Fréttir - Körfubolti

Landsliðsfólk á Ísafirði

Körfubolti | 13.07.2017
Hópurinn samankominn með Martin og Hildi Björgu í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði.
Hópurinn samankominn með Martin og Hildi Björgu í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði.
1 af 4

Yngri flokkar Kkd. Vestra fengu góða heimsókn í gær þegar Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir sóttu Ísafjörð heim og sáu um æfingar gærdagsins hjá félaginu. Martin,sem er KR-ingur í húð og hár, er orðinn atvinnumaður í körfubolta og leikur með A-deildarliðinu Châlon-Reims í Frakklandi. Hildur er nýgengin til liðs við Breiðablik en hún spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún er úr Stykkishólmi og því uppalin í Snæfelli.

Nánar

Vel heppnuð Spánarferð að baki

Körfubolti | 01.07.2017
BIBA hópurinn samankominn ásamt þjálfurum búðanna. Allir þátttakendur fengu keppnisbúning til eignar.
BIBA hópurinn samankominn ásamt þjálfurum búðanna. Allir þátttakendur fengu keppnisbúning til eignar.
1 af 8

Vel heppnuð æfingaferð Kkd. Vestra til Spánar er nú að baki en flestir úr hópnum komu til landsins seint í gærkvöldi. Nokkrir urðu þó eftir á Spáni í sumarleyfum með fjölskyldum sínum. Óhætt er að fullyrða að þessi fyrsta æfingaferð deildarinnar erlendis í 10 ár hafi staðið undir væntingum og verða slíkar æfinga- eða keppnisferðir á erlenda grundu vonandi fastur liður í starfinu hér eftir.

Nánar

Æfingabúðir á Spáni

Körfubolti | 23.06.2017
Hópurinn í Leifsstöð skömmu fyrir brottför.
Hópurinn í Leifsstöð skömmu fyrir brottför.
1 af 2

Fríður hópur Vestrakrakka flugu til Spánar í gærkvöldi til að taka þátt í körfuboltabúðum sem fram fara í bænum Amposta, tveggja tíma fjarlægð suður af Barcelona. Hópurinn telur 21 krakka auk fararstjóra og annarra fylgifiska. Í aðdraganda ferðarinnar hafa krakkarnir notið mikils stuðnings frá einstaklingum og fyrirtækjum á Vestfjörðum, einkum í tengslum við áheitasöfnun fyrir körfuboltamaraþon sem þau þreyttu í síðasta mánuði á Suðureyri. Þess má einnig geta að krakkarnir eru búsettir í sex byggðakjörnum á norðanverðum Vestfjörðum, allt frá Hólmavík í austri til Þingeyrar í vestri.

Nánar

Ingimar Aron semur við Vestra

Körfubolti | 19.06.2017
Ingimar Aron Baldursson skrifaði í dag undir samning við Kkd. Vestra. Birna Lárusdóttir, stjórnarmaður í Kkd. Vestra, skrifaði undir fyrir hönd stjórnar.
Ingimar Aron Baldursson skrifaði í dag undir samning við Kkd. Vestra. Birna Lárusdóttir, stjórnarmaður í Kkd. Vestra, skrifaði undir fyrir hönd stjórnar.

Í dag skrifaði Ingimar Aron Baldursson undir leikmannasamning við Kkd. Vestra og mun hann því leika með meistaraflokki karla keppnistímabilið 2017-2018. Ingimar Aron kemur vestur úr röðum Valsmanna þar sem hann lék í fyrstu deildinni síðasta vetur. Uppeldisfélag hans er KR. Ingimar er fæddur árið 1998 og er því 19 ára gamall.

Nánar

Gunnlaugur og Jóhann Jakob framlengja

Körfubolti | 13.06.2017
Leikmennirnir fjórir sem skrifuðu undir samning í gær. Frá vinstri: Jóhann Jakob Friðriksson, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson, Rúnar Ingi Guðmundsson og Gunnlaugur Gunnlaugsson.
Leikmennirnir fjórir sem skrifuðu undir samning í gær. Frá vinstri: Jóhann Jakob Friðriksson, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson, Rúnar Ingi Guðmundsson og Gunnlaugur Gunnlaugsson.

