Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Vinnuskólinn

Körfubolti | 09.06.2009
Ástrún, Irma og Bertína.
Ástrún, Irma og Bertína.
Ísafjarðarbær styður á margan hátt við æfingabúðirnar. Það er ekki síst með því að senda þær Ástrúnu Þórðardóttur, Irmu Hermannsdóttur og Bertínu Överbý, okkur til aðstoðar. Þær njóta leiðsagnar Lúlúar í mötuneyti búðanna og koma þar svo sannarlega að gagni. Þessi vika er val þeirra og hluti af sumarvinnu þeirra í Vinnuskólanum. KFÍ þakkar þeim og Vinnuskólanum fyrir hjálpina.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Annar dagur.

Körfubolti | 08.06.2009
Þreyttir og ánægðir gaurar úr Breiðholtinu!
Þreyttir og ánægðir gaurar úr Breiðholtinu!
Í gærdag var orðið ljóst hvernig hóparnir yrðu skipaðir og stundataflan endurskoðuð. Í morgun hófust æfingar skv. áætlun. Krakkarnir voru ákveðin í aðgerðum og einbeitt. Þjálfarar eru ánægðir með viðbrögð þeirra við leiðbeiningum og allt gengur vel.

Seinni æfing var tekin af ekki síðri krafti og allir orðnir glorhungraðir þegar kvöldmatur tók við kl. 19:00. Eftir kvöldmat komu allir saman á ný í íþróttahúsinu og síðustu kraftar þessa dags nýttir til þess að spila 5:5. Óhætt að segja að nóg er af kappi og ákafa hjá þessum hóp, ekki ástæða til þess að kvíða framhaldinu hvað þetta varðar.

Allt hefur gengið stórslysalaust fyrir sig og almenn ánægja ríkir. Krakkarnir eru þreyttir og búast má við að ró færist tiltölulega snemma yfir á Vistinni í kvöld. Góða nótt, meira á morgun.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Martha og Jón

Körfubolti | 08.06.2009
Martha og Jón
Martha og Jón
Hjónin Martha Ernstsdóttir og Jón Oddson munu stjórna æfingum og um leið fræða krakkana (og aðra viðstadda) um ýmislegt sem lýtur almennt að þjálfun og markmiðasetningu íþróttamanna. Jón byrja á miðvikudaginn kl. 15:00-16:00 og Martha verður á fimmtudaginn á sama tíma. Athugið að þessir tímar eru fyrir alla hópana þrjá og verða sameiginlegar. Klukkan 16:00 hefjast svo æfingar skv. stundatöflu hjá hópum I og II. Þetta er góð viðbót við annars góðar búðir og öruggt að krakkarnir geta lært mikið af jafn reyndum íþróttamönnum og þarna eru á ferð.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Þjálfaramynd

Körfubolti | 08.06.2009
Þjálfararnir kátir á Jakanum.
Þjálfararnir kátir á Jakanum.
Þjálfararnir sem starfa við búðirnar eru eftirtaldir:
Borce Ilievski, Momir Tasic, Nebosja Vidic, Eggert Maríuson og Sigurður Þorsteinsson landsliðsmiðherji.

Þeir eiga það allir sameiginlegt að njóta þess að miðla af reynslu sinni og vinna vel saman. Ljóst að þarna er verulegur þekkingarbrunnur og krakkarnir okkar njóta góðrar leiðsagnar.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Hópmynd

Körfubolti | 08.06.2009
Hópmynd 2009
Hópmynd 2009
1 af 2
Í dag fengu allir þátttakendur afhenta boli frá Vífilfell og KFÍ. Einnig fengu þeir drykkjarbrúsa frá Landsbankanum. Hvorir tveggja eru á meðal helstu styrktaraðila búðanna og KFÍ þakkar þeim kærlega fyrir. Bolir til skiptanna og vatnsbrúsar eru þarfaþing í æfingabúðum og koma því að góðum notum.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Fyrsti dagur.

