Fréttir - Körfubolti

Leiknum gegn Þór frestað til 13.febrúar

Körfubolti | 26.01.2013

Vegna veikinda og meiðslna verður ekki leikur gegn Þór í dag, en hann átti að fara fram kl.13.00.

 

Nýr leikdagur er settur 13.febrúar hér á Jakanum. Við óskum félögum okkar frá Þór góðrar heimferðar.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Auðveldur sigur gegn fáliðuðu liði Þórs frá Akureyri

Körfubolti | 25.01.2013
Eva leiddi liðið í kvöld
Eva leiddi liðið í kvöld

Það voru aðeins fimm leikmenn sem komust með að norðan og er það vegna veikinda, en þær sem komu börðust af krafti og gáfust aldrei upp þrátt fyrir að vera með engan skiptimann. Það var því auðveldur sigur sem kom á Jakanum í kvöld. Lokatölur 84-42.

 

Það var aðeins í byrjun leiks sem Þórsstelpurnar héngu í KFÍ en svo kom í ljós þreyta hjá þeim og tíðar skiptingar hjá KFÍ var lúxus. Það var samt sem áður frábæst spil hjá okkar stúlkum sem varð til þess að allar nema ein skoraði, en alar spiluðu þær vel og eiga hrós skilið fyrir flottan leik.

 

Það var aldrei spurning um að KFÍ færi með sigur af hólmi, en af skynsemi fengu þær yngri að spila mikið og var mínútum vel dreyft á liðið.

 

Þór fær stórt prik í kladdan fyrir að berjast fram a síðustu mínútu og geta Þórsarar verið hreyknar af þeirra framlagi.

 

Stig KFÍ.

Eva Margrét 24 stig, 7 fráköst,  6 stoðsendingar og 4 stolnir.

Brittney 13 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolnir.

Stefanía 12 stig, 13 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolnir.

Anna Fía 10 stig, 5 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolnir.

Rósa 8 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolnir.

Sunna 6 stig og 3 fráköst.

Málfríður 5 stig, 2 fráköst og 1 stoðsending.

Linda 2 stig og 3 fráköst.

Vera 2 stig, 2 fráköst og 1 stolinn.

Marelle 2 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar. 

Natalía 2 fráköst.

 

Stig Þórs.

Kristín Halla 20 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar.

Rut 13 stig, 6 fráköst og 5 stolnir.

Heiða 5 stig, 13 fráköst og 2 stolnir.

Hulda 3 stig og 5 fráköst.

Svava 2 fráköst.

 

 

 

Seinni leikur KFÍ og Þórs er  á morgun og hefst kl.13.00 á Jakanum.

 

 

 

 

 

Nánar

Breytingar á tímasetningu hjá mfl.kvenna

Körfubolti | 24.01.2013
Koma svo KFÍ
Koma svo KFÍ

KFÍ og Þór Akureyri vinna í sameiningu að nýjum tíma fyrir leikina hjá stelpunum og munum við keppa fyrri leikinn föstudagskvöldið 25.janúar og hefst leikurinn kl.19.30.

 

Síðari leikurinn er síðan á laugardaginn 26.janúar kl.13.00.

 

Nú er bara að gíra sig upp fyrir skemmtilega helgi hjá stelpunum og hvetjum við alla að koma á Jakann og öskra þær áfram.

 

KFÍ-TV mun senda leikinn beint út á föstudagskvöldið og munum við hefja útsendingu kl.19.15 og er hér LINKUR

 

Áfram KFÍ

Nánar

Tveir leikir hjá mfl.kvenna um helgina á Jakanum

Körfubolti | 22.01.2013
Koma svo KFÍ
Koma svo KFÍ

Það verður nóg að gera hjá mfl.kvenna um helgina en stelpurnar frá Þór frá Akureyri koam hingað og spila hér tvo leiki. Þetta er góður tími til að sjá stelpurnar okkar í gírnum, en eins og flestir vita var Eva Margrét kosin íþróttamaður Ísafjarðarbæjar um s.l. helgi og verður í eldlínunni ásamt hinum frábæru liðsfélögum sínum. Ef stelpurnar taka þessa tvo leiki fara þær upp í annað sæti 1.deildar og þær stefna þangað.

 

Það er því mikilvægt að fá stuðning ykkar. Mætið á Jakann og öskrið stelpurnar áfram.

 

Fyrri leikurinn er á laugardaginn og hefst kl. 16.00 og seinni leikruinn er síðan í hádeginu á sunnudag og hefst kl.12.00.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Eva Margrét Kristjánsdóttir íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2012

Körfubolti | 20.01.2013
Eva Margét er glæsilegur íþróttamaður. Mynd Halldór Sveinbjörnsson. BB.is
Eva Margét er glæsilegur íþróttamaður. Mynd Halldór Sveinbjörnsson. BB.is

Eva Margrét Kristjánsdóttir var nú fyrir skömmu valinn íþróttamaður Ísafjarðarbæjar í hófi sem Ísafjarðabær stóð fyrir. Það voru margir frábærir íþróttamenn sem voru samankomnir í þessu skemmtilega teiti og á endann var það Eva Margrét sem varð fyrir valinu.

