Körfubolti | 16.09.2010
Darko var öflugur með 15 stig og 11 fráköst. Mynd: Tomasz Kolodzejski / karfan.is
KFÍ sýndi það í kvöld að við erum lið sem ætlar sér að berjast fyrir tilverurétt sínum í efstu deild. Liðsandinn er frábær og menn að berjast fyrir hvorn annan.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu að þessi leikur yrði skemmtilegur. Bæði lið sýndu góða takta og margar frábærar körfur litu kvöldsins ljós. Stjarnan náði forystu og leiddi framan af leik en eftir að fyrsta leikhluta lauk var þó staðan orðin jöfn aftur 25-25. Mikil barátta sást og bæði lið að henda sér á bolta og skoppa út um allt.
Nánar
Körfubolti | 16.09.2010
Ari fór fyrir okkar mönnum í kvöld.
,,Það voru ekki margir sem töldu okkur tilbúna í þetta verkefni, En við ákváðum að berjast sem ein heild, eða eins og ég segi sem fjölskylda" sagði kampakátur Ari Gylfason sem fór heldur betur í gang í kvöld og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir KFÍ.
Ari var með 25 stig (6/8 í þristum, 2/2 í tvistum og 3/4 í vítum) ,,það sem hjálpaði mér var að lesa upphátt úr biblíunni í 40 mínútur" sagði kappinn sem býst við að endurtaka það, en tekur fram að Sigmundur Helgason verði að vera viðstaddur því hann hlýddi á allan lesturinn og það er þá orðið að vana.
Ari sagðist vilja skila kveðjum til allra heima Ísafirði. Hann sagði að hann hefði fundið fyrir nærveru allra bæjarbúa í leiknum sem hefði verið sér mikill innblástur.
Nánar
Körfubolti | 16.09.2010
Dómararnir eru einnig tilbúnir
,,Nebojsa er klár" sagði hann á íslensku rétt áður en hann fleygði sér í koju. Hann og drengirnir eru tilbúnir og geta vart beðið eftir að komast á fjalir íþróttahússins í Ásgarði, Garðabæ. leikurinn hefst kl.19.15.
Það er von okkar að sjá sem flesta á leiknum og fyrir þá sem ekki geta komið bendum við á hinn frábæra
tölfræðivef KKÍ. Það verður gaman að takast á við verkefni vetursins og munu drengirnir verða stoltir fulltrúar Ísafjarðarbæjar og Vestfjarða.
Kveðja úr sælunni hjá Siggu í
BB44, Kópavogi.
Fararstjóri kveður að sinni.
Nánar
Körfubolti | 14.09.2010
Fyrsti leikur KFÍ er á fimmtudagskvöldið kl. og er gegn Stjörnunni úr Garðabæ, og er er í Lengjubikarnum. Það er mikil eftirvænting innan raða KFÍ og verður gaman að byrja aftur. Við á kfi.is viljum hvetja sem flesta körfuknattleiksunnendur að drífa sig á leikinn. Í báðum liðum eru mjög skemmtilegir leikmenn og verður enginn svikinn af góðri skemmtun. Enda er karfan lang skemmtilegasta íþrótt í heimi og þó víðar væri leitað.
Nánar
Körfubolti | 12.09.2010
,,Segir allt sem segja þarf" :)
Í gærkvöld þegar halda átti heim á leið og lagt var af stað vestur frá Reykjavík bauð Pance "Garmin" Ilievski þeim Darco, Nebojsa og B.J. upp á óvænta, en ævintýralega ferð um sunnanverða Vestfirði.
Nánar
Körfubolti | 12.09.2010
Craig var stigahæstur og var sjóðandi heitur
Það voru þreyttir drengir sem komu til Þorlákshafnar í gær það sem síðasti leikurinn í æfingaferð okkar suður. Leikurinn var kl. 16.00 og vorum við komnir um tuttugu mínútum fyrir leik. Daði sat þennan leik af sér þar sem hann á við ökklameiðsl að stríða og vorum við því átta eftir og voru þeir hálf framlágir í upphitun enda var þetta þriðji leikurinn á innan við sólarhring.
Nánar
Körfubolti | 12.09.2010
Darco var öflugur gegn KR
Fyrri leikurinn var gegn lærisveinum Hrafns okkar Kristjánssonar í KR. Það kom í ljós strax á upphafsmínútunum að þarna var alvaran að taka við. Þó að KR vantaði Pavel, Fannar og Skarpa þá voru þeir fantagóðir og verða skemmtilegir í vetur. Þarna voru Jón Orri, Finnur, Brynjar Björn, Hreggi, Ágúst Ángantýss, Óli Ægis og ungu stjörnurnar þeir Martin Hermansson og Mattías Orri Sigurðsson.
Nánar
Körfubolti | 10.09.2010
Carl var góður í kvöld
Það er óhætt að segja að Borgnesingar séu höfðingjar heim að sækja. Þegar við mættum á svæðið var allt klárt og stillt upp sem um leik í Íslandsmótinu væri. Dómarar, ritarar, lukkudýr, áhorfendur og stemning. Leikurinn byrjaði fjöruglega og Borgnesingar með undritökin fyrstu mínúturnar og komust í 17-7 og við svo ánægðir með viðtökurnar að við vorum áhorfendur. En svo tókum við kipp og fórum að koma okkur inn í leikinn og eftir fyrsta leikhluta var staðan. 27-25 og allt í járnum.
Nánar
Körfubolti | 08.09.2010
Allir límdir við skjáinn í vetur ;9
Nú eru strákarnir í GE group sem sjá um útsendingum frá Jakanum að gera sig klára. Búnaður verður endurnýjaður og eru margar nýjungar á dagskrá sem verða kynntar á næstu vikum. Jakob Einar Úlfarsson tæknimaður hjá GE vildi lítið gefa út um hverju yrði bætt við en sagði þó að stefnan yrði sett á að vera með bestu umgjörðina af þeim sem senda út frá leikjum í körfunni. Það er alltaf metnaður hjá okkur hjá í GE group, og við viljum bæta við og gera betur. Stefnan er sett á að sýna frá öllum leikjum KFÍ í meistaraflokkum karla og kvenna og einnig yngri flokkum.
Nánar
Körfubolti | 03.09.2010
Craig er tilbúinn í verkefnið. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Við hjá KFÍ viljum biðjast afsökunar á hlaupa á okkur með dagsetningu Powerade leiks okkar gegn Stjörnunni. Rétti tími var miðvikudagurinn 15. september. En Stjörnumenn og KKÍ eru höfðingjar og breyttu leiknum fram á fimmtudagskvöld til að koma til móts við óskir okkar. Við þökkum kærlega fyrir okkur :)
Og þess vegna verður leikur okkar gegn Stjörnunni fimmtudaginn
16 september í Ásgarði, Garðabæ.
Við hvetjum sem flesta til að mæta á leikinn og sjá góðan körfubolta !!
Nánar