Fréttir - Körfubolti

Fjölmenni á leið á Nettómótið

Körfubolti | 03.03.2017
Hátt í 50 yngstu iðkendur Kkd. Vestra eru á leið á Nettómótið í Reykjanesbæ.
Hátt í 50 yngstu iðkendur Kkd. Vestra eru á leið á Nettómótið í Reykjanesbæ.

Hátt í 50 keppendur Kkd. Vestra og fjölmennt fylgdarlið er nú óðum að leggja í hann á stærsta körfuboltamót landsins, Nettómótið í Reykjanesbæ, sem fram fer um helgina. Keppendur hafa aldrei verið fleiri auk þess sem mun fleiri foreldrar og systkini fylgja börnum sínum á mótið að þessu sinni en fyrri ár. Stefnir því í að á annað hundrað manns séu á faraldsfæti á Suðurnesjunum á vegum Kkd. Vestra næstu tvo daga. Þjálfarar yngri flokka félagsins fylgja liðum sínum til keppni en talsvert skipulag þarf fyrir svo stóran hóp því Vestri leikur í alls 9 liðum.

Nánar

Síðbúnar fréttir af sigri og tapi

Körfubolti | 02.03.2017
Hinrik Guðbjartsson var besti maður Vestra í góðum sigri á ÍA síðastliðinn föstudag. Ljósmynd: Körfuknattleiksfélag ÍA.
Hinrik Guðbjartsson var besti maður Vestra í góðum sigri á ÍA síðastliðinn föstudag. Ljósmynd: Körfuknattleiksfélag ÍA.

Meistaraflokkur karla í körfubolta lék tvo leiki um síðustu helgi. Fyrri leikurinn var gegn ÍA á Skaganum og unnu strákarnir hann sannfærandi 67-76. Síðari leikurinn var gegn toppliði Hattar austur á Egilsstöðum og tapaðist sá leikur 78-54.

Nánar

Hilmir og Hugi í U-15 landsliðið

Körfubolti | 01.03.2017
Félagarnir Egill, Hugi og Hilmir. Þeir tóku allir þátt í landsliðsúrtaki U-15 liðs KKÍ milli jóla og nýárs en í dag var tilkynnt um lokahópinn og komust þeir Hugi og Hilmir í endanlegan 18 manna landsliðshóp.
Félagarnir Egill, Hugi og Hilmir. Þeir tóku allir þátt í landsliðsúrtaki U-15 liðs KKÍ milli jóla og nýárs en í dag var tilkynnt um lokahópinn og komust þeir Hugi og Hilmir í endanlegan 18 manna landsliðshóp.

Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir voru í dag valdir í U-15 landslið Íslands í körfuknattleik. Þeir bræður voru seint á síðasta ári valdir í landsliðsúrtak ásamt Agli Fjölnissyni liðsfélaga sínum úr bikarmeistaraliði 9. flokks Vestra og tóku þátt í æfingum á milli jóla og nýárs.

Nánar

Stór útileikjahelgi í körfunni

Körfubolti | 23.02.2017
Nýkrýndir bikarmeistarar 9. flokks leika í B-riðli Íslandsmótsins í Borgarnesi um helgina. Meistaraflokkur leikur gegn ÍA og Hetti á föstudag og sunnudag og unglingaflokkur mætir Hetti á laugardag. Ljómsynd: Ólafur Þór Jónsson, karfan.is
Nýkrýndir bikarmeistarar 9. flokks leika í B-riðli Íslandsmótsins í Borgarnesi um helgina. Meistaraflokkur leikur gegn ÍA og Hetti á föstudag og sunnudag og unglingaflokkur mætir Hetti á laugardag. Ljómsynd: Ólafur Þór Jónsson, karfan.is

Framundan er stór útileikjahelgi í körfuboltanum. Meistaraflokkur karla leikur á morgun föstudag gegn ÍA á Akranesi og svo gegn toppliði Hattar austur á Egilsstöðum, auk þess sem unglingaflokkar félaganna mætast á laugardag.. Nýkrýndir bikarmeistarar 9. flokks drengja leika svo einnig á laugardag og sunnudag í B-riðli Íslandsmótsins sem fram fer í Borgarnesi og minnibolti eldri drengja spila í Reykjavík.

Nánar

Vestri mætir Hamri

Körfubolti | 16.02.2017
Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans í meistaraflokki karla mæta Hamri á Jakanum föstudaginn 17. febrúar kl. 18:30. Ljósmynd: Ólafur Þór Jónsson, karfan.is.
Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans í meistaraflokki karla mæta Hamri á Jakanum föstudaginn 17. febrúar kl. 18:30. Ljósmynd: Ólafur Þór Jónsson, karfan.is.

