Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Svartfellinginn Nemanja Knezevic um að leika með liðinu. Nemanja er þrítugur 205 sentímetra hár miðherji sem býr yfir góðri tækni og miklum hreyfanleika.
NánarÞað var glatt á hjalla á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í dag þegar fulltrúar Arnarlax og Körfuknattleiksdeildar Vestra undirrituðu samstarfssamning. Þar með bætist Arnarlax í hóp bakhjarla körfuboltans á Vestfjörðum og mun merki fyrirtækisins prýða framhlið allra búninga KKd. Vestra á komandi keppnistímabili.
NánarUm helgina heldur leikmannahópur Vestra á Tálknafjörð og Patreksfjörð í æfingaferð. Í tengslum við ferðina mun Körfuknattleiksdeild Vestra bjóða upp á Körfuboltadag fyrir alla krakka á svæðinu. Körfuboltadagurinn fer fram í íþróttahúsinu á Patreksfirði og hefst kl. 14:00 laugardaginn 9. september.
NánarHinn árlegi Körfuboltadagur Vestra fer fram fimmtudaginn 7. september kl. 17:30 til 19:00 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Allir áhugasamir krakkar og foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegum körfuboltaleikjum og þrautum sem þjálfarar deildarinnar og leikmenn meistaraflokks karla stýra. Í lokinn verður boðið upp á grillaðar pylsur og drykki.
NánarÞað var mikil stemming á seinna sumarnámskeiði Kkd. Vestra sem fram fór á Torfnesi í síðustu viku en fyrra námskeiðið var haldið í byrjun júlí. Námskeiðin voru ætluð krökkum á leið í 1.-4. bekk og voru hátt í 20 krakkar skráðir til leiks á seinna námskeiðið
NánarÁ mánudaginn kemur, 14. ágúst, hefst seinna sumarnámskeið Kkd. Vestra fyrir börn fædd 2008-2011. Hið fyrra var haldið í júlí og tókst afar vel.
NánarHinn knái leikmaður Björn Ásgeir Ásgeirsson úr Hamri skrifaði í gærkvöldi undir samning við Körfuknattleiksdeild Vestra og mun hann leika með meistaraflokki félagsins á komandi keppnistímabili.
NánarEgill Fjölnisson og bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir hafa verið valdir í 35 manna æfingahóp U16 ára landsliðs drengja í körfuknattleik, en hópurinn var kynntur í dag. Þremenningarnir leika í 10. flokki á komandi leiktíð en þeir hömpuðu bikarmeistaratitli ásamt félögum sínum í 9. flokki síðasta vetur og unnu sig einnig upp í A-riðil Íslandsmótsins í vor.
NánarYngri flokkar Kkd. Vestra fengu góða heimsókn í gær þegar Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir sóttu Ísafjörð heim og sáu um æfingar gærdagsins hjá félaginu. Martin,sem er KR-ingur í húð og hár, er orðinn atvinnumaður í körfubolta og leikur með A-deildarliðinu Châlon-Reims í Frakklandi. Hildur er nýgengin til liðs við Breiðablik en hún spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún er úr Stykkishólmi og því uppalin í Snæfelli.
NánarVel heppnuð æfingaferð Kkd. Vestra til Spánar er nú að baki en flestir úr hópnum komu til landsins seint í gærkvöldi. Nokkrir urðu þó eftir á Spáni í sumarleyfum með fjölskyldum sínum. Óhætt er að fullyrða að þessi fyrsta æfingaferð deildarinnar erlendis í 10 ár hafi staðið undir væntingum og verða slíkar æfinga- eða keppnisferðir á erlenda grundu vonandi fastur liður í starfinu hér eftir.
Nánar