Fréttir - Körfubolti

KFÍ spáð öðru sæti hjá þjálfurum 1. deildar.

Körfubolti | 07.10.2009 Þjálfarar 1.deildar tóku sig saman og spáðu um hvar liðin skipa sér í sæti. Haukar fara beint upp í vor ssamkvæmt spáni og KFÍ fær annað sætið og þá heimaleikjarétt í úrslitakeppni. Það ber þó að segja strax að um spá er að ræða og við pennarnir á kfi.is erum ekki alveg sammála. öllu nema að Haukar eru sigurstranglegastir og að Ármann/Þróttur verða ekki neðstir með Tómas Hermannsson vin okkar sem skipstjóra í brúnni. Nánar

Í mat hjá formanninum

Körfubolti | 05.10.2009 Leikmenn meistaraflokks mættu í árlegt matarboð hjá formanni KFÍ á laugardagskvöld. þó að lokaundirbúningur fyrir komandi tímabil sé á fullu þá gefa menn sér nú tíma til að borða hollan mat líka. Þessir drengir eru vonandi allir að stækka ennþá og því þurfa þeir að borða vel. Nánar

Gestrisni KFÍ of mikil gegn Breiðablik

Körfubolti | 04.10.2009 Drengjaflokkur KFÍ lék sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu á laugardag. Gestir í þetta sinn voru drengirnir úr Kópavogi, Breiðablik sem fóru með sigur af hólmi 72-97. Breiðablik er með hörkulið og var oft gaman að sjá tilþrif þeirra, en það var einnig gaman á köflum að sjá til okkar drengja og eru þeir til alls líklegir í vetur. Nánar

Íslandsmótið hefst á laugardag

Körfubolti | 29.09.2009 Jæja þá er komið að því. KFÍ er með mjög öflugt starf í gangi og byrjar ballið á laugardag þegar drengjaflokkur tekur á móti liði Breiðabliks á Jakanum kl. 14.00 og eru allir hvattir til að koma og sjá þessa efnilegu drengi spila. Nánar

Foreldrafundur hjá 8. flokki

Körfubolti | 28.09.2009 Unglingaráð KFÍ stendur fyrir foreldrafundi í 8. flokki á morgun 29. september kl. 18.00

Fundarstaður : Íþróttahúsið Torfnesi

Fundarefni: Vetrarstarfið

Nánar

17. júní 2009

Körfubolti | 20.06.2009
Fjölmenni á Sjúkrahústúninu á þjóðhátíðardaginn.
Fjölmenni á Sjúkrahústúninu á þjóðhátíðardaginn.
Það hefur verið mikið annríki hjá KFÍ undanfarið en allt er það í góðu. Eins og hefð er fyrir hjá félaginu var mikið tilstand í tengslum við 17. júní hátíðarhöld Ísafjarðarbæjar. Nánar

Grillaðar pylsur (pulsur)

Körfubolti | 20.06.2009
Almenn ánægja var með pylsurnar af Muurikka grillinu hjá Húsasmiðjunni!
Almenn ánægja var með pylsurnar af Muurikka grillinu hjá Húsasmiðjunni!
Það var ekki langt fríið hjá KFÍ. Núna eftir framkvæmdir á 17. júní sem tókst með afbrigðum vel var grillað fyrir gesti og gangandi hjá Húsasmiðjunni. Steini lánaði okkur snilldar Muurikka pönnu og er alltaf jafn þægilegt að grilla á þessari undragræju. Það var ekki annað að sjá á þeim sem fengu sér pylsu (pulsu) en að þetta hafi vakið lukku. Grillarar dagsins voru Daníel Midgley og Helgi Dan. Það var Húsasmiðjan sem bauð upp á veisluna og voru pulsurnar frá SS og Coka-cola með. Nánar

Birgir Björn Péturson í Stjörnuna

Körfubolti | 19.06.2009
Stjarnan er það heillin. Biggi hér á mynd. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson
Stjarnan er það heillin. Biggi hér á mynd. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson
Þá er það ákveðið. Biggi er búinn að skrifa undir samning við lið Stjörnunnar úr Garðabæ og mun æfa undir leiðsögn frá góðum vin okkar Teit Örlygssyni. Þetta er gott skref hjá stráknum og óskum við honum velfarnaðar í nýju liði. Við viljum einnig þakka honum fyrir þau ár sem hann var hjá KFÍ.

Stjórn og leikmenn.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Árni Ragnarsson sendir kveðju!

Körfubolti | 18.06.2009
Árni Ragnarsson að störfum! (Ljósmynd: www.fjolnir.is)
Árni Ragnarsson að störfum! (Ljósmynd: www.fjolnir.is)
"Vildi bara nýta tækifærið og hrósa ykkur fyrir æfingabúðir ykkar á Ísafirði. Ég er ekki á staðnum en ég get skynjað metnaðinn fyrir ykkar hönd til að gera allt sem allra best til þess hjálpa krökkunum. Þar sem metnaðurinn fyrir íþróttinni nær yfir eigin hagsmuni veit maður að starfar gott fólk. Ég get skynjað hingað til Reykjavíkur að þið takið stolt þátt í því að gera þessar körfuboltabúðir eins flottar og þið mögulega getið og fyrir það eigið þið endalaust hrós skilið. Óska ykkur hins allra besta og vona að þið haldið þessu starfi áfram með sama stolti og þið gerið þetta í dag og haldið líka áfram að reyna að finna leiðir til að gera enn betur með hverju ári. Þetta lítur út fyrir að vera þvílíkt flott hjá ykkur."

Árni Ragnarsson,
Fyrrverandi leikmaður FSu og nú University of Alabama Huntsville.

 

KFÍ þakkar góðar kveðjur frá þessum frábæra leikmanni. Þetta er okkur enn frekari hvatning til þess að endurtaka leikinn. Óhætt er að segja það að flest stefnir í einmitt það og munum við fjalla um Körfuboltabúðir KFÍ 2010 síðar.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Veðurblíða á lokahófi og grill

Körfubolti | 13.06.2009
Grillað að loknum vel heppnuðum búðum.
Grillað að loknum vel heppnuðum búðum.
Eftir afhendingu verðlauna og sigurlauna var slegið upp veislu við suðurgafl íþróttahússins. Þar var búið að koma fyrir bekkjum og borðum. Þorsteinn Þráinsson grillaði leikandi létt ofan í alla gesti og aðstandendur. Boðið var upp á kryddleginn steinbít í boði Íslandssögu á Suðureyri. Nánar