Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Dagur #7 - Lokadagur

Körfubolti | 12.06.2010
Guðni Ó. Guðnason slítur búðunum.  (Ljósm. H.Sigm)
Guðni Ó. Guðnason slítur búðunum. (Ljósm. H.Sigm)
1 af 8
Í morgun voru hefðbundnar morgunæfingar en að þeim loknum var tekið til við úrslit í skotkeppnum (víti og 3ja stiga) sem og einn-á-einn keppninni.  Að þessum keppnum loknum söfnuðust allir saman í salinn á Jakanum og ávarpaði framkvæmdastjóri búðanna, Guðni Ó. Guðnason hópinn.  Þakkaði hann þar þjálfurum fyrir sitt góða framlag sem og iðkendum og öllum öðrum sem komu að búðunum á einn eða annan hátt.  Almenn ánægja hefur ríkt í búðunum og kvaddi Guðni hópinn með þeim orðum að hann vonast til þess að sjá sem flesta aftur að ári liðnu þegar næstu æfingabúðir verða haldnar á Ísafirði (önnur vikan í júní 2011 - takið daginn frá!).
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Lokadagur - Allir velkomnir í lokagrillið

Körfubolti | 12.06.2010
Endapunktur á frábærri viku hjá krökkunum.
Endapunktur á frábærri viku hjá krökkunum.
Þá er síðasti dagur búðanna hafinn.  Dagskrá dagsins eru æfingar nú í morgunsárið og síðan verða úrslit í einstaklingskeppnum.  Að því loknu eða í kringum 11.30 verða viðurkenningar og búðaskírteini afhent.  Um kl. 12.30 verður kveikt upp í Muurikka pönnum og öllum aðstandendum og iðkendum boðið til grillveislu og búðum formlega slitið.

Allir hjartanlega velkomnir í grillið.  Þátttakendur, foreldrar, systkini sem og ættingjar og vinir. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Nebosja Vidic

Körfubolti | 12.06.2010
Nebosja Vidic.  (Ljósm. H. Sigm)
Nebosja Vidic. (Ljósm. H. Sigm)
Nebosja er okkur vel kunnugur, eins og hefur komið fram áður hér á síðunni.  Þetta er hans önnur ferð til Ísafjarðar og tók hann þátt í búðunum í fyrra.  Hann þekkir elstu strákana úr KFÍ orðið nokkuð vel og hefur fengið nokkra innsýn í íslenskan körfuknattleik á undanförnum tveimur árum.  Nebosja er þjálfari sem við metum mikils og því var hann að sjálfsögðu tekinn örviðtali og spurður sömu spurninga og hinir starfsbræður hans.

"Það kom mér nokkuð á óvart hversu margir krakkar hér búa yfir ríkulegum hæfileikum í körfuknattleik og sum hver eru þau, hvað það varðar svipuð því sem við þjálfarnir þekkjum best til dæmis í heimalandi mínu, Serbíu"
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Svanhildur Guðlaugsdóttir

Körfubolti | 12.06.2010
Sólrún Inga, Svanhildur og Kristján.  (Ljósm. H.Sigm)
Sólrún Inga, Svanhildur og Kristján. (Ljósm. H.Sigm)
Haukar áttu verðuga fulltrúa í búðunum að þessu sinni.  Svanhildur Guðlaugsdóttir var mætt ásamt syni sínum Kristjáni Sverrissyni og frænku þeirra henni Sólrúnu Ingu Gísladóttur.  Þau frændsystkin eru bráðefnilegir ungir leikmenn Hauka og létu bæði að sér kveða í búðunum. 

"Krakkarnir eru mjög ánægð og svona framtak er ekki hvað síst mikilvægt hvað félagslega þáttinn varðar, bæði fyrir krakkana og þjálfarana, já og auðvitað líka fyrir foreldra og fararstjóra"
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Gustavo Rios Gonzalez

Körfubolti | 12.06.2010
Gustavo Rios Gonzalez.  (Ljósm. H. Sigm)
Gustavo Rios Gonzalez. (Ljósm. H. Sigm)
Fréttaritari KFÍ-síðunnar greip Gustavo á milli æfinga og fékk hann í stutt örviðtal.  Líkt og aðrir gestir hérna fékk hann spurningar um hvernig hann teldi að búðirnar væru að ganga og hvort hann vildi koma einhverjum skilaboðum til krakkanna eða foreldra.

