Fréttir - Körfubolti

Stórleikir laugardag og sunnudag á Jakanum

Körfubolti | 08.02.2013
Tilbúin á Jakann!!
Tilbúin á Jakann!!

Á laugardag koma Stjörnumenn í heimsókn og spila gegn KFÍ-B sem er skipar frábærum strákum og verður gaman að sjá hvort þeir leggi gestina á klaka. Síðasti leikur B-liðs KFÍ var mjög spennandi gegn KR þar sem vestrbæjargengið tók leikinn á síðustu mínútunum. Okkar piltar ætla sér ekki að leyfa þannig stuld í þetta sinn og hafa þegar boðið að fyrstu 700 áhorfendunurnir fái frítt á leikinn, en takmarkað sætapláss er þó þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær!! Leikurinn hefst kl.14.00.

 

 

Það verður svo annar stórleikur á sunnudag þegar Snæfell sem situr í öðru sæti deildarinnar kemur í heimsókn. Þeir eru komnir með Ryan Amaroso til baka sem spilaði frábærlega með þeim um árið, en hann kom fyrir Asim McQueen og eru það ekki slæm skipti fyrir þá að mati kfi.is.

 

Okkar strákar eru að verða mun betri en fyrir áramót og ætla sér að sýna allar sínar bestu hliðar hér heima. Leikurinn hefst kl.19.15 og verður byrjað á Muurikka pönnunni með "Ísborgarana" kl.18.30 og er ekki slæm hugmynd að skella sér með fjölskylduna og smella borgara í sig.

 

Fyrir þá sem búa utan svæðis verður KFÍ-TV að sjálfsögðu í beinni og er hlekkurinn HÉR

 

Við hvetjum alla að koma á Jakann og öskra okkar menn til dáða.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Tap í hörkuleik gegn Keflavík

Körfubolti | 07.02.2013
D átti enn einn stórleikinn
D átti enn einn stórleikinn

Það var hörkurimma í slátúrhúsinu í kvöld, en því miður voru dómarar leiksins í einu af aðalhlutverkum og flæðið sem við höfum svo þráð í vetur og við sáum í síðasta leik varð að flóði og voru Jón Hrafn og Mirko sem átti stórleik settir á bekkinn. Mirko spilaði aðeins rúmar sextán mínútur í leiknum. Lokatölur 111-102.

 

Við byrjuðum leikinn fjörlega og náðum góðri forustu, en nokkrir óverðskuldaðir dómar settu okkur í vandræði. Eftir þriggja mínútna leik var staðan 11-0 fyrir okkur og við í góðum málum, en Keflvíkingar hafa góða menn innan sinna raða og náðu janft og þétt að komast inn í leikinn og staðan eftir fyrsta leikhluta 24-29.

 

Annar leikhluti var tær eign heimamanna og sýndu þeir sláturverðtíð á köflum tóku okkur í bólinu að vísu með Mirko á bekknum og staðan í hálfleik var staðan 55-43 og ekki leit þetta vel út.

 

Það var hins vegar allt annað KFÍ lið sem mætti í seinni hálfleik og byrjuðum við að spila okkar bolta. Með Mirko inná gekk þetta vel og þótt við hefðum orðið átján stigum undir þá komum við til baka og komum leiknum niður í átta stig. Staðan þegar farið var í lokaleikhlutann var 85-70.

 

Við sýndum það í fjórða leikhlutanum að þetta eru strákar sem berjast og þrátt fyrir að missa bæði Jón Hrafn og Mirko út komu okkar drengir til leiks með blóð á tönnum og tókum við þann fjórða 32-26 og unnum því seinni hálfleik með tveim stigum sem er ekki slæmt á þessum bæ.

 

Damier var frábær að venju. Ty átti einn sinn besta leik og er alltaf að verða betri. Mirko var frábær á meðan hann fékk að spila. Kristján Pétur vaknaði heldur betur í seinni hálfleik og spilaði sem miðherji á köflum. Jón Hrafn sýndi mátt sinn og sparkaði menn áfram. Hlynur var mjög góður. Og síðast en ekki síst komu Leó og Stebbi inn með góða baráttu. Þetta er að fæðast hjá okkur og menn að slípast betur með hverjum leik.

 

Það var engin uppgjöf hjá okkur í kvöld og enginn tilbúinn að láta strauja yfir sig og þrátt fyrir að fá á okkur 27 villur og fá hrynur a stigum gegn okkur þá héldum við haus og göngum (keyrum) hnarreistir heim á leið og gerum okkur klára í leikinn gegn Snæfell hér heima á sunnudag.

