úr um hvort óhætt þyki að spila á því.

Nánar

Þrír leikmenn frá Vestra í unglingalandsliðum U17 og U19 kvk.

Blak | 04.01.2018
Sóldís og Katla
Sóldís og Katla

Þrír leikmenn frá Vestra komust í lokahópana hjá U17 og U19 liðum kvenna sem spila á Evrópumótum í blaki núna í janúar.

Nánar

Öruggur útisigur Vestra á Fylki í 1. deild karla

Blak | 01.12.2017

Vestri sigraði Fylki 3-0 í útileik núna í kvöld, 1. des. Vestramenn komu ákveðnir til leiks og sigurinn var sannfærandi. Hinn nýi leikmaður Vestra, Mateusz Klóska, átti góðan leik og ljóst er að Vestramenn voru heppnir að fá þennan pólska Bolvíking til liðs við sig. Kjartan Óli Kristinsson var einnig sterkur og í rauninni áttu allir leikmenn fínan leik. Vestri spilar gegn HK í fyrramálið.

Nánar