 

Eva er vel af þessum tittli komin. Hún er frábær íþróttakona og mikil fyrimynd. Eva hefur sýnt að það er allt hægt þegar viljinn og nennan er fyrir hendi. Það er ekkert sjálfgefið í íþróttum og þarf að hafa mikið fyrir því að verða afreksmaður. Það er Eva svo sannarlega og óskum við henni innilega til hamingju og erum við Í KFÍ ákaflega stolt af henni.

 

Við viljum einnig koma til skila hamingjuóskir til þeirra sem valdir voru frá sínu félagi og fengu viðurkenningar frá Ísafjarðarbæ. Þar er valinn maður í hverju rúmi og eru þau öll okkur mikil hvatning.

 

Eva Margrét. Til hamingu með titilinn og haltu áfram á þessari braut. 

 

Áfram íþróttir

Nánar

KFÍ sigur eftir góðan seinni hálfleik

Körfubolti | 20.01.2013
Frábærar í dag
Frábærar í dag

Í dag tóku stelpurnar okkar á móti liði Skallagríms frá Borgarnesi og var um hörkuleik að ræða. Ef einhverjir héldu að andstæðingar okkar væru eitthvað að dútla sér þá sýndu gestir okkar að þeim var fúlasta alvara frá fyrstu mínútu og var leikurinn mjög jafn framan af og staðan eftir fyrsta leikhluta var 13-15 fyrir stelpurnar frá Borgarnesi.

 

Annar leikhluti var eins spennandi en þó voru gestir okkar ávallt skrefinu á undan með góðri baráttu og flottum körfum og náðu þær mest sjö stiga forskoti þegar um 4 mín voru eftir af fyrri hálfleik, en með mikilli baráttu komu okkar stelpur til baka og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 26-29 fyrir Skallagrím.

 

Það var hins vegar allt annað KFÍ lið sem mætti eftir tepásuna og fljótlega var staðan orðin 43-32 eftir frábæra vörn og skyndisóknir. En gestir okkar voru ekkert hættar og komu til baka og staðan 45-40 þegar síðasti leikhlutinn var flautaður á.

 

Stelpurnar okkar héldu haus í síðasta leikhlutanum og áttu alltaf svör við góðum sprettum Borgnesinga og skemmst frá því að segja að við tókum þennan leik. Lokatölur 63-57.

 

Það var jafnt og skemmtilegt KFÍ lið sem var á Jakanum í dag og settu allir mark sitt á leikinn. En fremst á meðal jafningja var þó Anna Fía sem spilaði frábærlega í vörn og sókn. Skammt á eftir voru þær Eva Margrét, Stefanía og Brittney. En Vera, Málfríður, Rósa og Sunna voru góðar einnig og vil ég hrósa öllu liðinu í dag fyrir góða leiðsheild og frábæran íþróttaanda. Það er unun að horfa á baráttuna hjá þessum stelpum og mega margir taka þær sér til fyrirmyndar.

 

Borganesbúar mega einnig vera stoltir af stelpunum sem komu hingað í dag. Það var engin uppgjöf og baráttan til fyrirmyndar.

 

Dómarar í dag voru Jón Hrafn og Pance og komust vel frá sínu.

 

Stig og fráköst:

 

Eva Margrét 18 stig og 5 fráköst (2 varin skot og 3/6 í þristum)

Stefanía 15 stig og 7 fráköst (5/5 í vítum)

Brittney 14 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.

Anna Fía 12 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar. Maður leiksins!

Vera 2 stig, 3 fráköst og jaxl í vörn.

Rósa 2 stig, 2 fráköst og 2 stolnir.

Málfríður 2 fráköst og er í mikilli framför svo tekið er eftir.

Linda kom inn og rreif niður 2 fráköst.

Sunna kom inn og spilaði hörkuvörn og sleit niður 2 fráköst

Marelle kom inn og barðist vel.

 

Sem sagt, liðsbolti sem skilaði góðum sigri á Jakann og eru stelpurnar í þriðja sæti og hafa möguleika að komast í annað sætið með sigri á Þór Akureyri sem koma hingað um næstu helgi og spila tvo leiki.

 

 

Áfram KFÍ

 

 

Nánar

Fyrsti heimaleikur mfl.kvenna á morgun sunnudag

Körfubolti | 19.01.2013
Eva Margrét verður tilbúin
Eva Margrét verður tilbúin

Þá hefja Ísdrottningarnar leik á Jakanum og eru það stelpurnar úr Skallagrím sem koma og etja kappi gegn okkur að þessu sinni. Þetta er fyrsti heimaleikur stúlknanna eftir áramót en þær kepptu tvo útileiki eins og frá hefur verið sagt.

 

Stelpurnar eru ákveðnar að sigra þennan leik og koma með sjálfstraustið í lagi.

 

Við hvetjum alla að koma og öskra stelpurnar okkar áfram og hefst leikurinn kl.14.00 á sunnudaginn n.k.

