Fréttir - Knattspyrna

Frábær árangur á Blönduósi!

Knattspyrna | 02.07.2009 Til hamingju krakkar með árangurinn á Blönduósi! Farið var með fjögur lið í þremur flokkum á mótið og renndum við blint í sjóinn með stöðu okkar gagnvart andstæðingunum. Þegar upp var staðið hafði 6. flokkur drengja og 6. flokkur stúlkna unnið mótið í sínum aldursflokkum enda spiluðu þau eins og englar í öllum sínum leikjum, sýndu frábæra spilamennsku og unnu stelpurnar m.a. háttvísiverðlaunin í sínum flokki. Er það sjaldgæft að sigurlið skuli fá slík verðlaun en sýnir hve stelpurnar stóðu sig stórkostlega á öllum sviðum. Um leið bendi ég á að hægt er að sjá myndbönd af 6. flokki stelpna á síðunni þeirra hér vinstra megin. Sameiginlegur 7. flokkur stráka og stelpna endaði í 4. sæti af 14. í sinni keppni og er það afar góður árangur þegar tekið er tillit til þess að einungis var einn leikmaður á eldra ári hjá okkar krökkum. Sýndi það sig líka að þau unnu alla leiki auðveldlega en lentu í vandræðum þegar leikið var gegn liðum Magna frá Grenivík og Snæfellsness en þar voru stórir og stæðilegir strákar í aðalhlutverki. Á þessum aldri skipta líkamsburðirnir oft meira máli en leiknin og töpuðust þessir leiki 2-3 eftir hetjulega baráttu krakkanna okkar.

Ég vil óska öllum þátttakendum og foreldrum þeirra til hamingju með árangurinn og vil líka þakka öllum fyrir samveruna á skemmtilegu móti. Sjáumst í næsta stríði. Nánar

Síðasti skammtur fyrir Blönduós...

Knattspyrna | 18.06.2009 Jæja, gott fólk!

Nú er að koma að þessu. Niðurröðun í bíla er lokið, allavega vitum við ekki af fleira fólki sem er vegalaust en látið mig endilega vita ef einhvern vantar far. Allir þurfa einhvern vasapening sem er til að brúa bilið á heimleiðinni enda verður þá stoppað til að borða og svo mega krakkarnir auðvitað kaupa sér eitthvað sætt þegar síðasta leik er lokið á sunnudeginum.

Á Blönduósi eru nokkrir krakkar í gistingu í skólanum, eða um 13 talsins og verða Stella Hjaltadóttir og Sigrún Sigurðardóttir þeim til halds og trausts í gistingunni. Síðan munum við vinna saman á daginn við stjórn liða og annað utanumhald sem snýr að krökkunum, það þarf að koma þeim í leiki og mat og passa upp á að þau hlaupi ekki út undan sér, allir séu í réttu fötunum og kannski í fötum yfirhöfuð.

Svo er auðvitað búnaðurinn sem allir þurfa að taka með sér:

Vasapeningur (fyrir heimleiðina fyrst og fremst)
Hollt og gott nesti á leiðinni til Blönduóss
dýna
svefnpoki eða sæng og lak
koddi
legghlífar
bláir fótboltasokkar
svartar stuttbuxur
sundföt (sundlaugin er reyndar lokuð en við gætum baðað liðið í Húnavallalaug 15-20 mín. keyrslu frá Blönduósi)
regnföt
hlý föt
BÍ88-peysur, bláar
BÍ88-peysur, hvítar
Auk alls þess almenns búnaðar sem maður myndi hafa með sér í útilegu/keppnisferð.

Munið að búið er að taka frá pláss á tjaldsvæðinu á Blönduósi fyrir okkur!

Sjáumst hress!

Nánar

Upplýsingar fyrir Blönduós 19.-21. júní

Knattspyrna | 16.06.2009 Nú er þetta allt að smella saman. Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudagur 19.júní.2009
20:00 - 22:00 Móttaka keppnisliða í félagsheimilinu

Laugardagur 20. Júní.2009

07:00 - 09:00 Móttaka keppnisliða í félagsheimilinu

07:00 - 09:30 Morgunverður

08:20 Setning mótsins á íþróttavelli

Frá kl 08:30 Leikir skv. leikjatöflu

11:30 - 14:00 Hádegismatur (vinsamlega sýnið biðlund ef myndast biðröð)

Leikir skv. leikjatöflu

17:30 - 20:00 Kvöldverður (vinsamlega sýnið biðlund ef myndast biðröð)

Kvöldskemmtun (nákv.tímasetning verður í þjálfaramöppu)

22:00 Fararstjórafundur í Félagsheimilinu (Kaffi, te og vöfflur)

Sunnudagur 21. júní

07:00 - 09:30 Morgunverður

Leikir skv. leikjatöflu

12:30 - 13:30 Vallarnesti (sækir hver fyrir sitt lið.)

