Fréttir - Knattspyrna

Pétur Run og Milan Krivokapic komnir með leikheimild

Knattspyrna | 29.04.2010

Pétur Runólfsson er genginn til liðs við BÍ/Bolungarvík á láni frá ÍBV. Samkvæmt KSÍ er Pétur kominn með leikheimild og ætti að vera gjaldgengur í undanúrslitum Lengjubikarsins á Laugardaginn kl. 12:30.

Nánar

Ivar Pétursson er nýr fréttaritari Bí/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 27.04.2010

Stjórn Bí/Bolungarvíkur býður Ivar Pétursson velkominn til starfa sem nýann fréttaritara og upplýsingarfulltrúa liðsins.
En Ivar þótti skara framúr af þeim sem sóttu um starfið. Ivar hefur hafið störf nú þegar og að sjálfsögu verður á hann í Laugardalnum á laugardaginn en þá mæta strákarnir liði Völsungs í undanúrslitum Lengjubikarsins

Nánar

Bí/Bolungarvík-Völsungur

Knattspyrna | 27.04.2010

Bí/Bolungarvík mætir Völsungi frá Húsavík í undanúrslitum Lengjubikarsins á gervigrasvellinum í Laugardal.
Leikurinn er á laugardaginn og hefs kl 12:30. Ef að við förum með sigur af hólmi, þá mætum við annaðhvort Hvöt eða Víkingi Ólafsvík á  sunndag kl 13:00, ekki hefur verið áhveðið enþá hvar sá leikur fer fram. Hvetjum alla þá sem sjá sért fært um að mæta, að koma og styðja strákanna til sigurs!! Áfram Bí/Bolungarvík!!!

Nánar

Fréttaritari

Knattspyrna | 25.04.2010

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur óskar eftir fréttaritara, en sá aðili kemur til með að sjá um heimasíðu liðsins.

Nánar

Góður sigur á Aftureldingu, og sæti í undanúrslitum

Knattspyrna | 25.04.2010

Í gær komst BÍ/Bolungarvík í undanúrslit Lengjubikarsins með góðum sigri á Aftueldingu, leikurinn endaði  4-0 og skoruðu þeir Pétur Geir Svavarsson og Emil Pálsson sitthvor tvö mörkin.

Nánar

Fysti Heimaleikurinn í ár er á Laugadaginn

Knattspyrna | 21.04.2010

Bí/Bolungarvík-Afturelding

Leikmenn Bi/Bolungarvíkur taka á móti Aftureldingu í Leingjubikarum á komandi laugardag, á Torfnesgervigrasvelli, hefst leikurinn kl:14:00.
Bí/Bolungarvík er ósigrað í riðlinum, og er þetta er úrslitaleikur, þar sem Aftuelding getur komist uppfyrir okkur með 0-3 sigri.
 Strákarnir okkar láta slíkt ekki  koma fyrir og stefna að sjálfsögðu á að klára riðilinn með fullt hús stiga og sæti í undanúrslitum.  Hvet alla til að mæta á leikinn og styðja strákanna til sigurs!!
Áfram Bí/Bolungarvík!! Nánar

Bí/Bolungarvík-Afturelding

Knattspyrna | 21.04.2010

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur taka á móti Aftureldingu í Leingjubikarum á komandi laugardag, á Torfnesgervigrasvelli, hefst leikurinn kl:14:00.

Nánar

Sigur í æfingaleik

Knattspyrna | 18.04.2010 Bí/Bolungarvík spilaði æfingaleik í dag við Létti og unnu stórsigur 8-0.
Mörk okkar í dag skorðu:
Pétur geir 3
Alfreð 2
Addi 2
Andri 1 Nánar

Sigur í kvöld

Knattspyrna | 16.04.2010 BÍ/Bloungarvík sigraði Víðir í Lengjubikarnum í kvöld 5-1.

Víðir 1 - 5 BÍ/Bolungarvík:

0-1 Andri Rúnar Bjarnason
0-2 Andri Rúnar Bjarnason
1-2 Reynir Þór Valsson
1-3 Óttar Bjarnason
1-4 Andri Rúnar Bjarnason
1-5 Gunnar Már Elíasson


Nánar

Innanhúsmótinu frestað!

Knattspyrna | 12.04.2010 Vegna fjarveru þjálfara og iðkenda um næstu helgi hefur verið ákveðið að fresta mótinu fram í maí. Það verður þá haldið á gervigrasinu við Torfnes í stað íþróttahússins.
Nánari tímasetning verður sett hér inn í þessari viku.
Við biðjumst velvirðingar ef þetta raskar áætlunum einhverra en við teljum að það sé betra að sem flestir krakkar geti tekið þátt í mótunum okkar, því þau eru það sem iðkendunum finnst skemmtilegast í starfinu. Nánar