Leikurinn er vera átti í dag fimmtudaginn 7.mars hefur verið frestað þar sem ekki var unnt að flúga frá Reykjavík. Leikurinn verður sunnudaginn n.k. kl.19.15
Innan raða Grindavíkur er valinn maður í hverri stöðu sinnum tveir og eru þeir verðskuldað í efsta sæti Dominos deildarinnar. Það er þó enginn uppgjöf í okkar mönnum og menn tilbúnir í verkefnið sem er eftir í deildinni, en það má segja að við höfum allt að vinna og hver leikur héðan í frá er úrslitaleikur fyrir okkur og verður spilaður sem slíkur.
Aðalhutverk í Grindavík eru þessir:
Aaron Boussard 22.5 stig, 9.1 frákast.
Samuel Zeglinski 22.1 stig, (44% þriggja), 6 fráköst og 6 stoðir.
Siggi Steina og Evu 14 stig og 8 fráköst.
Jóhann Ólafsson 12 stig og 4 stoðir.
Þorleifur Ólafsson 11 stig, 4 fráköst og 3 stoðir.
Ómar Sævarsson 5 stig, 5 fráköst.
Ryan Petinella 4 stig, 4 fráköst.
Björn Brynjólfsson 4 stig 2 fráköst.
Ólafur Ólafsson 4 stig, 2 fráköst.
Við verðum að fá stuðning áhorfenda enda löngu sannað að stuðningmenn eru sjötti maðurinn á vellinum.
Við munum að sjálfsögðu verða með beina útsendingu frá leiknum og hefst hún kl.19.05 hér á KFÍ-TV
Áfram KFÍ
NánarEva Margrét okkar sem er að spila eins og engill í stúlkna og meistaraflokki er komin í tólf stúlkna lokahóp U-16 ára landslið Íslands og mun taka þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Solna, Svíðjóð 8.-12.maí n.k. Eva er vel af þessu vali komin enda búinn að vera frábær í vetur og búin að æfa vel með landsliðinu. Hún var valin Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar og er að sýna að það var engin tilviljun. Hún er frábær fyrirmynd og góður íþróttamaður.
Við erum stolt af stelpunni og vitum að hún á eftir að gera það gott með félögum sínum. Hér er hópurinn sem fer:
U16 stúlkna
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Hamar
Eva Kristjánsdóttir · KFÍ
Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir · Tindastóll
Hanna Þráinsdóttir · Haukar
Irena Sól Jónsdóttir · Keflavík
Ísabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik
Karen Dögg Vilhjálmsdóttir · Njarðvík
Kristrún Björgvinsdóttir · Keflavík
Laufey Rún Harðardóttir · Keflavík
Rósa Björk Pétursdóttir · Haukar
Salvör Ísberg Jónsdóttir · KR
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar
Áfram Ísland
NánarEins og við greindum frá eru margir á okkar vegum á ferðalagi frá Nettómótinu og hafa verið á ferð síðan á föstudag. Lagt var af stað vestur í gær eftir að ljóst var að ekki yrði flogið. Nú er svo komið að við erum með fólk á tveim stöðum í gistingu. Annars vegar erum við með hóp í góðu yfirlæti í Reykjanesi og hins vegar á Hólmavík, en sá hópur var sóttur á Steingrímsfjarðarheiði, en björgunasveitarmenn sem komu og sóttu okkar fólk sögðu að hárrétt hafi verið staðið að málum frá fararstjórum KFÍ og komust allir til Hómavíkur án neinna vandræða.
Á Hólmavík tók vertinn á Finna Hótel á móti hópnum og var allt klárt til gistingar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Farið var í verslunarleiðangur eftir morgunmat og keypt í matinn og eru allir brosandi núna. Það er gott að eiga góða að þegar svona aðstæður koma upp og erum við þakklát þeim í Reykjanesi og á Hólmavík fyrir góða aðstoð.
Allir biðja um kveðjur heim. Farið verður af stað heim þegar grænt ljós verður gefið, en þangað til munum við njóta áframhaldandi gestrisni staðarhaldara.
Við erum ýmsu vön og er þetta ekki í fyrsta skipti sem við verðum veðurteppt, en svona er þetta stundum á Íslandi og við tökum þessu með stóískri ró.
Áfram KFÍ
NánarÞað er óhætt að segja að mikið ævintýri sé í lífi krakka okkar sem fóru á Nettómótið. Þegar mótinu lauk lögðum við af stað heim akandi þar sem ekki var flogið, en færðin var ekki góð á leiðinni og versnaði veður til muna þegar leið á kvöldið. Það vill til að við erum bæði á mjög vel útbúnum bílum og með frábæra fararstjóra með í ferð sem kunna sitt fag og var stoppað á Hólmavík þar sem nokkrir eru og í Reykjanesi einnig og eru allir í góðu yfirlæti enda Vestfirðingar þekktir fyrir gestrisni sína.
