Fréttir - Knattspyrna

Ignacio Gil og Vladimir Tufegdzic framlengja.

Knattspyrna | 23.10.2023
Ignacio Gil
Ignacio Gil
1 af 2

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að leikmennirnir Ignacio Gil og Vladimir Tufegdzic hafa framlengt samninga sína við félagið. Þeir gengu báðir til liðs við Vestra fyrir tímabilið 2020 og eru því á leið inn í sitt fjórða tímabil hér fyrir vestan.

Ignacio skrifaði undir nýjan eins árs samning á meðan Tufegdzic skrifaði undir nýjan tveggja ára samning.

Þeir eru báðir miklir leiðtogar og hafa verið lykilleikmenn undanfarin tímabil hjá Vestra. Því er mikið ánægju efni að þeir taki slaginn með Vestra í Bestu deildinni á næsta ári.

Nánar

Samstarf knattspyrnudeildar Vestra og Breiðabliks

Knattspyrna | 18.10.2023
1 af 2

Í byrjun árs gerðu knattspyrnudeildir Vestra og Breiðabliks með sér samstarfssamning sem felst í því að iðkendur Vestra geti sótt knattspyrnuæfingar hjá Breiðabliki og eins iðkendur Breiðabliks geti sótt knattspyrnuæfingar hjá Vestra. Þó nokkrir iðkendur hafa nýtt sér þetta og hefur samstarfið gefið góða raun. 

Í samstarfinu felst einning aðgangur að fræðslu og öðru slíku hjá þjálfurum.

Nú í byrjun október kom hann Jón Smári, þjálfari hjá Breiðablik, hingað vestur þar sem hann er í starfsnámi í sjúkraþjálfun. Vegna samstarfssamnings Vestra og Breiðablik hefur Jón Smári komið inn í yngri flokka þjálfun hjá Vestra síðustu vikurnar og verður með okkur fram í nóvember. 

Það er hefur verið frábært að fá Jón Smára inn í starfið okkar og erum við afar ánægð með samstarfið við Breiðablik. Líklega er ýmislegt nýtt fyrir Jóni Smára, það er langt síðan hann þjálfaði knattspyrnu á parketi, já eða í snjó.

 

Nánar

Morten Ohlsen Hansen og Gustav Kjeldsen framlengja.

Knattspyrna | 16.10.2023
Mynd: Hafleiði Breiðfjörð
Mynd: Hafleiði Breiðfjörð

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að miðvarðarparið öfluga hefur skrifað undir nýja tveggja ára samninga.

Morten og Gustav komu til okkar fyrir síðasta tímabil og mynduðu fljótlega sterkt miðvarðarpar, sem var stór partur af því að liðið fékk fæst mörk á sig allra liða í Lengjudeildinni 2023.

Stjórnin bindir miklar vonir við strákana og hlakkar til að sjá þá í deild þeirra bestu á næsta ári.

Nánar

Foreldrafundir í næstu viku hjá yngri flokkum í knattspyrnudeild Vestra.

Knattspyrna | 06.10.2023

Foreldrafundir verða haldnir dagana 09.-12. október nk.

Við viljum hvetja foreldra til að mæta.  Ný vegferð er hafin í barna og unglingastarfi knattspyrnudeildar Vestra og mikilvægt er að kynna hana fyrir foreldrum og forráðamönnum.

Fundirnir verða haldnir í vallarhúsinu á Torfnesi(efri hæð).

 

Fundarefni:

Æfinga og kennsluáætlun Vestra.

Knattspyrnumót. 

Önnur mál.

 

 

Hér er dagskráin:

Mánudagur 09. október

7. flokkur drengja og stúlkna(börn fædd 2016-2017).  Kl. 18:30-19:30.

6. flokkur drengja og stúlkna(börn fædd 2014-2015). Kl. 20:00-21:00

 

Þriðjudagur 10. október

5. flokkur drengja og stúlkna(börn fædd 2012-2013).  Kl. 18:30-19:30.