 

Áfram KFÍ

Nánar

11.flokkur KFÍ komið í 8 liða úrslit bikarkeppni KKÍ án keppni

Körfubolti | 18.01.2013
Hákon verður að bíða eins og félagar hans í 11.flokki
Hákon verður að bíða eins og félagar hans í 11.flokki

Ekki þurftu strákarnir í KFÍ að hafa fyrir því að reima á sig skóna til að komast áfram í bikarkeppni KKÍ. Breiðablik er enn eitt félagið sem kemur ekki til leiks og gáfu leikinn fyrirfram en téður leikur átti að vera á Jakanum á morgun kl.16.00.

 

Þetta er ekki skemmtilegt og eru allir hér heima ekki kátir með svona vinnubrögð. Það er verið að taka þátt til að keppa leiki og taka þátt.

 

Hér er smá hugleiðing frá formanni okkar Sævari Óskarsyni.

 

Enn og aftur gerist það, að íþróttafélag mætir ekki til leiks hingað vestur á Ísafjörð í skipulagðri keppni undir hatti KKÍ.    Í þetta skipti er það lið Breiðabliks sem hefur gefið leik sinn gegn 11.flokki KFÍ í 16 liða bikarkeppni KKÍ.    Ástæður engar gefnar,  einungis símtal til yfirþjálfara KFÍ.

 

Þetta er að verða kunnulegt á okkar slóðum að lið gefi leiki eða mæta hreinlega ekki til leiks. Árið á undan voru það lið ÍR, Keflavík og Ármann sem ekki komu til leiks,  það er snúið fyrir okkur að útskýra fyrir iðkendum og foreldrum þeirra hver ástæðan er fyrir þessu.

 

Við erum að leggja á okkur mikið starf til að halda úti barna og unglingaflokkum, þannig að það er orðið áhyggjuefni að KFÍ sé í þeim sporum að ferðast með iðkendur um langan veg í annann hvern leik, en fá svo ekki leiki endurgoldna hingað.   

 

Er þetta eitthvað sem hreyfingin í heild sinni þarf að skoða,  er þetta það sem við viljum sjá þegar lið veljast á móti andstæðingi sem er í óheppilegri fjarlægð. Skilaboðin eru óþægileg sem felast í þessu,  hreyfingin vill halda úti mótum sem ná til allra félaga innann KKÍ hvar svo sem þau eru staðsett, og það má alls ekki fara svo að þessi mót séu einungis innann þess svæðis sem hægt er að ferðast til í strætó.

 

Við vitum að þetta er ekki einungis hér fyrir vestan og ekki bundið körfunni einni. Þetta er vandi sem öll íþróttafélög sem búa óþægilega langt frá höfuðborgarsvæðinu lenda í. Nú er þessi spurning kominn fram á ný  hvað valdi þessu, og verða félögin að svara á sinn hátt. Við höfum engin önnur svör en þau að þetta spari peninga, og ef svo er þá er uppi óþægileg staða í barna og unglingastarfi á landsbyggðinni.

 

KFÍ harmar það að fá ekki alla okkar leiki hingað til þess að hafa tækifæri til að sýna iðkendum, foreldrum, og íbúum hér heima, okkar keppnisfólk í leik og kappleikjum fyrir félagið sitt.

 

Fh. KFÍ

Sævar Óskarsson, fomaður

Nánar

Damier og Kristján Pétur í stjörnuleik KKÍ á morgun

Körfubolti | 18.01.2013
Flott kaka hér
Flott kaka hér

Það er gaman að segja frá því hér að Damier og Kristján Pétur taka þátt í stjörnuleik KKÍ á morgun 19.janúar. Damier leikur með Dominos liðinu ásamt erlendum leikmönnum sem etur kappi gegn Icelandair liðinu sem er skipað bestu íslensku leikmönnum okkar í dag og verður mjög gaman að fylgjast með.

 

Kristján Pétur mun taka þátt í þriggja stiga keppninni og væntum við þess að hann komi heim með sigurlaunin!

 

Sport-TV mun senda út beint frá þessari veislu og er HÉR tengill. Við hvetjum alla að horfa á frá þessari útsendinu enda um að ræða alla bestu leikmenn landsins á sama stað og er skiðun dagsins að hafa gaman að þessu og skemmta sér og öðrum með tilþrifum. Útsendingin hefst kl.14.00.

 

Áfram karfa.

 

 

Nánar

Bikarleikur hjá 11.flokk drengja á laugardaginn 19.janúar

Körfubolti | 16.01.2013
Hákon verður í fullu fjöri
Hákon verður í fullu fjöri

Á laugardag n.k. munu drengirnir í 11.flokk KFÍ keppa við Breiðablik í bikarkeppni KKÍ. Leikurinn er kl.16.00 og hvetjum við alla að koma og hvetja drengina áfram.

 

Þess má geta að fyrrum þjálfari KFÍ Borce Ilievski er að þjálfa Blikana og er því að koma í heimsókn.

 

Koma svo og mæta hress á Jakann.

 

Áfram KFÍ

Nánar