 

Stig og Fráköst:

Damier 37 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar og 5 stolnir. (Maður leiksins)

Ty 22 stig, 6 fráköst, 2 varin og 2 stolnir. (FIMM troðslur)

Kristján Pétur 15 stig, 15 fráköst og 2 stolnir.

Mirko 11 stig, 9 fráköst, 1 varinn og 1 stolinn ("fékk" að spila í 16.36 mín)

Hlynur 8 stig.

Jón Hrafn 7 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar.

Leó 2 stig, 1 stolinn.

Stebbi kom inn og spilaði flotta vörn og stal 1 bolta!

 

Áfram KFÍ !!!

 

 

Nánar

8.flokkur drengja spilaði þrjá leiki um s.l. helgi

Körfubolti | 06.02.2013
Flottir strákar með KPA þjálfara
Flottir strákar með KPA þjálfara

8.flokkur drengja tók þátt í fjölliðamóti um s.l. helgi og var hún haldin í Reykjavík. Þeir stóðu sig vel strákarnir þrátt fyrir að tapa öllum þremur leikjum sínum er merkjanlegur stígandi í leik þeirra og með því að halda bvel á spilunum er mikil framtíð í þessum strákum. 

 

KFÍ-Afturelding 23-31

Stig KFÍ.

Pétur 8

Haukur 7

 Lazar 6

Tryggvi 2

 

KFÍ-Ármann 21-41

Lazar 10

Pétur 4

Bensi 2

Tryggvi 2

Haukur 2

Rúnar 1

 

KFÍ-Breiðablik 24-31

Lazar 10

Haukur 8

Rúnar 4

Pétur 2

 

Strákarnir voru til fyrirmyndar í ferðinni og skiluðu sínu vel. Við viljum einnig þakka fararstjórum okkar þeim Gumma og Ernu kærlega fyrir frábæra ferð, en farið var í bíó og að borða með hópinn sem vakti mikla lukku.

 

Áfram KFÍ

 

 

Nánar

Æfingar fyrir 6-8 ára hefjast á morgun hjá KFÍ

Körfubolti | 05.02.2013
Leó byrjaði ungur
Leó byrjaði ungur

KFÍ hefur ákveðið að vera með æfingar fyrir 6-8 ára (1 og 2 bekk) og verða æfingarnar í íþróttahúsinu við Austurveg kl.16-16.45 og verða æfingarnar á miðvikudögum. Við viljum hvetja alla að mæta og hafa gaman. Er þetta undirbúningur fyrir mót vetrarins fyrir þennan aldurshóp, en þar er stærsta mótið Nettómótið í Reykjanesbæ þar sem 1200 krakkar af öllu landinu koma saman og leika sér í körfu og þar snýst allt um skemmtanagildið og allir eru sigurvegarar. Í fyrra voru 189 lið sem kepptu þar og vorum við þar á meðal.

 

Þjálfari verður Gaui Þorsteinsson og gefur hann allar nánari upplýsingar í síma 896-5111.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Stúlknaflokkur í A-riðil eftir sigur um helgina

Körfubolti | 03.02.2013
Þessar unnu fyrir sínu í dag
Þessar unnu fyrir sínu í dag
1 af 4

Sameinað lið KFÍ/Tindastóls og Harðar frá Patreksfirði sigraði alla sína leiki um helgina sem haldið var hér á Ísafirði og í Bolungarvík og fara þær upp í A-riðil.

 

Stelpur frá Fjölni, Haukum og Breiðablik ásamt okkar stúlkum tóku þátt í fjölliðamóti sem haldið var hér heima um helgina og tókst vel til með alla framkvæmd mótsins þökk sé frábæru fólki í stjórn unglingaráðs, stjórnar KFÍ og félagsmönnum okkar. Allt gekk eins og í sögu og er óhætt að skrifa hér að KFÍ ætti að fá fleiri fjölliðamót hérna heima, því nægt er plássið og mannauður með.

Nánar

Fréttir af yngri flokkum

Körfubolti | 02.02.2013
Jamm og jæja
Jamm og jæja

Það er nóg að gerast hjá yngri flokkum KFÍ. Hér heima eru stelpurnar í stúlknaflokk á fullu ásamt félögum sínum frá Sauðárkrók að keppa gegn Breiðablik, Haukum og Fjölni. Þær hafa unnið báða leikina gegn Breiðablik og Fjölni og keppa gegn Haukum í fyrramálið. Við söknum stelpnana frá Patreksfirði en þær eru með okkur ásamt stelpunum frá Sauðárkrók í sameinuðu liði, og verða með í næsta fjölliðamóti. Haukar tóku báða leiki sína í dag gegn Breiðablik og Fjölni. Breiðablik og Fjölnir eiga síðan leik á morgun.