 

Miðivkudagur 11. október

4. flokkur drengja og stúlkna(börn fædd 2010-2011).  Kl. 20.00-21.00.

3. flokkur drengja og stúlkna(börn fædd 2008-2009). Kl. 18.30-19.30.

 

Fimmtudagur 12. október

8. flokkur barna(börn á leikskólaaldri). Kl. 18.30-19.30

 

Nánar

Verndarar barna

Knattspyrna | 06.10.2023

Í vikunni fékk knattspyrnudeild Vestra til sín afar áhugavert forvarnarnámskeið sem nefnist Verndarar barna. Forvarnarverkefnið er samstarfsverkefni Barnaheill og KSÍ. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eiga börn, vinna með börnum eða fyrir þau. Um 13 aðilar sóttu námskeiðið og námskeiðið var virkilega fræðandi og áhugavert. 

Ákveðið var að fá þetta námskeið aftur hingað á svæðið á næstu mánuðum, enda mikilvægt forvarnarnámskeið fyrir alla sem á einhvern hátt koma að börnum. 

Við þökkum Knattspyrnusambandi Íslands og Barnaheill kærlega fyrir komuna og að bjóða upp á þetta mikilvæga námskeið og í leiðinni hvetjum önnur félög til að nýta sér þessa mikilvægu fræðslu. 

 

Nánar

Verndari barna

Knattspyrna | 03.10.2023

Á morgun, miðvikudaginn 4.október verður boðið upp á fræðsluverkefnið Verndari barna hér á Ísafirði. Verkefnið er samstarfsverkefni Barnaheill og KSÍ og er markmið þess að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við. 

Öll þau sem á einhvern hátt koma að knattspyrnustarfi barna eru hvött til að mæta á þessa fræðslu sem er þátttakendum að kostnaðarlausu. Öll velkomin, starfsfólk á skrifstofu félagsins, þjálfarar, húsverðir, sjálfboðaliðar, foreldrar og allir þeim sem finnast þeir eiga erindi. 

Námskeiðið verður haldið í sal Menntaskólans á Ísafirði. 

Skráning til þátttöku skal send á heidarbirnir@vestri.is 

Nánar

Heiðar Birnir Torleifsson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar

Knattspyrna | 02.10.2023
Yngri flokkar knattspyrnudeildar Vestra hafa ráðið Heiðar Birnir Torleifsson til starfa. Heiðar Birnir tekur við starfi yfirþjálfara yngri flokka frá 1.október.
 
Heiðar þarf vart að kynna en hann þekkir félagið vel, allt frá grasrót og upp í meistaraflokk.
 
Um leið og við bjóðum Heiðar velkominn til starfa viljum við þakka Eyþóri Bjarnasyni kærlega fyrir sín störf og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
 
Við hefjum æfingar aftur í vikunni eftir stutt hlé og sendum út nýjar æfingatöflur von bráðar.
 
Áfram Vestri !
Nánar

Söngtextar

Knattspyrna | 24.09.2023

Við hvetjum áhorfendur til að taka undir stuðningsmannalög Vestra. Meðfylgjandi eru textar.

 

Lag: Hafið eða fjöllin

Er ég kom fyrst á þennan stað
Ekki leist mér beint á það
Fólk vann hér alla daga
Við störfin hér og þar - hér og þar
Ég kynntist fólkinu
Og ég kunni vel við það
En tíminn hann flaug áfram
Og ég yfirgaf þennan stað
Er ég kom svo aftur
Ekkert hafði breyst
Frá því ég var hér síðast
Ekkert breyst - ekkert breyst
Er það hafið eða fjöllin
Sem að laða mig hér að
Eða, er það kannski fólkið
Á þessum staaaað - þessum stað
Hér á ég nokkra vini og marga kunningja
Sem eru mér ósköp góðir, allt fyrir mig gera
Fáir svartir sauðir, búa í þessum bæ
Allt leikur hér í lyndi
Í þessum bæ - þessum bæ
Er það hafið eða fjöllin
Sem að laða mig hér að
Eða, er það kannski fólkið
Á þessum staaaað - á þessum stað
Hér á ég nokkra vini og marga kunningja
Sem eru mér ósköp góðir, allt fyrir mig gera
Fáir svartir sauðir, búa í þessum bæ
Allt leikur hér í lyndi
Í þessum bæ - þessum bæ
Er það hafið eða fjöllin
Sem að laða mig hér að
Eða, er það kannski fólkið
Á þessum staaaað - þessum stað
Er það hafið eða fjöllin
Sem að laða mig hér að
Eða, er það kannski fólkið
Á þessum staaaað - þessum stað
Er það hafið eða fjöllin
Sem að laða mig hér að
Eða, er það kannski fólkið
Á þessum staaaað - þessum stað