Allir biðja um kveðjur heim og verður lagt af stað þegar allt er óhætt og færð lagast.
Áfram KFÍ
NánarLeikurinn sem vera átti hjá mfl.kvenna gegn Grindavík-b verður ekki og verður nýr leikdagur tilkynntur strax eftir helgi. Allir þeir sem fengu boð frá Landsbankanum um frítt á leikinn eiga það inni og geta nýtt sér það þegar nýr leikdagur verður settur á og munum við auglýsa það vel.
NánarÞað var fríður hópur af krökkum sem hélt suður í gær til að taka þátt í Nettómótinu sem haldið er ár hvert í Reykjanesbæ og er þetta mót það glæsilegasta á landinu og þó víðar væri leitað út í hinn fagra heim. Við sendum þrjá hópa af krökkum frá 5-11 ára og eru allir rosalega sælir og glaðir. Hinn frábæri fararstjóri Birna Lárusdóttir hafði samband við okkur hér heima til að láta vita að allt gengi að óskum og eru krakkarnir okkar frábærir fulltrúar Ísafjarðarbæjar og eru þegar búin að stmpla sig inn með leikgleði og flottum töktum.
Á þessu móti eru allir sigurvegarar og þannig á það að vera. Við vljum beina þeim tilmælum til allra iðkenda og stjórnenda KFÍ að taka þessa "púka" sér til fyrirmyndar og muna að hafa gaman að því sem við tökum okkur fyrir hendur. Þá eru allir sigurvegarar.
Þjálfarar í þessari ferð eru Jón Hrafn Baldvinsson, Kristján Pétur Andrésson og Heiðdís Dal Magnúsdóttir og eru að standa sig vel. Og svo má ekki gleyma íþróttaálfi Vestfjarðar honum Árna Ívarssyni sem heldur utan um krakkana og gistir með þeim. Það er frábær mannskapur sem við höfum þarna!
Allir biðja um kveðjur heim í fjörðinn fagra.
Áfram KFÍ
NánarÁ sunnudaginn 3. mars taka stelpunar okkar á móti Grindavík í 1.deild kvenna. Þessi leikur er mjög mikilvægur þar sem við getum skotist upp á annað sæti deildarinnar með sigri og erum komin í baráttu um sætin í Dominosdeild kvenna. Landsbankinn sem nýlega endursamdi við KFÍ ætlar að bjóða á leikinn og hvetjum við alla að koma og hvetja stelpurnar áfram. Þær hafa verið á mikilli siglingu og eru ekkert á því að leggjast að bryggju í bráð.
Áfram KFÍ
NánarÞað stefndi allt í að KFÍ færi með stigin með sér heim í gær úr Hertz hellinum, en á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma náði Hjalti Friðriksson að setja þrist og jafna leikinn fyrir ÍR og framlengt var í þriðja sinn hjá KFÍ í vetur. Í framlengingunni datt leikurinn með ÍR og mjög erfitt tap staðreynd. Lokatölur 95-86 (76-76).
Bæði lið voru taugastrekt í byrjun leiks og lítið skorað og eftir fyrsta leikhluta var staðan 15-10 fyrir ÍR. Það var hreinlega eins og plastfilma væri yfir körfum beggja liða. Við hresstumst í öðrum leikhluta sem var vel leikinn af okkar hálfu og fórum með 32-35 forskot inn í hálfleik.
En svo byrjaði sami gangurinn hjá báðum liðum. Taugarnar voru þandar og lítið gekk að skora körfur. Þegar þeim þriða lauk var staðan 50-50 og leikurinn spennandi. Í upphaf þess þirðja náðum við góðu 11 stiga forkoti, en með stórleik Eric Palm náðu ÍR að komast nær okkur og þegar nokkrar sekúndur voru eftir var staðan 73-76 og Pétur tekur tíma. Það var allt gert til að stöðva Palm sem var sjóðandi heitur. Boltinn barst hins vegar til Hjalta sem setti örugglega stærstu þriggja stiga körfu sína á ferlinum og framlengt var.
Í framlengingunni gekk allt upp hjá ÍR en við fengum ekki mikið frá dómurum leiksins og voru stórir dómar sem féllu ÍR í vil sem eiginlega slökkti í strákunum okkar og ÍR vann sanngjarnan sigur. Lokatölur eins og áður kom fram 95-86.
