Fréttir - Knattspyrna

Diogo Coehlo seldur til FK Sūduva

Knattspyrna | 27.06.2022
1 af 3

Knattspyrnudeild Vestra hefur samþykkt tilboð frá FK Sūduva í bakvörðinn Diogo Coelho og hefur hann skrifað undir samning við þá.

Langar okkur í Vestra að þakka Diogo fyrir dvölina hjá klúbbnum en hann hefur staðið sig með miklum sóma síðan hann koma til okkar og verið til fyrirmyndar í allri sinni framkomu.

Óskum við honum velfarnaðar hjá nýjum klúbbi í Litháen.

Nos Vemos mais tarde Diogo!

Nánar

Sumarskóli knattspyrnunnar

Knattspyrna | 21.06.2022

Sumarskóli knattspyrnudeildarinnar er á sínum stað líkt og síðast liðin ár. 

Þar er boðið upp á skemmtilegt námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára. Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur eða frá 4-15.júlí og er ýmist hægt að kaupa aðra vikuna eða báðar. 

Einnig er hægt að kaupa gæslu fyrir börnin frá 8-9 og svo frá 12-14 en skólinn sjálfur er frá 9-12. 

Vikan kostar 5.000kr,- án gæslu, 10.000kr,- með gæslu. 

Allir velkomnir að hafa gaman með okkur, ekki skilyrði að æfa knattspyrnu :) 

Skráning fer fram í gegnum þessa slóð hér: https://www.sportabler.com/shop/vestri/fotbolti 

Nánar

Komdu í fótbolta með Mola

Knattspyrna | 15.06.2022
1 af 3

Síðast liðinn mánudag fengum við frábæra heimsókn frá honum Sigurjóni Kristjánssyni, oftast kallaður Moli. En hann stendur fyrir verkefninu "Komdu í fótbolta með Mola". Verkefnið er samstarfsverkefni KSÍ og Landsbankans en Moli heimsækir minni sveitarfélög um allt land. 

Iðkendur Vestra tóku vel á móti Mola og skemmtu sér konunglega með honum í þessu flotta verkefni. 

Við þökkum Mola kærlega fyrir heimsóknina. 

Nánar

5.flokkur kvenna tók þátt í TM mótinu í Vestmannaeyjum

Knattspyrna | 11.06.2022

Stelpurnar í 5.flokki kvenna gerðu sér ferð til Vestmannaeyja og tóku þátt í TM mótinu þar. Mótið hófst seinasta fimmtudag og því lauk í dag.

Við sendum tvö lið til leiks að þessu sinni og lék hvort lið um sig 10 leiki á mótinu. Vestri 1 hafnaði í sjötta sæti í Glófaxabikarnum og Vestri 2 hafnaði í þriðja sæti í Bylgjubikarnum. 

Frábær árangur hjá stelpunum og spennandi verður að fylgjast með þeim leika í Íslandsmóti. Næsti leikur þeirra í Íslandsmóti verður á Olísvellinum sunnudaginn 19. júní klukkan 13:30 þegar við tökum á móti Knattspyrnufélagi Reykjavíkur.

Áfram Vestri!

Nánar

Áfram Ísland !

Knattspyrna | 02.06.2022

Framundan tveir leikir hjá A landsliði karla á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni – gegn Albaníu 6. júní og gegn Ísrael 13. júní.  Eins og við öll vitum þá munar um öfluga hvatningu stuðningsmanna á leikjum sem þessum.  KSÍ leitar því til ykkar með það að markmiði að ykkar iðkendur séu hvattir til að koma á landsleikina til að horfa á og styðja þetta unga og efnilega landslið okkar í þessum tveimur leikjum.

50% afsláttur er af miðaverði til þeirra sem eru yngri en 16 ára, einnig ef að stærri hópar eru að skella sér saman t.d. lið með þjálfara/fararstjóra þá er sjálfsagt að hafa samband við skrifstofa@ksi.is með að fá aðstoð við miðakaup þannig hópurinn geti setið saman og eins getum við þá boðið einstaka tilboð til stærri hópa. Aðgangur er ókeypis fyrir 1 fullorðinn fylgdarmann með hverjum 10 iðkendum.