 

Lag: L'estate sta finendo

Við Vestrapúkar erum
og stöndum hérna keik
Sigurinn við berum
Og vinnum þennan leik

Ólei ólei ólei

Á ísilögðum völlum
Við æfum sérhvern dag
Boltann inn við sköllum
Og syngjum þetta lag

Ólei ólei ólei

Stuðningsmannaliðið
Við stöndum ykkar vörð
Við eigum stóra sviðið
Því saman erum hörð

Ólei ólei ólei

Áfram Vestri!

Silas Songani : (Lag: Tequila)

„…..SONGANI!“
____________________________

Áfram Vestri: (Lag:Yaya/Kolo Toure)

Lágt : "Áfram, Áfram Vestri, Áfram Vestri, Áfram Áfram Vestri"

Hátt: "Áfram, Áfram Vestri, Áfram Vestri, Áfram Áfram Vestri"
____________________________

Benó Warén (Lag: Freed from Desire)

"Benó on fire, your defence is terrified....“ x4

HÚH!Nanana…….
____________________________
Túfa: We love you

„We love you Túfa we do, we love you Túfa we do. We love you Túfa we do Ó Túfa we love you.“
____________________________
Frá Vestfjörðum: Silfurskeið lag:

„Frá Vestfjörðum tromm tromm tromm Ég aldrei vík tromm tromm tromm Sú tilfinning tromm tromm tromm Er engu lík oh oh oh óhoóó“
____________________________
Elmar Atli: One of Our Own

„Hann er einn af oss, Hann er einn af ooooss, Elmar Garðars, hann er einn af oss.“
____________________________
Elmar: NR 1,2,3 og 4 (Lag: Yellow Submarine)

,,Númer eitt er Haffi
Númer tvö er Haffi
Númer þrjú er Haffi
Númer fjögur er Haffi
Við öll lskum Hafþór Agnarsson
Hafþór Agnarsson
Hafþór Agnarsson
Við öll elskum Hafþór Agnarsson
Hafþór Agnarsson
Hafþór Agnarsson“
____________________________
Ef þú ert Vestfirðingur gef mér klapp

„Ef þú ert Vestfirðingur gef mér klapp“ (klapp) „Ef þú ert Vestfirðingur gef mér klapp“ (klapp)

„Ef þú ert Vestfirðingur og þú veist hvað þú syngur, ef þú ert Vestfirðingur gef mér klapp“
______________________________

 

 

 

Lag: Allez, Allez, Allez

,,Við Vestrapúkar erum
og stöndum hérna keik
Sigurinn við berum
Og vinnum þennan leik

Allez, Allez, Allez….

Á ísilögðum völlum
Við æfum sérhvern dag
Boltann inn við sköllum
Og syngjum þetta lag

Allez, Allez, Allez….

