Fréttir - Knattspyrna

Zoran Plazonić skrifar undir hjá Vestra

Knattspyrna | 30.01.2018
Zoran þegar skrifað var undir
Zoran þegar skrifað var undir

Um þar síðustu helgi spilaði Zoran Plazonić tvo leiki með Vestra og stóð sig með miklum ágætum, í framhaldi af þeim leikjum var Zoran boðið samning sem hann samþykkti nú rétt eftir helgi.

Nánar

Sólon Breki valinn í úrtakshóp u-21 árs landsliðsins

Knattspyrna | 26.01.2018
Bjarni og Sólon
Bjarni og Sólon

Leikmaður Vestra, Sólon Breki, hefur verið valinn í úrtakshóp hjá u-21 árs landsliði Íslands.

Æfingar munu fara fram 2. - 3. febrúar í Kórnum.


Við óskum Sólon auðvitað góðs gengis og höfum fulla trú á því að við sjáum hann í hóp hjá 21 árs landsliðinu okkar.

Nánar

Engin rólegheit um jólin hjá Þórði

Knattspyrna | 10.01.2018
Þórður í undankeppni EM í haust.
Þórður í undankeppni EM í haust.

Leikmaður Vestra, Þórður Gunnar Hafþórsson, var kallaður til æfinga með U-17 landsliði Íslands milli jóla og nýárs. Þar var um undirbúning fyrir æfingamót í Minsk í Hvíta-Rússlandi að ræða en það mun fara fram í lok þessa mánaðar. Þetta er ekki í fyrst skipti sem Þórður er kallaður til þetta árið því nú þegar hefur hann farið í þrennar æfingabúðir og á tvö mót með landsliðinu: Norðurlandamótið sem haldið var hér á landi í ágúst og svo á undankeppni EM sem haldið var í Finnlandi.

Nánar

Vestri og Grindavík mætast í kvöld kl 20:00

Knattspyrna | 01.12.2017

Nú í kvöld munu Vestri og Grindavík mætast í Akraneshöllinni og verður þetta fyrsti leikur Bjarna Jó með liðið.

Nánar

Knattspyrnudeild og S.Helgason framlengja samning sinn

Knattspyrna | 10.11.2017
Samúel og Brjánn handsala samninginn
Samúel og Brjánn handsala samninginn

Í dag var skrifað undir áframhaldandi styrktarsamning á milli knattspyrnudeildar Vestra og S.Helgason.

Nánar

Sólon Breki Leifsson semur við Vestra

Knattspyrna | 10.11.2017
Bjarni og Sólon handsala samninginn.
Bjarni og Sólon handsala samninginn.

Vestri og Sólon Breki Leifsson hafa komist að samkomulagi um að Sólon spili fyrir Vestra næstu 2 árin, eða út tímabilið 2019.

Nánar

Viðtal við Bjarna Jó, þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu

Knattspyrna | 30.10.2017

Við skelltum í eitt viðtal við Bjarna og fórum um víðan veg, liðið, knattspyrnuhús, umgjörðin og Andy Pew voru meðal viðfangsefna. Endilega náið ykkur í einn kaffibolla og leggið við hlustir.

Nánar

Andrew J. Pew semur um að vera spilandi aðstoðarþjálfari

Knattspyrna | 28.10.2017
Samúel og Andrew skrifa undir samninginn
Samúel og Andrew skrifa undir samninginn

Knattspyrnudeild Vestra hefur samið við Andrew James Pew um að vera spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

Nánar

Umfjöllun í Evrópu um knattspyrnudeild Vestra!

Knattspyrna | 26.10.2017
Umfjöllun The Football Pink um knattspyrnudeild Vestra.
Umfjöllun The Football Pink um knattspyrnudeild Vestra.
1 af 2

Við fengum símtal frá útlöndum í vor. Það er kannski ekki í frásögur færandi en þetta var blaðamaður frá Skotlandi, Marc Boal, sem hefur óbilandi áhuga á íslenskum fótbolta. Hann hafði heyrt góða hluti um félagið okkar og vildi heimsækja okkur. Við tökum öllum heimsóknum fagnandi og því gerði hann sér ferðalag alla leið vestur til þess að skrifa litla grein um knattspyrnudeild Vestra. Hann var svo hrifinn að litla greinin varð stór. Hér er hægt að sjá útdrátt úr henni:

https://footballpink.net/…/21/vestri-football-in-the-fjords/ 

en til þess að sjá alla greinina er hægt að kaupa blaðið hans í pdf-skjali á þessari slóð:

http://www.blurb.co.uk/b/8241774-icelandic-football-in-the-land-of-fire-2017 .

Takk Marc Boal!

 

Nánar

Þórður Gunnar með U-17 landsliði Íslands

Knattspyrna | 25.10.2017
Þórður Gunnar Hafþórsson leikmaður knattspyrnudeildar Vestra
Þórður Gunnar Hafþórsson leikmaður knattspyrnudeildar Vestra
1 af 5

Þórður Gunnar Hafþórsson, 15 ára leikmaður knattspyrnudeildar Vestra, hlaut þá upphefð að vera valinn í U-17 landslið Íslands í sumar. Tók hann þátt í tveimur verkefnum, Norðurlandamóti í Reykjavík og undankeppni EM sem fram fór í Finnlandi fyrir stuttu. Við báðum Þórð að segja okkur aðeins frá þessu.

Nánar