Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Veðurblíða á lokahófi og grill

Körfubolti | 13.06.2009
Grillað að loknum vel heppnuðum búðum.
Grillað að loknum vel heppnuðum búðum.
Eftir afhendingu verðlauna og sigurlauna var slegið upp veislu við suðurgafl íþróttahússins. Þar var búið að koma fyrir bekkjum og borðum. Þorsteinn Þráinsson grillaði leikandi létt ofan í alla gesti og aðstandendur. Boðið var upp á kryddleginn steinbít í boði Íslandssögu á Suðureyri. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Umsögn Borgnesinga

Körfubolti | 13.06.2009
Ríkharður, Snorri, Björgvin og Bergþór
Ríkharður, Snorri, Björgvin og Bergþór
"Öll umgjörð er alveg til fyrirmyndar. Frábærir þjálfarar (og enskukennsla innifalin í verðinu). Ekki síst, þá eru þeir sem standa að ungmennastarfi KFÍ frábærir. Komum örugglega að ári liðnu. Takk fyrir mig."

Ríkharður Jónsson, Borgarnesi Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Loksins!

Körfubolti | 13.06.2009
Léttleikinn var í fyrirrúmi í búðunum sem endranær!
Léttleikinn var í fyrirrúmi í búðunum sem endranær!
Borce og Guðjón fundu loks leikmann frá Höfuðborgarsvæðinu sem var tilbúinn til þess að taka stóra stökkið og skrifa undir "leikmannasamning" við KFÍ. Þarna erum við að ræða um sjálfan Hannes S. Jónsson formann KKÍ!

Hannesi leist svo vel á sýnishorn af nýjum búningum og féll auðvitað líka marflatur fyrir veðurblíðunni undanfarna daga, og lét til fallast eftir töluverðar samningaviðræður. Hægt er að upplýsa að hann fær afnot af sumarhúsi þangað til það byrjar að snjóa (reddum því svo bara síðar) og eins mun hann fá 300 kr úttekt úr nammibarnum í Hamraborg á laugardögum. Fyrsta deildin er alltaf að styrkjast!
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Lokadagur

Körfubolti | 13.06.2009
Stefán Diego treður með tilþrifum.
Stefán Diego treður með tilþrifum.
Æfingar héldu áfram í morgun með svipuðu sniði og hingað til. Eftir hádegishlé hófst dagskrá kl. 16:00 og var lokið úrslitum í "einn á einn", vítakeppni, troðslukeppni, 3ja stiga skotum, "fimm á fimm". Þessu öllu var lokið um kl. 19:00 og afhenti Hannes S. Jónsson formaður KKÍ ásamt þjálfurum, öllum viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í búðunum. Einnig voru afhent verðlaun fyrir keppnir og verður reynt að taka það saman í sérstökum pistli síðar.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Heimsókn formanns KKÍ

Körfubolti | 13.06.2009
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ
Hannes S. Jónsson formaður KKÍ kom til Ísafjarðar með alla fjölskylduna. Hann kom til þess að kynna sér æfingabúðirnar og hitta þátttakendur. KFÍ tók hann í stutt spjall og ekki var annað að heyra á honum en að hann væri mjög ánægður. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Sara Pálma

Körfubolti | 12.06.2009
Sara Pálmadóttir. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Sara Pálmadóttir. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
"Mér finnst þetta flottar búðir. Hefði sjálf viljað taka þátt í þeim. Krakkarnir læra rosa mikið af þessu. Munið að sumarið er tíminn til þess að bæta sig!".

Sara Pálmadóttir, stjórn kkd. Hauka Hafnarfirði

Sara hefur verið að fylgjast með æfingum og kennslu s.l. daga. KFÍ tók hana í "örviðtal" eins og fleiri, enda áhugavert að heyra álit reyndrar körfuknattleikskonu.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Eggert er sáttur!

Körfubolti | 12.06.2009
Eggert Maríuson
Eggert Maríuson
"Frábær aðstaða, góður matur og vel hugsað um alla. Þjálfararnir hafa mjög mikla þekkingu á leiknum og einnig reynslu. Tímasetning á búðunum er mjög góð. Eina sem má lagfæra er að auglýsa búðirnar miklu fyrr, þannig að maður komist með fleiri (á næsta ári)". Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Dagur 5

Körfubolti | 12.06.2009
Leikmenn ná upp baráttuandanum fyrir seinni hálfleik!
Leikmenn ná upp baráttuandanum fyrir seinni hálfleik!

Auk hefðbundinnar dagskrár æfingabúðanna bar hæst þennan dag heimsókn Mörthu Ernstdóttur og svo auðvitað leik þjálfara/foreldra við leikmenn búðanna um kvöldið.  Þetta var enn einn góður dagur í æfingabúðunum og allir lögðust þreyttir en sáttir til svefns það kvöldið.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Máttur andans!

Körfubolti | 12.06.2009
Martha leiðbeinir hópnum
Martha leiðbeinir hópnum
Martha Ernstsdóttir kom í dag í búðirnar og hélt fyrirlestur, auk verklegra æfinga í tækni sem byggir á yoga. Mikilvægt er fyrir afreksfólk í íþróttum að ná bæði slökun og einbeitingu í hugsun, til þess að virkja hugarkraft sinn til fullnustu. Einnig lagði Martha áherslu á mikilvægi teygjuæfinga fyrir íþróttamenn, sem oft vill gleymast. Krakkarnir og þjálfarar tóku virkan þátt, og fullvíst að þessi kennsla mun reynast mörgum dýrmæt síðar á ferlinum.

Ekki má vanmeta mátt andans, eða eins og hin víðfrægi Yogi Berra (hafnarboltaleikmaður í BNA) sagði: "Baseball is 90% mental and the other half is physical!". Nokkuð til í þessu þótt líklega hafi honum orðið fótaskortur í samlagningunni.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Hamborgarar!!!?

Körfubolti | 11.06.2009
Bergþór og Jón Kristinn
Bergþór og Jón Kristinn "sporðrenna" ostborgurum.
Lúlú bauð upp á ostborgara með frönskum í hádeginu í dag. Venjulega væri það ekki í frásögur færandi, en rétt er að upplýsa lesendur kfí síðunnar um það, að krakkarnir í búðunum hafa einhverra hluta vegna fengið það á tilfinninguna síðustu þrjá daga, að hamborgarar séu næst á matseðlinum. Ekki hefur fengist fullkomlega upplýst hver ber mesta ábyrgð á því...en ónefndur rafvirkjameistari hefur fengið stöðu grunaðs manns í því máli.
Nánar