Nú eru þrír leikir eftir og það gegn stórum liðum, en í þessari deild eru öll lið stór og það er ekkert útilokað í að halda sér í deildinni og jafnvel að tryggja sér sæti í úrlsitakeppninni. Það er ekki okkar bragur að hætta og gefast upp og svo verður ekki núna. Við berjumst fram til síðustu múnútu. Og við viljum þakka áhorfendum sem komu og studdu okkur fyrir sunnan kærlega fyrir.
Stig KFÍ.
Damier 33 stig, 9 fráköst, 6 stoðir.
Tyrone 20 stig, 16 fráköst, 4 stoðir og 6 varin skot (Maður leiksins hjá KFÍ)
Mirko 18 stig, 10 fráköst.
Kristján 6 stig, 1 frákast.
Jón Hrafn 4 stig, 6 fráköst.
Hlynur 3 stig, 1 frákast, 2 stoðsendingar.
Guðmundur 2 stig, 1 frákast, 1 varið skot.
Áfram KFÍ
Nánar
Þeir Hilmir, Hugi, Egill, Kjartan, Þorleifur, Oddfreyr og Michal ásamt Pétri þjálfara gerðu góða erð suður í minniboltanum um s.l. helgi. Þar kepptu þeir gegn ÍR, KR-b og Ármann og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu alla leiki sína og það örugglega. Það eru greinilegar framfarir hjá þessum strákum en Kristján Pétur og Pétur Már þjálfa þá. Þeir hafa vaxið og dafnað og eru þarna framtíðardrengir í KFÍ og vert að fylgjast með þeim.
Úrslit leikja:
KFÍ-ÍR 42-26
KFÍ-KR-b 51-36
KFÍ-Ármann 52-24
Þess má geta að undirbúningur fararstjóra okkar þeirra Birnu Lárusdóttur og Atla Rúnars Sigurþórssonar var óaðfinnalegur og eru félagslegu gildi svona fera jafn mikilvæg og keppnin sjálf ef, ef ekki mikilvægari. Strákarnir gistu saman við toppaðstæður og fóru saman að borða og í bíó.
Næsta verkefni þessara drengja er Nettómótið í Reykjanesbæ sem haldið eru núna um helgina þannig að það er enn ein ferðin suður ogn allir fsrnir að hlakka til, enda Nettómótið það skemmtilegasta sem boðið er upp á í dag með um 1200 krakka sem mæta til að spila körfu og skemmta sér saman. Þar eru engin stig talin og allir koma og fara sem sigurvegarar.
Áfram KFÍ
NánarEnn og aftur er það byrjun í leikjum sem gerir þaða að verkum að við missum lið frá okkur og þegar lið eins og Njarðvík kemur hér með vígtennur sjáanlegar þá er ekki gott að vera í hlutverki þess að sjá um að fægja þær og slípa. Við hleyptum þeim í skotsýningu og vorum í hlutverki áhorfandans og reyndum að svara með þriggja stiga áhlaupi sem gekk ekki og þá áttum við að sækja að körfunni fast og nýta skotklukkuna betur, en það kom of seint og Njarðvík fór með öruggan og sanngjarnan sigur með sér heim í farteskinu.
Það var vörn okkar eða öllu heldur ekki vörn sem fór með þennan leik. Við leyfðum gestunum að ná sér í 65 stig í fyrri hálfleik og það verður þó að viðurkennast að Njarðvík spilaði sparileik í kvöld og var alveg sama hver kom inn á hjá þeim, allir skiluðu sínu. Þeir létu boltann ganga á milli kanta og fundu góð skotfæri sem fóru flest öll niður og nýting þeirra var frábær sem og spilamennska.
Ef ekki hefði verið fyrir þátt Damier þá hefði þetta orðið enn verra. Hann er magnaður og hélt okkur inni í leiknum. Það verður þó að koma fram hér að leikurinn gegn Þór á föstudag sat í okkar strákum og hefði verið vel þegið að hafa fengið meiri hvíld á milli leikja þar sem menn voru á ferðalagi fram á laugardag, en það afsakar þó ekki að við eigum að berjast þangað til að klukkan glymur í leikslok.
Dómarar leiksins voru of áberandi.
Nú er að þjappa mönnum saman og gera sig klára í næsta leik sem er gegn ÍR úti á fimmtudag.
Stig KFÍ.
Damier 45 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar, 2 stolnir.
Ty 15 stig, 6 fráköst, 2 varin.
Mirko 12 stig, 14 fráköst, 1 stolinn.
Kristján 8 stig, 5 fráköst.
Jón Hrafn 6 stig.
Hlynur 3 stig, 2 fráköst.
Stefán 2 stig.
Gummi 2 stig, 2 fráköst og 1 varinn.
Áfram KFÍ.
Nánar