Fréttir - Knattspyrna

Fall kemur heim

Knattspyrna | 15.03.2018
Sammi og Fall handsala samninginn
Sammi og Fall handsala samninginn

Sergine Modou Fall, sem við þekkjum öll, hefur ákveðið að koma aftur "heim" til Vestra og spila með liðinu í sumar.

Fall, var eins og margir vita, hjá Vestra tímabilin 2015 og 2016 við góðan orðstír áður en hann gekk til liðs við ÍR.

Fall á að baki 20 leiki fyrir félagið okkar og skorað í þeim 8 mörk.

Við bjóðum Fall velkominn til baka og hlökkum til að sjá hann spila í sumar með liðinu.

 Áfram Vestri!

Nánar

Þórður Gunnar fer á reynslu hjá Barnsley á England

Knattspyrna | 26.02.2018

Þórður Gunnar Hafþórsson, kantmaðurinn okkar knái, mun á sunnudaginn halda til Englands þar sem hann mun æfa með championship liðinu Barnsley.

Nánar

Daði Freyr kemur aftur heim á láni

Knattspyrna | 16.02.2018
Daði á lokahófi deildarinnar 2017
Daði á lokahófi deildarinnar 2017

Vestri og FH hafa náð samkomulagi um það að Daði Freyr spili með Vestra í 2. deildinni í sumar.

Nánar

Sólon Breki gengur í raðir Leiknis R.

Knattspyrna | 09.02.2018

Vestri og Leiknir hafa komist að samkomulagi um að Sólon Breki Leifsson spili með Leikni R. í 1. deildinni í sumar.

Sólon hefur nú þegar skrifað undir hjá Leikni og kemur til með að vera leikmaður þeirra þegar félagsskiptin ganga í gegn.

Nánar

Daniel Badu framlengir við Vestra

Knattspyrna | 08.02.2018
Ragnar og Badu við undirskriftina í kvöld
Ragnar og Badu við undirskriftina í kvöld

Nú í kvöld skrifaði Daniel Badu undir framlengingu á samningi sínum út tímabilið.

Badu ætti að vera öllum á svæðinu kunnur en hann hefur spilað með Vestra síðan sumarið 2015, ásamt því að þjálfa liðið síðastliðið sumar.

Við óskum Badu til hamingju með áframhaldandi samning og gleðjumst yfir því að halda honum í eitt tímabil, hið minnsta, í viðbót.

Áfram Vestri!

Nánar

Zoran Plazonić skrifar undir hjá Vestra

Knattspyrna | 30.01.2018
Zoran þegar skrifað var undir
Zoran þegar skrifað var undir

Um þar síðustu helgi spilaði Zoran Plazonić tvo leiki með Vestra og stóð sig með miklum ágætum, í framhaldi af þeim leikjum var Zoran boðið samning sem hann samþykkti nú rétt eftir helgi.

Nánar

Sólon Breki valinn í úrtakshóp u-21 árs landsliðsins

Knattspyrna | 26.01.2018
Bjarni og Sólon
Bjarni og Sólon

Leikmaður Vestra, Sólon Breki, hefur verið valinn í úrtakshóp hjá u-21 árs landsliði Íslands.

Æfingar munu fara fram 2. - 3. febrúar í Kórnum.


Við óskum Sólon auðvitað góðs gengis og höfum fulla trú á því að við sjáum hann í hóp hjá 21 árs landsliðinu okkar.

Nánar

Engin rólegheit um jólin hjá Þórði

Knattspyrna | 10.01.2018
Þórður í undankeppni EM í haust.
Þórður í undankeppni EM í haust.

Leikmaður Vestra, Þórður Gunnar Hafþórsson, var kallaður til æfinga með U-17 landsliði Íslands milli jóla og nýárs. Þar var um undirbúning fyrir æfingamót í Minsk í Hvíta-Rússlandi að ræða en það mun fara fram í lok þessa mánaðar. Þetta er ekki í fyrst skipti sem Þórður er kallaður til þetta árið því nú þegar hefur hann farið í þrennar æfingabúðir og á tvö mót með landsliðinu: Norðurlandamótið sem haldið var hér á landi í ágúst og svo á undankeppni EM sem haldið var í Finnlandi.

Nánar

Vestri og Grindavík mætast í kvöld kl 20:00

Knattspyrna | 01.12.2017

Nú í kvöld munu Vestri og Grindavík mætast í Akraneshöllinni og verður þetta fyrsti leikur Bjarna Jó með liðið.

Nánar

Knattspyrnudeild og S.Helgason framlengja samning sinn

Knattspyrna | 10.11.2017
Samúel og Brjánn handsala samninginn
Samúel og Brjánn handsala samninginn

Í dag var skrifað undir áframhaldandi styrktarsamning á milli knattspyrnudeildar Vestra og S.Helgason.

Nánar