Fréttir - Körfubolti

Gólfið vígt með tvíhöfða gegn ÍA

Körfubolti | 19.01.2018
Meistaraflokkur Vestra mætir ÍA í tveimur leikjum á nýja gólfinu á Torfnesi um helgina.
Meistaraflokkur Vestra mætir ÍA í tveimur leikjum á nýja gólfinu á Torfnesi um helgina.

Framundan er sannkölluð heimaleikjahelgi í körfunni. Langþráð nýtt gólf í íþróttahúsinu og verður tekið í gagnið í tveimur heimaleikjum gegn Körfuknattleiksfélagi ÍA í 1. deild karla. Fyrri leikurinn hefst kl. 18:00 á laugardag og sá síðari kl. 14:00 á sunnudag. Auk þess sem nýtt gólf verður tekið í notkun verður sömuleiðis nýtt hljóðkerfið tekið í gagnið.

Nánar

Flaggskipið komið á siglingu

Körfubolti | 06.01.2018

B-lið Vestra sótti fyrsta sigurinn á árinu í 3. deildinni er Kormákur frá Hvamstanga sótti þá heim.

Nánar

Skráning hafin í Körfuboltabúðir Vestra 2018

Körfubolti | 06.12.2017

Skráning er nú hafin í tíundu Körfuboltabúðir Vestra sem fram fara dagana 5.-10. júní 2018. Allar helstu upplýsingar um búðirnar má nálgast á heimasíðu þeirra, vestri.is/korfuboltabudir.  Í fyrra var fullt í Körfuboltabúðirnar og því er um að gera að tryggja áhugasömum körfuboltakrökkum sæti í búðunum sem fyrst. Skráning fer fram á heimasíðu Körfuboltabúðanna eða með því að smella hér.

Nánar

Tíu frá Vestra í æfingahópum yngri landsliða KKÍ

Körfubolti | 03.12.2017
Hópurinn sem á sæti í æfingahópum yngri landsliða frá Vestra. Myndin var tekin eftir sigur meistaraflokks á Gnúpverjum á útivelli en báðir 10. flokkar Vestra voru einng að spila á útivelli um helgina. Frá vinstri: Hilmir Hallgrímsson, Hjördís Harðardóttir, Egill Fjölnisson, Rakel Adeleye, Hugi Hallgrímsson, Dagbjört Jóhannesdóttir, Björn Ásgeir Ásgeirsson, Helena Haraldsdóttir, Friðrik Vignisson og Katla Sæmundsdóttir.
Hópurinn sem á sæti í æfingahópum yngri landsliða frá Vestra. Myndin var tekin eftir sigur meistaraflokks á Gnúpverjum á útivelli en báðir 10. flokkar Vestra voru einng að spila á útivelli um helgina. Frá vinstri: Hilmir Hallgrímsson, Hjördís Harðardóttir, Egill Fjölnisson, Rakel Adeleye, Hugi Hallgrímsson, Dagbjört Jóhannesdóttir, Björn Ásgeir Ásgeirsson, Helena Haraldsdóttir, Friðrik Vignisson og Katla Sæmundsdóttir.

Síðastliðinn föstudag voru birtir listar yfir æfingahópa KKÍ fyrir yngri landslið. Vestri á óvenju stóran og glæsilegan hóp þar innanborðs en alls eru 10 krakkar frá félaginu í æfingahópunum. Þessi stóri hópur ber vitni um það öfluga barna- og unglingastarf sem fram hefur farið í deildinni undanfarin ár.

Nánar

Gamla gólfið kvatt með sigri á Blikum

Körfubolti | 02.12.2017
Yngstu iðkenndur Vestra í krílakörfu og krakkakörfu leiddu leikmenn Vestra inn á völlinn fyrir leik.
Yngstu iðkenndur Vestra í krílakörfu og krakkakörfu leiddu leikmenn Vestra inn á völlinn fyrir leik.

Vestri vann góðan sigur á Blikum í gærkvöldi, 96-80, í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var síðasti heimaleikur liðsins á árinu en jafnframt síðasti leikurinn sem spilaður er á gólfi íþróttahússins sem hefur þjónað okkur frá árinu 1993.