Undanfarna daga hafa penni og samningsblöð verið á lofti hjá körfuknattleiksdeild Vestra. Í gær skrifuðu fjórir leikmenn undir samninga og því má segja að ákveðinn kjarni leikmanna sé tryggður fyrir komandi tímabil. Undanfarna daga hafa penni og samningsblöð verið á lofti hjá körfuknattleiksdeild Vestra. Í gær skrifuðu fjórir leikmenn undir samninga og því má segja að ákveðinn kjarni leikmanna sé tryggður fyrir komandi tímabil. 

Nánar

Nökkvi Harðarson áfram með Vestra

Körfubolti | 11.06.2017
Nökkvi Harðarson og Yngvi Gunnlaugsson, yfirþjálfari Kkd. Vestra skrifuðu í dag, á sjómannadaginn, undir samning um að Nökkvi leiki áfram með Vestra á komandi tímabili.
Nökkvi Harðarson og Yngvi Gunnlaugsson, yfirþjálfari Kkd. Vestra skrifuðu í dag, á sjómannadaginn, undir samning um að Nökkvi leiki áfram með Vestra á komandi tímabili.

Á Sjómannadaginn samdi framherjinn Nökkvi Harðarson við Vestra um að leika áfram með liðinu á komandi tímabili. Dagurinn var vel við hæfi enda stundar Nökkvi sjómennsku í Grindavík nú í sumar. Nökkvi kom vestur haustið 2015 og hefur leikið með KFÍ og Vestra síðan. Hann hefur jafnframt þjálfað elsta stúlknahóp félagsins með góðum árangri og var á síðasta tímabili fyrirliði meistaraflokks.

Nánar

Sumarið hjá Kkd. Vestra

Körfubolti | 11.06.2017
Landsliðsmennirnir Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson heimsóttu eina af sumaræfingum Kkd. Vestra í fyrrasumar.
Landsliðsmennirnir Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson heimsóttu eina af sumaræfingum Kkd. Vestra í fyrrasumar.

 Á morgun, mánudaginn 12. júní, hefst körfuboltasumar Kkd. Vestra með sumaræfingum fyrir eldri iðkendur og sumarnámskeiði fyrir þá yngstu.

Nánar

Adam Smári semur við Vestra

Körfubolti | 08.06.2017
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra og Adam Smári Ólafsson við undirritun samningsins.
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra og Adam Smári Ólafsson við undirritun samningsins.

Framherjinn Adam Smári Ólafsson hefur samið við Körfuknattleiksdeild Vestra um að leika áfram með liðinu á komandi tímabili. Adam Smári kom til Vestra frá FSu fyrir síðasta tímabil og hefur sýnt og sannað að hann á framtíðina fyrir sér í íþróttinni.

Nánar

Nýir körfuboltar í Árbæ

Körfubolti | 07.06.2017
Gunnar Hallsson og Yngvi Gunnlaugsson við afhendingu boltanna.
Gunnar Hallsson og Yngvi Gunnlaugsson við afhendingu boltanna.

Körfuknattleiksdeild Vestra, í samstarfi við Nettó á Ísafirði, færði Íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík 20 körfubolta á dögunum. Boltarnir munu án efa koma að góðum notum enda iðka ófáir bolvískir krakkar körfubolta með Vestra.

Nánar

Frábærar búðir að baki

Körfubolti | 04.06.2017
Framkvæmdastjórn Körfuboltabúða Vestra: Efri röð f.v. Guðlaug Sigurjónsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Birna Lárusdóttir og Guðni Ó. Guðnason. Neðri röð f.v. Heiðrún Tryggvadóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Yngvi Páll Gunnlaugsson.
Framkvæmdastjórn Körfuboltabúða Vestra: Efri röð f.v. Guðlaug Sigurjónsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Birna Lárusdóttir og Guðni Ó. Guðnason. Neðri röð f.v. Heiðrún Tryggvadóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Yngvi Páll Gunnlaugsson.
1 af 3

Þá er Körfuboltabúðum Vestra formlega lokið þetta árið og ekki seinna vænna að hefja undirbúning þeirra næstu. Það verða tíundu búðirnar en þær hófu fyrst göngu sína árið 2007. Dagsetning búðanna að ári liggur þegar fyrir og verða þær haldnar dagana 5.-10. júní 2018, að öllu óbreyttu.

Nánar