Fréttir - Getraunir

13 réttir! - Þórir Guðmunds og Stóri pottur náðu 13 réttum

Getraunir | 08.12.2021

Lokins náði einhver 13 réttum hér Westra.

Verst hversu margir aðrir gerðu það líka og skiluðu 13 réttir því ekki háum fjárhæðum þessa helgina.  Árangur Þóris er þó mjög eftirtektarverður því hann tippar fyrir mun lægri fjárhæðir en margir, fékk 13 rétta á seðil sem kostar kr. 360 en hlaut kr. 33.000 í vinningsfé, vel gert Þórir.

Stóri potturinn náði einnig 13 réttum sem skilaði tæpum  kr. 40.000 í vinning, náðum þannig inn fyrir rúmlega 65% af miðaverði en miðinn kosaði kr. 61.000.

Hampiðjumenn eru langt komnir með að tryggja sér Hausttitilinn 2021, komnir með fimm stiga forystu á toppnum, Sævar bankastjóri skilaði þeim tólfu í púkkið.

Villi Matt stendur sig enn best í einstaklingskeppninni, kominn með fjögurra stiga forystu á næsta mann.  Sigrún Sigvalda er þó að sækja á, náði 12 réttum í leiknum, Sævar Ríkharðs náði einnig 12 réttum, aðrir voru með minna.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda   hér 

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fjórir leikir úr efstu deild, níu úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

 

 

Nánar

Hampiðjan með fjögurra stiga forystu þegar fjórar vikur eru eftir

Getraunir | 30.11.2021

Hampiðjumenn virðast vera að stinga af með bikarinn í haustleiknum, komnir með fjögurra stiga forystu þegar fjórar vikur eru eftir.

Árangur vestfirskra tippara var ekki góður liðna helgi.  Hampiðjumenn voru einir með 10 rétta og Skúrverjar ásamt hinum getspaka Magnúsi Bjarna náðu 9 réttum.  10 réttir skiluðu Hampiðjumönnum kr. 4.000 í vinning.  HG menn náðu svo ekki nema 8 réttum.

Þetta þýðir að Hampiðjumenn eru komnir með fjögurra stiga forystu á toppnum á HG og Team Skúrinn.  Búið er að draga eina viku frá, munið að tvær verstu verða dregnar frá þegar upp verður staðið.

Villi Matt stendur sig enn best í einstaklingskeppninni, kominn með fjögurra stiga forystu á næsta mann.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda   hér 

Stóri pottur náði ekki nema 7  réttum sem er óvenju slæmt fyrir svo stóran seðil, þurfti 10 rétta til að ná í vinning.  Tilraunin með Hampiðjuna sem stórapottstippara virkaði sem sagt ekki alveg, stóðu sig mun betur með mun minni seðil í getraunaleiknum sjálfum.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fjórir leikir úr efstu deild, níu úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

 

Nánar

Hampiðjumenn komnir með tveggja stiga forystu

Getraunir | 24.11.2021

Liðin helgi var óvenju slæm hjá vestfirskum tippurum.  Einn var með 10 rétta og þeir næstu með 8 rétta.  Hampiðjan náði 10 réttum sem skiluðu þeim kr. 6.800 í vinning.  HG og Skúrinn náðu ekki nema 8 réttum

Þetta þýðir að Hampiðjumenn eru komnir með tveggja stiga forystu á toppnum á HG.  Skúrverjar koma svo einu stigi þar á eftir.

Villi Matt stendur sig enn best í einstaklingskeppninni, heldur þriggja stiga forystu á næsta mann og ekki nema þremur stigum  á eftir Skúrnum nú þegar búið er að henda út einni röð

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda    hér 

Stóri pottur náði ekki nema 8  réttum sem skilaði akkúrat engu.  Hampiðjumenn munu stýra næsta potti, greinilega mun getspakari en hinir meintu sérfræðingar.  Reyndar var síðasti seðill afurð lýðræðis, menn komust að sameiginlegri niðurstöðu sem skilaði þessari líka slæmu niðurstöðu.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fjórir leikir úr efstu deild, átta úr þeirri næstu og einn úr C deildinni, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar

Skúrinn gefur eftir - Gísli Jón og Magnús Bjarna bestir

Getraunir | 17.11.2021

Liðin helgi var snúin.  Stórliðin náðu 10 réttum nema hvað Skúinn náði ekki nema 9 og er því einu stigi á eftir HG og Hampiðjunni í toppbaráttunni.

Gísli Jón Hjaltason og Magnús Bjarnason stóðu sig manna bestu og náðu báðir 11 réttum sem skilaði Magnúsi tæpum 15.000 í vinningsfé og Gísla kr. 10.000, Maggi var með tvær raðir með 11 réttum og fleiri tíur en Gísli, vel gert Maggi.  Hér fara menn sem hafa greinilega vita á alþjóðaboltanum.

Villi Matt stendur sig best í einstaklingskeppninni, kominn með þriggja stiga forystu á næsta mann  og ekki nema þremur stigum  á eftir Skúrnum.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda    hér 

Stóri pottur náði einnig 11 réttum sem skiluðu ekki nema  kr. 4.500  í vinning, styttist í þann stóra.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, sexleikir úr efstu deild og sjó úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  Ath!  Nú er kominn vetrartími í Englandi og því færist allt aftur um eina klst.