 

Með von um að sjá sem flesta á Laugardalsvelli næstu tvö mánudagskvöld.  – Áfram Ísland!

 

Nánar

Fyrsti heimaleikur sumarsins í dag 24.maí

Knattspyrna | 24.05.2022

Vestri mun spila sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu, í dag kl. 18:00 en þá tekur Vestri á móti liði Aftureldingar í Mosfellsbæ á Olisvellinum í 32 liða úrslitum i Mjólkurbikars KSÍ. 

Liðið Vestra leikur í Lengjudeildinni í Íslandsmeistaramótinu og hefur þurft, vegna aðstöðuleys, að leika þrjá fyrstu leiki tímabilsins á útivelli. 

Við hvetjum auðvitað alla til að mæta á völlinn í dag og hvetja okkar menn áfram. 

Áfram Vestri !

Nánar

Knattspyrnudeild Vestra bauð til heimsóknar

Knattspyrna | 05.05.2022
Ganga um Olísvöllinn
Ganga um Olísvöllinn
1 af 6

Knattspyrnudeild Vestra fékk í dag góða heimsókn á svæðið við Torfnes. Í hópnum voru aðilar frá öllum framboðum í komandi sveitastjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ, aðilar úr knattspyrnuhreyfingunni, aðalstjórn Vestra og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ.

Tilgangur heimsóknarboðsins var að fá allt þetta öfluga fólk í heimsókn á svæðið og ganga með okkur um knattspyrnuvellina og æfingasvæðið og fara yfir sögu og stöðu svæðisins.

Fyrir hönd knattspyrnudeildarinnar þökkum við kærlega fyrir málefnalegt og gott spjall og virkilega góða mætingu. Við þökkum Vöndu einnig kærlega fyrir hennar góðu heimsókn og innlegg til málefnisins.

 

Nánar

6.flokkur kvenna tók þátt í Goðamótinu á Akureyri

Knattspyrna | 04.04.2022
1 af 4

Stúlkurnar í 6.flokki kvenna gerðu sér ferð á Goðamótið á Akureyri liðna helgi. Þær stóðu sig hrikalega vel á mótinu og er ljóst að framtíðin er björt í kvennaknattspyrnu á Vestfjörðum.

Við sendum eitt lið til leiks að þessu sinni og lék það í keppni C liða. Liðið endaði mótið í 10. sæti.

Frábær árangur hjá stelpunum sem fengu nú að reima á sig takkaskóna í fyrsta skipti í langan tíma eftir vetraræfingar inni á parketinu.

Nánar

Knattspyrnudeild auglýsir eftir þjálfurum

Knattspyrna | 24.03.2022

Knattspyrnudeild Vestra leitar eftir öflugum þjálfurum sem búsettir eru á norðanverðum Vestfjörðum í lið með okkur hjá yngri flokkum félagsins.
Reynsla, þjálfara –eða íþróttafræðimenntun og áhugi á þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu er æskileg.

Við horfum fram á spennandi tíma hjá knattspyrnudeildinni og vonumst til að fá til liðs við okkur frábæra þjálfara. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.

Umsóknir ásamt ferilskrám óskast sentar á Margeir Ingólfsson framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar á margeir@vestri.is. Nánari upplýsingar veitir Margeir í síma 6950143.

Nánar

6.flokkur karla tók þátt í Goðamótinu á Akureyri

Knattspyrna | 23.03.2022
1 af 4

Drengirnir í 6.flokki karla gerðu sér ferð á Goðamótið á Akureyri liðna helgi. Þeir stóðu sig með mikilli prýði og voru sjálfum sér og Vestra til sóma.

Við sendum tvö lið til leiks að þessu sinni, sem léku í keppnum C og D liða. Vestri 1 lenti í 3. sæti í keppni C liða og Vestri 2 lenti í 20. sæti í keppni D liða.

Frábær árangur hjá strákunum sem fengu nú að reima á sig takkaskóna í fyrsta skipti í langan tíma eftir vetraræfingar inni á parketinu.

Nánar