Fréttir - Blak

Kjörísbikarmeistarar

Blak | 17.02.2022
Vestri U16 kk.  Kjörísbikarmeistarar 2022
Vestri U16 kk. Kjörísbikarmeistarar 2022

Bikarmót yngri flokka í blaki var haldið á Akureyri um síðustu helgi 11.-13. febrúar.  Mótið var fyrir tvo aldurshópa, undir 16 ára og undir 14 ára.

Að þessu sinni sendi Vestri 13 leikmenn á mótið, eitt lið U16 stráka, einn stakan U14 strák sem spilaði með blönduðu liði Þróttar Reykjavík/HK og þrjár U14 stelpur sem spiluðu með blönduðu liði Þróttur Nes/HK/Vestra.

Lítið hefur verið um yngriflokka mót undanfarin misseri og var mótið því afar ánægjuleg tilbreyting fyrir krakkana.

Stærstu fréttirnar af þessu móti eru af U16 strákaliðinu okkar þar sem 7 lið voru skráð til leiks. Þar var toppbaráttan æsispennandi, svo ekki sé meira sagt.  Toppliðin þrjú, Vestri, Þróttur Nes og HK unnu öll alla sína leiki nema einn.  HK vann Þrótt Nes 2-0 (25-10 og 26-24), Þróttur Nes vann Vestra 2-1 (17-25, 25-11 og 19-17) og því var ljóst að allt var opið í toppbaráttunni fyrir síðasta leik Vestra. Með baráttu leik Vestrastráka tókst að landa 2-0 sigri á móti HK (27-25 og 25-23) og var því ljóst að Vestri hafði tryggt sér bikarmeistaratitilinn.  Lokastaðan var Vestri með 19 stig, HK með 18 stig og Þróttur Nes með 17 stig.

Lið Vestra eru því bikarmeistarar drengja í blaki í flokki U16 árið 2022.

Við óskum drengjunum til hamingju með þennan frábæra sigur. Það er greinilegt að framtíðin er björt í blakinu hjá Vestra.

Nánar

Aðalfundur blakdeildar Vestra 2021

Blak | 22.04.2021

Aðalfundur Blakdeildar Vestra vegna starfsársins 2020, verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll fimmtudaginn 29. apríl kl. 17:00.

Nánar

Kjörísbikarinn 2021

Blak | 10.03.2021
Final 4
Final 4
1 af 2

Eftir skrítnasta keppnistímabil sögunnar, er blakið komið á fulla ferð aftur með áhorfendum og fullt af fjöri.  Eins og aðrar íþróttir á Íslandi, var algert keppnisbann í nóvember og desember en opnað var aftur fyrir kappleiki um miðjann janúar, en þá án áhorfenda.  Og núna er að bresta á einn af hápunktum tímabilsins (hvers árs), þegar fram fer úrslitakeppni Kjörísbikasins, sem mun fara fram í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. 

Nánar

Öflug byrjun hjá Vestra

Blak | 05.10.2020
Felix Arturo Vazques Aguilar
Felix Arturo Vazques Aguilar
1 af 2

Karlalið Vestra í Mizuno-deildinni í blaki spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu síðastliðinn laugardag, þegar þeir fengu Íslandsmeistara síðasta tímabils í heimsókn, Þrótt frá Nekaupstað.

Nánar

Úrvalsdeildarlið Vestra

Blak | 03.10.2020
Fyrsti leikurinn er á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes
Fyrsti leikurinn er á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes
1 af 10

Í dag, 3 október, tekur karlalið Vestra í blaki á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes, í Torfnesi kl 15.00.

Gaman væri að sem flestir sægju sér fært að mæta og hvetja okkar menn, en einnig er hægt að horfa á alla leiki Mizunodeildar í beinu streymi á síðu Blaksambandsins.

Nánar

Aðalfundur blakdeildar Vestra

Blak | 01.07.2020

Þann 28 maí sl var haldinn aðalfundur blakdeildar Vestra. Aðalfundarstörf voru með hefðbundnum hætti, skýrsla formanns, farið yfir reikninga félagsins og kosningar.

Nánar

Aðalfundur blakdeildar 2020

Blak | 26.05.2020

Aðalfundur Blakdeildar Vestra verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll fimmtudaginn 28. maí kl. 19:30. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Einnig verður í boði að taka þátt í fjarfundi.

Nánar

Deildarmeistarar í blaki

Blak | 13.03.2019
Deildarmeistarar í 1. deild 2019
Deildarmeistarar í 1. deild 2019

Karlalið Vestra í blaki varð í efsta sæti í keppni í 1. deild og eru því deildarmeistarar 2019.

Nánar

Aðalfundi Blakdeildar Vestra frestað til 18. apríl.

Blak | 05.04.2018

Áður auglýstum aðalfundi Blakdeildar Vestra hefur verið frestað um viku og verður hann haldinn þann 18. apríl kl. 18:00 í Torfnesi. 

Nánar

Aðalfundur blakdeildar Vestra

Blak | 28.03.2018

Aðalfundur blakdeildar Vestra verður haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi miðvikudaginn 11. apríl kl. 18:00

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn og foreldrar yngri iðkenda eru hvattir til að mæta.

Nánar