Fréttir - Blak

Átta blaklið frá Vestra á ferðinni

Blak | 13.11.2017
1 af 2

Átta blaklið frá Vestra voru á ferð og flugi og spiluðu fjölmarga leiki á höfuðborgarsvæðinu síðustu helgi. 

Meistaraflokkur kvenna vann Fylki 3-1 en tapaði 1-3 fyrir Aftureldingu. 

Stelpurnar í 2. flokki unnu svo Aftureldingu 3-1

Meistaraflokkur karla tapaði 3-0 gegn Aftureldingu

2. flokkur drengja tapaði naumlega 2-3 í spennandi leik gegn HK, en vann Aftureldingu 3-1. 

 

Íslandsmót að hausti var haldið í Fagralundi í Kópavogi í 5. og 6. flokki og átti Vestri tvö lið í hvorum flokki. Mikið var um góð tilþrif á mótinu og stóðu Vestra krakkarnir sig vel jafnt innan vallar sem utan. Liðin spiluðu mismunandi stig af krakkablaki sem eru blaklíkir leikir þróaðir til að þjálfa unga krakka í blaki. Allir lærðu mikið á mótinu og fór stöðugt fram á meðan á því stóð. Nefna má að 5. flokkur Vestra náði 3. sæti í deild A-liða.

Nánar

Mikið um að vera í blakinu

Blak | 31.10.2017

Það er óhætt að segja að mikið hafi verið um að vera hjá blökurum í Vestra að undanförnu.  Auður Líf og Hafsteinn voru fulltrúar Vestra í U17 liðunum í NEVZA mótinu sem haldið var í Danmörku  16. -20. október. Kjartan Óli var með U19 liði Íslands á NEVZA móti á Englandi í síðustu viku. 

Nánar

Hafsteinn og Auður Líf með U17 í Danmörku

Blak | 16.10.2017

Þau Hafsteinn Már Sigurðsson og Auður Líf Benediktsdóttir úr Vestra voru valin í lokahópa U17 í blaki sem keppa nú á NEVZA móti í Ikast í Danmörku. Mótið hefst í dag, en þar keppa unglingalandslið ýmissa Norður-Evrópu þjóða. Tihomir Paunovski þjálfari Vestra fór með í ferðina sem aðstoðarþjálfari U17 stúlkna.  Blakdeild Vestra óskar íslensku landsliðunum velgengni á mótinu - Áfram Ísland! 

Nánar

Vestri sigraði ÍK aftur 3-0

Blak | 07.10.2017

Meistaraflokkur kvenna hjá Vestra spilaði sinn fyrsta útileik og annan leik í 1. deild Íslandsmótsins þetta tímabilið. Mótið raðaðist þannig upp að Vestri á tvo fyrstu leikina sína við ÍK. Heimaleikurinn vannst 3-0 um síðustu helgi og í dag spiluðu stelpurnar útileik og unnu aftur 3-0. 

Á morgun á 2. flokkur stelpna leik við HK í Fagralundi.

Nánar

3-0 sigur Vestra stelpna í fyrsta heimaleiknum í 1. deild

Blak | 01.10.2017

Meistaraflokkur kvenna hjá Vestra sigraði ÍK í sínum fyrsta heimaleik í 1. deildinni þetta keppnistímabilið. Leikurinn fór 3-0 fyrir Vestra. Fyrsta hrinan fór 25-20, sú næsta 25-19 og þriðja hrinan fór 25-22. Hrinurnar voru jafnar og skiptust liðin á að vera með forystu. Lið Vestra spilaði vel og það verður áhugavert að fylgjast með stelpunum í vetur. 

Nánar

Naumt tap á Þingeyri í hörkuleik hjá 2. flokki stúlkna

Blak | 30.09.2017
1 af 2

Í dag fór fram fyrsti heimaleikur Vestra í blaki á þessu tímabili. 2. flokkur stelpna tók á móti Þrótti Reykjavík og fór leikurinn fram á Þingeyri. Þróttur R hafði sigur í miklum baráttuleik 3-1.

Nánar

Slútt blakdeildar Vestra - bestu og efnilegustu leikmenn meistaraflokka valdir

Blak | 22.05.2017

Þau Kjartan Óli Kristinsson og Þorgerður Karlsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka blakdeildar Vestra á tímabilinu. Hafsteinn Már Sigurðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir voru valin efnilegust. Það var Tihomir Paunovski þjálfari sem valdi og tilkynnti niðurstöðurnar á slútti sem blakarar héldu á strandblakvellinum í Tungudal síðasta fimmtudagskvöld.

Nánar

Íslandsmeistarar í blaki!

Blak | 08.05.2017
Íslandsmeistarar 4. flokks Vestra: Efri röð f.v. Sóldís Björt, Karol, Sigurjón, Gautur Óli, Sigurður Bjarni. Neðri röð f.v. Svanfríður, Weronika og Kári. Ljósmynd Ágúst Atlason
Íslandsmeistarar 4. flokks Vestra: Efri röð f.v. Sóldís Björt, Karol, Sigurjón, Gautur Óli, Sigurður Bjarni. Neðri röð f.v. Svanfríður, Weronika og Kári. Ljósmynd Ágúst Atlason
1 af 3

4. flokkur Vestra varð um helgina Íslandsmeistari í blaki eftir magnaða úrslitaleiki við Þrótt Nes. Vestri á einnig Íslandsmeistara í 5. flokki B deildar.

Nánar

Íslandsmóti 4.-6. flokks er nú lokið - Takk fyrir komuna!

Blak | 07.05.2017

Íslandsmótið í blaki hjá 4.-6. flokki vorið 2017 var haldið á Ísafirði um helgina. Á mótinu voru tæplega 170 keppendur á aldrinum 7-14 ára ásamt þjálfurum og fararstjórum. 28 lið frá níu félögum kepptu í fimm deildum og alls voru leiknir 82 leikir. 

Nánar

Íslandsmót í blaki á Ísafirði um helgina

Blak | 04.05.2017

Núna um helgina, 5.-7. maí heldur Vestri Íslandsmót í blaki fyrir 4.-6. flokk í íþróttahúsinu Torfnesi. Á mótið koma lið víðsvegar að af landinu, og verða þátttakendur um 170 talsins fyrir utan fararstjóra og þjálfara. Leiknir verða rúmlega 80 blakleikir. 

Nánar