Nánar

Litlir leiða stóra í kvöld

Körfubolti | 01.12.2017
Þessi vaski hópur ætlar að leiða meistaraflokk karla inn á leik í kvöld. Með á myndinni eru þjálfararnir Björn Ásgeir Ásgeirsson (t.v.) og Ingimar Baldursson (t.h.)
Þessi vaski hópur ætlar að leiða meistaraflokk karla inn á leik í kvöld. Með á myndinni eru þjálfararnir Björn Ásgeir Ásgeirsson (t.v.) og Ingimar Baldursson (t.h.)

Allra yngstu iðkendur Kkd. Vestra ætla að leggja sín lóð á vogarskálarnar fyrir heimaleik Vestra og Breiðabliks í 1. deild karla í kvöld. Krakkarnir munu leiða meistaraflokksstrákana inn á völlinn og hvetja þá svo til dáða í leiknum sjálfum. Þetta er síðasti heimaleikur liðsins á þessu ári og jafnframt síðasti leikurinn á gamla parketinu á Torfnesi en strax á mánudag verður hafist handa við að endurnýja gólfið.

Nánar

Vestri Breiðablik á föstudag

Körfubolti | 29.11.2017
Meistaraflokkur Vestra.
Meistaraflokkur Vestra.

Vestri tekur á móti Breiðabliki í 1. deild karla föstudaginn 1. desember hér heima á Jakanum. Leikurinn hefst að vanda klukkan 19:15. Þetta er jafnframt síðasti heimaleikur liðsins á þessu ári og um leið síðasti leikurinn á gamla parketinu á Torfnesi en strax í næstu viku verður hafist handa við að endurnýja gólfið.

Nánar

Tíundi flokkur stúlkna spilar heima um helgina

Körfubolti | 24.11.2017
10. flokkur stúlkna ásamt þjálfara sínum Yngva Gunnlaugssyni.
10. flokkur stúlkna ásamt þjálfara sínum Yngva Gunnlaugssyni.

Um helgina fer fram fjölliðamót Íslandsmótsins í 10. flokki stúlkna í körfubolta. Vestrastelpur mæta Hamri/Hrunamönnum, Haukum og Val. Mótið fer að mestu leyti fram í Bolungarvík utan fyrsti leikur Vestra sem fram fer á Torfnesi á morgun laugardag kl. 16:45 gegn Haukum.

 

Nánar

Hart barist í stúlknaflokkum

Körfubolti | 16.11.2017
Minniboltastelpur Vestra með Stefaníu Ásmundsdóttur, fararstjóra og þjálfara. Á myndina vantar einn liðsmann, sem tók einnig  þátt í lúðrasveitarhátíð í Hörpunni þessa sömu helgi.
Minniboltastelpur Vestra með Stefaníu Ásmundsdóttur, fararstjóra og þjálfara. Á myndina vantar einn liðsmann, sem tók einnig þátt í lúðrasveitarhátíð í Hörpunni þessa sömu helgi.
1 af 2

Tveir stúlknaflokkar Kkd. Vestra spiluðu að heiman í Íslandsmótum um síðustu helgi og þótt sigrarnir hefðu ekki allir fallið okkar megin var frammistaða bekkja flokka góð. Stelpurnar í 9. flokki kepptu í A-riðli í annarri umferð Íslandsmótsins og var leikið í Keflavík en þær höfðu sigrað B-riðil örugglega í fyrstu umferð. Stelpurnar í minnibolta eldri (11 ára) sóttu Þorlákshöfn heim í fjölliðamóti þar sem þær tókust á við jafnöldrur sínar í B-riðli. 

Nánar

Ágúst Angantýsson til Vestra

Körfubolti | 15.11.2017
Ágúst Angantýsson á fullri ferð með KFÍ á Jakanum tímabilið 2013-2014. Það verður gaman að sjá kappann á þessum slóðum á ný.
Ágúst Angantýsson á fullri ferð með KFÍ á Jakanum tímabilið 2013-2014. Það verður gaman að sjá kappann á þessum slóðum á ný.

Framherjinn sterki Ágúst Angantýsson hefur samið við Vestra um að leika með liðinu í 1. deildinni. Ágúst er ekki ókunnugur hér fyrir vestan því hann lék með KFÍ í úrvalsdeildinni tímabilið 2013-2014.

Nánar