Leikir skv. leikjatöflu

Verðlaunaafhending, grillveisla og mótsslit.

 

Matur er framreiddur í Félagsheimilinu sem er staðsett við hliðina á aðalvellinum en gengið er inn framan.


Vallarnesti á sunnudag
Þjálfarar/liðstjórar eru beðnir um að sækja vallarnestið fyrir sitt félag (bakhlið félagsheimilisins).

Verðlaunaafhending - Grill - Mótslok
Eftir að síðasta leik líkur viljum við biðja öll liðin um að koma sér fyrir í áhorfendabrekkunni við aðalvöllinn.

 

Tjaldsvæði bæjarins er við hringveginn og sést greinilega frá brúnni yfir Blöndu. Þar er búið að taka frá pláss fyrir okkar fólk svo að allir geti verið saman og borið saman bækur sínar í lok keppnisdags, grillað og sýnt sig og séð aðra. Svæðið verður merkt BÍ88. Athugið að gjaldið á tjaldsvæðið er ekki innifalið í þátttökugjaldi barnsins og er kr. 1600 fyrir tjaldvagna o.þ.h., 1200 fyrir tvo og fleiri í tjaldi og 700 fyrir einn í tjaldi.

 

Kort af Blönduósi og því sem við á fyrir mótið

 

Við gerum ráð fyrir 15 í gistingu í skólanum, það gætu orðið færri en þetta er nokkuð nærri lagi. Athugið að einungis er gert ráð fyrir 1 fullorðnum með krökkunum í gistingu þar sem pláss er af skornum skammti. Við munum því ekki geta komið öðrum fyrir í gistingunni.

 

Sundlaug Blönduóss er lokuð í sumar enda er verið að byggja hana. Næsta laug er á Húnavöllum rétt sunnan Blönduóss.

 

Ég vil síðan benda fólki á foreldrabæklinginn okkar sem er undir „Gögn fyrir foreldra“ hér til vinstri. Við ætlum að vera okkur og börnunum okkar til sóma og þá sérstaklega hvað varðar dómgæslu og viðhorf til dómara.

 

Mótsgjaldið kr. 7000.- skal millifæra á reikning 1128-26-22022, kt. 410897-2619. Setja skal nafn barnsins í skýringu og senda kvittun á anita@jv.is.

 

Frekari upplýsingar verða settar inn ef þörf krefur.

Nánar

Upplýsingar vegna ferða á vegum félagsins í sumar

Knattspyrna | 10.06.2009 Búið er að setja ferðareglur og annað smálegt undir liðinn „Gögn fyrir foreldra“ á vallistanum á forsíðunni. Er þetta gert til að gefa skýra mynd af því hvernig við höfum hugsað umgjörð, skipulag og hegðun barnanna okkar og foreldra þeirra í verkefnum okkar þetta sumarið. Vonandi sjá allir sér fært að verða við þessu enda er ekkert annað í boði. Reglur eru nauðsynlegar og öllum líður betur þegar vitað er hvernig og hvað á að gera við vissar aðstæður í verkefnum okkar. Lesum þetta nú og förum eftir því! Nánar

Fyrsta verkefni yngstu flokkanna á næstunni

Knattspyrna | 05.06.2009 Dagana 19.-21. júní nk. munum við halda norður í land á Smábæjaleikana svokölluðu, sem haldnir eru á Blönduósi. Eru allir foreldrar hvattir til að láta þjálfara vita hvort barnið fari með í ferðina. Um leið eru foreldrar hvattir til að taka þátt í þessu móti með börnunum og skella sér í útilegu þessa helgi og hafa gaman á Norðurlandinu.

Dagskráin er svona:

Föstudagur 19. júní:
Móttaka liða á Blönduósi, engir leikir þennan dag.

Laugardagur 20. júní:
Morgunverður
Leikir skv. leikjatöflu
Hádegismatur
Leikir skv. leikjatöflu
Kvöldmatur
Kvöldskemmtun
Fararstjórafundur í Félagsheimilinu.

