Fréttir - Knattspyrna

Umfjöllun í Evrópu um knattspyrnudeild Vestra!

Knattspyrna | 26.10.2017
Umfjöllun The Football Pink um knattspyrnudeild Vestra.
Umfjöllun The Football Pink um knattspyrnudeild Vestra.
1 af 2

Við fengum símtal frá útlöndum í vor. Það er kannski ekki í frásögur færandi en þetta var blaðamaður frá Skotlandi, Marc Boal, sem hefur óbilandi áhuga á íslenskum fótbolta. Hann hafði heyrt góða hluti um félagið okkar og vildi heimsækja okkur. Við tökum öllum heimsóknum fagnandi og því gerði hann sér ferðalag alla leið vestur til þess að skrifa litla grein um knattspyrnudeild Vestra. Hann var svo hrifinn að litla greinin varð stór. Hér er hægt að sjá útdrátt úr henni:

https://footballpink.net/…/21/vestri-football-in-the-fjords/ 

en til þess að sjá alla greinina er hægt að kaupa blaðið hans í pdf-skjali á þessari slóð:

http://www.blurb.co.uk/b/8241774-icelandic-football-in-the-land-of-fire-2017 .

Takk Marc Boal!

 

Nánar

Þórður Gunnar með U-17 landsliði Íslands

Knattspyrna | 25.10.2017
Þórður Gunnar Hafþórsson leikmaður knattspyrnudeildar Vestra
Þórður Gunnar Hafþórsson leikmaður knattspyrnudeildar Vestra
1 af 5

Þórður Gunnar Hafþórsson, 15 ára leikmaður knattspyrnudeildar Vestra, hlaut þá upphefð að vera valinn í U-17 landslið Íslands í sumar. Tók hann þátt í tveimur verkefnum, Norðurlandamóti í Reykjavík og undankeppni EM sem fram fór í Finnlandi fyrir stuttu. Við báðum Þórð að segja okkur aðeins frá þessu.

Nánar

Bjarni Jóhannsson ráðinn þjálfari meistaraflokks Vestra í knattspyrnu

Knattspyrna | 07.10.2017
Samúel og Bjarni skrifa undir samning á hótel Ísafirði.
Samúel og Bjarni skrifa undir samning á hótel Ísafirði.

Knattspyrnudeild Vestra kynnir ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks.

Nú rétt í þessu á hótel Ísafirði skrifuðu Samúel "Sammi" Samúelsson og Bjarni Jóhannsson undir samning um þjálfun meistaraflokks Vestra til næstu þriggja ára.

Nánar

Lokahóf Knattspyrnudeildar

Knattspyrna | 24.09.2017
Verðlaunahafar kvöldsins
Verðlaunahafar kvöldsins

Á laugardaginn síðastliðinn fór fram lokahóf knattspyrnudeildar Vestra.


Skemmtu leikmenn, stjórn og velunnarar deildarinnar sér vel um kvöldið og línurnar lagðar fyrir næsta tímabil.

Nánar

Krakkar á hæfileikamótun KSÍ

Knattspyrna | 18.09.2017
1 af 2

KSÍ boðaði 6 iðkendur Vestra á hæfileikamótun KSÍ sem haldin var á Akranesi á helginni.

Nánar

Vestri - Afturelding. Laugardaginn 9. september. Klukkan 15:00

Knattspyrna | 06.09.2017

Þá er komið að næsta heimaleik okkar manna. En það er leikur við Aftureldingu.

Eins og við öllum vitum þá berst Vestri lífróðri fyrir veru sinni í deildinni, en úrslit síðustu umferða hafa ekki verið okkur hagstæð.

Nánar

Vestri - Tindastóll. Laugardaginn 26. ágúst. Klukkan 14:00

Knattspyrna | 24.08.2017

Á laugardaginn munu Tindastóls menn koma í heimsókn til okkar á Torfnesvöll.

Leikar hefjast klukkan 14:00 og hvetjum við alla til að koma og standa á bakvið strákana okkar.

Úrslit síðustu leikja hafa ekki alveg fallið með okkur, en við treystum á að fólk láti sjá sig og styðji við strákana.

Við getum snúið þessum við, en þá þurfa allir að róa í sömu átt og gera sitt!

Áfram Vestri!

Nánar

Vestri - Sindri. Laugardaginn 19. ágúst kl: 14:30

Knattspyrna | 15.08.2017

Á laugardaginn munu okkar menn í Vestra spila við Sindra frá Höfn í Hornafirði klukkan 14:30 á Torfnesvelli.

Fyrri leikur liðanna fór fram þann 6. júní s.l. og enduðu leikar 0-5 fyrir Vestra.


Hvetjum við alla til að líta á völlinn og styðja okkar menn.


Áfram Vestri!

Nánar

Stór helgi hjá krökkunum í fótboltanum

Knattspyrna | 15.08.2017

Síðasta helgi var mjög viðamikil og skemmtuleg fyrir fótboltakrakkana.  Yngstu iðkendurnir í 8.flokki fóru á Arionbankamót Víkings í Reykjavík og sömuleiðis 7.fl drengja.

Stelpurnar okkkar í 6.fl og 7.fl fóru svo á Pæjumótið á Siglufirði og kepptu þar í frábæru veðri við góðar aðstæður.

Nánar

Vestri - Huginn. Laugardaginn 12. ágúst. Torfnesvelli

Knattspyrna | 08.08.2017

Á laugardaginn kemur mætast Vestri og Huginn í 16. umferð 2. deildar knattspyrnu karla.

 

Fyrri leikur liðanna endaði 1-1 á Fellavellinum fyrir austan og munu okkar menn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná í 3 stig á laugardaginn.

 

Við hvetjum alla sem vetlingi getað valdið til að mæta á völlinn og hvetja strákana okkar.

 

Áfram Vestri!

Nánar