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar

Allt jafnt á toppnum

Getraunir | 09.11.2021

Vestfirskir tipparar stóðu sig ekki vel um liðna helgi.  Einn tippari náði 9 réttum og það var Sammi sem greinilega hefur vit á fótbolta.  Sammi spilar fyrir Team Skúrinn sem þýðir að Skúrinn jafnar við HG og Hampiðjuna á toppnum.  Öll stórliðin með 72 stig á toppnum en Hampiðjan er í forystu með einu tólfu tímabilsins.  Ekkert fékkst fyrir 9 rétta þannig að enginn í getraunaleiknum náði vinningi þessa vikuna.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda má hér 

Stóri pottur náði hins vegar10 réttum sem skiluðu kr. 8.880 í vinning, vorum með 2 leiki ranga og kerfið hélt ekki, missti einn leik, gengur betur næst.

Næsti seðill er mjög snúinn, landsleikjaseðill,  seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  Ath!  Nú er kominn vetrartími í Englandi og því færist allt aftur um eina klst.

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

 

Nánar

Spennan helst á toppnum

Getraunir | 03.11.2021

Spennan helst á toppnum, allt í járnum.  Hampiðjan og Team HG náðu 10 réttum á meðn Skúrinn náði ekki nema 9.  Þetta þýðir að Skúrinn fellur niður í þriðja sæti, einu stigi á eftir sínum helstu keppinautum.

Villi Matt stendur sig best í einstaklingskeppninni, náði 10 réttum og er ekki nema þremur stigum á eftir stórliðunum.  10 réttir skiluðu kr. 860 í vinning.

Stöðuna í leiknum og árangur keppenda má sjá   hér 

Stóri pottur náði einnig 10 réttum sem skiluðu kr. 1.720 í vinning, flöskuðum á nokkrum leikjum, gengur betur næst.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, þrír leikir úr efstu deild og 10 úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  Ath!  Nú er kominn vetrartími í Englandi og því færist allt aftur um eina klst.

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar

Allt jafnt á toppnum

Getraunir | 27.10.2021

Hampiðjan gaf heldur betur eftir á toppnum, náðu ekki nema 9 réttum á meðan þeirra helstu samkeppnisaðilar náðu 11 réttum.  Þetta þýðir að Hampiðjan, HG og Team Skúrinn eru öll jöfn á toppnum með 54 stig.  Hákon Hermannson náði 11 réttm fyrir hönd Hússins sem skilaði honum kr. 7.620  vinning.  Ingólfur Þorleifs náði einnig 11 réttum, vel gert Ingólfur en 11 réttir skiluðu honum kr. 4.560.

 Stöðuna í leiknum og árangur keppenda má sjá   hér 

Stóri pottur náði einnig 11 réttum og fullt af 10 réttum sem skilaði okkur samtals kr. 37.000 vinning.  Vorum með 12 rétta en kerfið hélt ekki, vorum bara með Everton Watford rangan, var samt tvítryggður.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, einir 8 leikir úr efstu deild og 5 úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar

Óbreytt á toppnum - Hampiðjan heldur tveggja stiga forystu

Getraunir | 20.10.2021

Stórliðin þrjú náðu öll 11 réttum um liðna helgi og því er staðan á toppnum óbreytt.  Sigrún Sigvalda gaf stórliðunum ekkert eftir og náði einnig 11 réttum.

Þetta þýðir að Hampiðjan heldur tveggja stiga forystu á Skúrinn og HG.  Aðrir dragast aftur úr nema Sigrún.  Stöðuna í leiknum og árangur keppenda má sjá   hér 

Stóri pottur náði hins vegar 12 réttum sem skilaði kr. 13.420 í vinning.  Kerfið hélt, við flöskuðum á einum leik.  Luton tók upp á því að vinna Millwall úti.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, einir 8 leikir úr efstu deild og 5 úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar

Hampiðjumenn bæta við forskotið

Getraunir | 13.10.2021

Hampiðjumenn náðu 12 réttum í viku þrjú á meðan þeirra helstu keppinautar náðu ekki nema 11 réttum.  12 réttir skiluðu þeim Hampiðjumönnum kr. 8.300 í vinning.

Þetta þýðir að þeir sitja á toppnum með tveggja stiga forskot á Skúrinn og HG.  Einu stigi þar á eftir sitja efstu menn í einstaklingsflokki, þeir Villi Matt og Guðni en hann náði einmitt 12 réttum líkt og Hampiðjan, annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur allra  hér 

Stóri seðillinn náði einnig 12 réttum.  Að þessu sinni hélt kerfið en vorum með  Ungverjaland-Albanía rangan, 12 réttir skiluðu ekki nema kr. 5.860 í vinning, gengur betur næst.  

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, einir 8 leikir úr efstu deild og 5 úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nánar

Hampiðjumenn á toppnum eftir viku tvö

Getraunir | 06.10.2021

Hampiðjumenn sitja einir á toppnum eftir tvær vikur.

Í viku tvö náðu Hampiðjumenn 11 réttum og sitja með eins stigs forystu á toppnum

Annars stóð Frank Guðmundsson sig manna best og náði 12 réttum sem skilaði honum kr. 25.150 í vinning, vel gert á 4.000 kr. miða.  Stöðuna í leiknum og árangur allra má sjá  hér 

Stóri seðillinn náði einnig 12 réttum, vorum hársbreidd frá 13 réttum, áttum nokkra möguleika á því.  12 réttir skiluðu kr. 157.000 í vinning sem er ágætis ávöxtun fyrir hluhafa.

 Næsti seðill mjög snúinn, landsleikjahelgi.  8 landsleikir á seðlinum og 5 leikir úr sænsku deildinni, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enginn enski bolti verður hjá Dóra um helgina en landsleikir verða sýndir, hér á síðu Stöð tvö sport má sjá hvað verður í boði

Nánar