Sunnudagur 21. júní:
Morgunverður
Leikir skv. leikjatöflu
Hádegismatur
Leikir skv. leikjatöflu
Verðalaunaafhending
Grill og mótsslit

Þátttökugjald er kr. 7000.- á keppanda, innifalið í því er gisting, allar máltíðir og öll afþreying á vegum mótsins. Nánar

Nýr þjálfari 6. flokks drengja

Knattspyrna | 03.06.2009 Sigþór Snorrason hefur verið ráðinn þjálfari 6. flokks drengja í sumar. Sigþór er félagsmönnum Boltafélagsins að góðu kunnur, ólst upp í yngri flokkunum með boltann á tánum og hóf ungur þjálfaraferil með knattspyrnuiðkuninni. Hann er nú kominn heim, farinn að leika á miðjunni með meistaraflokki og ætlar að láta gott af sér leiða hjá strákunum í 6. flokki í sumar. Sigþór mun mæta á sína fyrstu æfingu í dag, miðvikudaginn 4. júní. Stjórn félagsins býður hann velkominn til starfa á ný og veit að samstarfið verður gott í sumar. Nánar

4.flokkur kvenna.

Knattspyrna | 27.05.2009 Jæja þá eru 7 dagar í fyrsta leik hjá stelpunum
og verður hann spilaður útí Bolungarvík,
Það verður æfing útí bolungarvík á föstudaginn
29.maí kl 17:00 á aðalvellinum og er þetta undirbúningur
fyrir fyrsta leik sem er á móti Leikni rvk.Og við ætlum
að halda foreldrafund eftir fyrsta leik.kveðja Dóri. Nánar

Allir út!

Knattspyrna | 07.05.2009 Jæja fótboltakrakkar og snillingar! Nú erum við að fara út með alla flokka og munu þeir síðustu fikra sig út í næstu viku. Munið bara að vera þannig klædd að þið getið brugðist við misjöfnu veðri enda ekki gaman að sparka illa klæddur í kulda og trekki. Þjálfararnir ykkar munu láta ykkur vita af öllum smáatriðum varðandi æfingar eftir því sem líður á. Loks er komið sumar! Nánar

Sumardagskráin komin á netið

Knattspyrna | 04.05.2009 Þá eru mót sumarsins í yngri flokkum komin á hreint. Við gátum ekki birt þetta fyrr þar sem ekki var komin dagsetning á mótin en úr því rættist um helgina. Þetta sumar, sem önnur, verður setið en KSÍ er þó komið með þá vinnureglu að hafa u.þ.b. mánaðarhlé á mótum yngri flokka frá júlí fram í ágúst.
Þeir flokkar sem eru skráðir í Íslandsmót eru:

2./3. flokkur kvenna
3. flokkur karla
4. flokkur drengja og stúlkna
5. flokkur drengja og stúlkna
6. flokkur blandað

Dagsetningar á leikjum Íslandsmótsins eru á vef KSÍ (http://www.ksi.is/mot/leikir-felaga).

Önnur mót eru þessi:

2. flokkur karla fer á Unglingalandsmót 1.-3. ágúst og Landsmót UMFÍ 9.-12. júlí.
2./3. flokkur kvenna fer á Unglingalandsmót 1.-3. ágúst/Landsmót UMFÍ 9.-12. júlí auk Íslandsmóts.
3. flokkur karla fer á Unglingalandsmót UMFÍ 1.-3. ágúst auk Íslandsmóts.
4. flokkur drengja og stúlkna fer á Vestfjarðarmót 25. júlí, Unglingalandsmót UMFÍ 1.-3. ágúst og Landsbankamót á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts. Þar að auki fer 4. flokkur stúlkna líklega á Pæjumót á Siglufirði 7.-9. ágúst.
5. flokkur drengja fer á Smábæjaleika á Blönduósi 19.-21. júní, Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts.
5. flokkur stúlkna fer á Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Pæjumót á Siglufirði 7.-9. ágúst og Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts.
6. flokkur drengja fer á Smábæjaleika á Blönduósi 19.-21. júní, Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts.
6. flokkur stúlkna fer á Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Pæjumót á Siglufirði 7.-9. ágúst og Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts með 6. flokki drengja.
7. flokkur drengja fer á Smábæjaleika á Blönduósi 19.-21. júní, Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst.
7. flokkur stúlkna fer á Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Pæjumót á Siglufirði 7.-9. ágúst og Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst.

Stjórnin
Nánar

6 flokkur kk og kvk

Knattspyrna | 03.05.2009 síðustu æfingar verða inn í næstu viku 4 og 6  may svo byrjum við
út á samatíma og hefur verið
kv johannds Nánar