Stjórn Kkd. Vestra og barna- og unglingaráð vinna nú markvisst að því að félagið tefli fram meistaraflokki á ný. Allt bendir til þess að innan örfárra ára verði kominn góður grundvöllur fyrir endurvakningu meistaraflokks kvenna félagsins, en hann var síðast starfræktur vetur 2014-2015. Í gærkvöldi stóð félagið fyrir skemmtilegum spjallfundur í Menntaskólanum á Ísafirði og var það liður í undirbúningi verkefnisins.
NánarVestramenn lögðu Sindra á Höfn í Hornafirði í 32 liða úrslitum Maltbikarsins á sunnudag. Vestramenn höfðu góðan sigur 68-106 og halda því áfram í 16 liða úrslit þar sem þeir mæta KR. B-lið Vestra tók einnig þátt í bikarkeppninni og mætti KR-B en mátti sætta sig við tap á heimavelli.
NánarHéraðssamband Vestfirðinga (HSV) hlaut hvatningarverðlaun UMFÍ 2017 á 50. sambandsþingi UMFÍ sem fram fór á Hótel Hallormsstað um helgina. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, sagði áður en hann afhenti verðlaunin á þinginu að þau væru afhent HSV fyrir öflugar og metnaðarfullar körfuknattleiksbúðir Íþróttafélagsins Vestra á Ísafirði. Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, tók við verðlaununum í lok þings í gær fyrir hönd HSV.
NánarVestri tók á móti nýliðum Gnúpverja í þriðju umferð 1. deildar karla í körfubolta í gær. Leikurinn var fjörugur og mikið skorað. Heimamenn rufu hundrað stiga múrinn og gestirnir voru ekki fjarri því en leiknum lauk með sigri Vestra 105-92.
NánarMinnibolti eldri stúlkna í Vestra fæddar 2006 kepptu á fyrsta Íslandsmóti vetrarins um helgina. Mótið fór fram hjá Breiðablik í Smáranum og tefldi Vestri fram tveimur liðum undir stjórn Nökkva Harðarsonar. þjálfara og meistaraflokksmanns. Mótið tókst í alla staði vel og tóku stelpurnar virkilega á honum stóra sínum gegn miserfiðum andstæðingum.
NánarStelpurnar í 9. flokki unnu sig upp í A-riðil á fjölliðamóti hér heima og strákarnir í 10. flokki héldu sæti sínu í A-riðli eftir leiki helgarinnar.
NánarÍ hálfleik á fyrsta heimaleik Vestra í 1. deildinni gegn Snæfelli síðastliðinn föstudag var undirritaður endurnýjaður samstarfssamningur Körfuknattleiksdeildar Vestra og tölvu- og netþjónustufyrirtækisins Snerpu á Ísafirði.
NánarVestri lagði Snæfell fyrr í kvöld í hörkuleik á Jakanum, lokatölur 76-72. Loftið var rafmagnað fyrir leik og eftirvæntingin skein af leikmönnum og áhorfendum. Stúkan var þétt setin og góð stemmning þótt mikilvægur landsleikur í fótbolta færi fram á sama tíma.
NánarKörfuboltatímabilið fer af stað af fullum krafti á næstu helgi. Meistaraflokkur karla hefur leik á Íslandsmótinu með heimaleik á Jakanum gegn Snæfelli á föstudag. Á laugardag og sunnudag spila stúlkurnar í 9. flokki leik í B-riðli Íslandsmótsins. Á sama tíma spila svo strákarnir í 10. flokki í Garðabæ, B-liðið í Hafnarfirði og Álftanesi og minnibolti 11 ára stúlkna í Kópavogi.
NánarÁ dögunum skrifuðu tveir ungir og efnilegir leikmenn undir samning við Kkd Vestra, þeir Daníel Wale Adeleye og Helgin Snær Bergsteinsson.
Nánar