 

8.flokkur stúlkna eru með félögum sínum frá Herði Patreksfirði í sameinuðu liði í Stykkishólmi í góðu yfirlæti og eru búnar með þrjá leiki af fimm. Þær unnu Þór/Hamar. Töpuðu gegn Kormák eftir framalengdan leik og svo gegn Tindastól. Þær eiga eftir Snæfell og KR á morgun.

 

8.flokkur drengja keppti tvo leiki í Reykjavík og töpuðu þeim naumt.

 

11.flokkur á síðan tvo leiki á morgun í Borgarnesi.

 

Þéttur pakki kemur inn um þessa leiki alla saman á morgun.

 

Áfram krakkar!

Nánar

Frábær sigur gegn flottu liði Tindastóls

Körfubolti | 01.02.2013
Ty var flottur í völd
Ty var flottur í völd

Það er óhætt að skrifa hér að fólk hafi fengið góða skemmtun á Jakanum í kvöld. Bæði lið voru að spila frábæran bolta, en í þetta sinn voru drengirnir okkar aðeins sterkari þegar á þurfti að halda og fóru með sigur af hólmi. Lokatölur 92-85.

 

Strax frá byrjun var ljóst að bæði lið ætluðu sér að sigra enda var þessi leikur fjögurra stiga leikur. Fyrri leikur liðanna fór 86-83 fyrir okkur á Sauðárkrók og bæði þessi lið þurftu nauðsynla að sigra leikinn. Og það var eins og við manninn mælt. Nýji leikmaður Stólanna byrjaði feykilega sterkt og kom gestunum á bragðið og komust þeir vel gang en enginn þó betri en Þröstur Leó sem fór að hitta ógurlega. En í okkar liði eru líka frambærilegar skyttur og fór Kristján Pétur fyrir þeim og elti Þröst. Eftir fyrsta leikhluta var allt í járnum og var staðan eftir hann 22-23.

 

Áfram hélt fjörið í þeim næsta og náðu okkar drengir smá forskoti, en Stólarnir voru aldrei langt undan og ef litið var af þeim augnablik gengu þeir á lagið og voru komnir upp að okkur á svipstundu. Þegar gengið var til búningasklefa var staðan 41-41 og víst var að seinni hálfleikur yrði mikið stríð.

 

En svo kom flottur kafli hjá Ísdrengjunum og staðan eftir sex mínútur var 60-49 og leikurinn nokkuð okkur í hag. Góð vörn var að skapa þetta fyrir okkur og staðan að lokum þeim þriðja var 66-58 og við með tökin.

 

Stólarnir komu ákveðnir til leiks í þeim fjórða og voru allt í einu búnir að koma leiknum í fjögur stig 70-66 og farið að trekkaj suma í sætum sínum, en þá kom Damier með góð átta stig og staðan  kominn í 77-68. Gestirnir komu til baka og náðu leiknum í fimm stig 83-78, en við áttum leikinn eftir það og silgdum mjög mikilvægum leik í höfn. Lokastaðan 92-85 og fögnuðurinn mikill hjá leikmönnum sem og fjölmörgum áhorfendum sem mættu á Jakann og eru strákarnir búnir að sigra í þremur af fjórum fyrstu leikjum eftir áramót sem er snilld og við tökum það með auðmýkt.

 

Þetta var erfiður leikur að dæma og fyrir utan örfá mistök voru dómararnir þeir Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Davíð Tómas flottir og héldu vel utan um leikinn.

 

KFÍ:

Damier setti 33 stig, 8 fráköst, 5 stoðir og 2 stolnir.

Kristján Pétur 20 stig, 5 fráköst (6/11 í þristum).

Tyrone 19 stig, 6 fráköst og 2 varin skot.

Mirko 17 stig, 15 fráköst, 3 stoðir. Maður leiksins.

Hynur 3 stig, 2 stoðsendingar.

Jón Hrafn 3 fráköst og 2 stolnir.

Sam 2 fráköst, 2 stolnir.

 

Tindastóll:

Þröstur Leó 25 stig, 4 fráköst *Maður leiksins hjá Stólunum.