Körfubolti | 07.06.2009
Uppkast! Allir viðbúnir?
Uppkast! Allir viðbúnir?
Þá er fyrsti dagur æfingabúða að kveldi kominn. Eins og áður hefur verið greint frá var fyrsti dagurinn nýttur til þess að þjálfarar kynntust leikmönnum og öfugt. Í kjölfarið verða gerðar breytingar á æfingahópunum og kynnum við hér (ýta á "meira") breytta stundatöflu með þeirri undantekningu að smávægilega breyting er á morgunæfingum á þriðjudag.

Stundatafla

08:00-09:00 Morgunverður
09:00-10:15 Hópur I og II - fyrri æfing
10:30-12:00 Hópur III - fyrri æfing
12:00-13:00 Hádegismatur
13:00-16:00 Hvíldartími og fundir þjálfara
16:00-17:15 Hópur I og II - seinni æfing
17:30-19:00 Hópur III - seinni æfing
19:00-20:00 Kvöldmatur
20:30-22:15 Æfingaleikir / Fyrirlestrar

Hópur I Þjálfari: Borce Ilievski
Hópur II Þjálfari: Momir Tacic
Hópur III Þjálfari: Nebosja Vidic

Athugið að breyting verður á þriðjudaginn (9.6.2009). Þá verður morgunverður kl. 7-8 og hópar I og II verða á æfingu frá 08:00-09:15. Hópur III verður á æfingu frá 09:30-11:00.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Mötuneytið!

Körfubolti | 07.06.2009
Svangir mettaðir!
Svangir mettaðir!
Við munum halda áfram að deila fréttum af búðunum með lesendum nær og fjær. Það er ástæða til þess að fjalla í upphafi stuttlega um mötuneytið. Í fyrsta lagi eru það systurnar Hugljúf (Lúlú) og Elín Ólafsdætur, sem stýra eldamennskunni af víðfrægri snilld. Í öðru lagi er staðsetning þess auðvitað frábær.

Ein breyting verður á stundatöflunni, en hádegisverðurinn hefur verið færður fram um hálftíma og verður þá kl. 11:30- 12:30.

En aftur að mötuneytinu sjálfu, en það er í sömu byggingu og gistingin, þ.e. á Vistinni margrómuðu. Þar með er ljóst að allt í tengslum við búðirnar er á sama "frímerkinu" og innan við 1 min göngufjarlægð á milli gististaðar, mötuneytis og íþróttahússins.

Gaui hljóp reyndar í skarðið og sá um morgunmatinn í morgun en síðan tók Lúlú við í hádeginu og er óhætt að segja að vel var tekið til matar síns þar. Enginn verður svikinn af mötuneytinu og allt klárt fyrir krakkana.

Meira síðar...
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Fyrsta æfing!

Körfubolti | 07.06.2009
Þjálfarar ávarpa iðkendur í upphafi æfingar.
Þjálfarar ávarpa iðkendur í upphafi æfingar.

Mæting var í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 09:00 og fyrsta æfingin hófst kl. 09:30. Krökkunum var skipt upp í þrjá hópa, aðallega eftir aldri krakkanna. Tóku þjálfarar til starfa eftir það.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Fyrstu gestir mættir!

Körfubolti | 07.06.2009
Fyrstu gestir koma
Fyrstu gestir koma

Gestir í æfingabúðirnar fóru að streyma til Ísafjarðar eftir hádegið á laugardegi. Ferðalagið gekk vel hjá öllum og flugið var ljúft, enda veður allt hið besta.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Stundatafla

Körfubolti | 06.06.2009
Ratko stjórnar sýnikennslu í Serbíu 2008
Ratko stjórnar sýnikennslu í Serbíu 2008

Nú styttist heldur betur í það að æfingabúðirnar hefjist en fyrsta æfing er á morgun (sunnudag) kl. 09:30 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Þátttakendur eiga að vera mættir tímanlega og hitta þjálfara.

Nánar