Fréttir - Knattspyrna

Pétur Georg Markan í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 29.07.2011

Kantmaðurinn Pétur Georg Markan er genginn til liðs við BÍ/Bolungarvík á láni út tímabilið frá Víking Reykjavík. Pétur er fæddur árið 1981 og lék með HK og Víking upp yngri flokka. Hann ætti að vera flestum kunnugur þar sem hann stundaði nám við Menntaskólann á Ísafirði auk þess að spila með meistaraflokki BÍ frá árunum 2002-2005. Þar lék hann 34 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 23 mörk.

Pétur á að vera kominn með leikheimild fyrir bikarleikinn gegn KR á sunnudaginn.

Nánar

Mörkin gegn Fjölni

Knattspyrna | 28.07.2011

Nánar

Fotbolti.net: Fjörugar lokamínútur í Grafarvogi

Knattspyrna | 28.07.2011 Fjönir 1 - 1 BÍ/Bolungarvík
0-1 Nicolas Deverdic (´81)
1-1 Marínó Þór Jakobsson (´90)

Jafntefli var niðurstaðan í baráttuleik Fjölnis og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild karla í kvöld í Grafarvoginum. Bæði lið þurftu helst á sigri að halda til að blanda sér inn í baráttuna um úrvalsdeildarsæti en þurftu að sætta sig við sitt stigið hvort. Nánar

Leikur gegn Fjölni í kvöld

Knattspyrna | 27.07.2011

Fjölnir mun taka á móti okkur á Fjölnisvelli klukkan átta í kvöld. Þeir hafa hingað til sýnt frá heimaleikjum sýnum á heimasíðu Fjölnis. Það eru frábærar fréttir fyrir okkar stuðningsmenn þó útsendingin sé langt frá því að vera jafn flott og hjá Einari Braga og félögum í Tronmedia sem sjá um að senda frá heimaleikjum okkar.

Sækja þarf eftirfarandi skrá

Nánar

Færin gegn Haukum

Knattspyrna | 25.07.2011 Nánar

Svekkjandi jafntefli gegn Haukum

Knattspyrna | 23.07.2011 BÍ/Bolungarvík 0-0 Haukar

Spánýtt stuðningsmannalag BÍ/Bolungarvíkur ómaði um Skutulsfjörðinn í dag þegar Haukamenn komu í heimsókn. Bæði lið hefðu með sigri getað blandað sér af fullri alvöru í toppbaráttuna, eða öllu heldur baráttuna um annað sætið eins og þetta er nú orðið. Fyrirfram hefði því mátt búast við blússandi sóknarbolta á báða bóga. Nánar

Stuðningsmannalagið tilbúið

Knattspyrna | 22.07.2011 Birgir Örn Sigurjónsson og Benedikt Sigurðsson hafa lokið við stuðningsmannalag BÍ/Bolungarvíkur og hægt er að nálgast lagið hér
BÍ/Bolungarvík(texti):
Vestfirskir, við stöndum saman eins og her
kraftmiklir, við getum klifið hvað sem er Nánar

Stuðningsmannalag BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 18.07.2011 Tónlistarmennirnir Birgir Örn Sigurjónsson (Biggibix) og Benedikt Sigurðsson (Benni Sig) eru um þessar mundir í hljóðveri að taka upp stuðningsmannalag fyrir BÍ/Bolungarvík. Þeir félagar voru fengnir til að semja stuðningsmannalag fyrir félagið og var það frumflutt á karlakvöldi BÍ Bolungarvíkur sem haldið var í apríl. Lagið þótti gott og með góðu gengi liðsins í 1. deildinni, var ákveðið að fara með lagið í hljóðver og taka upp enda hafa margir stuðningsmenn liðsins kvartað yfir því að liðinu vanti alvöru stuðningsmannalag. Þetta er því í fyrsta skipti sem liðið á sitt eigið lag þótt stuðningsmenn hafi oft samið nýja texta við gömul lög.

Lagið er eftir Biggabix og textinn eftir Benna Sig. Helga Margrét Marzellíusardóttir syngur einnig lagið ásamt Benna en lið BÍ Bolungarvíkur trallar undir. Tónlistarfólkið gefur vinnu sína til styrktar félaginu. Lagið verður aðgengilegt á netinu og mun bibol.is láta vita um leið og það er klárt. 
Nánar

Mörkin úr ÍR-leiknum

Knattspyrna | 17.07.2011 Nánar

Skrifuðu undir þriggja ára samning við félagið

Knattspyrna | 15.07.2011 Um síðustu helgi skrifuðu fjórir leikmenn undir þriggja ára samning við félagið. Þetta eru fyrirliðinn Gunnar Már Elíasson, miðjumaðurinn Hafþór Atli Agnarsson og frændurnir Sigurgeir Sveinn Gíslason og Sigþór Snorrason. Eins og menn hafa líklega tekið eftir eru þetta allt leikmenn sem hafa alist upp hjá félaginu.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með undirskriftir leikmannanna því þrátt fyrir að vera heimamenn eru þetta algjörir lykilleikmenn í hóp liðsins. Nánar