Fréttir - Körfubolti

Craig með góðan leik í tapi

Körfubolti | 26.06.2010 Craig Schoen, leikstjórnandi KFÍ, átti fínan leik á Kentucky PRO-AM mótinu í gær þrátt fyrir tap sinna manna. Craig skoraði 19 stig og setti niður 5 þrista í 81-86 tapi á móti On Point.

Craig, sem er að hefja sitt þriðja tímabil með KFÍ, er væntanlegur aftur til landsins um miðjan ágúst. Nánar

Ari Gylfason í viðtali við kfi.is

Körfubolti | 26.06.2010
Ari vill koma sem fyrst
Ari vill koma sem fyrst
Þá er komið að Ara Gylfasyni að svara nokkrum laufléttum fyrir okkur og hér er afraksturinn. Nánar

Craig stendur sig vel á æfingamóti í Kentucky

Körfubolti | 25.06.2010
Craig er í fínu formi. (Ljósm. H. Sveinbjörnsson)
Craig er í fínu formi. (Ljósm. H. Sveinbjörnsson)
Craig spilar með liði sem nefnist KPA Old School og var stigahæstur með 23 stig, þar af þrjár þriggja stigakörfur. Við setjum hér í meira frásögn af leiknum á ensku. Við munum síðan setja inn fréttir af Craig eftir því sem á líður þessu æfingamóti. Nánar

Daði Berg Grétarsson í viðtali við kfi.is

Körfubolti | 23.06.2010
Daði er spenntur fyrir tímabilinu.
Daði er spenntur fyrir tímabilinu.

Við fengum Daða Berg Grétarsson til að svara nokkrum snörpum spurningum og hér er afraksturinn.

Nánar

Fyrsti leikurinn í Iceland Expressdeildinni gegn Tindastól

Körfubolti | 21.06.2010
Þá byrjar fjörið
Þá byrjar fjörið
Fyrsti leikurinn í Iceland Expressdeildinni er gegn Tindastól á Jakanum. Það er ekki amalegt að fá fyrsta leik heima til að starta tímabilinu í efstu deild síðan 2005-6. Nú geta allir farið á hlakka til vetrarins, og eru strákarnir á fullu við æfingar til að undirbúa sig sem best. Nýji þjálfari KFÍ, B.J. Aldridge er búinn að setja upp prógrammið fyrir sumarið og mun sjálfur mæta hér 3. ágúst. Þangað til er Jón Oddson með æfingarnar.
Hér er svo mótið upp sett fyrir áhugasama. http://www.kki.is/skjol/IEkarla2011.pdf Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Guðni Ó. Guðnason í viðtali á RUV Rás 1

Körfubolti | 14.06.2010
Guðni Guðnason og Sævar Óskarsson stóður í ströngu alla síðustu viku!  (Ljósm. H.Sigm)
Guðni Guðnason og Sævar Óskarsson stóður í ströngu alla síðustu viku! (Ljósm. H.Sigm)

Nú er Körfuboltabúðunum lokið og voru þær gríðarlega vel heppnaðar.  Guðni Guðna framkvæmdastjóri búðanna var í viðtali á RUV í morgunútvarpinu og gaf alþjóð skýrslu um búðirnar.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Sigurvegarar í einstaklingskeppninni

Körfubolti | 12.06.2010
Axel Örn Guðmundsson úr Breiðabliki (hann er barnabarn Helgu hjúkku) sigraði í 3ja stiga skotkeppni.  (Ljósm. H.Sigm)
Axel Örn Guðmundsson úr Breiðabliki (hann er barnabarn Helgu hjúkku) sigraði í 3ja stiga skotkeppni. (Ljósm. H.Sigm)
Eins og áður hefur komið fram var keppt í skotkeppni, þrautabraut, vítakeppni og einn á einn.  Tafla með yfirliti sigurvegara eftir flokkum fylgir hér með lesendum síðunnar til fróðleiks. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Landsbankinn - styrktaraðilar

Körfubolti | 12.06.2010
Krakkarnir eru ánægð með KFÍ bolina frá Landsbankanum.  (Ljósm. H.Sigm)
Krakkarnir eru ánægð með KFÍ bolina frá Landsbankanum. (Ljósm. H.Sigm)
1 af 2
Eins og ávalt höfum við getað leitað til aðstandenda og stuðningsfólks liðsins sem hefur fúslega lagt okkur lið sitt með ómetanlegri sjálfboðaliðavinnu.  Ekki má hjá líða að nefna helstu styrktar- og/eða samstarfsaðila búðanna, en það eru Ísafjarðarbær, Íslandssaga, Klofningur, Menntaskólinn á Ísafirði, Hótel Ísafjörður og síðast en ekki síst Landsbankinn Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Dagur #7 - Lokadagur

Körfubolti | 12.06.2010
Guðni Ó. Guðnason slítur búðunum.  (Ljósm. H.Sigm)
Guðni Ó. Guðnason slítur búðunum. (Ljósm. H.Sigm)
1 af 8
Í morgun voru hefðbundnar morgunæfingar en að þeim loknum var tekið til við úrslit í skotkeppnum (víti og 3ja stiga) sem og einn-á-einn keppninni.  Að þessum keppnum loknum söfnuðust allir saman í salinn á Jakanum og ávarpaði framkvæmdastjóri búðanna, Guðni Ó. Guðnason hópinn.  Þakkaði hann þar þjálfurum fyrir sitt góða framlag sem og iðkendum og öllum öðrum sem komu að búðunum á einn eða annan hátt.  Almenn ánægja hefur ríkt í búðunum og kvaddi Guðni hópinn með þeim orðum að hann vonast til þess að sjá sem flesta aftur að ári liðnu þegar næstu æfingabúðir verða haldnar á Ísafirði (önnur vikan í júní 2011 - takið daginn frá!).
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Lokadagur - Allir velkomnir í lokagrillið

Körfubolti | 12.06.2010
Endapunktur á frábærri viku hjá krökkunum.
Endapunktur á frábærri viku hjá krökkunum.
Þá er síðasti dagur búðanna hafinn.  Dagskrá dagsins eru æfingar nú í morgunsárið og síðan verða úrslit í einstaklingskeppnum.  Að því loknu eða í kringum 11.30 verða viðurkenningar og búðaskírteini afhent.  Um kl. 12.30 verður kveikt upp í Muurikka pönnum og öllum aðstandendum og iðkendum boðið til grillveislu og búðum formlega slitið.

Allir hjartanlega velkomnir í grillið.  Þátttakendur, foreldrar, systkini sem og ættingjar og vinir. Nánar