Fréttir - Körfubolti

Foreldrafundur hjá 8. flokki

Körfubolti | 28.09.2009 Unglingaráð KFÍ stendur fyrir foreldrafundi í 8. flokki á morgun 29. september kl. 18.00

Fundarstaður : Íþróttahúsið Torfnesi

Fundarefni: Vetrarstarfið

Nánar

17. júní 2009

Körfubolti | 20.06.2009
Fjölmenni á Sjúkrahústúninu á þjóðhátíðardaginn.
Fjölmenni á Sjúkrahústúninu á þjóðhátíðardaginn.
Það hefur verið mikið annríki hjá KFÍ undanfarið en allt er það í góðu. Eins og hefð er fyrir hjá félaginu var mikið tilstand í tengslum við 17. júní hátíðarhöld Ísafjarðarbæjar. Nánar

Grillaðar pylsur (pulsur)

Körfubolti | 20.06.2009
Almenn ánægja var með pylsurnar af Muurikka grillinu hjá Húsasmiðjunni!
Almenn ánægja var með pylsurnar af Muurikka grillinu hjá Húsasmiðjunni!
Það var ekki langt fríið hjá KFÍ. Núna eftir framkvæmdir á 17. júní sem tókst með afbrigðum vel var grillað fyrir gesti og gangandi hjá Húsasmiðjunni. Steini lánaði okkur snilldar Muurikka pönnu og er alltaf jafn þægilegt að grilla á þessari undragræju. Það var ekki annað að sjá á þeim sem fengu sér pylsu (pulsu) en að þetta hafi vakið lukku. Grillarar dagsins voru Daníel Midgley og Helgi Dan. Það var Húsasmiðjan sem bauð upp á veisluna og voru pulsurnar frá SS og Coka-cola með. Nánar

Birgir Björn Péturson í Stjörnuna

Körfubolti | 19.06.2009
Stjarnan er það heillin. Biggi hér á mynd. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson
Stjarnan er það heillin. Biggi hér á mynd. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson
Þá er það ákveðið. Biggi er búinn að skrifa undir samning við lið Stjörnunnar úr Garðabæ og mun æfa undir leiðsögn frá góðum vin okkar Teit Örlygssyni. Þetta er gott skref hjá stráknum og óskum við honum velfarnaðar í nýju liði. Við viljum einnig þakka honum fyrir þau ár sem hann var hjá KFÍ.

Stjórn og leikmenn.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Árni Ragnarsson sendir kveðju!

Körfubolti | 18.06.2009
Árni Ragnarsson að störfum! (Ljósmynd: www.fjolnir.is)
Árni Ragnarsson að störfum! (Ljósmynd: www.fjolnir.is)
"Vildi bara nýta tækifærið og hrósa ykkur fyrir æfingabúðir ykkar á Ísafirði. Ég er ekki á staðnum en ég get skynjað metnaðinn fyrir ykkar hönd til að gera allt sem allra best til þess hjálpa krökkunum. Þar sem metnaðurinn fyrir íþróttinni nær yfir eigin hagsmuni veit maður að starfar gott fólk. Ég get skynjað hingað til Reykjavíkur að þið takið stolt þátt í því að gera þessar körfuboltabúðir eins flottar og þið mögulega getið og fyrir það eigið þið endalaust hrós skilið. Óska ykkur hins allra besta og vona að þið haldið þessu starfi áfram með sama stolti og þið gerið þetta í dag og haldið líka áfram að reyna að finna leiðir til að gera enn betur með hverju ári. Þetta lítur út fyrir að vera þvílíkt flott hjá ykkur."

Árni Ragnarsson,
Fyrrverandi leikmaður FSu og nú University of Alabama Huntsville.

 

KFÍ þakkar góðar kveðjur frá þessum frábæra leikmanni. Þetta er okkur enn frekari hvatning til þess að endurtaka leikinn. Óhætt er að segja það að flest stefnir í einmitt það og munum við fjalla um Körfuboltabúðir KFÍ 2010 síðar.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Veðurblíða á lokahófi og grill

Körfubolti | 13.06.2009
Grillað að loknum vel heppnuðum búðum.
Grillað að loknum vel heppnuðum búðum.
Eftir afhendingu verðlauna og sigurlauna var slegið upp veislu við suðurgafl íþróttahússins. Þar var búið að koma fyrir bekkjum og borðum. Þorsteinn Þráinsson grillaði leikandi létt ofan í alla gesti og aðstandendur. Boðið var upp á kryddleginn steinbít í boði Íslandssögu á Suðureyri. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Umsögn Borgnesinga

Körfubolti | 13.06.2009
Ríkharður, Snorri, Björgvin og Bergþór
Ríkharður, Snorri, Björgvin og Bergþór
"Öll umgjörð er alveg til fyrirmyndar. Frábærir þjálfarar (og enskukennsla innifalin í verðinu). Ekki síst, þá eru þeir sem standa að ungmennastarfi KFÍ frábærir. Komum örugglega að ári liðnu. Takk fyrir mig."

Ríkharður Jónsson, Borgarnesi Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Loksins!

Körfubolti | 13.06.2009
Léttleikinn var í fyrirrúmi í búðunum sem endranær!
Léttleikinn var í fyrirrúmi í búðunum sem endranær!
Borce og Guðjón fundu loks leikmann frá Höfuðborgarsvæðinu sem var tilbúinn til þess að taka stóra stökkið og skrifa undir "leikmannasamning" við KFÍ. Þarna erum við að ræða um sjálfan Hannes S. Jónsson formann KKÍ!

Hannesi leist svo vel á sýnishorn af nýjum búningum og féll auðvitað líka marflatur fyrir veðurblíðunni undanfarna daga, og lét til fallast eftir töluverðar samningaviðræður. Hægt er að upplýsa að hann fær afnot af sumarhúsi þangað til það byrjar að snjóa (reddum því svo bara síðar) og eins mun hann fá 300 kr úttekt úr nammibarnum í Hamraborg á laugardögum. Fyrsta deildin er alltaf að styrkjast!
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Lokadagur

Körfubolti | 13.06.2009
Stefán Diego treður með tilþrifum.
Stefán Diego treður með tilþrifum.
Æfingar héldu áfram í morgun með svipuðu sniði og hingað til. Eftir hádegishlé hófst dagskrá kl. 16:00 og var lokið úrslitum í "einn á einn", vítakeppni, troðslukeppni, 3ja stiga skotum, "fimm á fimm". Þessu öllu var lokið um kl. 19:00 og afhenti Hannes S. Jónsson formaður KKÍ ásamt þjálfurum, öllum viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í búðunum. Einnig voru afhent verðlaun fyrir keppnir og verður reynt að taka það saman í sérstökum pistli síðar.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Heimsókn formanns KKÍ

Körfubolti | 13.06.2009
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ
Hannes S. Jónsson formaður KKÍ kom til Ísafjarðar með alla fjölskylduna. Hann kom til þess að kynna sér æfingabúðirnar og hitta þátttakendur. KFÍ tók hann í stutt spjall og ekki var annað að heyra á honum en að hann væri mjög ánægður. Nánar