Meistaraflokkur karla í körfubolta tekur á móti Hamri í 1. deildinni á föstudaginn hér heima á Jakanum. Leikurinn hefst fyrr en venjulega eða kl. 18:30.

Nánar

Vestri bikarmeistarar í níunda flokki

Körfubolti | 13.02.2017
Bikarmeistarar! Ljósmynd Karfan.is Bára.
Bikarmeistarar! Ljósmynd Karfan.is Bára.
1 af 2

Strákarnir í 9. flokki Vestra komu sáu og sigruðu á bikarhelgi KKÍ um helgina. Drengirnir léku til úrslita á sunnudagsmorgni og mættu sterku liði Valsmanna sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar í þessum aldurshópi. Leikurinn var jafn og spennandi en Vestramenn höfðu sigur 49-60.

Nánar

Kátt í Höllinni á helginni!

Körfubolti | 10.02.2017
Strákarnir í 9. flokki eru klárir í slaginn!
Strákarnir í 9. flokki eru klárir í slaginn!
1 af 2

Níundi flokkur drengja hjá Vestra tryggðu sér á dögunum leik um bikarmeistaratitil KKÍ með frækilegum sigri á Fjölni á útivelli. Á sunnudaginn kemur, þann 12. febrúar, rennur stóra stundin upp þegar liðið mætir Valsmönnum í úrslitaleiknum. Leikurinn hefst klukkan 9:45 og fer að sjálfsögðu fram í Laugardalshöllinni.

Nánar

Tíundi flokkur gerði góða ferð í Þorlákshöfn

Körfubolti | 08.02.2017
Leikmenn 10. flokks Vestra ásamt þjálfurum að loknum sigri í C-riðli í Þorlákshöfn.
Leikmenn 10. flokks Vestra ásamt þjálfurum að loknum sigri í C-riðli í Þorlákshöfn.

Síðastliðnu helgi, 4. og 5. febrúar, gerði Vestri góða ferð í Þorlákshöfn þar sem keppt var í 10. flokki drengja. Auk Vestra tóku lið Snæfells, Tindastóls og Þórs úr Þorlákshöfn þátt í mótinu. Vestramenn sýndu styrk sinn og unnu riðilinn og eru þar með komnir upp í B-riðil.

Nánar

Níundi flokkur stúlkna upp í A-riðil!

Körfubolti | 06.02.2017
Sigurreifar á sunnudegi.Efri röð frá vinstri: Rán Kjartansdóttir, Hera Magnea Kristjánsdóttir, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, Helena Haraldsdóttir, Sædís Mjöll Steinþórsdóttir, Natalía Dröfn Kristjánsdóttir, Katla María Magdalena Sæmundsdóttir, Guðni Guðnason sem stýrði liðinu á sunnudag. Neðri röð frá vinstri: Þórunn Birna Bjarnadóttir, Hjördís Harðardóttir, Ivana Yordanova, Rakel Damiloa Adeleye og Thelma María Heiðarsdóttir.
Sigurreifar á sunnudegi.Efri röð frá vinstri: Rán Kjartansdóttir, Hera Magnea Kristjánsdóttir, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, Helena Haraldsdóttir, Sædís Mjöll Steinþórsdóttir, Natalía Dröfn Kristjánsdóttir, Katla María Magdalena Sæmundsdóttir, Guðni Guðnason sem stýrði liðinu á sunnudag. Neðri röð frá vinstri: Þórunn Birna Bjarnadóttir, Hjördís Harðardóttir, Ivana Yordanova, Rakel Damiloa Adeleye og Thelma María Heiðarsdóttir.
1 af 2

Um helgina fór fram fjölliðamót í B-riðli Íslandsmótsins hjá 9. flokki stúlkna í Bolungarvík. Heimastelpur í Vestra mættu KR-b og Val. Vestrastelpur gerðu sér lítið fyrir og unnu riðlinn og tryggðu sér þar með þátttöku í A-riðli í næstu umferð og fá þá tækifæri til að etja kappi við bestu lið landsins í þessum aldursflokki.

Nánar

Flottur útisigur á FSu

Körfubolti | 06.02.2017
Nökkvi Harðarson, fyrirliði Vestra í baráttunni gegn Terrence Motley á Selfossi. Ljósmynd: Jóhannes Eiríksson.
Nökkvi Harðarson, fyrirliði Vestra í baráttunni gegn Terrence Motley á Selfossi. Ljósmynd: Jóhannes Eiríksson.

Vestri sigraði FSu á útivelli í gærkvöldi, 70-80. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. Með sigrinum standa lið Vestra og Hamars jöfn að stigum í 5.-6. sæti með 14 stig.

Nánar