Stuðningsmannaliðið
Við stöndum ykkar vörð
Við eigum stóra sviðið
Því saman erum hörð

Allez, Allez, Allez….
____________________________
Lag: Hafið eða fjöllin

,,Er það hafið eða fjöllin
Sem að laða mig hér að
Eða, er það kannski fólkið
Á þessum staaaað - þessum stað“
(REPEAT)
____________________________
Lag: GO West

,,Stöndum upp fyrir Vestramenn, stöndum upp fyrir Vestramenn, stöndum upp fyrir Vestramenn, stöndum upp fyrir Vestramenn! Oooooóóóo´…..“
____________________________
Vestri / Nacho Gil (Lag: Thunder-struck)

,,Vestri! AaAaAaa Vestri! AaAaAaa..“
eða:
,,Nacho! AaAaAaa Nacho! AaAaAaa..“
____________________________

Lag: Sjallalla (Byrjum lágt hæk-kum smátt og smátt í brjálað st-uð)

„Sjalla lala lalalaaa ooooo Vestrameeeeeennn“
x Endurtaka eins oft og þurfa þykir
____________________________


 

 

 

 

Nánar

Nýr samningur Spes Seafood og Vestra

Knattspyrna | 14.09.2023
1 af 2

Knattspyrnudeild mfl. karla og Spes Seafood undirrituðu á dögunum nýjan auglýsinga samning til þriggja ára. En Spes Seafood er fiskvinnsla Hollenska fiskdreifingar aðillans Adri og Zoon.

 

Það voru þeir Pedro Bruijnooge fyrir hönd Spes og Samúel Samúelsson fyrir hönd Vestra sem handsöluðu samningin í vinnslu þeirra í Sandgerði.

 

 

Nánar

Torfi Björnsson

Knattspyrna | 22.08.2023

Það eru líklega fáir sem hafa gert jafmikið fyrir ísfirska knattspyrnu og Torfi Björnsson – og talað jafn lítið um það. Fyrir þá sem nú eru í blóma lífsins væri auðveldlega hægt að vera þeirrar skoðunar að Torfi hafi mætt á einn og einn leik og látið þar við sitja, en svo er aldeilis ekki. Hann byrjaði strax ungur að árum að vasast kringum fótbolta en varð ungur sjómaður og svo skipstjóri og þá fór að þrengja að áhugamálinu. Hann tók samt til ýmissa ráða. Skipverjum hans fannst hann oft fara skrambi stutta túra en þá vildi Torfi komast í land til að ná leik, gjarnan þegar strákarnir hans voru að spila en allir voru synir hans viðloðandi fótboltann, Jóhann, Ómar, Örn og Gunnar. Á áttunda áratugnum tók hann sér meira að segja frí frá sjónum í nokkra daga til að tyrfa Torfnesvöll en það þótti fáheyrt á þeim tíma. Þegar ÍBÍ komst svo í 1. deild í upphafi níunda áratugarins fór Torfi á fullt; hann fékk leyfi frá sjávarútvegsráðherra til að landa rækju af sínum bát og tveimur öðrum og að andvirði aflans rynni til knattspyrnuliðs ÍBÍ. Var það grundvöllur rekstrarins sem varð gríðarþungur þetta ár sem liðið var í efstu deild og reið baggamuninn í því að gera það mögulegt. Við sem ekki þekkjum til þessa málaflokks gerum okkur kannski ekki grein fyrir því, en þetta eitt er risavaxið og nánast óskiljanlegt að hann skuli hafa haft þetta í gegn.

Í seinni tíð má nefna að Torfi var ötull talsmaður og helsti stuðningsaðili að byggingu stúku við Torfnesvöllinn og enn reið hans þáttur baggamuninn. Þar eiga þau hjónin heiðurssæti og lögðu hornstein að stúkunni við vígslu hennar, allt í rökréttu framhaldi af stuðningi við framkvæmdina. Þó að það hafi ekki farið hátt, má leiða að því líkum að Torfi hafi unnið af miklu kappi að framgangi fótboltans undir ratsjá okkar hinna og þá í gegnum afkomendurna, sem margir hverjir iðkuðu, iðka og munu iðka fótbolta af sama kappi og Torfi Björnsson studdi við hann.

Þessi ötuli talsmaður og stoð íþróttarinnar lést þann 14. ágúst síðastliðinn en minningin mun lifa um langa tíð. Stjórn knattspyrnudeildar Vestra sendir ættingjum og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Torfa Björnssyni varð líklegast aldrei fullþakkað fyrir sinn risahlut í þessum túr.

 

Nánar