Roburt Sallie 24 stig, 13 fráköst og 4 stolnir.

Robert Valintine 12 stig, 13 fráköst, 1 varinn.

Helgi Rafn 10 stig, 5 fráköst.

Svavar 5 stig, 3 fráköst.

Sigtryggur 3 stig, 2 stoðir.

Pétur Rúnar 2 stig, 2 fráköst, 2 stoðir.

Helgi Freyr 3 stig, 2 fráköst.

 

 

 

 

 

 

 

 

Nánar

Loksins heimaleikur hjá mfl.karla KFÍ

Körfubolti | 30.01.2013
Fyrirliðinn er tílbúinn
Fyrirliðinn er tílbúinn

Það verður kátt á Jakanum á föstudagskvöldið n.k. en þá er fyrsti heimaleikur mfl.karla KFÍ á þessu ári og síðasti leikur okkar heima var 6.desember. Gestir okkar að þessu sinni eru drengirnir frá Sauðárkrók og koma þeir með tvöfalt lið á föstudag vegna þess að strax eftir leik meistaraflokkanna er leikur unglingaflokka félaganna. Það er því mikil kátína í heimamönnum og mikil körfuboltahelgi hér heima að bresta á.

 

Leikur mfl.karla hefst kl.19.15 og verður að sjálfsögðu í beinni á KFÍ-TV fyrir vini okkar á Sauðárkrók en þar á bæ er fólk duglegt að koam saman og horfa á útileiki sinna manna. Einnig eru þeir fjölmargir annarstaðar af landinu og víða um heim sem horfa á þessar útsendingar og eru drengirnir á KFÍ-TV farnir að hlakka til mikið.

 

Strax að leik loknum taka unglingarnir við eða kl.21.15. 

 

Þetta er upphafið að mikilli körfuboltaveislu, en stúlknaflokkur með sameiginlegu liði KFÍ, Tindastóls og Harðar frá Patreksfirði keppa hér um helgina gegn Haukum, Fjölni og Breiðablik og verða þeir leikir á laugardag og sunnudag á Jakanum og út í Bolungarvík. Þess að auki munu hetjurnar okkar í KFÍ-B taka á móti Keflavík á Íslandsmóti B-liða.

 

Nánar verða tímasetningar þessara leikja sett inn á morgun þegar allt tímar hafa verið staðfestir.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Mikið að gera hjá KFÍ um næstu helgi

Körfubolti | 28.01.2013
,,on the road again
,,on the road again"

Það er óhætt að segja að við hjá KFÍ verðum upptekin um næstu helgi. Mfl.karla verður fyrst með heimaleik gegn Tindastól á föstudagskvöld, unglingaflokkur KFÍ keppir strax að þeim leik loknum við unglingaflokk gestanna og síðan verður allt brjálað.

8.flokkur stúlkna fer í Stykkishólm. 8.fl.drengja fer til Reykjavíkur, 11.fl.drengja fer í Borgarnes, KFÍ-b tekur á móti Keflavík, og stúlknaflokkur er síðan með fjölliðamót hér heima á Jakanum og einnig hjá vinum okkar í Bolungarvík.

 

Það er því um stóra helgi að ræða og allir sem hendur geta sett á stýri munu verða á keyrslu með gullmolana okkar allt frá skutli hér heima í hérðaði og suður til Reykjavíkur.

 

Við munum greina nánar frá tímasetningum og annað um miðja vikuna.

Nánar

Krakkarnir okkar selja harðfisk

Körfubolti | 28.01.2013
Allra meina bót
Allra meina bót

Yngri flokkar Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar munu ganga í hús á Ísafirði í kvöld,

mánudagskvöld, og selja gæðaharðfisk til styrktar félaginu en harðfiskurinn ætti að koma sér
vel nú í upphafi þorra. Það er fyrirtækið Vestfiskur í Súðavík sem framleiðir fiskinn sem seldur
er í litlum neytendaumbúðum. Allur ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð yngri flokka en eins
og nærri má geta fylgir því ærinn kostnaður að taka þátt í fjölliðamótum vítt og breytt um
landið. Mikið er lagt upp úr því að yngri flokkar KFÍ fái að spreyta sig á sem flestum mótum
og leggur KFÍ metnað sinn í að mæta til allra móta svo fremi sem færð og veður leyfa. Er
það von félagsins að bæjarbúar taki vel á móti sölubörnum KFÍ og styrki þau til góðra verka í
körfunni.

Nánar