"Krakkarnir eru vinnusöm og öguð í vinnubrögðum á æfingum, það tel ég vera mikinn kost hjá leikmanni.  Þau hafa réttu afstöðuna til körfuboltans og ef þau halda svona áfram eiga þau að geta náð góðum árangri"
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Kvöldverður í Tjöruhúsinu

Körfubolti | 11.06.2010
Guðni Ólafur Guðnason býður gesti velkomna í Tjöruhúsið í fiskiveislu KFÍ.  (Ljósm. H.Sigm)
Guðni Ólafur Guðnason býður gesti velkomna í Tjöruhúsið í fiskiveislu KFÍ. (Ljósm. H.Sigm)
1 af 13
Skapast hefur sú hefð í þessum æfingabúðum, að allir þjálfarar, fararstjórar og helstu fulltrúar styrktar- og samstarfsaðila KFÍ í þessu verkefni komi saman til dýrindis fiskiveislu í Tjöruhúsinu í Neðsta kaupstað.  KFÍ býður til veislunnar með stuðningi Klofnings og þökkum við þeim enn á ný fyrir stuðninginn.   Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Dagur #6

Körfubolti | 11.06.2010
(Ljósm. H.Sigm)
(Ljósm. H.Sigm)
1 af 10
Föstudagurinn rann upp hýr og fagur á Ísafirði með stilltu veðri og björtu.  Æfingarnar voru með sama fyrirkomulagi og hina dagana og haldið áfram að vinna með svipuð grunn atriði og áður.  Á seinni æfingunni var farið í ýmsa skotleiki og forkeppni í einn-á-einn.  Úrslit úr þessum leikjum og fleirum verða svo á morgun fyrir slit búðanna.

Þjálfaranámskeiðið í dag saman stóð af tveimur fyrirlestrum frá hjónunum Mörthu Ernstdóttur og Jóni Oddssyni.  Martha fjallaði m.a. um Yoga og þátt andlegs undirbúnings í árangri íþróttamanna og markmiðasetningu.  Þetta er mjög spennandi efni en því miður líklega vanmetið of oft.  Ætli það séu ekki fáir íþróttamenn eða konur sem skara framúr án þess að rækta þennan þátt þjálfunar gaumgæfilega?  Jón hélt svo fyrirlestur um kraftþjálfun og lyftingar, með sérstöku tilliti til þjálfunar iðkenda í körfuknattleik.  Gerður var góður rómur að framlagi þeirra beggja og teljum við að þau séu ómissandi þáttur í þessum æfingabúðum. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Uppgjör þjálfara og leikmanna í sögulegum leik

Körfubolti | 11.06.2010
Berjast!  (Ljósm. Sævar Óskarsson)
Berjast! (Ljósm. Sævar Óskarsson)
1 af 13
Í kvöld var stóra stundin runnin upp!  Nei, ég er ekki að tala um HM í S-Afríku.  Það var komið að uppgjöri á vellinum á milli elstu iðkenndanna sem skoruðu á þjálfara og foreldra.  Þjálfaraliðið byrjaði af miklum krafti og sýndu það ótvírætt hvað allir höfðu lært mikið t.d. í fyrirlestrinum um svæðisvörn sem var einmitt það leikafbrigði sem liðstjóri þeirra kaus að liðið skyldi helga sig nær allan leikinn (þ.e. þegar þeir spiluðu vörn á annað borð).  Talsvert skildi liðin að í hálfleik og fram í þriðja leikhluta, þá var eins og eitthvað hefði breyst skyndilega og urðu ungu drengirnir mun baráttuglaðari og fóru að setja niður skot í öllum regnboganslitum, allt frá fáranlegum þristum að "tear drop" körfum.  Fóru leikar svo að reynsluboltarnir höfðu nauman sigur og fögnuðu gríðarlega í leikslok, enda gerðu þeir sér allir grein fyrir því á þessu sama augnabliki að sigur í þessum leik á næsta ári er aðeins fjarlægur draumur. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Guðmundur Bragason í örviðtali

Körfubolti | 11.06.2010
Guðmundur Bragason, Ingvi Þór og Jón Axel Guðmundssynir.  (Ljósm. H.Sigm)
Guðmundur Bragason, Ingvi Þór og Jón Axel Guðmundssynir. (Ljósm. H.Sigm)
Guðmund Bragason þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum um íslenskan Körfuknattleik, en hann á að baki farsælan feril með Grindavík og Landsliðinu.  Hann kom vestur í æfingabúðirnar og er hér í hlutverki þjálfara og foreldris.  Synir hans Ingvi Þór (fæddur 98) og Jón Axel (fæddur 96) eru hluti af öflugum hópi krakka sem hingað eru komin frá UMFG.  KFÍ-síðan greip tækifærið og tók Guðmund tali í dag.

"Ég hafði heyrt vel af Körfuboltabúðunum látið í fyrra, en verð að viðurkenna að ég sá alls ekki fyrir hversu góðar þær raunverulega eru" Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Toni Radic

Körfubolti | 11.06.2010
Toni Radic.  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Toni Radic. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Toni Radic er frá Króatíu og er yfirþjálfari KK Otok Murter sem var í B deildinni þar í landi.  Hann hefur einnig þjálfað í Lúxemburg og Þýskalandi.  Þetta er hans fyrsta ferð til Íslands og KFÍ-síðan ákvað að taka við hann örviðtal eins við höfum tíðkað í sambandi við Körfuboltabúðirnar.

"Ég vona að framhald verði á þessum búðum, sem ég tel vera heillaskref fyrir íslenskan körfubolta" Nánar